Helgarpósturinn - 12.12.1985, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 12.12.1985, Blaðsíða 18
OG KOKKA Egil Helgason mynd Jim Smart Ertu frá Flokki mannsins? Fuss og svei og nei, ansa ég, harla móögadur. Tveir pottormar í stigagangi í Ferjubakkanum mœla mig út sposkir á svip; frakkann, trefilinn, kuldabólgiö nefiö, rauöa möppuna sem vekur hjá þeim ógóöar grunsemdir. Sko, ef þú sért frá Flokki mannsins, þá geturöu alveg eins fariö strax, bœta þeir viö og hlœja einsog vitleysingar. Nei, nei, segi ég, áfjáöur í aö leiörétta þennan misskilning — ég er bara aö leita aö honum Herbert Guömundssyni. Býr hann ekki hérna? Honum Hebba? Hann er fluttur niörí Blöndubakka. . . Hundraö metrum neöar í Breiöholtinu staöfestir unglingaskari þessar upplýsingar. Herbert Guö- mundsson, hann býr í Blöndubakka 18, þarna á horninu. Hvaö œtlaröu aö tala viö hann? Paö er ekki óeölilegt aö maöur velti því fyrir sér hvort Herbert sé oröinn þjóöhetja í hverfinu, aö- minnstakosti meöal œskulýösins. Núoröiö glymur víst rásin allra landsmanna um borg og bý, útnes og afdali, alþýöa manna sperrir eyrun: má ekki segja meö sanni að hér um daginn hafi Herbert Guö- mundsson oröiö poppstjarna í einu vetfqngi? Það kom líklega flatt uppá flesta sem til þekkja, eitt fimmtudagskvöldið fyrir skömmu, þegar Herbert Guðmundsson, söngvari og stór- poppari til margra ára, trónaði alltieinu í efsta sætinu á vinsældalista rásar tvö — og það þrátt- fyrir harða samkeppni frá Wömmurum og öðr- um dægurlagahálfguðum. Herbert hefur ekki baðað sig í kastbjörmum frægðarinnar síðustu árin og neitar því heldur ekki að þessi tíðindi hafi komið sér dálítið á óvart. ,,Ég var staddur á búddistafundi niðrí Hlíðum og vissi þetta ekki fyrr en það hringdi maður og sagði mér frétt- irnar. Það lá við að maður yrði hálfklökkur. Ég er nú einusinni búinn að stefna að þessu marki í næstum tólf ár" segir Herbert þar sem við sitj- um og flettum í ljósmyndaalbúmi í umræddu húsi i Blöndubakkanum. Þarna getur að líta ótal kunnugleg andlit, þótt nöfnin láti kannski standa á sér, hérumbil alla stjörnuþyrpingu ís- lenskra poppara frá því hér á árum áður, ærið hárprúða — Herbert hefur varla tölu á öllum þeim músíköntum og hljómsveitum sem hann hefur sungið með. Herbert Guðmundsson fæddist inní Laugar- neshverfi 15da desember 1953 og tók sín fyrstu sundtök í laugunum gömlu sem voru þar kipp- korn frá. Það var rafmagnað bítl’ í loftinu og allir hraustir strákar kyrjuðu „She loves you, je, je, je.. .“ og létu sig dreyma um rafmagnsgítara, trommusett og támjóa stælskó. „Maður er svo- sem ekkert unglamb lengur,” áréttar Herbert og kímir. „Ég þótti víst ekkert sérstaklega efnilegur unglingur, baldinn og alltaf með músíkina í botni og oftast uppá kant við skólann og öll yfir- völd. Ég var heldur ekki nema tólf ára þegar ég byrjaði í fyrstu skólahljómsveitinni. Þar var meðal annarra Áskell Másson tónskáld sem spil- aði á trommur og var trylltur stónsaðdáandi, átti allar stónsplöturnar. Svo var það einn daginn að Áskell sneri alveg við biaðinu, seldi stónsplöt- urnar og keypti Beethoven í staðinn. Þá héldu allir að hann væri orðinn klikkaður. En Áskell er náttúrlega fyrir löngu búinn að sanna að hann vissi sínu viti.“ — Þig hefur ekki langað aö fylgja fordœmi hans? „Nei, alls ekki! En ég hef lengst af haft gaman af allri tónlist — nema þá helst lúðrasveita- músík...“ ÚR SKYRTUNNI Á SKÓLABALLI „Það var strákur í mínum bekk, Árni Péturs- son, sem stakk uppá því að ég færi að syngja, ég var hvortsemer alltaf raulandi. Við vorum sam- *n í hljómsveitinni Raflost sem spilaði á skóla- feollum og í fermingarveislum í Laugarneshverf- inu. Þetta var auðvitað svakalega frumstætt hjá okkur, við stældum þessar helstu topphljóm- ,,|Veitir — Bítlana, Stóns, Hollies, Bee Gees — og létum okkur hafa það að vera þrír saman í ein- um magnara með sönginn, gítarinn og bassann. Samt man ég ekki betur en að við höfum gert gríðarmikla lukku meðal jafnaldranna ... Ég kom fyrst opinberlega fram með þessari hljóm- sveit, á skólaballi í Laugalækjarskóla. Ég man að við sungum lag sem heitir „Land of the Thou- sand Dances", manstu ekki eftir því?“ Herbert raular gamalkunna laglínu, og bætir svo við: „Ég stóð alveg frosinn af skelfingu á sviðinu.” Það er ekki friðsamlegt að reyna að eiga spjall við Herbert þetta síðdegi í Blöndubakkan- um, því síminn minnir án afláts á tilveru sína; vinir og kunningjar að óska honum til hamingju með uppskeru erfiðisins, skólablöð að biðja um viðtöl, skemmtanahaldarar víða um land að fal- ast eftir því að hann komi og syngi. „Svona er þetta búið að vera síðustu dagana, síminn stopp- ar ekki,“ segir Herbert og stynur við. „Hvar vorum við annars? Já einmitt — ég hlýt að hafa verið orðinn eitthvað öruggari með sjálf- an mig nokkrum árum seinna þegar ég var stoppaður þar sem ég var að klæða mig úr uppá hátalaraboxi, var kominn úr skyrtunni og farinn að gera mig líklegan til að hneppa upp buxun- um. Ætli ég hafi ekki verið svona fimmtán ára. Einum kennaranum leist nú ekki meira en svo á blikuna, hann tók af rafmagnið í salnum og tií- kynnti að ballið væri búið. Krakkarnir tóku þessu mjög illa, það ætlaði bókstaflega allt vit- laust að verða, ég held að ég hafi sjaldan kynnst annarri eins múgsefjun. Auðvitað var ég að syngja „I can’t get no satisfaction“.“ En svona var þetta víst á þessum árum; að sögn höfðu foreldrar og forráðamenn aldrei í samanlagðri veraldarsögunni þurft að horfa uppá annað eins, vandlætingin vall og kraumaði á síðum dagblaðanna — unga fólkið var á leið- inni með þetta allt beint til andskotans... „Foreldrar mínir voru náttúrlega aldrei mjög hrifnir af þessu hljómsveitarstandi, þótt þau reyndu aldrei að banna mér það. Samt má nú pabbi eiga það að hann keypti handa mér fyrsta söngkerfið mitt. Þá var hann á sjónum og fékk það fyrir lítinn pening útí Þýskalandi. Ég man að tegundin hét „Trio Max“, óttalega lélegt þótt það væri auðvitað talsverð framför. Það var mikið hlegið þegar við þurftum að opna það nokkru síðar og sáum að það var einangrað að innan með eggjabökkum. Það þótti ákaflega fyndið.” LAGIÐ „SJÁLFSELSKA OG EIGINGIRNI" Það var um 1970 og Herbert farinn að spila víða um bæinn ásamt hljómsveit sem nefndist Stofnþel þegar honum var boðið að ganga í hljómsveitina Tilveru sem Axel nokkur Einars- son hélt úti á þessum árum. „Ég hef líklega þótt vera orðinn þolanlegur söngvari, að minnsta kosti þótti ég nokkuð liðtækur í að stæla Robert Plant, sem var ekki svo lítill plús í þá daga,” segir Herbert. Tilvera gat státað sig af talsverðum vin- sældum, kom fram í sjónvarpi og spilaði iðulega í Glaumbæ heitnum. Og þá söng Herbert líka fyrst inná hljómplötu. „Það var lagið Sjálfselska og eigingirni,” segir Herbert hlæjandi og bætir við: „Það hljómar sennilega hálf hörmulega í dag. Ég man að við Axel sátum með bongó- trommu og gítar á tjaldstæði í London og bjugg- um það til og létum það svo flakka inná b-hlið- ina á lítilli plötu.” ' Á þessum tíma gengu fjöllunum hærra sögur af sukksömu líferni poppara, Trúbrotsmenn við- urkenndu í viðtali að hafa reykt hass, auk þess sem lauslæti þótti mjög ágerast hjá yngra fólk- inu. Það verður varla hjá því komist að bera þetta undir gamlan popphund á borð við Her- bert: „Auðvitað var mikið um sukk og svínarí, fullt af dömum sem þótti mikið í það spunnið að vera með hljómsveitagæjum og vildu endilega bjóða í partí eftir böll. Svona var þetta bæði hér í bæn- um og útum allt land. Maður var náttúrlega ein- hleypur og allt þetta frjálsræði í loftinu, hass og brennivín. Ég er ekkert að neita því að ég próf- aði flest þessi eiturlyf. Samt sem áður held ég að ég hafi alltaf haft í mér eitthvert innbyggt varn- arkerfi sem sagði mér að fara hingað og ekki lengra. Ég lenti aldrei í neinum teljandi vand- ræðum útaf sukkinu, passaði mig tildæmis á því að vera ekki drukkinn að spila á böllum. En ég hef náttúrlega horft á marga góða kunningja fara langleiðina í svaðið, þótt flestir hafi síðan snúið sér til betri vegar.” PELÍKANSPRENGJAN Líklega varð Herbert Guðmundsson fyrst þjóðfrægur maður þegar hann gekk í hljóm- sveitina Pelíkan, sem þá bar höfuð og herðar yf- ír aðrar íslenskar popphljómsveitir hvað snerti lýðhylli og umtal. Þetta var árið 1975. Þá hafði Herbert um nokkurt skeið verið í hljómsveitinni Eik, sem þótti spila afspyrnuvandaða tónlist en kannski ekki að. sama skapi við alþýðuskap — með sanni nokkurs konar „undergránd-hljóm- sveit. „Það var góður mórall í Eikinni,” segir Her- bert og þvertekur ekki fyrir að hann hafi stigið feilspor þegar hann gekk í Pelíkan, þráttfyrir all- ar vinsældir þeirrar sveitar. „Ég var á báðum átt- um um það hvort ég ætti að ganga í Pelíkan. Ég fékk alveg heiftarlega martröð nokkru áður en ég skipti yfir, fór í draumráðningabók hjá ömmu gömlu og las að ég myndi taka ákvörðun sem ég stæði ekki undir.” Það var sjálfur Pétur poppari Kristjánsson sem varð að víkja úr sæti fyrir Herbert. Blöðin slógu upp flennifyrirsögnum: Pétur rekinn úr Pelíkan. Aðalástæðan fyrir brottrekstrinum kvað hafa verið sú að Pelíkanstrákarnir ætluðu að fara að „meikaða" í henni Ameríku, en umboðsmanni þeirra þar vestra þótti ekki mikið til sönghæfi- leika Péturs koma. Ameríkudraumurinn gufaði upp einsog svo oft áður, en Herbert var kallaður til og söng með Pelíkan þar til sveitin lagði upp laupana sex mánuðum síðar. „Pétur átti sína tryggðu aðdáendur, svo það voru margir sem kenndu mér um að hafa eyðilagt hljómsveitina. Það var líka hálfgerður svekkelsismórall í band- inu, þeir drógu á eftir sér langan skuldahala og ég var eiginlega sá eini sem fékk eitthvert kaup. Á endanum var kominn upp sá orðrómur að það stæði til að reka mig — svo ég ákvað bara að hætta." — Logar þá ekki ófriöarbál á milli popptón- listarmanna þessa lands? Nú eru þœr ófáar hljómsveitirnar sem hafa splundrast, ófáir músíkantarnir sem hafa veriö reknir? „Ég held að það hafi ekki verið nein sárindi milli mín og Péturs. Það þýðir heldur ekkert að erfa svonalagað. Ég hef lært mikið af Pétri, hann var duglegur að reka þessi bönd sín og kom fyrstur með ýmsar nýjungar hingað uppeftir: syntesisera, reykvélar, ljósasjó. Hann skildi fljótt að menn verða að vinna, leggja eitthvað á sig, til að ná langt. En annars fannst mér oft að það væri of mikil kergja á milli hljómsveita, alls ekki nógu mikil samstaða. En það held ég að hafi mikið breyst." — Og allur hendiþeytingurinn og harkiö — ■ veröa menn ekki leiðir og kúguppgefnir? „Sjálfur hef ég í rauninni alltaf haft lúmskt gaman af þessu, öllum ferðalögunum og spenn- unni. Það er varla til það krummaskuð á landinu sem ég hef ekki komið í. En vissulega hafði þetta líka sína galla, maður sá tildæmis varla penng í langan tíma, þetta fór einhvern veginn allt aftur í útgerðina. En ég man varla eftir nokkrum leið- indamálum — nema þá helst þegar lögreglan á Húsavík kom aftan að mér þar sem ég var að hrista mig uppá borði á balli í Skjólbrekku og tók mig kverkataki þannig að stórsá á mér. „Það stendur enginn uppi á borði hérna í húsinu, hvort sem hann er gestur eða í hljómsveit," sögðu þeir. Seinna var mér sagt að þetta hefðu verið landsfrægir glímukappar ...“ MÚSÍKANT OG MEISTARAKOKKUR Herbert er að mestu leyti sjálfmenntaður í músíkinni, fór strákhvolpur í nokkra gítartíma til Þóris Baldurssonar og naut einhverrar til- sagnar á píanó á Pelíkanárunum. Annars segist

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.