Helgarpósturinn - 31.10.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 31.10.1985, Blaðsíða 14
HILMAR JONSSON STORTEMPLARI ■■■■■■■■■■■■■■■ii^^■■■■■l^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■^■■■■■■■■ eftir Guðmund Arna Smart ■ Bæjarbókavörður í Keflavík í meira en aldarfjórðung, en fæddur og upp- alinn fyrir austan, í Jökulsárhlíð á Héraði. Hefur víða látið til sín taka á Suð- urnesjum; komið nálægt byggðasafninu, æskulýðsmálum, stjórnmálum, leiklistarmálum og með þessu öllu skrifað einar sjö bækur og eitt leikrit, og er einmitt um þessar mundir að setja saman sitt annað leikrit. Og síðast en ekki síst hafa bindindismálin verið ofarlega á baugi; barnastúkan, stór- stúkan og barátta gegn brennivíninu almennt. Hilmar Jónsson er æðsti embættismaður Stórstúku íslands. Hann er stór- templar. Og hann fyrirhugar stofnun kristilegs stjórnmálaflokks. Það er þannig meö Hilmar Jónsson, aö hvar sem hann kemur nærri, þá er það venjulegast ekki með neinu hálfkáki. Allt eða ekkert. Ekki þar fyrir að maðurinn fari mikinn og sé frekur til orðs og æðis. Langt í frá, því Hilmar Jónsson er einkar rólegur í fasi. En leynir á sér. Menn átta sig fljótlega á hinni innri seiglu. Hann kemst þótt hægt fari. Gott dæmi um þetta er sagan af því, þegar Hilmar Jónsson gekk í Leikfélag Keflavíkur fyrir tæpum 10 árum. Þá var verið að endurreisa fé- lagið eftir að það hafði legið í dvala um skeið. En Hilmar varð engin varaskeifa. ,,Eg lenti í því strax þarna fyrsta veturinn að leika. Ég gerði mér nú ekki grein fyrir því fyrr en búið var að lesa og velja, að hlutverkið sem sett var á mig var aðalhlutverk og ég var inni á senunni svo til allan tímann," segir Hilmar, þeg- ar hann rifjar upp fyrstu kynni sín af leiklistar- gyðjunni. „Þetta var leikritið ,,Er á meðan er“ og hafði verið leikið í Þjóðleikhúsinu, en ekki gengið afskaplega vel þar. En við vorum með 10 sýningar á þessu stykki og hættum fyrir fullu húsi. Þetta er dálítið sérkennilegt verk. Þessi ftiaður sem ég lék, hann var við aldur, afi. Dálítið skrýt- inn kannski, eins og sumir segja að ég sé. Ég hef því ef til vill ekki þurft að taka svo mjög mikið á — ekki þurft að hafa hamskipti. En ég hafði gaman af þessu. Og ég held að allir hafi gott a’f því að leika. Mér hafði aldrei dottið það í hug að ég ætti eftir að leika á sviði." — Af hverju hefur fólk goll af þuí ad leika? „Ekki síst upp á tjáninguna að gera. Ég hef séð fólk alveg gerbreytast, hvað framgöngu þess og lífsstíl snertir, eftir að það hefur komið og leikið. Áður var það innibyrgt og átti erfitt með að tjá sig, en eftir að það komst yfir sviðsskrekkinn og hafði leikið, þá var eins og það blómstraði. Þetta er það sem vantar í skólakerfinu. Ævar Kvaran á mikið hrós skilið fyrir hvað hann hefur gagnrýnt skólakerfið fyrir skort á kennslu í framsögn. Og kannski eru einu aðilarnir sem eitthvað hafa gert í þessu við í barnastúkunni. Við erum alltaf að reyna að láta krakkana koma fram með eigið efni og túlka það eftir því sem þeim býr í brjósti. En skólinn er með afskaplega litla tilsögn í þessu og það er ákaflega slæmt.“ — En erum uiö ekki öll ad leika daginn út og inn — huert okkar í sínu afmarkaöa hlutverki í lífinu? „Jú, vafalaust er það. Og það er allt i lagi. Bara að menn leiki svona hæfilega mikið — ofleiki ekki.“ TRÚBOÐ — Hvert er þitt hlutverk íþuí stóra stykki? „Þetta er erfið spurning. Ég veit það ekki, en ég hef viljað vera svona mátulega hamingju- samur maður í lífinu og kannski stundum viljað þröngva skoðunum upp á samferðafólk mitt. Hef álitið að ég hefði eitthvað fram að færa, sem hefði einhvern tilgang fyrir mig og ekki síður aðra. Þessi atriði hafa sennilega verið aðalþung- inn í mínu hlutverki í lífinu. Ég hef stundum sagt að ég væri í trúboðsferð- um, þegar ég hef verið að fara fyrir barnastúk- una um landið. Það má til sanns vegar færa. Við erum náttúrlega angi af trúboði." — Tókstu frá hlutverk handa Hilmari Jóns- syni, þegar þú skrifaöir leikrit þitt á sínum tíma — var frátekiö hlutuerk fyrir sjálfan þig? „Nei, ekki var það nú. Ég skrifaði leikrit um herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Það hét „Útkall í klúbbinn". Marktækir menn sögðu það nokkuð gott. Ég fékk hins vegar ákaflega slæma gagn- rýni í Morgunblaðinu. Það fannst mér nú allt í lagi. Að mínum dómi er þetta leikrit eitt af fáum verkum, sem hafa verið skrifuð um Keflavíkur- flugvöll, sem fjalla um raunverulega atburði þar og draga upp raunsanna mynd af ástandinu. Mér finnst að yfirleitt hafi verið dregin upp skekkt og draumkennd mynd af Vellinum. Skriffinnar á vinstri kantinum, sem hafa verið að skrifa um þetta, hafa tekið þetta vettlingatökum. Eins og t.d. hið ágæta verk Jóhannesar úr Kötlum, Sól- eyjarkvæði. Þar er rómantískt skáld að skrifa um þetta í rómantískum búningi nítjándu aldar. Það gengur ekki. Eini maðurinn sem mér finnst hafa skrifað marktækt um Vallarmálin, er Björn Bjarman. Sumar smásögur hans eru nokkuð góðar að þessu leytinu til, enda var Björn Bjarm- an lengi á Keflavíkurflugvelli og þekkir því lífið þar töluvert. Ég kom sjálfur til Keflavíkur eftir stríðsárin og þekkti því ekki aðdraganda þessara mála, upp- hafið. Hinsvegar vann ég smátíma á Keflavíkur- flugvelli sem sópari og síðan kynntist ég tölu- vert þessu lifi, sem nábýli Keflavíkur og Vallar- ins skapar. Ég held að það séu talsverð meðmæli með þessu verki mínu, að maður sem þarna er uppalinn í Keflavík og þekkti náttúrulega lífið frá hernámsárunum hafði áhuga fyrir þessu verki og setti það upp og leikstýrði. Hér er ég að tala um Gunnar Eyjólfsson. Það var hvorki ætlun mín eða Gunnars leik- stjóra að ég léki í þessu verki. En mál æxluðust þó þannig að hlutverk hershöfðingja í stöðinni kom í minn hlut. Það var einn af forystumönn- um Alþýðubandalagsins þarna á Suðurnesjum, Gylfi Guðmundsson núverandi skólastjóri í Njarðvíkum, sem átti að leika þetta hlutverk; var alveg kjörinn í það. Hefði áreiðanlega gert þetta miklu betur en ég, en hann lenti í ein- hverju framboðsveseni þarna á þessum tíma og tók það fram yfir hlutverk hershöfðingjans. Því miður. Ég neita því ekki að ég dreg upp dökka mynd af nábýlinu við varnarliðið þarna suðurfrá. Fjár- málasukkið sem hefur fylgt Vellinum er gífur- legt. Ég er að vísu, að því leytinu, herstöðvar- sinni að á meðan ástand mála i heiminum er eins og það er, þá er nauðsynlegt að hafa her, en er aftur á móti algjörlega mótfallinn því að blanda þessu saman við okkar fjármál. Af því hefur alltof mikið verið gert. Spillingin hefur verið geysilega mikil og þögnin í kringum þetta verið hreint æpandi. Það hefur nánast ekki mátt tala um þessa hluti. Ég veit að fjármálaspillingin á Suðurnesjum sem hefur orðið til vegna sam- skiptanna við Völlinn fer mjög í taugarnar á mörgum, jafnt hægri mönnum sem vinstri. Svo er hitt, að siðspillingin á ýmsum sviðum, sem þessu nábýli fylgir, er mér ósköp ógeðfelld. Það hefur verið hægt að fá brennivín ofan af Velli mjög ódýrt og landinn hefur legið þarna í klúbbum. Og svo er það þessi undirlægjuháttur margra Islendinga í garð Kanans. Það er á marg- an hátt hægt að þekkja þá Suðurnesjamenn úr, sem vinna uppi á Velli. Þeir einhvern veginn fjarlægjast atvinnulíf og pólitískt líf. Ég sagði það einu sinni við pólitískan samherja, að ég væri prinsispíelt á móti mönnum sem ynnu á Keflavíkurflugvelli vegna þess að þeir voru svo fjarlægir okkur í hugsunarhætti og öllum lífs- máta.“ „GOTT FÓLK" — Þú fœrö sennilegc engar þakkir frá mörg- um sueitungum þínum fyrir þessi orö. Er þér al- veg sama — segir þú allt sem þér liggur á hjarta? „Ég hef yfirleitt ekki verið dulur á skoðanir mínar. Og mér hefur því miður fundist að margir mínir skoðanabræður í bindindismálum fari of mikið með veggjum og láti ekki nægilega vel til sín heyra. Það er eins og sumir séu hreinlega hræddir við að hafa þær skoðanir i áfengismál- um, sem við stúkumenn erum að boða. Eg kalla þetta aumingjahátt. Hitt er svo annað mál, að viðtökur þær sem við bindindismenn fáum frá ráðamönnum eru oft ekki upp á marga fiska. Ég sagði áðan, að af mörgum væri ég stundum álitinn skrýtinn. Það fer svo sem ekkert í taugarnar á mér. Aftur á móti er það út í hött, þegar ráðamenn reyna að afgreiða okkur bindindismenn þannig, að við séum einhver sértrúarsöfnuður. Björn Friðfinns- son, formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga sagði oftar en einu sinni í fjölmiðlum, þegar áfengisvarnanefndirnar og vald þeirra var nokkuð umrætt fyrir skömmu, að það væri ekki ástæða fyrir sveitarstjórnarmenn að taka of mikið mark á áfengisvarnafólki, vegna þess að þetta væri „gott fólk". Ég veit ekki hvað hann átti við með „góðu fólki“, en var hann ekki þarna að skilgreina bindindisfólk sem skrýtið fólk, sem ekki væri ástæða til að taka mark á? — Það held ég.“ — Hefuröu aldrei smakkaö brennivín, Hilmar? — Jú, jú, ég smakkaði brennivín. Ég var aldrei neinn ofdrykkjumaður, drakk lítið, það er þó ekki óalgengt að kona mín sé spurð, hvort ég hafi átt við áfengisvandamál að stríða áður fyrr. Það er langt síðan ég smakkaði víndropa síð- ast. Ég gekk í stúku 1958. Það er dálítið Skondin saga af því, þegar ég hætti alveg að smakka það. Ég hætti nefnilega að drekka í Frakklandi — í því mikla vínlandi. Það var kannski helst af heilbrigðisástæðum, sem ég tók í upphafi þá ákvörðun að steinhætta því að setja áfengi inn fyrir mínar varir. Ég var að drepast í maga á þessum árum og einn skóla- bróðir minn og vinur, Þorvarður Helgason kennari og doktor í leikhúsfræðum, ráðlagði mér að stúdera bækur Áre Verlands og verða náttúrulækningamaður. Ég myndi laga á mér magann með því. í Frakklandi byrjaði ég á því HP-VIÐTALI að lifa eins og Frakki og drakk rauðvín með öll- um mat, en magakvalirnar héldu áfram. Ég fór því að kíkja í þessar bækur og hagaði mér alveg eins og Verland sagði. Fastaði því í heilar þrjár vikur og hljóp einn hring í kringum Luxem- borgargarðinn á degi hverjum. Ég held að allir í íslensku nýlendunni þarna ytra hafi álitið mig algjörlega snælduvitlausan. En þetta heppnað- ist. Ég lagaðist í maganum og kom frelsaður náttúrulækningamaður til baka. Og bindindis- maður. Þegar ég kom svo aftur i mína heimabyggð, þá komst ég í kynni við skólamenn eins og Hall- grím Th. Björnsson, sem var ritstjóri tímaritsins Faxa, og hann hvatti mig úr því ég drykki ekki, að koma í raðir þeirra stúkumanna. Og það varð úr að ég gekk í stúku.“ — Fannstu fljótlega fyrir þeirri þörf aö boöa bindindissemi? ,,Já, víst er það eitt að vera bindindissamur og annað að vera líka trúboði. En einhvern veginn þróuðust mál þannig að ég varð fljótlega leið- andi maður í stúkunni og gerðist talsvert róttæk- ur á þessum sviðum.“ FELLDI LÖGREGLUSTJÓRANN ,,Ég býst t.d. við að fólk muni það sumt hvert, að ég felldi þarna lögreglustjórann úr embætti í Keflavík, vegna þess að hann hafði ekki staðið sig í stykkinu við sín embættisverk. Hann hafði ekki látið fullnægja dómum, sérstaklega í brennivínsmálum. Það voru skiptar skoðanir um mínar baráttuaðferðir í þessum efnum, en við höfðum farið bónarveginn til að byrja með og það ekki dugað, þannig að mitt mat var það, að ekkert dygði minna en stálin stinn. Þetta var geysiharður slagur, en lögreglustjórinn Alfreð Gíslason hrökklaðist úr embætti. Hann fékk svo stöðuna aftur eftir skringilega atburðarás og ég segi það fullum fetum, að tíma- bilið eftir að Albert kom aftur og þar til hann dó, var staðið mjög vel að þessum málum. Við unn- um vel saman. Þetta var besti tíminn í lögreglu- málum okkar í Keflavík." — Segir þetta, aö illt uerði meö illu út aö reka — þaö verði að láta hart mœta höröu í barátt- unni gegn Bakkusi? „Já, það er mín skoðun. Og ekki síst þurfa lög- reglu- og dómsyfirvöld að sýna hörku í þessum málaflokki. Það verður að berjast með hörku gegn sprútti og ekki síst eiturlyfjum. Og í þeim efnum er ástandið í minni heimabyggð ekki állt- of björgulegt. Það er nefnilega sog af brennivíni og eiturlyfjum út af Vellinum. Ég hef vissu fyrir því. En það eru margir sem berjast gegn þessu með oddi og egg. Ég nefni sem dæmi Kristján Pétursson í Tollinum uppi á Velli. Hann er sko aldeilis betri en enginn og ástandið væri senni- lega óviðunandi ef þar væri einhver drusla í hans stað.“ — Fœröu aldrei á tilfinninguna, Hilmar, aö þú sért aö berjast viö vindmyllur — áfengi veröi áfrum til og notaö af þorra fólks? „Ég held að þetta sé ekki vindmylluslagur. Því við skulum ekki gleyma því að ástandið hér á landi er þrátt fyrir allt furðu gott miðað við ófremdarástandið víða í öðrum löndum." — Hvenœr ueröur ástandiö gott, viöunandi, aö þínu mati og ykkar stúkumanna? „Það þarf að minnka neysluna mjög mikið." ÁFENGISBANN — Hversu mikiö? Viljiö þiö þurrka þjóöina upp?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.