Helgarpósturinn - 12.12.1985, Qupperneq 16
ÍSKOÐANAKÖNNUN HELGARPÓSTSINSI
MVNDBANDSTÆKI
Á ÞRIÐJA
Samkvæmt könnun þessari kem-
ur fram að myndbandaeign lands-
manna er orðin geysimikil,
33—36,2% aðspurðra áttu
myndband. Þótt munurinn eftir
búsetu sé ekki mikill vekur þó
athygli að myndbandseignin skuli
vera hlutfallslega hæst í dreifbýlinu.
Þessar tölur segja svo ekki allt um
vídeógláp íslendinga, því ótaldir
eru þeir fjölmörgu sem leigja sér
tæki.
Af þessu er Ijóst að myndbands-
tæki eru í eigu a.m.k. þriðju hverrar
fjölskyldu í landinu. Og hvað er það
svo sem fólk horfir einkum á sér til
dægrastyttingar? HP leitaði upplýs-
inga hjá Þóroddi Stefánssyni sem
rekur Sjónvarpsbúðina og nokkrar
myndbandaleigur á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu. Hann sagði að 80—85%
af efni myndbandaleiganna væri
hreint afþreyingarefni, en einungis
15—20% svokallaðar listrænar
kvikmyndir. Mesta ásóknin væri tví-
mælalaust í afþreyingarefnið og af
sjálfu leiddi að lítill sem enginn
þrýstingur væri á myndbandaleig-
urnar að verða sér úti um meira af
„gæðastimpilsmyndum". Þóroddur
sagði að menningarliðið svokallaða
hefði almennt mjög lítinn áhuga á
vídeói, það færi fremur í leikhús og
annað slíkt. Hann nefndi sem dæmi
að tvær úrvalsmyndir, Carmen og
The Dresser, sem væru nýkomnar á
leigurnar, gengju ekki vel. Þóroddur
dreifði sjálfur þeim myndum og
sagði að erfitt hefði verið að selja
þær á leigurnar.
Meðal vinsælasta efnisins á mynd-
bandamarkaðnum um þessar
mundir eru myndir á borð við Ghost
Busters og Beverly Hill Cop, einnig
eru tveggja upp í fimm spólu seríur
mjög vinsælar, svokallaðar ,,sápur“
eins og Jamaica Inn og Angelique.
Þóroddur sagði að mjög mikil
breidd væri í viðskiptavinahópnum
og að ákveðnar breytingar hefðu
orðið á neysluvenjunum frá því að
myndböndin komu á markaðinn.
Áður fyrr hefði fólk bara tekið það
sem hendi var næst, sumir hefðu
m.a.s. farið eftir númeraröðinni,
gleypt við öllu sem var á boðstólum.
Nú væri fólk aftur á móti farið að
velja gaumgæfilega það sem það
tæki, breiddin í myndaúrvalinu væri
orðin miklu meiri og þörfin á heim-
ilunum væri ekki eins gífurleg. Með-
an myndböndin voru að ryðja sér til
rúms hefði það nánast verið nautn
fyrir marga að horfa á mynd(ir) á
hverju kvöldi.
Stóru kvikmyndafélögin fram-
leiða að meðaltali fjórar, fimm nýjar
kvikmyndir á ári en myndbanda-
markaðurinn krefst sama fjölda á
mánuði. Því er nú farið að ganga á
sjóði kvikmyndaframleiðendanna.
Þeir eiga á lager fleiri hundruð
myndir sem verið er að velja úr til
að gefa út á spólum.
Semsé: rúmlega þriðja hver fjöl-
skylda á íslandi á myndbandstæki
þar sem hún horfir á afþreyingar-
efni af ýmsum toga. Þar við bætist
að það er svo til allt af engilsaxnesk-
um toga — og 70% myndbandaleig-
anna bjóða upp á kiámmyndir þótt
farið sé að öllu með gát við leigu á
þeim þar sem þær eru kolólögleg-
ar.. . Vituð þér enn, eða hvat? JS
GREINARGERÐ SKÁÍS
í nóvember sl. var gerð skoðana-
könnun á því hve mörg heimili í
landinu væru með vídeó. Hringt var
í 800 einstaklinga: 306 í Reykjavík,
182 á Reykjanesi og 312 í dreifbýlis-
kjördæmunum.
Spurt var: Er vídeó á heimilinu?
Svaraprósenta var mjög há, eins
og yfirleitt þegar spurt er um mál-
efni, sem varða einfaldar staðreynd-
ir og snerta ekki skoðanir manna
eða viðhorf. Hlutfall þeirra sem
svöruðu var sem hér segir: Reykja-
vík (94,1%), Reykjanes (96,7%) og
dreifbýlið (93,6%). Sjá meðfylgjandi
töflur.
Skoðanakannanir á íslandi —
SKÁÍS sá um framkvæmd könnun-
arinnar.
Er vídeó á heimilinu?
ALLT LANDIÐ:
fjöldi hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstödu
já 284 35,5 37,6
nei 472 59,0 62,4
neituðu að svara 44 5,5 —
REYKJAVIK:
fjöldi hlutfal! hlutfall þeirra sem tóku afstödu
já 111 36,3 38,5
nei 177 57,8 61,5
neituðu að svara 18 5,9 —
REYKJANES:
fjöldi hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstödu
já 60 33,0 34,1
nei 116 63,8 65,9
neituðu að svara 6 3,3 —
DREIFBYLIÐ:
fjöldi hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstööu
já 113 36,2 38,7
nei 179 57,4 61,3
neituðu að svara 20 6,4 —
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- S: 27500
• •
16 HELGARPÓSTURINN