Helgarpósturinn - 31.10.1985, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 31.10.1985, Blaðsíða 18
LEIKLIST Arekstur í eyðimörk Nemendaleikhúsid sýnir í Lindarbœ: Hvenœr kemurdu aftur rauðhœrdi riddari? eftir Mark Medoff í þýðingu og leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Leikmynd: Guðný B. Richards. Búningar: Guðný B. Richards og Halla Helgadóttir. Lýsing: David Walters. Leikendur: Fjórðaársnemar LÍ: Skúli Gautason, Inga Hildur Haraldsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Eirikur Guð- mundsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Guð- björg Þórisdóttir. Gestaleikarar: Gunnar Eyjólfsson og Sigmundur Örn Arngríms- son. Sýningartími 2 klst. og 15 min. Ekki veit ég hversu margar eða margskon- ar tilfæringar ég hef séð með sviðið í Lindar- bæ, þar hefur eiginlega verið leikið út og suður og upp og niður og út á alla kanta — og svoleiðis á það auðvitað að vera í góðu leikhúsi og ekki síst í nemendaleikhúsi. Og enn er manni komið á óvart, dýpt og breidd sviðsins eða öllu heldur hússins er notuð til hins ýtrasta og þar komið fyrir sláandi erki- dæmi um amerískan veitingavagn. Á að vera í Nýju Mexico, en gæti svo sem verið hvar sem er þar um slóðir, og er akkúrat í sama stíl og veitingastaðirnir sem þjóðvilltir veitinga- menn eru nú alltaf að stofna og byrja á nöfnum eins og Kentucky-, Western- eða American- og sumum finnst víst voða snið- ugt og kaupa frekar hamborgara og franskar ef nöfnin byrja svona. En sem sagt, mjög slá- andi og vel útfært svið í þessu húsnæði og við erum stödd við suðurlandamæri Nýju Mexico: ca. 1969. Það er árla dags, kyrrð, ekkert gerist á svona stað. Strákurinn á næturvaktinni er að hætta og stelpan á dagvaktinni að taka við. Kallinn sem rekur bensínstöð og mótel við hliðina er nánast eini gesturinn sem kemur, a.m.k. er ekki von á öðrum þennan sunnu- dagsmorgun. Strákurinn vill burt úr þessu krummaskuði, en stelpan sér greiniiega mik- ið eftir honum. Hann vill vera töffari af svona western&presley tagi, ósnertur af öllum hippatíma. Hún er bara ósköp venjuleg stelpa sem afgreiðir í sjoppu og þykist ekki vera neitt annað. Þarna koma einnig við hjón sem eru á leiðinni til New Orleans, hún til að spila á fiðlu, hann fylgir henni en er annars vefnaðarvöruinnflytjandi. Velmeg- andi, rétt að verða miðaldra hjón. En svo kemur allt í einu minkurinn í þetta friðsæla hænsnabú, hálf fríkaður hippi, sem var í stríðinu (Vietnam), uppgjafa háskólastúdent „Hvert smáatriði í svipbrigðum og hreyf- ingu er greinilega út- pælt," segir Gunn- laugur Ástgeirsson um sýningu Nemendaleik- hússins. o eftir Gunnlaug Ástgeirsson og ofbeldismaður. Og þá fer ýmislegt að ger- ast. Leikrit þetta er mjög haganlega gert. Á þessum litla stað er teflt saman ólíkum manngerðum sem um leið eru fulltrúar ólíkra kynslóða og ólíkra menningarhópa. Áreksturinn verður mjög harkalegur, en við hann afhjúpast margt í sjálfsmynd og sjálfs- blekkingu fólksins og hópanna sem þau eru fulltrúar fyrir. Verkið er nokkuð töff og eitt- hvað gróft við það og kemst þetta vel til skila í frísklegri þýðingunni. Það er einkenni á leiknum í þessari sýn- ingu og er reyndar oft einkenni á sýningum Nemendaleikhússins, hvað leikurinn er vandaður og nákvæmur. Hvert smáatriði í svipbrigðum og hreyfingu er greinilega út- pælt. I þessari sýningu er aðdáunarvert hversu vel leikurunum ungu tekst að halda sínu striki því persónurnar eru flestar fremur sérkennilegar, en um leið sýna blæbrigði þeirra innri veruleika þrátt fyrir þykkt ytra borð. Það er í sannleika sagt fruntavel leikið í þessari sýningu. Leikrit þetta er frekar óvenjulegt og held ég að margir hefðu gaman af að sjá þessa sýningu, ekki síst unglingar og ungt fólk, hvort sem er í árum eða ánda. Hinsvegar er sýningin vart við hæfi barna. KVIKMYNDIR Sonartorrek Regnboginn, „The Emerald Forest" (Ógnir frumskógarinsý'kirk Bandarísk. Árgerð 1985. Framleiðandi/leikstjórn: John Boorman. Handrit: Rospo Pallenberg. Kvikmyndataka: Philippe Rousselot. Aðalhlutverk: Powers Boothe, Meg Foster, Charley Boorman, Dira Paes, Rui Polonah ogfl. John Boorman hefur einkum getið sér orðstír fyrir myndir, sem oft á tíðum ein- kennast af einskonar darwinískri ofbeldis- hneigð, þar sem söguhetjan þarf að gangast undir ýmsar krefjandi prófraunir og úthella miklu blóði, áður en hún hefur sannað manndóm sinn og sigrast á hinum illu öflum. Þekktastar mynda hans eru sennilega: Point Blank (1967), Deliverance (1972), Excalibur (1981), svo og Leo the Last frá árinu 1970, en fyrir þá mynd fékk hann leikstjórnarverð- launin í Cannes það árið. Þó svo að myndir Boormans séu (líkt og Straw Dogs Pekinpahs) oft afgreiddar sem leikur að hinni ómeðvituðu og dýrslegu of- beldishneigð mannskepnunnar, þá er ekki öll sagan sögð þar með. Mikið af því sem hann hefur látið frá sér fara, einkennist af djúpum skilningi á eðli sambandsins milli mannskepnunnar og náttúruaflanna, eða öllu heldur sambandsleysi vestrænnar menningar við náttúruöflin, svo og þeirri mystík eða dulúð, sem einkennir þetta sam- band. Framangreint á einkum við um „The Em- erald Forest". Myndin byggir á sannsöguleg- um atburðum og greinir frá Meg Foster, bandarískum verkfræðingi, sem komið hef- ur til Amazonsvæðisins í Brasilíu ásamt fjöl- skyldu sinni, til að vinna að gerð mikillar raf- orkustíflu. Dag nokkurn, er Foster hefur tek- ið fjölskyldu sína með sér út í frumskóginn, ber svo við að sex ára gömlum syni hans er rænt af frumbyggjum svæðisins og hverfa þeir á braut með hann inn í myrkviðinn. Tíu ár líða og Foster eyðir öllum frístundum til leitar að syni sínum, en án árangurs. Hann kemst loks á snoðir um að tveir lítt þekktir Proskasaga sölumanns eftir Ólaf Angantýsson Regnboginn: The Coca Cola Kid ★★ Áströlsk. Árgerð 1984. Framleiðandi: David Roe. Leikstjóri: Dusan Makavejev. Handrit: Frank Moorehouse. Kvikmyndun: Dean Sembler. Aðalhlutverk: Eric Roberts, Greta Scacchi, Bill Kerr, Chris Haywood, Kris McQuade ogfl. Þessa dagana gefst Reykvíkingum að sjá nýjustu mynd Dusan Makavejevs í Regnbog- anum. Makavejev er júgóslavneskur að upp- runa og starfaði sem gagnrýnandi í heima- landi sínu áður en hann gerði fyrstu kvik- mynd sína 1965. Hann varð fyrst verulega þekktur á alþjóða vettvangi 1971, eftir gerð myndarinnar ,,W R-Misterije Organizma" (Furður mannslíkamans) og hefur hann síð- an notið töluverðrar hylli fyrir myndir sínar s.s. „Sveet Movie" (1973) og ,,Montenegro“ (1981). Það er í „W R-Mysterije Organizma" sem hinna sérstæðu stílbragða Makavejevs gætir hvað mest og ganga þau síðan sem rauður þráður gegnum síðari myndir hans. W R stendur fyrir World Revolution og Wilhelm Reich, sem var Austurríkismaður og nokkuð svo óvenjulegur sem psykoanalytiker í anda Freuds og marxisti. Kenningar Reichs byggjast í stuttu máli á því, að hann álítur að pólitík sé ekkert annað en framlenging á hvatalífi mannskepnunnar og að það sé sam- band á milli kynferðislegrar bælingar og pólitískrar undirokunar. í The Coca Cola Kid heldur Makavejev sig enn við efnið, en að þessu sinni eru það ný- líberalisminn og markaðsöflunaraðferðir fjölþjóðafyrirtækja, sem fá sinn skerf af kök- unni. Myndin fjallar um ungan, framagjarnan Bandaríkjamann að nafni Becker. Hann er sendur frá aðalstöðvum Coca Cola fyrirtæk- isins til Ástralíu, í þeim tilgangi að hreinsa til í útibúinu og auka sölu afurðarinnar, sem að dómi höfuðstöðvanna er ekki nóg miðað við markaðsaðstæður. Becker er dæmigerður fulltrúi nýlíberalismans: sjálfsöruggur, af- kastamikill, kröfuharður og 100% löghlýð- inn gagnvart fyrirtækinu, eða öllu heldur „afurðinni". Terry, sem ráðin er einkaritari Beckers ættbálkar búi á vissu svæði í frumskóginum og heldur hann því þangað ásamt blaða- manni nokkrum, sem verður þó brátt undir í viðureign þeirra við lögmál frumskógarins. Þeir lenda í klónum á illskeyttum ættflokki („The Fierce People"), sem drepur blaða- manninn, en Foster kemst undan á flótta. Eftir mikla hrakninga hittir hann fyrir son sinn í frumskóginum, býst til að taka hann með sér og hverfa aftur á vit „siðmenningar- innar". En sagan er engan veginn öll: Tíu ár hafa liðið í lífi þeirra feðga, en þá er þeir mætast skilur þá að tíu þúsund ára þróun vestrænnar menningar. Er ástæða til að ætla að blóð- böndin ein nái að brúa þetta bil? Faðirinn heldur um stund kyrru fyrir meðal hinna nýju ættmenna sonarins („The Invisible People"). Hann gerir sér smámsaman grein fyrir því að það var hann sjálfur . . . afbrot hans eigin siðmenningar, sem voru grunn- orsök sonarmissisins. Menning hans hefur brotið upp þúsund ára menningararfleifð og jafnvægi í náttúrulegri lífkeðju frumskógar- meðan á Ástralíudvöl hans stendur, verður að vonum yfir sig hrifin af ofurmenninu. Hann er á hinn bóginn svo störfum hlaðinn, að hann gefur ástleitni hennar engan gaum. Og ekki bætir úr skák, að hann kemst á snoð- ir um alvarlegan brest í markaðsöflunarkerfi fyrirtækisins: Um áratuga skeið hefur ekki selst ein einasta flaska af Coke i Andersen- dalnum! Þar ræður maður að nafni T. George McDowell ríkjum, rekur eigin gosdrykkja- verksmiðju og á í raun sveitarfélagið eins og það leggur sig. Becker fyllist nú ofurhug, enda hefur hann í T. George fundið verðugan andstæðing. Uppblásinn af andagift nýlíberalismans hef- ur hann „skilgreint vandamálið", útbúið „hernaðaráætlun" og gengur því ótrauður til verks við að koma á eðlilegu ástandi „status quo" í markaðsmálum fyrirtækisins. Höfuðþema myndarinnar er að sjálfsögðu barátta einstakra þjóðlegra minnihlutahópa gegn þeirri heimsvaldastefnu í menningar- málum, sem höfundur telur fjölþjóðafyrir- tæki á borð við Coca Cola vera fulltrúa fyrir. En það athyglisverðasta við þessa mynd Makavejevs er ekki val hans á viðfangsefni ins, með því að taka veiðilendur „The Fierce People" undir stíflugerðina. Á Amazonsvæð- inu verða til 30—40% súrefnisbirgða and- rúmslofts jarðar. Þar sem áður lifðu 5—6 milljónir indíána, telst mönnum til að u.þ.b. 200.000 séu eftir. Boorman dvaldist sjálfur meðal indíána- ættbálks á Amazonsvæðinu í rúmlega eitt ár, á meðan hann vann að undirbúningi mynd- arinnar. Og árangurinn leynir sér ekki: Þó svo að brestir séu í persónusköpun vissra leikara, þá er kvikmyndin á köflum afbragðs- vel unnin, bæði efnislega og tæknilega. Kvikmyndataka Rousselots (m.a. Diva) er bæði hrífandi og stórfengleg, og sömu sögu er að segja um tónlist myndarinnar og hljóð- vinnsluna yfirleitt. Hér er m.ö.o. um að ræða kvikmynd, sem maður lætur ógjarnan fram- hjá sér fara . . . svo framarlega sem maður er ekki um of viðkvæmur fyrir blóðsúthelling- um og illum, bráðum dauða sér annars óvið- komandi fólks. heldur það hvernig hann meðhöndlar þetta efni. Og komum við þarmeð aftur að kenn- ingum Reichs. í myndinni er Becker stað- gengill samfélagsgerðar, þar sem „varan", af- urðin, situr í fyrirrúmi á kostnað hins mann- lega þáttar, sem orðið hefur að víkja fyrir þessari nýju tegund skurðgoðadýrkunar. Kynni Beckers af T. George, Terry, fyrrver- andi eiginmanni hennar og dóttur valda honum nokkrum heilabrotum. Hann skynjar að þetta fólk býr yfir einhverju, sem vantar í tilveru hans sjálfs, en hann getur ekki gert sér grein fyrir því í hverju það felst. Fram að þessu hefur líf hans einkennst af þeim við- horfum, sem við þekkjum úr glansmynda- auglýsingum Coca Cola. Heimsmynd sú, sem fyrirtækið hefur þröngvað upp á hann, hefur m.ö.o. valdið niðurbælingu allra meðfæddra mannlegra hvata hans. Hann hefur hlaðið um sig múrvegg gerviþarfa og ranghug- mynda um lífið og tilveruna, sem tekur nú að bresta fyrir tilstuðlan kynna hans af þessu „undarlega" fólki, sem enn hefur ekki að öllu leyti misst sambandið við uppruna sinn... lífið sjálft. 18 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.