Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.02.1986, Qupperneq 5

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Qupperneq 5
upp nýstárlegar sýningar undanfar- in misseri; svo sem Hryllingsbúðina og Rauðhóla Rannsý, hefur sýnt í Gamla bíói eða íslensku óperunni eins og húsið heitir núorðið. Hitt leikhúsið hefur leigt af íslensku óperunni og hafa þau samskipti gengið nokkuð snurðulaust en eins og von er, þá getur verið erfitt fyrir tvö leikhús að vera undir sama þaki. Nú er svo komið að til mikilla árekstra gæti komið. Óperan er nefnilega að hefja æfingar á óper- unni Nautabananum og er leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Frum- sýning er áætluð 11. apríl og þýðir það að Hitt leikhúsið verður að vera komið úr húsi fyrir lok marsmánað- ar. Hitt leikhúsið er hins vegar að sýna Rauðhóla Rannsý fyrir fullu húsi og verður erfitt fyrir leikhúsið að lenda á götunni eftir hálfan annan mánuð. En þrátt fyrir hús- næðishrak er Hitt leikhúsið ekki af baki dottið. Nú hyggur það á plötu- útgáfu og mun gefa innan tíðar út heildarútgáfu á Megasi ásamt öllum textum hans. Þá stendur leikhúsið fyrir að „döbbá' (hljóðsetja) sænsku barnamyndina Ronja ræningjadótt- ir eftir sögu Astrid Lindgren og sem Tage heitinn Danielsson leik- stýrði. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskir leikarar eru fengnir til að lesa inn (leika inn) á erlenda kvikmynd. Verkstjórn hefur verið í höndum Þórhalls Sigurdssonar leikara og verður myndin sýnd í ís- lenskum bíóhúsum bráðlega... A hluthafafundi Arnarflugs sem boðaður hefur verið eftir tvær vikur, verða lagðar fram tvær tillög- ur. Annars vegar um hlutafjáraukn- ingu að upphæð 97 milljónir og hins vegar að hluthafar noti ekki for- kaupsrétt sinn. Arnarflugsmenn hafa óttast mjög að Flugleiðir eign- ist meirihluta í félaginu. Tillagan þarf hins vegar samþykki 75 pró- sent hluthafa, eigi hún að ná fram að ganga. Hlutur Flugleiða er nú um 40% í Arnarflugi. Flugleiðir hafa enn ekki svarað Arnarflugi varð- andi afstöðu sína til tillögunnar. Stjórnarfundur verður haldinn í dag, fimmtudag, hjá Flugleiðum vegna þessa máls og mun flugfélag- ið þá taka afstöðu til málsins. Eftir því sem HP heyrir, mun Flugleiða- mönnum ekkert lítast á fjárhags- stöðu Arnarflugs, og hafa því lítinn áhuga á að bæta við sig hlutafé í fyr- irtækinu. Eiginfjárstaða Arnarflugs mun vera neikvæð um 120 milljónir og hið nýja hlutafé mun því ekki nægja í þá hít. Þá mun Boeing-þota Arnarflugs sem var í leiguflugi í Líbýu vera óseld ennþá, þar er hugsanlegir kaupendur hafa ekki getað sett tilskilda greiðslutrygg- ingu. Þar af leiðandi mun stjórnar- fundur Flugleiða samþykkja báðar tillögurnar: að sitja hjá í hlutafjár- aukningu og að samþykkja hlutafjár- aukninguna sem slíka. Hverjir hinir nýju aðilar eru, sem tilbúnir eru að reiða fram 97 milijónir vitum við ekki. En nöfn eins og Birgir Bald- vinsson flugvélakóngur í Lúxem- burg, Samvinnuferðir/Landsýn og Þýsk-íslenska hafa verið nefnd. . . U _ . miS8, hyglisverð grein um deilur Hús- mæðraskólans á Laugum og Lista- safns íslands um eignarrétt á Kjar- valsmálverki sem Jónas frá Hriflu ,,gaf“ skólanum á fjórða tug aldar- innar en safnið telur sína lögmætu eign. Það mun hins vegar vera tíður siður sendiherra að falast eftir mál- verkum úr opinberum söfnum til að prýða sendiráð sín og einkaheimili erlendis. Nokkur brögð hafa verið að því að heilu málverkafarmarnir hafi verið sendir úr landi í þessu skyni, en söfnin hafa á síðustu árum verið að taka við sér og endur- heimta málverkin úr íslenskum sendiráðum og bústöðum sendi- herra. Einna ötulast hefur safn Ás- gríms Jónssonar verið í inn- heimtu verka hjá opinberum stofn- unum . . . BÍLAMÁLUN SÍMI 35051 BÍLARÉTTINGAR KVÖLDSÍMI 671256 FÖST TILBOÐ Vönduð vinna og ný ókeypis þjénusta Við heilsum nýju ferðaári með fjölbreyttara ferðavali en nokkru sinni fyrr, lægra verði en áður hefur tekist að bjóða og fjölbreyttum afsláttar- og greiðslukjaramöguleikum. Þannig gerum við fleirum kleift að ferðast og undirstrikum sérstöðu okkar sem ferðaskrifstofu í eigu fjölmargra samtaka launafólks I landinu. Við bjóðum þér að kynnast ferðaáætlun okkar í ítarlegum bæklingi, á greinargóðri kynningarmynd um helstu áfangastaði (utan Mallorca) og hjá starfsfólki okkar á söluskrifstofunum og hjá umboðsmönnum víða um land. Um leið er sumarfríið '86 hafið, - vangavelturnar byrjaðar - og hafirðu tök á að ferðast með okkur á sumri komanda er stutt I ferðapöntun, tilhlökkun, undirbúning og brottför. Gleðilegt sumarfrf - hérlendis sem erlendis! mmwiwm FIOLGUH FARÞEGAIFYRM - IMKUN MRGJALDAI fUt I verðlistanum okkar sýnum við dæmi um aðeins 3.5% hækkun fargjalds frá árinu 1985 til 1986, - þrátt fyrir um 40% verðbólgu og 20-30% hækkun á Evrópumynt. Þetta er afieiðing frábærrar þátttöku í ferðunum á síðasta ári - nokkuð sem styrkti samningsstöðu okkartil munafyrir komandi sumar! Dæmi um verðhækkun: (miðað við að viðkomandi njóti aðildarfélagsafsláttar og endurgreiðslu þ.e. hafi ferðast með okkurásíðastaári); Danmörk Verð fyrir fullorðinn einstakling miðað við 5 manns í húsi: Samvinnuferðir-Landsýn býður nú í fyrsta sinn ferðir til Mallorca - einnarfrægustu sólarparadisar veraldar. Við höfum komið okkur fyrir á frábærum baðströndum í kringum höfuðborgina Palma, - Santa Ponsa, Magaluf og Palma Nova. Og við bjóðum einnig nýja leið til Mallorca hvað kostnaði viðvlkur. Auk hefðbundinnar ákvörðunar um gististaði gefum við farþegum okkar kost á nýstárlegri leið til sparnaðar. Leikurinnfelst í sérstöku SL-hóteltilboði. Þú pantar ferð á ákveðnum tíma og við tryggjum þér gistingu á ein- hverju óákveðnu hóteli á Santa Ponsa eða Magaluf ströndunum. Við ábyrgjumst að hótelið sé þægilegt, einfalt og hreinlegt, að það sé vel staðsett gagnvart strönd, að sundlaug sé við hótelið, að herbergi séu með baði og að hálft fæði sé innifalið f verði. 10 dögum fyrir brottför færðu sfðan uppgefið nafn hótelsins og nákvæma staðsetningu þess. Verð1986 Verð 1985 Hækkun Endurgreiðsla1986 Raunhækkun Júní 18.700 16.700 Ágúst 19.800 18.000 2.000 1.200 1.800 1.200 800 (4.8%) 600 (3.5%) SUMARFRIIÐ BYRJARI BÆKIIWGWUM OKKAR! Við bjóðum alla áhugasama ferða- nýja kynningarkvikmynd um alla langa velkomna til skrafs og ráðagerða helstu áfangastaðina og veitum alla um sumarfrlið sitt í nýinnréttuðum og þá þjónustu sem okkur er frekast unnt. glæsilegum afgreiðslusölum okkar f Austurstræti 12. Þar afhendum við nýja sumarferðabæklinginn, sýnum GLÆSIIEG VERÐTILBOÐ • Rimini-Riccionefrákr. 22.700 10 daga ferð, 4 í 2ja herb. íbúð, aðild- arfél.afsl. • Sæluhús í Hollandi frá kr. 16.900 2ja vikna ferð, 8 saman í húsi, aðildar- fél.afsl. • SumarhúsíDanmörkufrákr. 17.700 2ja vikna ferð, 5 saman I húsi, aðildar- fél.afsl. • Grlkkland frá kr. 26.800 Einnar viku ferð, hótelgisting m/morgun- verði, aðildarfél.afsl. • Rhodos frá kr. 27.800 2javiknaferð, hótelgisting m/morgunverði, aðildarfél.afsl. • Maliorcafrákr. 16.700 2ja vikna ferð, SL-hótel m/hálfu fæði, aðildarfél.afsl. • Flugogbfllfrákr. 14.200 Flug til Kaupmannahafnar, bflaleigubfll með ótakmörkuðum akstri f eina viku, 5samaníbll. -^(tyrstasinn . oJia tekurforsknt ðbolludagjan StwSK* ÖS«Í>-6““'W' ifjöldas Þelr megaf aSérsemm<*t lUOOru-'o átangastaða . Mallorca • R'im'n' . GrfkWand . Rhodos . Rútulerotr . Norður bnd . sovéttikin . Kanada ;°sff!>,ku * sumarhús i Oanmðrku *. pugnogb«HH^bot9’ asssssas—. Zurich) a2gr SekWngonaíÁsetJin- arfarseð'unom SrKUnl AÐILDARFÉLAGSVERÐ SL-KJÖR SL-FERÐAVELTAN „SAMA VERÐ FYRIR ALLA LANDSMENN“ BARNAAFSIÁTTUR MUNID SUNNUDAG KL. 1-4 Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 & 23727 HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.