Helgarpósturinn - 31.10.1985, Blaðsíða 13
s............_
hugðu gott til glóðarinnar í flug-
freyjuverkfallinu á dögunum. Að
venju höfðu þeir áætlað eina ferð til
Amsterdam, en þegar ljóst var að
Flugleiðaferðir féllu niður, bættu
þeir um betur og áætlunarferðir til
Amsterdam urðu tvær umræddan
dag. Það fór þó ekki sem á horfðist;
liðlega hundrað farþegar ku hafa
notað sér fyrri ferðina, en í þeirri
seinni munu sex manns hafa verið í
Arnarflugsvélinni til Amsterdam en
þrír heim. . .
mboðið fyrir FIAT hefur
verið hjá fyrirtækinu Davíð Sig-
urðssyni hf. sem er í eigu Egils
Vilhjálmssonar hf. Eins og skýrt
hefur verið frá í fréttum er Egill
Vilhjálmsson í miklum rekstrarerf-
iðleikum og hefur greiðslustöðvun
verið hjá fyrirtækinu undanfarnar
vikur. Til að greiða úr verstu rekstr-
arflækjunum hefur Sveinbjörn
Tryggvason, forstjóri Egils Vil-
hjálmssonar, selt FIAT-umboðið til
Þóris Þ. Jónssonar (Ford-umboð-
ið). Hefur verið gengið frá kaupun-
um en vantar aðeins formlegt sam-
þykki Fiat-verksmiðjanna á Ítalíu en
það mun væntanlega berast á næst-
unni. Hins vegar ætlar Sveinbjörn
að halda umboðinu fyrir American
Motors áfram. Kaup Þóris Þ. Jóns-
sonar á Fiat-umboðinu munu öll vera
í formi skuldayfirtöku. Er því fleygt
að skuldin sem Þórir yfirtekur sé
um 30 milljónir. Af raunum Egiis Vil-
hjálmssonar hf. er það að segja að
fyrirtækinu hefur verið veitt tveggja
mánaða greiðslustöðvun til viðbót-
ar meðan verið er að ganga frá sölu
á húsnæði fyrirtækisins við Smiðju-
veg 4.. .
W ið skýrðum frá því í síðasta
blaði, að byggingarsamvinnufélagið
Byggung ætti í greiðsluerfiðleik-
um. Það mun rétt. En það mun ekki
vera rétt hjá okkur, að í bígerð sé að
fara fram á greiðslustöðvun. Hins
vegar má gera ráð fyrir því, að
næstu daga verði teknar mikilvæg-
ar ákvarðanir um framtíð Bygg-
ungs, því aðstandendur félagsins
telja ekki fært að halda áfram á
sömu braut og gert hefur verið að
óbreyttu ástandi. Þannig er gert ráð
fyrir því, að ákvörðun verði tekin
um að leggja þetta byggingarsam-
vinnufélag niður. Ákvörðunin kem-
ur hins vegar ekki til framkvæmda
fyrr en Byggung hefur lokið við þær
byggingar, sem nú er verið að vinna
í. Hins vegar er næsta ljóst að Bygg-
ung mun ekki þiggja þá lóð í Grafar-
vogi, sem félaginu hefur boðist. Það
sem einkum veldur Byggung erfið-
leikum er greiðslutregða Húsnæðis-
stofnunar á lánum, sem byggingar-
samvinnufélagið hefur orðið að
brúa með óhagkvæmum skamm-
tímalánum. Nú mun Byggung eiga
inni hjá Húsnæðisstofnun um 50
milljónir króna. Þá spilar það jafn-
fram stóra rullu, að vanskil einstakl-
inga hafa aldrei verið meiri. Þor-
valdur Mawby, sem var fram-
kvæmdastjóri Byggungs, býr um
þessar mundir í Bandaríkjunum, en
hann kom til landsins á mánudags-
morgun til þess að ræða framtíð
Byggungs við félaga sína, en í for-
svari í forföllum Þorvalds hefur ver-
ið Jóhann Hafstein...
SÓLBLÓMA er þrungið fjölómettuðum fitusýrum
en margir telja þær draga úr líkum á hjartasjúk-
dómum og of háum blóðþrýstingi.
í SÓLBLÓMA er mikið magn af E vítamíni og svo
auðvitað bæði A og D vítamín.
SÓLBLÓMA kemurmjúktúrísskápnum.
Ogverðið!!!
• Það er því ekki að ástœðulausu að allir róma
SÓLBLÓMA
Olíuprófið er fyrir alla eigendur
einka-, sendi- og leigubíla með
dieselvél. Það er með léttustu
prófum og undirbúningur er
einungis sá að lesa lítinn bækling
frá Skeijungi. Olíuprófið getur
hins vegar sparað þér stórkost-
leg fjárútlát vegna kostnaðar-
samra viðgerða og ónauðsynlegs
slits.
Litlar dieselvélar vinna með 2-3
földum þrýstingi og 4-500° hærri
þrýstingshita en venjulegar
bensínvélar. Þess vegna gera
þær sérstakar kröfur til smur-
olíunnar. Olíuprófið sýnir
sótmagn í smurolíunni, metur
eiginleika hennar til þess að
binda í sér sót, og segir þannig
umsvifalaust til um efhætta erá
ferðum.
Þú kemur við á næstu Shellstöð,
færð bækling og prófblað og
getur þannig á einfaldan hátt
kannað ástand olíunnar á
dieselvélinni þinni.
Stenst þín olía prófið?
Shell SuperDiesel T er olía
sem stenst prófið.
Skeljungur hf. Einkaumboð fyrir
Shell-vörur á íslandi.
HELGARPÓSTURINN 13
SVONA GERUM VIÐ