Helgarpósturinn - 31.10.1985, Blaðsíða 2
FRjTTAPÖSTUR
Verkfall flugfreyja stöðvað með lögum |
Á fimmtudag 24. október, nánar tiltekið um miðjan kvenna-
frídaginn, stöðvaði Alþingi verkfall flugfreyja, sem staðið I
hafði yfir á annan sólarhring, með lagasetningu sem svipti
flugfreyjur verkfalls- og samningsrétti. Málum þeirra var l
vísað til kjaradóms sem skal skipaður þremur mönnum til- I
nefndum af hæstarétti og dóm á að kveða upp fyrir 1. des- .
ember nk. Mikil reiði ríkti meðal flugfreyja þegar ljóst varð |
með hvaða hætti leysa ætti kjaradeilu þeirra við Flugleiðir.
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, áskildi sér ótil- I
tekinn frest til að undirrita lögin og harmaði hún að íslensk
stjórnvöld skyldu hafa verið svo óheppin að þurfa að setja i
slík lög varðandi konur þennan tiltekna dag. I
Kjaramálaályktun þings BSRB: Stórhækkun launa og
verötrygging
Þing BSBB sem haldið var í síðustu viku samþykkti ályktun i
um stefnu bandalagsins fyrir næstu kjarasamninga og er I
megináhersla lögð á stórhækkun launa og verðtryggingu .
þeirra. Samningar BSRB eru lausir um næstu áramót. Aðal- |
stjórn BSRB var sjálfkjörin á lokadegi þingsins á laugardag-
inn, og sömuleiðis formaður og varaformaður. Kristján i
Thorlacius var endurkjörinn formaður, Albert Kristinsson I
fyrsti varaformaður, og Örlygur Geirsson var kosinn annar
varaformaður. Þingið úrskurðaði að úrsögn KÍ úr BSRB |
væri ólögleg þar sem ekki hefði fengist nægilegur meirihluti
fyrir henni í allsherjaratkvæðagreiðslunni í maí í vor. I
Stjórn KÍ hefur ákveðið að boða til aukaþings Kennarasam- 1
bandsins 9. nóv. nk. þar sem hún mun leggja til að farið >
verði út í aðra allsherjaratkvæðagreiðslu. I
Sameining BÚR og ísbjarnarins I
Borgarstjórinn í Reykjavík og stjórn ísbjarnarins hafa gert ■
með sér samning um stofnun nýs hlutafélags sem taki við >
rekstri og togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ísbjarn- |
arins, svo og flestum öðrum eignum þeirra. Stefnt er að því
að féla.gið verði stofnað og taki til starfa í nóvember á þessu I
ári. BÚR mun eiga 75% hlutafjár í nýja félaginu en ísbjörn-
inn 25%. Hlutafé félagsins við stofnun þess skal vera 200 I
milljónir króna. Aðilar eru samkvæmt samningnum sam- »
mála um að hið nýja félag taki við öllum skyldum fyrri .
vinnuveitenda gagnvart starfsmönnum BÚR og ísbjarnar- |
ins hf. sem þess óska.
Kvennadagurinn 24. október •
Á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. okt. sl., minntust íslenskar >
konur um allt land 10 ára afmælis kvennafrídagsins og I
lögðu um leið áherslu á launakröfur sínar og minntu á mik-
ilvægi vinnuframlags kvenna. Af því tilefni var m.a. efnt til I
útifundar á Lækjartorgi en hann sóttu um 20 þúsund
manns. Þá var opnuð sýning í Seðlabankahúsinu, Kvenna- i
smiðjan, undir yfirskriftinni: Konan, vinnan, kjörin. Það er •
sýning 70 stéttar- og fagfélaga á störfum og kjörum kvenna. >
Dagsbrún boðar innflutningsbann á vörur frá S-Afríku
Trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar samþykkti samhljóða á I
föstudag að sett verði innflutnings- og afgreiðslubann á suð- ■
urafrískar vörur í Reykjavíkurhöfn. Bannið tekur gildi i
þann 14. nóv. nk. Engin hliðstæða er fyrir slíku innflutn- *
ings- og afgreiðslubanni hérlendis á vörur frá einni tiltek- >
inni þjóð. Þá hafa ýmsir aðilar, m.a. forystumenn ASÍ og |
BSRB, skorað á neytendur og kaupmenn að sniðganga vörur
frá S-Afríku og sýna með því suðurafrískum meðbræðrum I
samstöðu með því að einangra landið. Þetta er viðleitnl til að
fylgja eftir þeirri stefnu sem utanríkisráðherrar Norður- I
landa hafa nýlega samþykkt gegn mannréttindabrotum *
stjórnar S-Afríku. ,
Kirkjuþing: Reist verði kristnitökukirkja á íingvöllum
Á nýafstöðnu kirkjuþingi bar biskup íslands, herra Pétur ■
Sigurgeirsson fram þingsályktunartillögu þess efnis að I
reist verði kristnitökukirkja á Þingvöllum fyrir hátíðar- .
höldin á 1000 ára afmæli kristnitöku árið 2000. Kirkja |
þessi verði sérstakt musteri fyrirbæna um frið á jörðu fyrir
allar þjóðir. Vegna þess að kristni var tekin á Þingvöllum I
árið 1000 án þess að nokkru blóði væri úthellt, væri ekki
óeðlilegt að þar yrði alþjóðlegur helgidómur fyrir frið í I
heiminum. I
Fjármálaráðherra synjaði beiðni BHM um 3% launa- i
hækkun I
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra hefur synjað beiðni
BHM um 3% launahækkun, sem forráðamenn BHMR fóru |
fram á fljótlega eftir að Albert Guðmundsson fyrrverandi
fjármálaráðherra veitti félagsmönnum í BSRB, skömmu I
áður en hann lét af starfi fjármálaráðherra. BHMR hefur '
skotið málinu til kjaradóms. i
Fr éttapunktar:
• Eimskip og Ríkisskip keppa nú ákaft um hvort félagið I
muni sinna flutningum fyrir Steinullarverksmiðjuna á
Sauðárkróki framvegis. i
• Vextir af sparisjóðsskírteinum hækka nú í 9,23% og er ■
þetta gert i von um að salan örvist.
• Sovétmenn hafa lýst áhuga á að gerast aðilar að stálvösun- |
ar- og stálbræðsluverksmiðju Stálfélagsins.
• Aðsókn í Kvennasmiðjuna hefur verið mjög góð. 9 þúsund I
manns hafa þegar séð sýninguna.
• Albert Guðmundsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér I
í prófkjör fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, þar sem *
hann sættir sig ekki við prófkjörsreglur.
• Sett hefur verið á fót upplýsingaþjónusta fyrir þá, sem 1
óttast áð þeir hafi smitast af ónæmistæringu. Með þvi að I
hringja í 622280 kemst fólk í beint samband við sérfróðan •
lækni. ,
• Nú mun afráðið að Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri |
SIF verði næsti forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna.
Andlát: I
• Einar Guðfinnsson útgerðarmaður í Bolungarvík er lát- •
inn, 87 ára að aldri. ,
. NORRjCN
UOSMYNDUN
IpSÍ’
Nú stendur yfir í Ódinsvéum á
vegum Brandts Klœdefabrik sam-
norrœn Ijósmyndasýning, Nordisk
Fotokunst 1985, sú umfangsmesta
sinnar tegundar fram að þessu.
Markmið sýningarinnar er að sýna
breitt úrval þeirra ólíku viðfangs-
efna og tœknimöguleika sem Ijós-
myndarar á Norðurlöndum spreyta
sig á, og jafnframt að styrkja stöðu
Ijósmyndunar innan myndlistar-
innar.
Aðstandendur sýningarinnar
völdu myndirnar fyrst og fremst út
frá listrænu sjónarmiði.
Myndirnar í heild sýna að ekki er
beinlínis hægt að tala um sérstök
norræn einkenni innan þessarar
listgreinar. Norræn Ijósmyndun sver
sig aftur á móti mjög í ætt við ljós-
myndun annars staðar í Evrópu, og
Bandaríkjunum, bæði hvað varðar
form og innihald.
íslensku þátttakendurnir í sýning-
unni eru Finnur P. Fróðason, Guð-
mundur Ingólfsson, Ólafur Lárus-
son, Skúli Þór Magnússon, Jóhanna
Ólafsdóttir, Valdís Óskarsdóttir, Sig-
urgeir Sigurjónsson, Páll Stefánsson
og að sjálfsögðu hann Jim okkar
Smart.
Sýningin Nordisk Fotokunst 1985
stendur yfir til 11. nóvember í Óðins-
véum. A þessari opnu birtist ein
mynd frá hverju landi.
Pekka Turunen, Finn-
landi: „Án titils" 1985.
Tormod Flobak, Nor-
egi: „Sköpunargleði
náttúrunnar", 1982.
2 HELGAFSPÓSTURINN