Helgarpósturinn - 13.02.1986, Síða 8

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Síða 8
hentar endurskoðanda þess til vörslu". Mál Steingríms Hermannssonar Hér eru á ferðinni alvarlegar ásakanir. Lítum frekar á áðurnefnd umferðaróhöpp. Hinn 20. maí 1981 fær samkvæmt heimildum Helgarpóstsins dóttir þáverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi forsætisráðherra, Stein- gríms Hermannssonar, bifreið móð- ur sinnar að láni. Hún er próflaus og aðeins 15 ára þegar þetta gerist og ekur af stað ásamt vinkonu sinni og jafnöldru. Þær lenda í árekstri. Bif- reiðin var húftryggð (kaskótryggð) hjá Samvinnutryggingum, en tjónið þó ekki bótaskylt vegna prófleysis ökumanns. Heiniildir Helgarpósts- ins greina hins vegar frá því að for- stjóri Samvinnutrygginga Hallgrímur Sigurdsson hafi ráðlagt forsætisráðherra að gefa skýrslu um að dóttirin hefði tekið bílinn ófrjálsri hendi, þannig yrði tjónið bótaskylt og bætt samkvæmt því. Tjónið var bætt, en samkvæmt lög- um bar tryggingafélaginu aö endur- krefja ábyrgðartjónið hjá tjónvaldi, en það var ekki gert. í gögnum Sam- vinnutrygginga kemur fram að stúlkurnar hafi orðið tvísaga um hvor þeirra hafi ekið bílnum. Málið var afgreitt þaðan á þann hátt að vinkonan hefði ekið bifreiðinni. Endurkröfubeiðni var rituð á nafn vinkonunnar, en aldrei send, að sögn Hreins Bergsveinssonar, nú- verandi deildarstjóra bifreiðadeild- ar, vegna þess að ,,við endurkrefjum aldrei eignalaust fólk eða börn“. Mál Jóns Helgasonar Hinn 11. september 1981 lána Samvinnutryggingar Jóni Helga- syni núverandi dómsmálaráðherra, bifreiðastjóra til þess að aka bifreið Jóns austur að Þingvöllum. Það óhapp gerist hins vegar á leiðinni að bifreiðastjórinn, Grétar Hansson, lendir í árekstri, þannig að bifreið Jóns veltur samkvæmt upplýsing- um Samvinnutrygginga. Heimildir Helgarpóstsins greina frá því að for- stjóri Samvinnutrygginga hafi boðið Jóni Helgasyni að láta ganga frá Kaskó-tryggingu á bifreiðinni eftir að tjónið hafði átt sér stað. í gögnum Samvinnutrygginga kemur fram að tjónið hafi verið bætt upp á tæplega 48 þúsund krónur (sem á núvirði samsvarar um 200 þúsund krónum), en endurkröfu síðan sleppt, að sögn Hreins Bergsveinssonar, á þeirri for- sendu, „að Grétar er að vísu ekki í fjölskyldunni, en ákvæðin um slikt eru nánar útfæð og ná meðal annars til manna í þjónustu eigandans". En er þá Grétar í þjónustu Jóns Helga- sonar? Hreinn sagði að þetta hafi verið talið eiga við, þar sem auk þess sem Grétar hafi verið starfs- maður Samvinnutrygginga, þá er hann í hlutastarfi aðstoðarmaður Erlends Einarssonar, stjórnarfor- manns Samvinnutrygginga og Vals Arnþórssonar varaformanns stjórn- arinnar. Benti Hreinn í þessu sam- bandi á að eiginkona Erlends er systir Jóns Helgasonar. Við þetta má bæta að Jón Helga- son á sæti í fulltrúaráði Samvinnu- trygginga f.h. SÍS. Babb í bátinn Hjá Samvinnutryggingum eru þessi tvö mál mörgum starfsmönn- um vel kunn og heimildir Helgar- póstsins eru óyggjandi fyrir því að skýrslur vegna þessara mála hafa verið lagfærðar í samræmi við vilja forstjóra Samvinnutrygginga. Ekk- ert virtist benda til þess að mál þessi færu á flakk. En þá kom babb í bát- inn. Dagblaðið-Vísir komst á snoðir um misferli eins af deildarstjórum Samvinnutrygginga og á endanum mun Hallgrímur Sigurðsson, for- stjóri félagsins, hafa viðurkennt í þröngan hóp, að viðkomandi hefði gerst sekur um fjárdrátt. Innan Sam- Pví hefur verid hatdið fram, að skýrslur um tjón þau er urðu á bif- reiðum ráðherranna Jóns Helga- sonar og Steingríms Hermannsson- ar hafi verið teknar úr skjala- geymslu Samvinnutrygginga og sendar yfir götuna til Kolbeins Jó- hannssonar endurskoðanda fyrir- tœkisins. HPhafði samband við Kol- bein. — Við höfum fengið staðfestar fullyrðingar um að þið endurskoð- endur Samvinnutrygginga hafið undir höndum tjónaskýrslur vegna tjóna tveggja starfandi ráðherra. . . „Nei, við höfum það ekki." — Þú myndir þá vita hvað um rœöir? „Ja, hérna, nei ég veit það ekki, við höfum bara engar skýrslur hér, tjónaskýrslur, sko. Þær eru í vörslu vinnutrygginga fór allt að nötra og var fjallað um málið í stjórninni, þar sem í öndvegi sitja sem fyrr segir þeir Erlendur Einarsson og Valur Arnþórsson. Niðurstaðan varð sú að manninum var ekki sagt upp, held- ur var hann fluttur yfir í annað Sam- bandsfyrirtæki, sem er Marel h/f. Um það leyti sem DV fjallaði sem mest um mál deildarstjórans var gripið til þess ráðs samkvæmt heim- ildum Helgarpóstsins, að fjarlægja þær tjónaskýrslur sem hér hafa ver- ið nefndar, úr skjalasafni Samvinnu- trygginga, tii þess að tryggja að al- mennir starfsmenn færu ekki að grufla í málum sem þeim kæmu ekkert við. Mun skjölunum hafa ver- ið komið fyrir hjá Kolbeini Jóhanns- syni löggiltum endurskoðanda Sam- vinnutrygginga og jafnframt er því haldið fram að þar hafi þær verið geymdar frá hausti ársins 1984. Eins og meðfylgjandi samtal við Kolbein sýnir þá útilokar hann ekki slíkar tjónaskýrslur kunni að hafa borist til þeirra, en segir að engin slík skýrsla sé þar nú. Enda hefur Helgarpóstur- inn frétt af því að á síðast liðnum mánudegi hafi orðið uppi fótur og fit innan dyra Samvinnutrygginga og félagsins." — Hefur þá engin slík tjóna- skýrsla komið inn á borð hjá ykkur? „Ja, það er engin hér hjá okkur, eins og er, það get ég dáið upp á.“ — Eins og er? „Já.“ — Hafa þá kannski einhvern tím- ann verið hjá ykkur slíkar skýrslur? „Maður skoðar náttúrulega ýmis- legt, en við höfum þetta aldrei hjá okkur, það fer til baka aftur. Þannig að það er ekki eitt einasta plagg hjá okkur." — Kannast þú við að hafa séð slík- ar skýrslur hjá þér? „Nei, ekki ég.“ — Er þá mögulegt að einhver annar á skrifstofu ykkar hafi haft með slíkar skýrslur að gera? „Það held ég nú tæplega. Ef svona er þá hlýtur þetta að vera hjá þeirn." hafin dauðaleit að skýrslunni vegna máls Jóns Helgasonar. Fékk blaða- maður Helgarpóstsins að sjá í gær með eigin augum, að skýrslur voru í skjalageymslu félagsins varðandi þessa tvo ráðherra. Ekki fékkst afrit af efni þeirra. Hefur skýrslum verið breytt? Þessar skýrslur staðfesta í megin- atriðum atburðarásina, en útiloka engan veginn þann möguleika að þeim hafi verið breytt á einn hátt eða annan. Aðspurður um þetta sagði Hreinn Bergsveinsson: „Ef um breytingar er að ræða, þá stend ég kannski aiveg jafnfætis þér. Við svörum bæði þér og öðrum um það sem við höfum." Hallgrímur Sigurðsson, forstjóri Samvinnutrygginga, er erlendis um þessar mundir. Þegar Helgarpóstur- inn ræddi við Bruno Hjaltested, að- stoðarframkvæmdastjóra Sam- vinnutrygginga, sagði hann að- spurður um þessi mál, að hann botnaði ekkert í þeim málflutningi sem fram kæmi í áðurnefndri beiðni um rannsókn og að frá Samvinnu- tryggingum hyrfu engar skýrslur. „Eg hef heyrt eitthvað áður í svip- uðum dúr, en svona orðalag hef ég aldrei heyrt áður, að það sé eitthvað dularfullt eða glæpsamlegt við þetta. Ég hef heyrt um tvö mál og að það sé verið að forvitnast um þau, en ég veit ekki til þess að það sé nokkuð óheiðarlegt við þau.“ Helgarpósturinn spurði Bruno hreint út hvort það hefði gerst að mál er snertu tvo ráðherra hefðu komið upp og eitthvað athugavert gerst við afgreiðslu á þeim og tjóna- skýrslum vegna málanna. „Ekki veit ég til þess,“ svaraði Bruno. „Það hlýtur að vera einhver forsenda fyr- ir því sem talið er rangt í uppgjör- unum sem ekki hefur komið fram.“ Saksóknari taldi ekki ástæðu til að rannsaka ráðherramálin Beiðni fjórmenninganna áður- nefndu er talsvert ítarleg. Frá Rann- sóknarlögreglu ríkisins var málið sent ríkissaksóknara í heild og leit- að fyrirmæla. Frá ríkissaksóknara barst síðan bréf til rannsóknarlög- reglunnar um að halda rannsókn áfram, en takmarka hana við tilurð skuldabréfs sem fyrrverandi deild- arstjóri bifreiðadeildarinnar hafði samþykkt sem endurgreiðslu á fjár- drætti sínum. Rannsókn leiddi til ákæru á hendur þessum manni í ágústlok og voru ákæruefnin um- boðssvik og skjalafals. En hvers vegna var ákveðið að takmarka rannsóknina við þetta til- tekna atriði, en öðrum sleppt? Hjá ríkissaksóknaraembættinu hafði með þetta mál að gera Jónat- an Sveinsson saksóknari. Hann sagði aðspurður um þetta: „Það er ekki okkar viðfangsefni að skoða innri mál félagsins að þessu leyti, hvort þeir geri betur við ráðherra eða einhverja aðra. Við takmörkuðum rannsóknina á sínum tíma við það sem við töldum hugs- anlega hafa opinbera þýðingu sem sakamál. Að öðru leyti töldum við ekki efni til að mæla fyrir um rann- sókn í þeim þáttum meðal annars sem þú ert að nefna þarna." Aðspurður um hvort þau atriði kynnu ekki að lúta að hugsanlegum tryggingasvikum sagði Jónatan að tryggingasvik væru ekki framin ef sá, sem lætur af hendi er ekki blekk- tur. „Ef það hefur verið ákvörðun tryggingafélagsins að gera vel við ráðherra þá væru það engin trygg- ingasvik, nema ráðherrarnir hafi blekkt þá til að koma þessu í kring. Við sáurn engin merki þess í þessum gögnum, nema fullyrðingar einar.“ Jónatan sagði að menn yrðu að undirbyggja sinar grunsemdir með „tilteknu magni lágmarks sönnun- argagna eða vísbendinga." Að- spurður hvort ekki hefði mátt spyrja út í það hvort tilteknar skýrslur hafi verið fjarlægðar úr skjalasafni fé- lagsins og hvort það kynni að hafa tengst því sem þó var rannsakað sagði Jónatan: „Við höfum ekki heimildir til að mæla fyrir um opinbera rannsókn á þess konar meiningum, eins og þær voru settar fram, það er af og frá. Hefði þeim aðilum sem þarna kunna að hafa hagsmuna að gæta, framkvæmdastjóra eða stjórn fé- lagsins, borist vitneskja um að þeir hefðu látið út frá félaginu fé til Pét- urs eða Páls eða ráðherra, umfram skyldur félagsins, þá er það þeirra að kæra eða óska eftir rannsókn á því hvernig slíkt hefði mátt gerast og það fyrst og fremst hefði orðið til- efni til rannsóknar." Af þessari samantekt er ljóst, að mörgum spurningum er ósvarað. Hins vegar liggur ljóst fyrir, að nú- verandi dómsmálaráðherra fékk bættan 200 þúsund króna skaða á vægast sagt mjög hæpnum forsend- um, og í máli Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra virðist tryggingafélag samvinnumanna ekki hafa talið ástæðu til þess að fara ofan í saumana á því hvort fyrir- tækinu bæri að bæta tjón það, sem varð á frúarbíl ráðherrans. Og það er ljóst, að ráðherrarnir tveir fengu „mjúka meðhöndlun" hjá Samvinnutryggingum. Þá er harla einkennilegt, að ekki hafi ver- ið farið rækilegar i saumana á meintum sakarefnum, sem fjórir einstaklingar báru um og voru yfir- heyrðir um einnig. Og samt var frásögn þeirra byggð á tryggum heimildum, eins og þessi samantekt Helgarpóstsins. ÞAÐ GET ÉG DÁK) UPP Á — segir Kolbeinn Jóhannsson endurskoðandi Samvinnutrygginga 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.