Helgarpósturinn - 03.10.1985, Page 21
starfsmannanna að versla við eigin
banka mun einkanlega felast í því
að þeir eigi betri möguleika á lána-
fyrirgreiðslu en áður. Bankinn hefur
nákvæmt yfirlit yfir allar fjárreiður
þeirra — laun, sparnað og útgjöld —
og getur þar af leiðandi kannað
greiðsluþol viðkomandi með auð-
veldum hætti. Hann getur jafnvel
notað sér þessa vitneskju um starfs-
mann sinn til þess að gera framtíð-
arspá um kjör hans og tekjuafgang.
Með þessu fæst lánstraust, eða með
öðrum orðum: Bankinn veit miklu
meira um sína starfsmenn en aðra
sem skipta við hann og getur þar af
leiðandi veitt þeim meiri þjónustu.
FJÁRMÁLAMISFERLI
FYRIRBYGGÐ
Hinsvegar er hagur bankans af
því að starfsfólk hans skipti við
hann en ekki keppinauta hans að
mestu Ieyti fólginn í því að þar með
getur hann fylgst nákvæmlega með
fjárreiðum þess. Þetta er banka-
stofnunum mjög mikilvægt vegna
þess að með þessu stöðuga yfirliti
eða eftirliti — allt eftir því hvað
menn vilja kalla þetta — sér hann
strax þegar eitthvað amar fjárhags-
lega að sínu fólki. Hann getur fyr-
irbyggt fjármálamisferli, svo sem
fjárdrátt, með því að hafa samband
við viðkomandi starfsmann áður en
freistingin er orðin of stór og veitt
honum ráðgjöf og jafnvel fjárhags-
lega aðstoð út úr þeim tímabundna
fjárhagsvanda sem hann hefur rat-
að í. Að mati bankans er það hrein
ögrun við mann sem er í fjárhags-
kröggum að láta hann handleika
tugþúsundir á dag. Og þá ögrun get-
ur bankinn ekki fyrirbyggt með
öðru móti en því að fylgjast ná-
kvæmlega með öllum peningavið-
skiptum starfsmanna sinna. Bankar
erlendis leggja mikla áherslu á að
starfsfólk sitt skipti við eigin banka
af þessum sökum. Það tíðkast til
dæmis á Norðurlöndum að bankar
bjóði starfsmönnum sínum alls-
konar hlunnindi gegn því að þeir
geti með ofangreindum hætti fylgst
með fjárreiðum þeirra. Og nokkrir
bankar í Lundúnum til að mynda
gera það að skilyrði fyrir því að fólk
fái vinnu hjá þeim, að það skipti
jafnframt við þann banka sem það
ræður sig til. Bankastjórar hér
heima segjast ekki sjá neina ástæðu
til þess að þetta verði gert að skil-
yrði hér heima, það muni gerast af
sjálfu sér að starfsfólk fari að skipta
við eigin banka, enda verði það á
allan hátt heppilegra fyrir það.
BANKASTJÓRAR ÞURFA
EKKI Á LÁNUM AÐ
HALDA!
Sjálfir bankastjórarnir verða hins-
vegar að slá hvern annan áfram,
eða eins og einn stjóranna orðaði
það í samtali við HP: „Það getur
bara engan veginn gengið að við sé-
um að slá sjálfa okkur. Það er ekki
einasta hjákátlegt, heldur og sið-
ferðilega háskalegt." Þegar þeir eru
spurðir að því hvernig þeir beri sig
að við lántökurnar, svara flestir því
til að þeir hringi bara í kollegana.
Enginn hafi fram að þessu sest inn á
biðstofu annars bankastjóra. Og
hvort þeim hafi einhverntímann
verið synjað um lán? Því man eng-
inn eftir. „Annars þurfa þessir kallar
ekki á lánum að halda," sagði deild-
arstjóri í einum bankanna við blað-
ið. „Eg get að minnsta kosti ekki
ímyndað mér að neinn þeirra standi
í svo stórkostlegum framkvæmdum
heima fyrir að hann þurfi að leita á
náðir féíaga sinna. Þetta eru nú einu
sinni menn sem eru búnir að koma
sér almennilega fyrir í samfélag-