Helgarpósturinn - 13.02.1986, Page 7

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Page 7
RANNSÓKNARLÖGREGLU RIKISINS TVÍVEGIS BENT Á MEINT SKJALAFALS j ÞÁGU TVEGGJA STARFANDI RÁÐHERRA Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra var sjávarút- vegsráðherra þegar dóttir hans og vinkona hennar, báðar próflausar, fóru ( öku- ferð sem endaði með árekstri... Jón Helgason dómsmálaráð- herra: Ökumaður Samvinnu- trygginga var talinn „í þjónustu bifreiðareiganda" ráðherrans og því voru tjóna- baeturnar ekki endurkrafðar. . Dóttir Steingríms Hermannssonar og vinkona hennar tvísaga um hvor keyrði á. Krafan skráð á vinkonuna — tjónið bætt. „...Grétar er að vísu ekki í f jöl- skyldunni, en hann er aðstoðar- maður Erlends Einarssonar/y — tjónið bætt. Saksóknari: Höfum ekki heimild til að mæla fyrir um opinbera rann- sókn. / desember 1984 óskuöu fjórir ein- staklingar eftir því uid Rannsóknar- lögreglu ríkisins aö hún rannsakaöi sérstaklega ýmislegt sem þeir töldu saknæmt í starfi Samvinnutrygg- inga. I bréfi sínu til RLR eru sakar- efnin rakin með ábendingum um al- varlegt misferli af ýmsum toga. Aö átta mánuöum liönum, í ágúst í fyrra, ítrekuöu þessir menn fyrra bréf sitt meö frekari ábendingum, sem œtla mœtti aö Rannsóknarlög- regla ríkisins teldi ástœdu til aö kanna, en hefur ekki veriö gert. Alvarlegasta ásökunin er sú, að forráöamenn Samvinnutrygginga hafi „lagfœrt" tjónaskýrslur vegna tveggja óhappa, þar sem bifreiöir tveggja núverandi ráöherra komu viö sögu. I bréfi fjórmenninganna frá 17. desember 1984 er vikið að fjár- drætti og öðru misferli fyrrverandi deildarstjóra bifreiðadeildar Sam- vinnutrygginga og eftirfarandi til- greint: „Einnig hefur heyrst, að ástæða þess að ekki var farið út í það, að krefja um endurgreiðslur á öllu þýfinu, sé sú, að fyrirtækið hafi ekki verið í aðstöðu til þess, m.a. vegna vitneskju Sigurðar (fyrrver- andi deildarstjóri) um greiðslur til tveggja starfandi ráðherra á tjónum sem ekki voru bótaskyld, þ.e. að Sig- urði hafi verið kunnugt um þau tryggingasvik". í bréfinu var RLR bent meðal annars á, að krefja Kol- bein Jóhannsson, endurskoðanda Samvinnutrygginga, allra upplýs- inga sem hjá honum lægju, „þ.m.t. mál Jóns Helgasonar og Steingríms Hermannssonar". Hinn 11. ágúst síðastliðinn ítreka fjórmenningarnir rannsóknar- beiðni sína til RLR og segjast vita til þess að rannsóknin hafi verið tak- mörkuð af RLR og ríkissaksóknara við eitt tiltekið atriði í máli fyrrver- andi deildarstjóra. Átelja þeir þann seinagang og tregðu sem sé á framkvæmd rann- sóknarinnar og spyrja: „Getur verið, að flibbar þeirra, sem tengjast þessu máli á einn eða annan hátt, séu slík gersemi, að ekki megi falla kusk á þá?“ Þeir ítreka rannsóknarbeiðni sína og tiltaka upplýsingar sem þeir telja enga ástæðu til að vefengja, meðal annars ,,að tjónaskýrslur vegna tjóna tveggja starfandi ráð- herra, sem ekki voru bótaskyld, samanber bréf okkar frá 17. des- ember 1984, hafi verið fjarlægðar úr skjalageymslu félagsins og af- eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir: Jim Smarfl HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.