Helgarpósturinn - 31.10.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 31.10.1985, Blaðsíða 3
Fékkstu eitthvað út úr þessu? ívar Hauksson, kroppur „Ég fílaði mig mjög vel þarna á staðnum. Ég fílaði mig í botn." — Hefurðu svona rosalega gaman af að sýna á þér kroppinn? ,já, hreinlega." — Ertu mjög stoltur af honum? „Já." — Varstu var við aðdáun sýningargesta á líkama þín- um þarna á uppákomunni í Kvennasmiðjunni? ,,Já, ég get ekki neitað því." — En svona í einlægni talað. Fannst þér sjálfum aldrei neitt hallærislegt að standa þarna fyrir framan skarann; næstum allsber og bronslitaður, skyggður svörtum dráttum? „Nei, það fannst mér ekki. Mér fannst þessi sýning mjög virðingarverð. Þetta var í fyrsta skipti sem heill líkami var farð- aður frá toppi til táar hér á íslandi. Þetta var góð hugmynd og enn betra að hún skyldi vera framkvæmd." — Meikar þú þig mikið dags daglega? „Nei, ekki dags daglega." — Afhverju ekki? „Mér finnst ég ekki þurfa þess. Ég er ánægður með útlitið eins og það er; heilbrigð sál í hraustum líkama." — Ertu mjög upptekinn af útiiti þínu að öðru leyti? „Ja, ég get til dæmis ekki neitað því að mér stendur ekki á sama í hverju ég geng. Og hvernig ég kem fram. Ég vil vera ég sjálfur en ekki vera það sem aðrir vilja að ég sé. Ef þetta kallast að vera upptekinn af sjálfum sér, þá er ég það." — Þú ert vaxtarræktarmaður og reyndar keppandi í þeirri grein íþrótta. Hvað ertu búinn að stunda þetta lengi? „Tæplega tvö ár, frá því ég var átján ára." — Þykirðu hafa sýnt góðan árangur á þeim tíma? „Það held ég hljóti að vera. Mér finnst sjálfum ég ekki hafa getað náð lengra á þessum stutta tíma." — Hefur þetta verið erfitt? „Þetta hefur verið erfitt, já, hreint alveg rosalega. Það erfið- asta í þessu hefur sennilega verið það hvað maður hefur þurft að borða mikið. Hitaeiningarnar hafa ekki mátt vera færri en fimm þúsund á dag. Ég get nefnt sem dæmi að í hverju hádegi innbyrði ég eitt kíló af fiski. Það er asskoti töff. .." — Hversvegna ertu þá í þessu, drengur? „Bara. Ég fíla míg vel í þessu. Kannski er þetta líka spurning um að vera svolítið öðruvísi en aðrir." — Hefur þessi vöðvasöfnun komið þér að einhverjum notum, eða er þetta bara skraut? „Þetta kemur mér alltaf að notum að því leyti að mér líður alltaf vel. Ég finn svo mikið fyrir skrokknum. Og sérstaklega eftir æfingar finn ég fyrir pumpinu í skrokknum. Það besta af þessu öllu er svo það að þegar maður er búinn að borða jafn mikið og maður þarf til að standa í vaxtarræktinni þá finnur maður svo áþreifanlega fyrir því hvernig krafturinn og orkan ryðst út um líkamann. Og maður magnast allur upp. . — Notarðu eitthvað af hormónalyfjum með þessu? „Nei." — Snúum okkur aðeins aftur að uppákomunni í Kvennasmiðjunni á mánudagskvöldið. Er hún upphafið að meiriháttar þátttöku þinni í íslenska skemmtiiðnað- inum? „Ég veit ekki hvað skal segja. Jú, jú; þessvegna gæti hún verið það. Ég er að minnsta kosti til í slaginn." — Hefurðu fengið einhver tilboð um að sýna kropp- inn í vetur? „Já, ég kem til með að vera með pósur á nokkrum árshátíð- um." — Það hafa engir saumaklúbbar haft samband? „Nei, ekki ennþá. En það gæti líka allt eins orðið af því á næstunni, hver veit. Maður veit aldrei upp á hverju þessar kon- ur taka næst." Snyrtisérfræðingar kynntu starf sitt í Kvennasmiðjunni á mánudags- kvold með þeim hætti að mála ungan vaxtarræktarmann frá toppi til táar. Uppátækið vakti mikla athygli eins og nærri má geta. Helgarpóst- urinn sló á þráðinn til ívars Haukssonar, þess rnálaða og spurði hann spjörunum úr. ívar er tvítugur Reykvíkingur og stundar nám í prentiðn. Hann hefur verið í vaxtarræktinni í tvö ár. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.