Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.02.1986, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Qupperneq 16
Víða á vinnustöðum hangir eftirfarandi klisja uppi á vegg: „Það er erfitt ao vera kona. . . Maður á að hugsa eins og karl, haga sér eins og dama, líta út eins og ung stúlka, og vinna eins og hestur. . !' Talsvert til í þessu. Þar við bætist að enn sem komið er bera konur meginábyrgðina á barnaum- önnun og heimilisstörfum þótt þær leiti í æ ríkari mæli út á vinnumarkaðinn. Efnahagur heimilanna gefur fæstum konum kost á ao velja á milli starfs utan og innan heimilis. Þær verða að sinna hvoru tveggja. Því ber hugtakið sektarkennd oft á góma meðal kvenna, sekt- arkennd yfir að geta ekki staðið sig nógu vel á öllum vígstöðvum. Blaðið hafði samband við nokkrar konur sem vinna bæði utan oq innan heimilis oq spurði þær hvort þær könnuoust við nefnda kennd og þá hvernig hún kæmi fram; hvort þær hefðu gert eitthvað til að uppræta hana, dreymdi e.t.v um að byrja „nýtt líP' þegar færi að umhægjast; hvort þær teldu téða togstreitu einkareynslu kvenna, hvort hún sé óumflýj- anleg við núverandi þjóðfélags- aðstæður og hvort þeim fyndist að annað fólk hefði reynt að notfæra sér hana. Karlmenn eru önnur deild í þessu tilliti... Sianý Pálsdóttir leikhússtjóri: „SLÓ SJÁLFA MIG UTAN UNDIR í ÆSKU/# Ég hef þjádst af sektarkennd frá blautu barnsbeini, eftil uill mátti oft kalla þad ábyrgðartilfinningu, það er erfitt að greina á milli ábyrgðar, sektarkenndar og samvisku. Fólk fœr auðvitað sektarkennd af vondri samvisku. En í œsku sló ég sjálfa mig oft utan undir til að refsa mér, kannski af því að enginn heima gerði það, eða þáaðégbar með mér einhverjar syndir sem ég þorði ekki að segja neinum frá og þjáðist af sektarkennd þeirra vegna. Annars getur sektarkennd oft gengið út í öfgar. Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn vissi ég af manni sem var haldinn svo gríðarlegri sektarkennd að hann lokaði sig inni, jafnvel inni í skápum, vegna þess að hann hélt að Vietnamstríðið væri sér að kenna. Sektarkennd get- ur því orðið mjög sjúkleg. En ég held að mín sektarkennd hafi dvínað með árunum og ég kannast ekki við það að hafa mjög mikla sektarkennd yfir því að vera útivinnandi kona frá börnum mín- um. Mér finnst fullmikið hamrað á því. Ég á þrjú börn og hef ýmist ver-< ið í skóla eða útivinnandi frá bví að ég byrjaði að eignast börn. Þetta eru einstaklingar sem eru ágætlega af guði gerðir og sjálfstæðari fyrir bragðið. Ég hef reynt að sinna þeim eins og ég hef getað og ég er ekki frá því að þegar maður er útivinnandi kunni maður ennþá betur að meta þær stundir sem maður er með börnunum. Ég tel að margar útivinnandi mæður noti betur þann tíma sem þær hafa með börnum sínum held- u/ en heimavinnandi mæður. Mað- ur þekkir líka dæmi um ofverndun í uppeldi. Ég er alveg eins með sekt- arkennd yfir því að vera ekki nógu góð í starfi eða láta ekki meira af mér leiða, jafnvel frekar heldur en að vera með sektarkennd út af börn- unum. í þessu sambandi held ég að skipti máli að ég er kaþólsk, var reyndar komin vel á þrítugsaldurinn þegar ég gerðist það. Fram að því hafði ég verið mjög þjökuð af sektarkennd, ekki síst um það leyti sem ég tók trú, og það bjargaði mér. Ég hafði reynd- ar alltaf verið trúuð en ég er ekki frá því að lúterskan innprenti manni meiri sektarkennd heldur en kaþ- ólskan. Ég held að lútersku fólki finnist það vera fordæmdara. Mér finnst ég aftur á móti alltaf eiga ein- hverrar uppreisnar von. Þó að mað- ur brjóti kannski eitthvað af sér þá trúi ég því að það sé til eitthvað sem heitir iðrun og yfirbót, og að maður geti þá byrjáð nýtt líf. Það þýðir ekki að vera sífellt að naga handarbökin og vera með sektarkennd út af for- tíðinni. Mér fannst ég byrja nýtt líf þegar ég tók kaþólska trú. Nú finnst mér ég ekki þurfa að velta slíku fyrir mér, ég lifi bara fyrir daginn í dag. Mér finnst rangt að ala á því að það séu bara konur sem séu með sektarkennd. Mér finnst við yfirleitt ekkert verr settar en önnur spendýr jarðarinnar. Ég held að við ættum að hætta að kvarta svona mikið. Og mér finnst sektarkennd vegna barn- anna ekkert vera meiri heldur en sektarkennd út af ýmsum afglöpum manns. Svo ber manni að varast að ala á sektarkennd með börnum, það er mjög mikilvægt. Ég þekki mörg dæmi þess að börn hafi verið látin þjást út af sektarkennd. Verst er ef ekki er hægt að tala um hlutina, þegar fólk þjáist af innibyrgðri sekt- arkennd og getur ekki tjáð sig. Ég hef að vísu ekki kynnst sjálf starfsemi SÁÁ og annarri slíkri en mér skilst að þar sé mikið reynt tii að uppræta sektarkennd fóiks,, kenna því að horfa fram á við í stað þess að vera alltaf að líta um öxl. Það eru svo margir sem hafa farið í slíka meðferð að ég held að það smiti út frá sér og breyti viðhorfum fólks. Kolbrún Jónsdóttir alþingismaður: „FULLKOMNUNAR- SPJÓTIN STANDAÁ KONUM ÚR ÖLLUM ÁHUM#/ Auðvitað finn ég fyrir sektar- kennd hegar ég vinn úti, en það fer minnkandi eftir því sem börnin eld- ast. En hún kemur þegar mér finnst ég hafa verið of lengi í burtu. Ég veit reyndar ekki hvort sektar- kennd er rétta orðið. Það er hálfgert öryggisleysi að vita ekki nákvæm- lega hvernig börnunum líður og hvað þau eru að gera, að geta ekki haft nægilegt eftirlit. Fullkomnunarspjótin standa á konum úr öllum áttum. En það er ekki svo margt sem maður getur gert til að breyta tilfinningum sín- um. Maður reynir bara að sjá til þess að börnin séu í öruggum höndum. Ég hef aldrei hitt karlmenn sem hafa verið haidnir sektarkennd, en ég hef heldur ekki rætt þetta við þá sérstaklega. Ég held að viðhorfin breytist hægt og sígandi með þeirri þróun að karl- menn taki meiri þátt í uppeldi barna, taki á sig meiri ábyrgð á heimilislífi almennt. Þegar ég fór inn á þing utan af landi og börnin mín þrjú voru fyrir norðan fyrsta hálfa veturinn, sú elsta í heimavist- arskóla, kröfðust þau þess að vera frekar í skóla fyrir sunnan nær mér, þrátt fyrir að samband þeirra við föðurinn væri mjög gott. Þó að þau vissu að ég væri mjög mikið í burtu vildu þau samt vera hjá mér. Því fluttu dætur mínar suður eftir ára- mótin. Þetta sýndi mjög glöggt hve tengslin milli móður og barna eru sterkari en milli föður og barna. Ég efa ekki að eftir því sem for- eldrarnir eru lengur í burtu af heim- ilinu reyni þeir að koma meira til móts við börnin með öðrum hlut- um. Útivinnandi foreldrar eyða fremur sumarfríinu með börnunum en heimavinnandi foreldrar. Mér fyndist að ég væri líka að taka frá þeim sumarfríið ef ég skildi þau eft- ir. Signý Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi: „SEKTARKENND MÍN DVÍNAÐI EKKI í HLUTFALLI VIÐ ÁBYRGÐARSKIPT- INGUNA" Ég hef fyrst og fremst haft sektar- kennd gagnvart börnunum mínum. Eg er fœdd 1947 og á þeim tíma var mynstrið þannig að mamman var heima og pabbinn í vinnu. Ég hef náttúrulega reynt að breyta þessu mynstri á mínu heimili og draga eiginmann minn til ábyrgðar í þessu sambandi. Það hefur tekist mjög vel að varpa hluta ábyrgðarinnar yfir á hann. En sektarkennd mín hefur samt ekki dvínað í hlutfalli við þessa ábyrgðarskiptingu. Auðvitað reynir maður að losa sig við hana og hugsa skynsamlega, t.d. sem svo að við hjónin höfum verið heppin: börnin okkar hafa dvalið á dagheimilum þar sem menntaðar fóstrur hafa séð um uppeldi þeirra. Ég hef alltaf fundið inn á að börn- unum mínum hefur liðið mjög vel alls staðar þar sem þau hafa verið. En þrátt fyrir þetta er alltaf einhvers staðar undir niðri sú tilfinning að í raun og veru ætti ég ekki að vera að gera það sem ég er að gera. Ég tók eftir því að Svava Jakobs- dóttir sagði i viðtali í Helgarpóstin- um í síðustu viku, að hún hefði aldrei litið á það sem vinnu að hugsa um barnið sitt. Ég get mjög vel tekið undir þetta, ég hef aldrei litið á barnaumönnun og heimilis- störf sem vinnu. Vinnan mín er ein- hvers staðar annars staðar og svo kem ég heim og geri heimilisstörfin. Ég hef ekki gert á því stóran grein- armun hvort ég hef verið að fara í launavinnuna mína eða pólitíkina — upp á sektarkenndina að gera. Ég hef mikið unnið í kvennabaráttunni og í stéttarfélaginu mínu þar sem mikill tími hefur farið í kjarabarátt- una. Þar var ég að vinna fyrir mjög góðan málstað, t.d. réttindamál kvenna, og þá hefur mér stundum fundist það vega upp á móti sektar- kenndinni. Þá fannst mér ég af veik- um mætti vera að búa í haginn fyrir börnin mín og þá sérstaklega dætur mínar. Ég hef aldrei nokkurn tíma hitt fyrir karlmenn með þessa tegund eftir Jóhönnu Sveinsdóttur og Jónínu Leósdóttur myndir: Jim Smarti 16 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.