Helgarpósturinn - 12.12.1985, Síða 30

Helgarpósturinn - 12.12.1985, Síða 30
KVIKMYNDIR Glórulaus langloka Regnboginn: Louisiana ★ Frönsk/kanadísk. Árgerð 1984. Framleiöendur: Denis Heroux og John Kemney. Leikstjórn: Philippe de Broca. Handrit: Etienne Perier, Dominique Fabre og Charles Israel. Aðalhlutuerk: Margot Kidder, lan Charleson, Victor Landoux, Andrea Ferreol, Lloyd Bochner o.fl. Handrit Lousiana mun vera samsoðningur upp úr tveimur af bókum Morice Denuziere, nefnilega Lousiane og Fausse Riviere. Nú mætti ætla að úr slíku efni mætti hnoða sam- an dágóðu handriti í kvikmynd með efnis- mikla og magnþrungna atburðarás, þar sem öllum smáatriðum og aukapersónum væri kastað fyrir róða, þannig að einvörðungu hinn innsti kjarni verksins stæði eftir, til ráð- stöfunar fyrir framleiðendur og leikstjóra kvikmyndarinnar. Raunin hefur orðið allt önnur. Hér er klippt og skorið þvers og kruss, eins og í blindni, í eðlilega framvindu og þróun einstakra efnisatriða þessara tveggja verka Denuzieres, þannig að bæði persónu- sköpun, svo og sjálf atburðarásin fara ýmist fyrir ofan garð eða neðan hjá áhorfendum myndarinnar. Kvikmyndin gerist á miðri nítjándu öld og greinir frá Virginíu Tregan (Margot Kidder), sem hefur um árabil dvalist í Frakklandi, en kemur nú, eftir andlát föður síns, heim til Lousiana, í þeim tilgangi að taka við arfi eftir hann. Karl faðir hennar var hins vegar svo skuldum vafinn er hann hrökk uppaf, að * Otuktarleg martröd Regnboginn: Óvœtturinn (Razorback) ★★ Áströlsk, 1984. Framleiðandi: Hal McElroy. Leikstjóri: Russel Mulcahy. Handrit: Everett DeRoche, eftir sögu Peter Brennan. Aðalhlutverk: Gregory Harrison, Bill Kerr, Arkie Whiteley og fl. Aströlsk kvikmyndaframleiðsla er um margt forvitnileg á líðandi stundu. Því er ekki að neita að allmargar hasar- og ofbeldis- myndir hafa rutt brautina fyrir gæðamyndir hvað dreifingu og aðsókn varðar, eins og t.d. Svínarí Stjörnubíó: A Nightmare on Elm Street (Martröð í Álmstrœti) ★ Bandarísk. Árgerð 1984. Framleiðandi: Robert Shaye. Leikstjórn/handrit: Wes Craven. Kvikmyndataka: Jaques Haitkin. Tónlist: Charles Bernstein. Aðalhlutverk: John Saxon, Ronee Blakeley, Meather Langenhemp o.fl. Hrollvekjan hefur á sér margar hliðar og hefur fyrirbrigðið löngum verið kvikmynda- gagnrýnendum kært umfjöllunarefni. Kem- ur þar ýmislegt til: Þessi tegund kvikmynda gefur t.d. visst frelsi til fullnýtingar og þar af leiðandi áframhaldandi þróunar myndmáls- ins og hafa aðrar tegundir kvikmynda notið þar góðs af í tímanna rás. Þar sem fæstir taka þessa tegund kvikmynda alvarlega, þá hafa að auki náð að skapast með henni hefðir, Mad Max myndirnar. Óvætturinn (Razor- back) er í hópi hasarmyndanna. Hún segir frá risavöxnum villigelti sem klýfur hús í tvennt, dregur menn og dýr út í eyðimörkina og étur upp til agna. Að mörgu Ieyti svipar mynd þessari til Ókindarinnar (Jaws); tröll- aukin skepna sem áhorfandinn fær ekki að sjá almennilega fyrr en í lokin en leynist alls staðar og ræðst til atlögu þegar menn eiga minnst von á röskun á högum sínum. Inn í þessa sögu fléttast saga umhverfissinna og sjónvarpsfréttamanns; bandarískrar stúlku sem heldur til Ástraliu til að gera heimildar- sem gera ráð fyrir vissri þjóðfélagslegri gagnrýni, en það er nokkuð sem öðrum teg- undum kvikmynda hefur ekki liðist á vissum viðsjárverðari tímum í kvikmyndasögunni. Þó svo að kvikmyndir Wes Cravens hafi í flestum tilfellum báða ofangreinda eigin- leika til að bera, þá fer einkar lítið fyrir þeim síðarnefnda í Álmstrætismartröð hans. Ef vel er að gáð, má þó í uppbyggingu handritsins greina viss óljós spor, sem flokkast gætu und- ir hreinar siðferðispredikanir af hans hálfu. Þannig lætur t.d. „morðdraugurinn" aldrei til skarar skríða fyrr en persónur myndar- innar hafa beint eða óbeint gert sig sekar um meiri eða minniháttar brot á siðareglum bandarískrar millistéttar... hitt er svo annað mál, að refsingin er í anda Cravens oftast í býsna ójöfnu hlutfalli við eðli „glæpsins". Myndin fjallar um hóp unglinga, sem allir veslings Virginía stendur eftir slypp og snauð. Hún deyr hinsvegar enganveginn ráðalaus, heldur leggur út í lífsbaráttuna staðráðin í að koma undir sig fótunum á nýj- an leik hvað fjárhaginn varðar. Hún táldreg- ur því guðföður sinn, óðalsbóndann Adrien (Lloyd Bochner), giftist honum og eignast með honum þrjú börn, áður en hann um síð- ir hrekkur uppaf. Nú, það skeður svo sem ýmislegt áður en langlokunni lýkur eftir rúmlega tveggja tíma baráttu bíógesta við svefninn. Þeir, sem á annað borð tekst að halda sér vakandi, verða vitni að voveiflegum dauða allra barna konuræfilsins, morðum og nauðgun- um, febrúarbyltingunni í Frakklandi 1848, þrælastríðinu í Bandaríkjunum, ásamt öllum þeim raunum, sem Virginía verður að ganga í gegnum vegna hins vonlausa ástarsam- bands hennar við Clarence Dandridge (Ian Charleson), sem er ráðsmaður á búgarði hennar. Með hliðsjón af framangreindu er mér það meiriháttar ráðgáta hversu vel aðstandend- um myndarinnar tekst að halda áhorfendum svo gjörsamlega ósnortnum gagnvart því sem gerist á hvíta tjaldinu. Louisiana er m.ö.o. hundleiðinleg kvikmynd, langdregin í meiralagi og eins og áður sagði, í alla staði svo ruglingsleg hvað varðar dramatíska upp- byggingu og persónusköpun, að það er á mörkunum að áhorfendur haldi það út að sitja undir ósköpunum í fulla tvo tíma sam- fleytt. Ó.A. mynd um kengúrudráp og vinnslu kjötsins í gæludýrafóður. Óvætturinn klippir hins veg- ar á frekari rannsóknarblaðamennsku. Unn- usti hennar heldur til Ástralíu til að fá botn í hvarf kærustunnar. Hann slæst í hóp með gömlum villigaltaveiðimanni sem á óvættin- um grátt að gjalda. Þarna eru líka hálfgeggj- aðir skúrkar á ferð (dálítið í ætt við geðheilsu manna í Mad Max), bræður sem reka gælu- dýrafóðurverksmiðju (aha!) sem neytenda- eftirlitið hefur greinilega ekki á lista sínum. Hápunktur myndarinnar er síðan uppgjörið við kengúrú-bræður og óvættinn mikla sem spólað hefur gegnum alla myndina og meira að segja dregið heila hlið úr húsi með til- heyrandi húsgögnum og sjónvarpi í gangi svo eftir situr húsráðandi gapandi eins og hann hefði verið að horfa á Albert í Kastljósi. Heldur er myndin þunnur þrettándi. Á móti kemur þó nýstárleg kvikmyndataka, óvenjuleg klipping og þessi seiðmagnaða stemmning sem einkennir margar ástralskar myndir, ekki síst þær sem sýna auðn og eyði- merkur þessarar magnþrungnu heimsálfu. —IM búa við sömu götu í dæmigerðu millistéttar- úthverfi einhverrar af borgum Bandaríkja Norður-Ameríku. Eina nóttina dreymir þau öll sama drauminn: Til þeirra kemur ljótur karl á skítugri grænni peysu og með snjáðan hatt. Hann er að auki búinn ógurlegu morð- tóli, og það sem öllu verra er. .. gerir sig lík- legan til að nota það til nánari athugunar á uppbyggingu og skipulagi starfshátta melt- ingarfæra og annarra innviða líkama við- komandi persóna. Nú, það er skemmst frá því að segja að martröðin ágerist og færist öll í aukana, þannig að krakkagreyin vita um síðir ekki lengur mun draums og vöku, og þaðan af síð- ur hvort þau geti þar með talist lífs eða liðin. Nancy tekur þó að lokum upp baráttuna við þetta ófremdarástand og tekst henni um síð- ir að þróa aðferð, sem mögulega gæti komið að haldi við að koma ótuktinni endanlega fyrir kattarnef. Tæknilega er A Nightmare on Elm Street í alla staði mjög vel gerð kvikmynd, en á hinn bóginn er ofbeldið svo gegndariaust og með eindæmum svo ósmekklega útfært, að heildaráhrifin af myndinni hljóta að verða neikvæð. Kvikmyndin virðist gerð í þeim eina tilgangi að hrella áhorfendur og fer því siðferðisboðskapur hennar að meira eða minna leyti forgörðum... ef Craven hafði þá nokkurn slíkan í huga, þá er hann réðist í gerð myndarinnar. Hvað sem því líður, þá leyfi ég mér að fullyrða að kvikmynd, sem á svo ósvífinn hátt vanvirðir viðteknar hefðir hrollvekjunnar, eigi lítið sem ekkert erindi til unnenda þessarar annars ágætu tegundar kvikmynda. POPP A Ijúfum og hrjúfum nótum Björn Thoroddsen. Útgefandi: Geimsteinn. Það tók Björn Thoroddsen álíka iangan tíma að hljóðrita nýjustu plötu sína og suma aðra að koma sér að verki í hljóðveri. Þessi flýtir kemur þó síður en svo niður á gæðum tónlistarinnar. Það sýnir að kunni menn til verka og komi vel undirbúnir til upptökunn- ar þurfa þeir síður en svo að verja mörgum vikum og jafnvel mánuðum úr lífi sínu til að snara af einu stykki hljómplötu. Björn hefur getið sér gott orð hér heima sem djassgítarleikari síðan hann kom heim frá námi í gítarfræðum í Bandaríkjunum. Hann leikur með hljómsveitinni Gömmun- um, kennir í tónlistarskóla Félags íslenskra hljómlistarmanna og spilar með öðrum þeg- ar slíkt býðst. Fyrsta platan hans kom út fyrir nokkrum árum. Hún hlaut ekki þá athygli sem hún verðskuldaði enda stóð útgefand- inn fremur illa að allri kynningu. í fyrra kom plata út með Birni og hljómsveitinni Gömm- unum. Hún ku hafa selst þokkalega og var talsvert spiluð í útvarpi. Nýja platan sem hér er til umfjöllunar virðist fá góðan hljóm- grunn hjá útvarpsplötusnúðum og væntan- lega láta plötukaupendur sitt ekki eftir liggja. Það er að segja þeir sem hafa gaman af léttpoppuðum gítardjassi. Plata Björns er einkar ljúf á að heyra. Lag- línur eru nettar og þýðar sem og spila- mennskan öll. Það eru eintómir fyrsta flokks fagmenn sem leika með Birni á plötunni: trommuleikararnir Steingrímur Óli Sigurðs- son og Pétur Grétarsson, Skúli Sverrisson bassaleikari (á hvaða plötum er hann ekki nú til dags?), hljómborðsleikarinn Eyþór Gunn- arsson (hver er nú það?) og Stefán Stefánsson saxófónleikari. Eitt tíu laga plötunnar syng-. ur Pálmi Gunnarsson. Hin eru instrumental. Ef ég á að mæla með aðstæðum til notkun- ar á nýjustu plötu Bjössa Thor þá eru einna hentugust síðkvöld með mátulega gnauð- andi fjögurra til sex vindstiga norðaustan átt og vægu frosti, góðri hóflega fyndinni bók og par glösum af hálfþurru hvítvíni. Við slík- ar aðstæður hefur platan aðeins einn ókost. Hún er helst til stutt. Venjulegur maður — Bjartmar Guðlaugsson Utgefandi: Nú! Eg er venjulegur maöur í venjulegum fötum í dag át ég hœnu. Eg bora í nefið á mér og bíð eftir grœnu. Bjartmar Guðlaugsson er miklu fremur orðheppinn textasmiður en hagyrðingur. Form er honum skítsama um. Þó er ég viss um að hann gæti bundið textana sína í ljóð- stafi ef hann nennti. En rokkaranum kemur slíkur hégómi ekkert við. Rímið nægir. Venjulegur maður er hreinræktuð rokk- plata með gamla hráa laginu. Marga nútíma- pempíuna hryllir við slíku. Hráabragðið hjá Bjartmari og hjálparkokkum hans er að hætti Stones, Bad Company og fleiri slíkra sveita sem fá adrenalínið til að sprautast sé tónlist þeirra spiluð á góðum styrk við réttar aðstæður. Og þær eru aldeilis ekki þær sömu og þegar til að mynda er hiustað á Björn Thoroddsen sem fjallað var um hér að fram- an. Lög Bjartmars eru sum frekar tilbrigði við standarda en eiginlegar tónsmíðar. — Hér er þó ekki verið að væna neinn um lagastuld. — Bjartmar semur líka bara lög til að koma eftir Ásgeir Tómasson textum sínum á framfæri. Þeir skipta aðal- máli. Textarnir á Venjulegum manni bregðast ekki þeim vonum sem maður bindur við Bjartmar. Hann segir skoðanir sínar hispurs- laust, samanber Ungfrú ísland, Stúdentshúf- an og Kveldúlfur. Orðheppnin skín þar úr hverri línu. Sama er að segja um flesta texta plötunnar. Fáeinar málvillur er þó að finna í textunum. Þær hefði mátt leiðrétta með að- eins meiri gaumgæfni. Þegar á heildina er litið hefur plata Bjart- mars einn stóran ókost: Textarnir skila sér ekki nógu vel. Söngur Bjartmars er oft hálf- kæfður í þrumandi rokkgítar. Slíkt kemur ekki að sök þegar textar eru innihaldslaus hrákasmíð sem engu máli skiptir. Þeim mun meira áberandi verður gallinn þegar höfund- ur hefur eitthvað að segja. Þeir sem önnuð- ust hljóðblöndun hafa greinilega ekki áttað sig á þessu nema þeir hafi viljað fela hrjúfa söngrödd Bjartmars. Venjulegur maður er önnur plata Bjart- mars Guðlaugssonar. Sú fyrri, Ef ég mætti ráða, hlaut góðar viðtökur þótt meingölluð væri. Sú nýja er stórt stökk fram á við. Næsta plata sem vonandi kemur út á 17. júní verður best. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.