Helgarpósturinn - 31.10.1985, Blaðsíða 8
I dag, fimmtudag, verdur haldinn
fundur í bankaráði Útvegsbankans,
þar sem bankastjórar bankans og
fleiri embœttismenn hans munu
skýra frá því hvernig ,,björgunar-
aögeröir" þeirra vegna Hafskips-
málsins gangi. Bankastjórninni hef-
ur verið gefinn stuttur frestur til þess
að ganga frá þessu „óþrifamáli“ og
hefur HP heyrt, að miðað sé við
mánaðamótin núna. Ýmislegt er
upp á teningnum, en mestar líkur
eru á því, að forráðamenn Hafskips
verði neyddir til þess að selja fyrir-
tœkið, í heilu lagi eða að hluta.
Areiðanlegar heimildir HP lelja yfir-
gnœfandi líkur á því, að Eimskip
kaupi allan þann hluta Hafskips,
sem lýtur að siglingum til og frá /s-
landi. Par með er samkeppni Haf-
skips á þessari leið lokið og Eimskip
situr aftur eitt að megninu af farm-
flutningum til og frá íslandi.
„Það er vissulega inni í myndinni
að Eimskip kaupi Hafskip allt,“ sagði
Tómas Arnason seðlabankastjóri í
samtali við HP. Aðrir, sem um þessi
mál hafa fjailað vildu ekki veita
neinar upplýsingar um þetta mál og
báru við bankaleynd.
HP er kunnugt um, að í framhaldi
af störfum bankamálaneíndarinnar
var bankaeftirliti Seðlabankans fal-
ið að gera úttekt á bönkunum,
bankakerfinu og afkomu einstakra
banka. Skýrslan um Útvegsbank-
ann er talin ákaflega merkileg.
„Þetta er nú það svartasta, sem ég
hef séð,“ sagði einn bankamaður, en
annar með hærri starfsaldur sagði
Björgótfur Guðmundsson: Tekur Eimskip
viðöllum gámaflutningum Hafskipstil og
frá Islandi?
Bankastjórn og bankaráö Útvegsbankans krafsa sig
út úr Hafskipsvandamálinu — pólitísk sprengja:
Tómas Árnason seðlabankastjóri:
„Yfirtaka Eimskips er einn möguleikinn“
hins vegar: „Hún er athyglisverð.“
Efni skýrslunnar þekkja fáir, en
samkvæmt henni blasir við Útvegs-
bankanum annað hvort nýtt íslands-
bankahrun eða nauðsyn á vítamín-
sprautu frá ríkinu upp á hundruð
milljónir króna, eins og bankinn
fékk raunar í kringum 1980.
Sérstök úttekt hefur svo verið
gerð á viðskiptum Hafskips og Út-
vegsbankans og þar er staðfest, að
bankinn hefur lánað Hafskipi hf.
langt umfram eignir. Hér í HP stað-
hæfðum við fyrr í sumar, að
ótryggðar skuldir Hafskips við Út-
vegsbankann næmu um 260 millj-
ónum króna. Sú fullyrðing var
aldrei dregin í efa. Núna gæti þessi
upphæð numið allt að 400 milljón-
um vegna lágs verðs á skipum um
þessar mundir.
En niðurstaðan hjá bankaeftirlit-
inu er sú, að fyrir Útvegsbankann
væri ekki um annað að ræða en að
reyna að ná inn eins miklu af skuld-
um Hafskips við bankann, eins og
mögulega væri unnt. Eftir skrif HP
snemma í júní um vægast sagt erf-
iða stöðu Hafskips hafa málefni Haf-
skips ver'ið mjög oft til umræðu í
bankaráði og um leið ofarlega á
vinnulista bankastjóranna Olafs
Helgasonar, Lárusar Jónssonar og
Halldórs Guðbjörnssonar. Einkum
hefur þetta erfiða mál fallið i hlut
Ólafs Helgasonar, sem notið hefur
aðstoðar Axels Kristjánssonar aðal-
lögfræðings bankans, en fáir, ef
nokkur, kunna sögu þessara við-
skipta betur en einmitt Axel. Það
Ölafur Helgason bankastjóri Útvegsbank-
ans: Hafskipsvandamálið hefur einkum
hvílt á herðum hans.
■■■■eftir Halldór Halldórsson ■■■■■
helgast m.a. af því, að hann gegndi
eins konar eftirlitshlutverki fyrir Út-
vegsbankann, þegar syrta tók í ál-
inn hjá Hafskipi og var hann tíður
gestur á skrifstofum fyrirtækisins.
Þá fór ekki hjá því, að bankaráð
Útvegsbankans tæki við sér, þegar
skýrslan um viðskiptin við Hafskip
lá á borðinu. Raunar var mönnum
svo brugðið, að enginn bankaráðs-
mannanna mun hafa kært sig um
eða þorað að hafa skýrsluna með
sér útúr bankanum. Enginn þeirra
vildi bera ábyrgð á því, að skýrslan
lenti í höndum óviðkomandi
manna. Það eitt segir sitt um inní-
hald skýrslunnar.
Hvað um það. Þessa dagana sitja
bankastjórar Útvegsbankans, eins
og ríkissáttasemjari, og ræða allar
hugsanlegar leiðir til aö losna við
Hafskip úr bankanum og þá í trygg-
ar hendur. Og þessar tryggu hendur
eru Eimskip. Komið hefur verið á
fundum með Herði Sigurgestssyni
forstjóra Eimskips, Þórði Sverris-
syni o.fl. frá fyrirtækinu með banka-
stjórninni og einnig hafa Björgólfur
Guðmundsson forstjóri og Ragnar
Kjartansson stjórnarformaður Haf-
skips mætt á fundi í Útvegsbankan-
um, þar sem þeim hafa verið kynnt-
ir úrslitakostir.
Út á við láta forráðamenn Haf-
skips sem svo, að Útvegsbankinn
geti ekki sett neina úrslitakosti.
Bankinn sé sjálfur kominn í það
vond mál. En samkvæmt heimild-
um HP innan Hafskips munu menn
þar vera uggandi og eru sumir orðn-
Tómas Árnason seðlabankastjóri: Stað-
festir, að ein hugmyndin um Hafskip sé
sú, að Eimskip taki við öllum rekstrinum.
ir sannfærðir um, að Hafskip sé búið
að vera sem flutningafélag til og frá
Islandi. Hins vegar vilja margir ríg-
halda í Norður-Atlantshafssigling-
arnar (hinar svokölluðu Trans
Atlantic siglingar). Sömu menn
viðurkenna, að þau viðskipti séu
ekki ábatasöm (mikil velta, mikill
kostnaður, hagnaður stundum eng-
inn, stundum smávægilegur). En
með því að halda í Trans Atlantic
siglingarnar lifi Hafskips-nafnið
a.m.k. í bili. Á þessum grunni megi
svo taka stefnuna síðar meir.
Sáttasemjarahlutverk bankastjór-
anna hefur verið fólgið í því að leiða
forstjóra Hafskips og Eimskips sam-
an til þess að ræða hugsanleg kaup
Eimskips. Ekki er talið, að Eimskip
þurfi að reiða fram neitt gull vegna
kaupa á Hafskipi. Hafskip sé gjald-
þrota og því skipti mestu fyrir Út-
vegsbankann að koma sem mestu
af skuldum Hafskips við bankann á
þurrt. Með þessu móti gæti Eimskip
eignazt Hafskip fyrir „slikk" með
því að semja um huggulegar afborg-
anir af skuldum Hafskips. Nái þessir
samningar í gegn verður bankinn
ánægður.
HP leitaði eftir því víða í banka-
heiminum hvaða líkindi væru til
þess, að Eimskip keypti Hafskip allt
eða að hluta. Enginn taldi sig í að-
stöðu til að segja af eða á um það.
Hins vegar var það almennt mat
manna, að innan mjög skamms
tíma yrði þetta mál frágengið og
Eimskip búið að kaupa Hafskip út úr
allri samkeppni við fyrirtækið í ís-
landssiglingum. „Þetta er spurning
um einhverja daga,“ sagði heimild-
armaður blaðsins, sem starfar í
bankaheiminum.
En hvernig svo sem menn leysa
Hafskipsvandamálið breytir það
engu um að Útvegsbankinn hefur
teygt sig út yfir öll eðlileg mörk
vegna fyrirgreiðslu til handa Haf-
skipi. Bankinn tapar stórfé á þessum
viðskiptum, og raunar munu dæm-
in fleiri, en samt verður þessi banki
áfram starfandi. Það er vegna þess
að hér er um að ræða ríkisbanka og
láni pólitískt skipaðir bankastjórar
of mikið eða vitlaust og vanhugsað
er rokið til og vitleysan falin.
í þessu dæmi má heldur ekki
gleyma hlutverki fyrsta formanns
bankaráðs Útvegsbankans. Þetta
var Albert Guðmundsson, sem þá
var jafnframt formaður stjórnar
Hafskips. I alvörulandi hefði sami
maður aldrei gegnt þessum tveim-
ur störfum á sama tíma. í alvöru-
landi hefði það verið kallað hags-
munaárekstur.
Um þetta atriði hafa Útvegs-
bankamenn fjallað einnig, en bið
getur orðið á einhverjum pólitísk-
um afleiðingum. Stjórnmálamenn,
sem HP ræddi við, sögðu, að í raun
væri spurningin um hugsanlega
hlutdeild Alberts í Hafskipsvanda-
málinu hin stóra spurning í þessu
öllu. Vitað væri um góða vináttu
hans og Björgólfs forstjóra Hafskips,
stjórnarformennskan væri kunn, en
nú væri loks komið að hinu mikla
pólitíska uppgjöri málsins. Og sami
maður spurði: Á maður að trúa því
að stjórnmálamaðurinn og banka-
ráðsformaðurinn Albert hafi „díri-
gerað" bankastjórunum þannig, að
þeir létu renna gagnrýnislaust stór-
ar fjárfúlgur til stjórnarformanns
skipafélagsins?
En hvað sem þessu líður, virðist
ljóst, að lán og ábyrgðir hafa verið
veittar á grundvelli ófullnægjandi
eða beinlínis rangra gagna. Þannig
kemur fram í athugun bankaeftir-
litsins, að eignamat Hafskips hefur
ekki alltaf staðizt grandskoðun.
Þetta kemur raunar heim og saman
við staðhæfingu HP frá því í sumar,
að ársreikningar skipafélagsins und-
anfarin ár hafi ávallt verið rangir
vegna þess að skipaeign félagsins
(sem er uppistaðan í eignum þess)
hefur verið ofmetin um tugi millj-
óna.
Núna vilja velviljaðir bankamenn
virða Útvegsbankanum það til vor-
kunnar, að verð á skipum sé
ákaflega breytilegt.
ÍJjessu samhengi má geta þess, að
í Utvegsbankanum hefur sérstak-
lega verið ræddur hlutur löggilts
endurskoðanda Hafskips, en í ljós
hefur komið, að hann hafi ekki alltaf
beitt sömu reikningsskilavenjunni
ár frá ári og virðast frávikin miðast
við að fram komi hagstæðari árs-
reikningur.
Sitthvað fleira mætti nefna, en á
fundi bankaráðs Útvegsbankans í
dag, fimmtudag, skýrast málin
væntanlega stórum og þá kemur
jafnframt í ljós hvort Eimskip muni
gleypa Hafskip, að hluta til eða allt,
og Útvegsbankanum takist þannig
um leið að bjarga eigin skinni — í
þessu máli að minnsta kosti.
8 HELGARPÓSTURINN