Helgarpósturinn - 12.12.1985, Side 12
Þ
eir eru orðnir skemmtilega
hallærislegir kollegar okkar á Þjóð-
viljanum. I grein eftirÖssurSkarp-
héðinsson í blaðinu um liðna helgi
upplýsir hann lesendur Þjóðviljans
um það, að það blað hafi orðið fyrst
til þess að „taka-á" Hafskipsmálinu.
í því sambandi vitnar hann til við-
tals við Ragnár Kjartansson
stjórnarformann Hafskips um það
leyti, sem Hafskip jók hlutafé sitt um
80 milljónir. Sú ráðstöfun var vel
kynnt af Hafskipsmönnum og fjöl-
miðlar látnir vita. Og vitanlega
fylgdi sögunni, að erfiðleikar í
rekstri réðu þessari hlutafjáraukn-
ingu. Og þannig skýrðu önnur blöð
frá „lífróðri" Hafskips, m.a. Morg-
unblaðið með mjög ítarlegu viðtali
við sama Ragnar. Gott ef Mogginn
var ekki á undan Þjóðviljanum með
þetta viðtal, þar sem Ragnar notaði
orðið lífróður einnig. Eftir að hafa
eignað sér Hafskipsmálið klappar
svo Össur okkur á HP með sjálfbyrg-
ingslegum hætti og segir okkur
„hafa fylgt á eftir". Og svo er verið
að hneykslast á blekkingum og
sjálfsblekkingum Hafskipsmanha. .
OBÐIÐ
Gimilegur ostabakki gerir
ávallt lukku.
ViS óvænt innlit vina, sem
ábætir í jólaboðinu eða sér-
réttur síðkvöldsins.
OSTABAKKI-GÓÐ TXLBREYTING
Láttu hugmyndaflugið ráða ferð-
inni, ásamt því sem þú átt af
ostum og ávöxtum. Sannaðu
til, árangurinn kemur á óvart.
■i
06 SÚKKULABINU
155 101»
Hugleiöingar
um Hafskips-
málid o.fl.
Jósef sagði við bræður sína: „Þið
ætluðuð að gera mér illt, en Guð
sneri því til góðs, til að gjöra það
sem nú er framkomið." I. Mósesbók
50. kap. 20. v.
Þessi tilvitnuðu orð Biblíunnar
gætu forráðamenn Eimskipafélags
Islands nú tekið sér í munn, því Haf-
skip hf. var stofnað til höfuðs Eim-
skipafélaginu, sem lengi var nefnt
óskabarn þjóðarinnar, en er nú orð-
ið óskabarn fámennrar fjölskyldu-
klíku, þar sem valdastöður ganga í
erfðir frá föður til sonar. Frá merk-
um forustumönnum til ómerkari af-
komenda.
Fróðlegt var að fylgjast með sj'ón-
varpsþætti, sem stjórnað vár af Páli
Magnússyni og heyra þá afstöðu for--
manns bankaráðs Útyegsbankaris,
að engin þörf væri á að skipa ophri
bera rannsókn, á viðskiptúm Haf-
skips og bankahs. Var hann þar á
sömu línu og Matthías bankamála-
ráðherra að nægilegt væri að
skiptaráðandi kannaði málið til
botns við'uppgjpr þrotabúsins. En
flestum mun ljóst að þessi afstaða er
fáránleg. ' ,
Þrotabú Jörgensens þurfti 13 ára
þæfingu hjá skiptaráðanda og dóm-
stólum, þótt aðeins væri fjallað um
þá hlið málsins, sem varðaði við-
skipti við grásleppukarla og frysti-
hús. En afbrotið í gjaldeyrismálum
var látið niður falla að hálfnaðri
rannsókn af ástæðum, sem ég til-
greindi í grein í þessú blaði 7. f.m.
Gjaldþrot Hafskips er ennþá um-
fangsmeira og má þykja gott ef því
verður lokið fyrir næstu aldamót.
Virðist því sjálfsagt að fara að til-
lögu forsætisráðherra _að krefjast
opinberrar rannsóknar strax. Hefur
líka komið fram einróma stuðning-
ur við það frá yngri deildum stjórn-
arflokkanna tveggja. Og þar með að
Útvegsbankinn verði algjörlega
gerður upp, en ekki farið að fella
nafn hans að öðrum ríkisbönkum.
Þar með spöruðust nokkrar stöður
bankastjóra og aðstoðarbanka-
stjóra. Og stóð af bitlingasjúkum
bankaráðsmönnum úr hópi alþing-
ismanna.
Ef borin eru saman viðbrögð nú-
verandi bankamálaráðherra og
Björns Jónssonar ráðherra fyrir 76
árum, þegar hann lét fyrirvaralaust
loka Landsbankanum og setti
RAGNAR BJORNSSON hf
Dalshrauni 6 Hafiiarfirdi - Sími 50397
fyrir þá sem sætta sig ekki við það næstbesta
Þú þarft ekki aö bua á enskum herragarö-i til aö geta leyft þer aö prýöa stofuna meö
Óhesterfield sófasetti. Þaö fer allstaöar vel Og eitt getur þu veriö viss um: þaö
kemur aldrei neitt annað í staðinn fyrir Ohesterfield. Ef þu sættir þig ekki viö þaö
næstbesta skaltu snúa þér til Ragnars Bjornssonar hf bólstrara sem i áraraöir hefur
framleitt Chesterfield sófasett úr viðurkenndu leöri - oa á veröi. sem þu ræöur við.
bankastjórann Tryggva Gunnarsson
af og báða bankaeftirlitsmennina
„sökum margvíslega megnrar og
óafsakaniegrar óreglu í starfsemi
þeirra í stjórn bankans og frámuna-
lega lélegs eftirlits með honum".
En nú eru bankastjórarnir látnir
gegna störfum áfram eins og ekkert
hafi í skorist. Ef bankanum hefði
verið strax iokað um óákveðinn
tíma, hefði að minnsta kosti því ver-
ið afstýrt að gervifélagið íslenska
skipafélagið hefði fengið þar sitt út-
gerðarlán.
Er þetta í samræmi við það þegar
dómsmálaráðherra lét bæjarfógeta
einn, sem uppvís varð að stórfelldu
misferli í embættisrekstri, sitja í
embætti tvö ár eftir að endurskoð-
endur höfðu upplýst afbrotið.
Það voru ákveðnari viðbrögð hjá
Jónasi Jónssyni þegar hann var
dómsmálaráðherra og vék sýslu-
manni Barðstrendinga úr embætti
með fógetavaldi 2. des. 1927 vegna
þess að hann þrjóskaðist við að láta
af störfum.
í Dagblaðinu/Vísi 6. þ.m. skrifar
nafnleyndarmaður um þá tillögu
Jóns Hannibalssonar að fækka
þingmönnum svo sem um helming,
eða meirá. Þettá virðist ólíkt hag-
kvæmari leið heldur en að vera allt-
af að auka með ærnum kostnaði
húsnæði fyrir Alþingi. Fyrst var
stórhýsið Þórshamar keypt, þá Von-
arstræti 12 og Skjaldbreið og nú síð-
ast hús Ólafs heitins Þorsteinssonar
við Skólabrú. Þar að auki er unnið
að því að teikna viðbyggingu við
sjálft Alþingishúsið. Þó er í stefnu-
skrá stjórnarinnar, að hindra út-
þenslu ríkisbáknsins. Það kostar
ekki lítið að reka allt þetta húsnæði
vetur og sumar með sórstakan hús-
vörð í hverju húsi. Það’væri miklu
ráðlegra að fækka á jötunni innan
dyra.
Þegar íbúar Reykjavíkur voru
milli 10 og 12 þús. fyrir 75 árum
voru borgarfulltrúar 15. Á síðasta
kjörtímabili var samþykkt áð fjölga
þeim í 21 þar sem íbúar voru orðnir
80—90 þúsund. Eitt fyrsta verk
borgarstjórnarinnar eftir síðustu
kosningar var að samþykkja að
fækka borgarfulltrúum aftur í 15, og
mun það ekki koma að sök.
Eftir 1874 voru þingmenn 36, síð-
an urðu þeir 42 og helst svo fram á
fimmta áratug þessarar aldar að
þeim var fjölgað í 60 og nú eru lög
fyrir því að við næstu kosningar
fjölgi þeim í 63. Fullvíst er að meiri-
hlutj landsmanna er algjörlega á
móti þessari fjölgun. Álít ég að 50
þingmenn ættu að vera algjört há-
mark hjá 250 þúsund manna þjóð.
Við sitjum nú uppi með 10 ráðherra
og álíka marga aðstoðarráðherra.
Þar að auki er alþingismönnum
heimilt að ráða sér aðstoðarmann
með sérstaka skrífstofu.
Áðyr fyrr komu lítið skólagengnir
bændur til þings utan af landi og
urðu.sumir ráðherrar, án þess að
hafa aðra hjálparmenn en ráðu-
neytisstarfsmenn.
Ef tekin væri sú skynsamlega
stefna að fækka þingmönnum og
ráðherrum væri núverandi húsnæði
Alþirigis yfrið nóg og óþarft að vera
að klúðra viðbyggingu við hið virðu-
lega hús. sem hýst hefir Alþingi í 103
ár.
9/12 1985
Sigurjón Sigurbjörnsson.
BIIALEIGA
REYKJAVIK:
AKUREYRl:
BORGARNES:
VÍÐ1GERÐI V-HÚN.:
BLÖNDUÓS:
SAU DÁRKRÓKUR:
SIGLUFJÖRDUR:
HÚSAVÍK:
EGILSTADIR:
VOPNAFJÖRDUR:
SEYÐISFJÖRDUR:
FÁSKRÚÐSFJÖRDUR:
HÖFN HORNAFIRDI
91-31815/686915
96-21715/23515
93-7618
95-1591
95-4350/4568
95-5884/5969
96-71498
96-41940/41594
97-1550
97-3145/3121
97-2312/2204
97-5366/5166
97-8303
interRent
12 HELGARPÓSTURINN