Helgarpósturinn - 03.10.1985, Side 17
LISTAPOSTURINN
„Krían með gargi er komin í bæinn,"
syngja Reykvíkingar daginn fyrir
hernám um leið og þeir kaupa sér
fisk [ soðið í Land míns föður.
Á móti allri
skynsemi?
Land míns föður eina stykkið á
fjölum Iðnós fram að áramótum
Liðið í Iðnó var svo sannarlega í
ástandinu þegar blaðamaður HP
leit inn á æfingu á Land míns föður,
flunkunýju leikriti eða söngleik öllu
hpldur, eftir Kjartan Ragnarsson
sem verður frumsýnt á föstudags-
kvöld kl. 20.30. „Nú fáum við fisk-
inn í fyrsta skipti á sviðið!" hrópar
Kjartan sem jafnframt er leikstjóri.
Og Karl Ágúst Úlfsson trillar grá-
sleppuvagni inn á sviðið þar sem
líka má hafa nýslægðan bátafisk.
Síðan tekur Gísli Halldórsson til
máls í gervi guðspjallarónans á
kassanum en er óðar kveðinn í kút-
inn af bæjarbúum sem kyrja hástöf-
um: „Krían með gargi er komin í
bæinn... og gargar af ást!“ Það er
vor 1940.-Stríð úti í heimi og vissara
að vera við öllu búinn. fslenska lög-
reglan fer austur á Laugarvatn á
námskeið til að verja landið en þeg-
ar hún kemur aftur til Reykjavikur
eru Bretar búnir að hernema landið.
Atburðarásin í Land míns föður
hefst daginn fyrir hernám og lýkur
á friðardaginn og þá hafa að vonum
ýmsar breytingar orðið á högum
persónanna.
Þetta er einhver viðamesta sýn-
ing sem sett hefur verið upp í Iðnó.
I henni koma fram um þrjátíu leikar-
ar og sex manna hljómsveit skipuð
atvinnuhljóðfæraleikurum undir
stjórn Jóhanns G. Jóhannssonar
sem flytur afar hugljúfa tónlist Atla
Heimis Sueinssonar við söngtexta
Kjartans. Hún kemur út á hljóm-
plötu innan tíðar.
Sýninguna á síðan að keyra á fullu
gasi fimm kvöld í viku og er engin
önnur sýning ráðgerð á fjölum
gamla Iðnós fram að áramótum.
Stefán Baldursson leikhússtjóri var
inntur eftir því hvort þetta væri
nokkurt vit.
„Hér í gamla daga voru fluttar
mannmargar óperettur í dálítið
svipuðum dúr og Land míns föður
en það var fyrir tíma Stéttarfélag-
anna og var því ekki eins dýrt í
framkvæmd,“ sagði Stefán. „Það má
svo sem segja að það stríði á móti
allri skynsemi að setja upp svo viða-
mikla sýningu. En ýmsar ástæður
eru fyrir því.
I fyrsta lagi höfum við verið að
koma upp breiðum fronti sem við
getum stormað með inn í Borgar-
leikhús þegar það verður tilbúið;
við höfum gert æ meira af því að fá
ungt fólk til liðs við okkur, bæði at-
vinnu- og áhugaleikara.
í öðru lagi hefðu ýmsir skavankar
fylgt því að hafa aðrar sýningar í
gangi um leið. Það er fjárhagslega
hagkvæmt að hafa þéttar sýningar
á stykki sem í eru svo'margir laus-
ráðnir leikarar. Þar að auki er sviðið
framlengt og ansi mikið múður að
taka það sundur og setja saman aft-
ur."
Það er líka óhætt að segja að hin
þröngu húsakynni Iðnós séu gjör-
nýtt allt upp í hanabjálka. Búning-
arnir sem G. Erla Geirsdóttir hann-
aði taka sitt pláss því þeir eru hátt í
tvö hundruð — dátabúningarnir
voru t.a.m. pantaðir beint frá Lond-
on. Leikmunageymslan var rudd og
innréttuð sem búningsherbergi og
hljómsveitin fékk aðstöðu í gömlu
strauherbergi uppi í risi.
— Það er eins gott að þetta verði
algjört kassastykki, Stefán...
„Já, við vonum það. Verkið er
bæði skemmtilegt og aðgengilegt."
— Ekki sjens á að það falli?
Þögn. Ekki von að leikhússtjórinn
vilji svara slíkri spurningu. En eftir
að blaðamaður hafði fylgst með æf-
ingu fram að hléi gat hún ekki séð
að Stefán hefði ástæðu til að kvíða
gengi verksins. Alveg dúndurhresst
og tónlist Atla Heimis æðisleg.
Ýmislegt kom skemmtilega á
óvart eins og að sjá Agúst Guð-
mundsson kvikmyndaleikstjóra
troða upp í ýmsum gervum, hann á
óborganlegan leik sem vesturís-
lenskur blaðafulltrúi bandaríska
hersins. Ágúst stökk inn í þetta á
elleftu stundu við forföll Steindórs
Hjörleifssonar. Þá dansar Elín Edda
útlitsteiknari Helgarpóstsins fimleg
spor og eggjandi m.a. á sokkabönd-
unum. Og skemmtilegt að sjá hvern-
ig koma hersins er látin endurspegl-
ast í undirfatatískunni: fyrir hernám
dansa leikendur nærbuxnatangó í
hallærislegum, hálfsíðum bómullar-
brókum en fyrr en varir eru döm-
urnar komnar í silkibuxur og
-sokka. Þá er Helgi Björnsson, Mick
Jagger Islands, býsna ó-Grafík-legur
í hlutverki „sanns Islendings" sem
missir kærustuna sína í ástandið; sá
eini sem þorir að ryðjast inn á dáta-
ball og bjóða upp í hnífatjútt. Reynd-
ar verður spennandi að sjá hvaða
tökum Kjartan tekur ástandsmálin.
Að endingu var Stefán Baldursson
leikhússtjóri inntur eftir fréttum af
Borgarleikhúsinu í Kringlumýrinni.
„Af því er allt gott að frétta, það
kemst undir þak fyrir veturinn,"
sagði Stefán. „En miðað við eðli-
legan framkvæmdahraða tekur tvö
til þrjú ár til viðbótar að fullklára
það.
En við tökum húsið í notkun í
áföngum og stefnum að því að setja
upp leikrit á litla sviðinu á tvö-
hundruð ára afmæli Reykjavíkur-
borgar í ágúst á næsta ári. Við von-
umst til að þá verði búið að innrétta
einhver búningsherbergi og and-
dyrið auk litla sviðsins," sagði Stefán
Baldursson.
JS
MYNDUST
Erró málar út í hött
Erró er ný sönnun þess að íslenska þjóðin
hefur kannski bolmagn en ekki nægilegt vit
og vilja til þess að koma sér upp listamanni
og koma verkum hans á framfæri meðal
stórþjóðanna, en þegar listamaðurinn hefur
komið sér sjálfur á framfæri þá eignar þjóðin
sér hann og reynir að ýta honum út í fárán-
leikann.
Af þessum sökum er afar erfitt að gera sér
grein fyrir eðli listar Errós, rekja uppruna
hennar og skilgreina, vegna þess að hún er
ekki algerlega erlendxig ekki heldur af þjóð-
legum toga spunnin.
Það væri auðveldast að halda því fram að
list hans væri vaxin af meiði súrrealismans,
en það er að mestu leyti rangt, vegna þess að
súrrealisminn leitaði að raunveruleika hinna
innri og duldu raka, en list Errós er tengd yf-
irborðinu, hinu sjáanlega. Hún er unnin úr
verkum annarra listamanna, líkt og það tíðk-
aðist meðal tónskálda samtímans, eins og
Kagels, að „endurvinna" tónverk meistara
fortíðarinnar. Handbragðið eitt og hin hug-
vitslega samsetning er þá frá listamanninum
sjálfum komið. Þetta er viss tegund af eftir-
hermulist á þreyttum og ráðvilltum tímum.
En það var súrrealisminn ekki. Hann bar
vott um fullt fjör sköpunar og listar.
Það sem við sjáum á sýningunni í Norræna
húsinu er ekki sá þáttur eða stefna Iistanna
sem kölluð er „samklippuverk", en einhver
angi er þetta samt af henni.
Og það er ekki bara aðferðin við að mála,
stíllinn, sem vefst fyrir venjulegum hugsuði
um myndlist, heldur líka innihaldið og til-
gangurinn, ef einhver er annar en sá að vinna
fögur verk með tæknikunnáttu. Þegar
tæknikunnáttunni er náð þá hefst víta-
hringur málarans. Allir listamenn berjast
gegn því að tæknikunnáttan nái yfirhönd-
inni og útrými innihaldinu.
Erró hefur næstum alla tíð verið hallur
undir einhverja tegund af ádeilu, án þess hún
sé bein umvöndun eða leiðbeining um
hvernig menn eigi að komast út úr ógöngum
nútímalífsins. í fyrstu voru myndir hans, á
þessari braut, lítið annað en venjulegt ís-
lenskt samkrull fært í útlent form. Seinna tók
við samkrull blandað frönskum symbolisma
og bandarísku handbragði popplistarinnar.
En hann komst aldrei inn í hina frönsku
stefnu að tákninu sem er fulltrúi fyrir hlut-
inn, og mig grunar það hafi stafað af skorti
á viti og fagurfræðilegum menningararfi.
Hugsjónastefna föður hans var þarna eitt-
hvað á sveimi, í bland, en hann hafði ekki allt
á hornum sér líkt og hún. Hér á ég einkum
við ritverk Guðmundar frá Miðdal. Ættar-
tengslin eru aðallega í hugblænum og svo
„útþráin": hugsjón og hæðir og mannbætur.
Vinnubrögð Erros eiga skylt við aðferð og
uppfinningu Gide í bókmenntum, þá að láta
ekki atburðina koma eins og skrattann úr
sauðarleggnum heldur gerast þeir dálítið út
í hött á myndfletinum og eru afar áferðarfal-
legir. Við könnumst við ámóta listbrögð úr ís-
lendingasögunum. í þessu sameinast erlend
og innlend menning í verkum hans.
Og þetta hefur orðið til þess að verk Errós
eru orðin jafn vinsæl hjá nýborgurum þessa
lands og rjúpa föður hans var hjá fólkinu
forðum. Sá er þó munur á verkum hans og
föðurins að rjúpan er aiíslenskt viðfangsefni
en öll viðfangsefni sonarins eru útlend.
Nema eitt: Málverkið af Halldóri Laxness.
Á stað einum í ritum sínum sem ég nenni
ekki að nefna segir Laxness frá rithöfundi
þýskum sem menn á æðsta stigi borgara-
stéttarinnar leiddu „slefandi" um sér til fram-
dráttar, þótt rithöfundurinn hafi áður verið
talinn fylla flokk hinna róttæku og elskaði og
skrifaði aðeins fyrir fólkið. Laxness þótti þau
örlög hörð en eðlileg af því rithöfundurinn
hafði ekki staðið á verði gegn bellibrögðum
íhaldsins sem er hinn versti hælabítur skálda
og læðist víst upp með lærum þeirra uns það
bítur í þann stað sem kenndur er við frjósem-
ina, svo rithöfundarnir geldast við bitið.
Erró er víðlesinn maður og þekkir staðinn.
Og nú kom upp í honum íslenski lúmski kvik-
indishátturinn: Hann málar fyrir íhaldið
mynd af Laxntss eins og hún væri mynd af
Kim 11 Sung, og hún er máluð í sönnum Kim-
il-sung-stíl, þess sósíalisma sem Laxness
hafði lofsungið áður. Og nú minnist Erró
Fjallaskáldsins sem reikaði yfir eyðisandinn
um nótt og tengir þá minningu Himalæja-
skáldinu sem reikaði um aðra nótt, ekki einn
heldur fylgdi honum lófatakið og kraftbirt-
ingurinn. Erró lætur líka vera „peningasnið"
á máiverkinu: tvær dúllur með andlitsmynd-
um og krússidúl á milli, svo erfitt verði að
falsa íslenska nýdollarann þegar hann kem-
ur: ísdollarinn.
En það get ég sagt Erró í lokin, að Laxness
hefur hreinsað sig með því að éta ofan í sig
fyrri orð sín sem ku vera afar andlega laxer-
andi. Og hann getur sagt eins og Churchill
forðum, þegar hann var vændur um að éta
aftur orð sín: „Það er sá besti matur sem ég
hef fengið."
Við sjáum í gegnum þig, helvítið þitt, Erró,
og kvikindishátt þinn og Davíðs og alls
íhaldsins, þótt myndin verði ekki eyðilögð.
En svona mynd fá þeir á sig og af sér sem
nálgast íhaldið um of, og líka lýsingu á sér
sem slefandi gamalmenni hjá framtíðinni.
Hún er alltaf jafn miskunnarlaus í dómum
sínum og Laxness á staðpum sem ég nennti
ekki að nefna. Og þetta fá skáldin á sig um
leið og penninn verður jafn linur og lókur-
inn.
Þannig lýk ég þessum pistli.
„Við sjáum í gegnum
þig, helvitið þitt, Erró,
og kvikindishátt þinn
og Davíðs og alls
Ihaldsins," segir
Guðbergur Bergsson
ma. í umfjöllun sinni
um sýningu Errós í
Norræna húsinu.
HELGARPÓSTURINN 17