Helgarpósturinn - 03.10.1985, Síða 11
er skaðlaust ef það villir ekki
heimildir á vörunni.
Auglýsingar sem þessar eru dýrar
og borga sig tæpast miðað við ár-
angur, því að fjöldinn er hættur að
lesa, kann það ekki eða nennir því
ekki. Sjónvarpsgláp er komið í stað-
inn fyrir bækur og blöð og það er
þar sem ætti að auglýsa íslenskar
vörur, þó dýrt sé. Betra er að binda
sig við eina eða tvær borgir til að
byrja með og auglýsa oft, því gildi
auglýsinga virðist vera annað veldi
af endurtekningu þeirra.
Skilyrði fyrir slíkum auglýsingum
er að tekið sé fram hvaða verslana-
keðja selji íslenska fiskinn, annars
gæti svo farið að allur fiskurinn í
borginni yrði skyndilega íslenskur
gæðafiskur. Þá væri athugandi
hvort íslendingar gætu ekki orðið
heimsfrægir fyrir eina sérstaka
vörutegund, eins og t.d. Rússar fyrir
styrjuhrogn, en ekki verður það án
auglýsinga. Slíka vörutegund væri
sjálfsagt hægt að finna, þótt ekki
væri það hákarl eða brennivín. Hér
er þó engan veginn slegið föstu að
ekki væri hægt að gera Svartadauða
að þekktri vöru, ef nógu miklu fé
væri eytt í það. í ferðamannapésum
sem gefnir eru hér út hef ég aldrei
séð auglýsta fiskrétti og lagmeti, en
vel má vera að það hafi farið fram
hjá mér.
Á umbúðum ætti að taka fram að
fiskurinn sé veiddur í ómenguðu
hafi og í auglýsingum ætti að segja
að fiskneysla minnki hættu á hjarta-
sjúkdómum.
Ekki dreg ég í efa að bandaríska
hjartaverndin, American Heart
Association, vilji stuðla að aukinni
fiskneyslu meðal Bandaríkja-
manna. Þeir væru e.t.v. fáanlegir til
að dreifa áróðurs- og kynningarrit-
um um íslenskan fisk og benda á
verslanakeðjur sem selja hann. Það
þarf viðræður milli útflytjenda og
hjartaverndarinnar. Hér er ekki um
neitt smámál að ræða, því að árið
1969 dó í Bandaríkjunum rúmlega
ein milljón manns úr æðasjúkdóm-
um og vafaiaust hefur sú tala marg-
faldast síðan.
Kristján Jónsson
lýsingar, áður en sýningar hefjast,
ég hef alltaf haldið í þá barnalegu
von, að einhverjir gagnrýnendur
eða áhorfendur kæmu auga á, þeg-
ar þannig er. Fyrir nú utan það, að
fátt er nýtt undir sólinni t.d. eftir að
æfingar hófust á Grímudansleik og
heildarskilningur á verkinu var
mótaður og línur dregnar, komst ég
yfir bók eftir Julian Budden, einn
fremsta Verdi-sérfræðing okkar
tíma. Þar dvelst honum talsvert við
hlutverk Ulricu, hafnar þar alfarið
öllum fordæðuklisjum, sem hann
telur gamaldags, og er í greiningu
sinni mjög svo á svipuðum nótum
og við Sigríður Ella.
En góði maður, spyr nú einhver, ef
þetta kemur nú alls ekki yfir í sýn-
ingunni? Til hvers, spyr ég, kemur
það ekki yfir? í öllum öðrum list-
greinum er það talið til tekna, ef
verk þolir sískoðun og fleira og
fleira kemur í ljós. Og ég veit að
glöggskyggnir áhorfendur hafa
meðtekið þessa túlkun Sigríðar
Ellu, og gert sér grein fyrir hvernig
allt hennar fas og látæði og hennar
meðhjálpara, sígaunanna þriggja í
sýningunni, hverfist um þennan
skilning, því að þeir hafa sagt mér
það.
Það er leitt, hvað sá barnasjúk-
dómur ætlar að reynast langær hér
á landi í leiksviðsgagnrýni, að þar
sé mest um, að kveðnir séu upp
dómar, lofsamlegir, eins og sá, sem
hér varð tilefni til skrifa, eða að-
finnslusamir, en síður greining á því,
sem fyrir augu og eyru ber, greining
og lýsing, sem lyki upp nýjum
heimum fyrir áhorfendum, þeim til
skilnings og ánægjuauka.
Sveinn Einarsson.
LAUSNÁ
SKÁKÞRAUT
11.
Þetta dæmi er minnisstætt fyrir
villuspor sín — villuspor er leikur
sem sýnist vera lykilleikur og leið-
ir til máts á réttum tíma í mörgum
tilvikum, en svartur á vörn við
honum. Hér eru villusporin:
(a) 1. Dc7 (hótar b8R mát, en svar-
ar Hxb7 með Dxb7 mát).
1. - Hb5!
(b) 1. Dc8 (hótar b8R++ og mát).
1. - Bxb4!
(c) 1. Dd8 (hótar b8R mát).
1. - Bxb4!
En 1. De5! nægir til máts í öllum
tilvikum:
1. — Hxe5 2. b8R mát.
1. — Bxe5 eða Hxb7 eða Hh8.
2. Rc5 mát.
12.
Þetta er ágætt dæmi um það hve
góðan grip er unnt að smíða úr
grönnum efniviði:
1. bdl Ke5 2. De4 mát.
1. - Ke3 2. Df2 mát.
1. - Kd5 2. Ke4 mát.
1. — Bc3 2. De4 mát.
1. — Bb2 2. Dc5 mát.
Álfheimabakarí
Álfheimum 6 og Hagamel 67
OPNUNARTÍMl: Virka da9a kl 8 tjl 18
Laugardaga kl. 8 til 16
Sunnudaga kl. 9 til 16
MIKIÐ ÚRVAL AF BRAUÐUM, KÖKUM OG ÖÐRU KAFFIMEÐLÆTI
Stór lambavorrúlla
- karrýsósa -
steikt hrísgrjón —
saiat. 160,-
Álfheimumó—‘Reykjavík sími: 647-455
langstærsta bifreiðastöð borgarinnar
með flesta 7 farþega bíla
Fljót og góð afgreiðsla. Stæði um allan b
HELGARPÓSTURINN 11