Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.02.1986, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Qupperneq 20
MJUKUR MA UR SEM ENGINN ÞÓ SEKKUR í Hár í loftinu og fölur í andliti, meö sítt, örlítið lidaö, dökkt hár og þétt skegg, kringlótt ömmugleraugu og pípu(r) sem hann skilur aldrei viö sig; lágmœltur en þýömœltur — hefur mjög sexí símarödd, gjarnan klœddur flauelsjakka, gallabuxum og strigaskóm; dálítiö lotinn í heröum og hefur smá slagsíöu þegar hann gengur af því aö hann bjó lengi í kjallara sem sums staöar var lœgri til lofts en hann í loftinu. Þaö er Arni Þórarinsson, hinn nýi ritstjóri Mannlífs, sem œtlar aö sitja fyrir svörum í þessu viötali. Honum er ekkert alltof vel viö aö hafa þau endaskipti á hlutunum, vanari því aö spyrja en svara eftir langt og farsœlt fjölmiölastarf: fyrst sem blaöamaöur á Morgunblaöinu, þá sem ritstjóri helgarblaös Vísis og síöan Helgarpóstsins, nú síöast sem kvikmynda- og myndbandaumfjallandi Morgunblaös og sjónvarps. Árni Þórarinsson er því þekkt nafn en gera má ráö fyrir aö fáir þekki vel manninn á bak viö nafniö, háriö ogskeggiö; hann er aö eigin sögn hlédrœg- ur og enginn selskapsmaöur. eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart Þegar ég mæti til leiks á heimili Árna í Norður- mýrinni er ég vel vopnuð spurningum; þekki manninn nægiiega vel til að vita að hann ber af sér spurningahríð af mun meiri leikni en t.d. Þorsteinn Pálsson og Svavar Gestsson nýverið hjá Páli Magnússyni á skjánum. Hann er líka lag- inn við að snúa spurningum sem að honum er beint yfir á viðmælanda sinn á allt að því yfir- náttúrulegan hátt. Veikur af tryggð við pípu- bókmenntirnar Árni býður upp á hvítvín og Jim Beam, ég kýs viskýið honum til samlætis. Hann kveikir sér í fyrstu pípunni og ég tel einar níu pípur upprað- aðar í tveimur öskubökkum á borðinu. Eg spyr hann fyrst um pípureykingarnar. „Ég byrjaði skipulega að reykja pípu fyrir áhrif frá Sherlock Holmes þegar ég var sautján ára,“ segir Árni. „Ég hafði lesið að pípurnar ætti að reykja í botn, annars myndaðist í þeim sósa. Ég svældi grimmt í frímínútum og sat svo vank- aður í tímum, fölur og fár. Varð stundum veikur af þessari tryggð við pípubókmenntirnar. Þetta var á hippatímabilinu og þá þótti íhugult, heim- spekilegt og djúpt að reykja pípu. Nú eiga hlut- irnir að vera smartari og því þykir pípan fremur púkó.“ — Hvernig myndir þú ritstýra þessu vidtali, Árni, ef þú mættir ritstýra mér? „Þá myndi ég hætta við viðtalið og senda þig á annan mann. Ég myndi ekki geta fundið neitt birtingarhæft til að tala um,“ svarar Árni mjög ,,kúl“. — Hvada madur býr á bak við þennan svarta Ijónsmakka? „Slíkar spurningar leggur maður fyrir fólk í blaðaviðtölum, en þær eru ósanngjarnar og ekki hægt að svara þeim. Nú — ég hef setið uppi með þennan mann sem þú vitnar til í 35 ár. Yfir- leitt kann ég sæmilega við hann og því miður hef ég ekkert val.“ — Hvers vegna virdistu alltaf svona rólegur? Nú þegir Árni nógu lengi til að súpa tvisvar á viskýinu og segir svo hægt; „Það er af því að mér tekst að leyna því hversu órólegur ég er. Og mér finnst þægilegra að vera rólegur og eftir því sem árin líða tekst mér það betur. Ætli þar skipti ekki máli aukinn þroski. Annars finnst mér ég lítið hafa breyst í grundvallaratriðum, ég held ég reyni lítið að breyta sjálfum mér meðvitað." — Nú segja sum skólasystkini þín ad þú hafir verið frekar feiminn á uppvaxtarárunum. „Maður gekk í gegnum ýmis breytingastig áður en maður komst í þetta svokallaða jafn- vægi, átti sér úthverft skeið og innhverft, feimna skeiðið og fleira. En í barnaskóla og gaggó held ég þó að ég hafi verið býsna virkur. Ég samdi t.d. leikrit með félaga mínum og spilaði í popp- grúppu. En — jú, jú, ég er almennt svona heldur til baka eins og þú veist. Partur af því að fara út í blaðamennskuna var sjálfsögrun til þess að eiga þægilegra með að umgangast fólk. Ég held að það hafi tekist svona mestan part.“ — Var það ekkert erfitt framan af? „Nei. Ég gekk inn í það eins og hvert annað hlutverk og fann mig alveg strax í starfinu." — Ekkert óþœgilegt að spyrja hvern sem er um hvað sem er? „Nei, nei. Mér hefur alltaf þótt þægilegt að spyrja... og mjög óþægilegt að svara. Sagt er að blaðamenn séu eins og svampar sem sjúga í sig annað fólk og umhverfið og kreista það síðan út á blað. En frá svampinum sjálfum kemur auð- vitað ekki neitt. Það er náttúrulega ekki gott að verða algjörlega þannig, en ég held að um tíma hafi ég orðið of mikill svampur." — Hvenœr var þaö? „Ætli það hafi ekki byrjað að skána upp úr tuttugu og fimm ára aldri og ég held að ég hafi verið orðinn mjög þokkalegur um þrítugt." Ytni og elskulegt vægðarleysi — Eg hef heyrt því fleygt að þú hafir verið tals- vert heimspekilega sinnaður í menntó. Hefur blaðamennskan gert út af við þann áhuga? „Ég var ekkert heimspekilega sinnaður fyrr en ég fór i heimspeki í nýmáladeild MH þar sem Þorsteinn Gylfason kenndi. Þar fékk maður ör- litla innsýn í heimspeki. Mér þótti hún skemmti- leg vegna þess að hún var öðruvísi en staglið. Sama gilti um bókmenntakennslu Jóns Bö. Þar fyrir utan var maður að vakna á þessum árum og menntaskólanemar þykjast gjarnan vera há- fleygari en þeir hafa efni á. Fyrst maður orti ekki var þetta ventillinn fyrir það skeið þegar maður tekur sig kannski fullhátíðlega. Heimspekin átti ágætlega við mig og ég hélt um tíma að hún væri það sem ég ætti að leggja fyrir mig. Síðan hélt ég til Englands að lesa bókmenntir og heimspeki og þá komst ég að því að síðar- nefnda greinin fullnægði mér engan veginn. Mér þóttu þetta tilgangslitlir og smám saman leiðinlegir loftfimleikar með orð, eiginlega skoðun á ósýnilegum nafla. Sem þjálfun eða íþrótt fyrir hugsunina hefur heimspekin tíma- bundið gildi, en umfram allt er hún atvinnuveg- ur fyrir háskólamenn, eins og bókmenntafræð- in er reyndar líka. Hún fannst mér hins vegar frjórrftil lengdar“. — Ogsvo hefurþér vœntanlega tekist að finna þér sýnilegan nafla til að snúast í kringum? „Já, ef við erum þá að tala um það sem gefur lífinu gildi, þá er það bara gamli frasinn: annað fólk og skemmtilegt starf, og svo sonur minn að sjálfsögðu." — Hvað hefur þér reynst best við að stjórna og reka á eftir öðrum sem ritstjóri? „Að sýna áhuga á því sem þeir eru að gera, endalausa forvitni sem jafnframt er eitt af grundvallarskilyrðunum fyrir árangri í blaða- mennsku." — En þegar allt er komið í hönk, enginn tími lengur til að sýna forvitni? Hvað gerirðu þá? „Ég hef enga meðvitaða taktík í þessu, reyni bara að vera ýtinn, sýna þetta elskulega vægð- arleysi sem mér er lagið." — Missirðu aldrei stjórn á skapinu? „Jú, jú, ég geri það. Það er ekkert að því að springa annað slagið, en það kemur æ sjaldnar fyrir mig. Og ég er fljótur að jafna mig.“ — Ertu stundum langrœkinn? „Nei, yfirleitt ekki. Það eru aðeins örfáir menn, teljandi á fingrum annarrar handar sem ég hef verulega skömm á. Hatur er ekki míp deild." — Hefurðu fyrirhugað einhverjar breytingar á ritstjórnarstefnu Mannlífs nú eftir að þú ert tek- inn yið? „Ég er ekki á því að blöð séu framlenging á rit- stjórum — að blöð eigi að spegla ritstjórann. Mér hefur líkað vel við Mannlíf hingað til og ef les- endum líkar það einnig sé ég ekki ástæðu til að gera á því grundvallarbreytingar. En auðvitað mun Mannlíf hægt og rólega taka svip af því sem mér finnst. Magasín er alþjóðlegt form sem eng- inn hefur einkarétt á. Blaðamennska er fag, rit- stýring sömuleiðis. Ég er á móti stjörnublaða- mennsku þar sem ritstjórar leggja meira upp úr eigin ímynd en því að svara þörfum lesenda. Núna er ég í fyrsta skipti farinn að glugga í Vogue og svipuð magasín fyrir konur, ekki af því að Mannlíf sé kvennablað heldur af því að magasín eru gjarnan með tískuefni. Enda fylgist ég grannt með tískunni eins og sjá má,“ segir Arni hlæjandi og togar í snjáðan bómullarbol- inn framan á bringunni. — Fannst þér Mannlíf undir ritstjórn Herdísar Þorgeirsdóttur bera of mikil merki kynferðis hennar, eða persónu? „Nei, nei, það er líka alveg ágætis kynferði," segir Arni eldsnöggt. „Og Mannlíf er bara magasín og þau lúta ákveðnum blaðamennsku- lögmálum sem eru óháð persónum." Ósjálfbjarga í eldhúsinu — Kemur fyrir að konur kvarta undan svo- kallaðri karlrembu í hugsunarhœtti þínum eða framkomu? „Nei...“ segir Árni og dregur seiminn. „Ef ég hef orðið ber að karlrembu hefur mér fundist konur taka því með talsverðri kímnigáfu. Ertu að spyrja hvort ég sé haldinn karlrembu?" spyr hann af sínu elskulega vægðarleysi. — Nja, ég á við hvort sé ekki eitthvað í þínum skoðanabanka eða hegðunarmynstri sem kon- ur hafa viljað gefa þennan Ijóta stimpil? Árni heldur áfram sakleysið uppmálað: „Kannski speglast einna helst einhver karl- remba í því hversu ósjálfbjarga ég er í eldhúsinu. En ég fer út með ruslið og vaska upp. Það er mitt framlag í jafnréttisbaráttuna. Þetta er spurning um hvað maður hefur tamið sér. Ég hef ekki tamið mér að vera jafnvígur konum í eldhúsi. En ég held ég komi ekkert öðruvísi fram við konur en karla nema hvað mér finnst óneitanlega skemmtilegra að klípa konur en karla í rassinn." — Finnst þér ekkert erfitt að vera svona ósjálf- bjarga í eldhúsinu? „Nei, nei. Maður fær alltaf aðstoð frá þessum konum, þessu heimsfræga kyni,“ segir Árni og tekur til við pípuhreinsun. —■ Hvernig stendurðu í pólitík? „Vel,“ segir hann stríðnislegur á svip. Svo kem- ur ritstjórinn upp í honum og hann bætir við: „Ætlarðu að fylgja þessari spurningu eitthvað eftir?" — Hefurðu sýnt íslenskri flokkapólitík virkan áhuga? „Ekki með persónulegri þátttöku. En auðvit- að hef ég fylgst með henni gegnum starfið og mér hefur virst að blaðamenn eigi voðalega erf- itt með að hafa sterka sannfæringu í flokkapóli- tík. Hana hef ég aldrei haft einfaldlega vegna þess að mér hefur ekki virst mikið um sterka sannfæringu þar almennt." — Er sama skítalyktin af þessu öllu? „Ég vil nú ekki taka þannig til orða. En sjálfur hef ég kosið þrjá stjórnmálaflokka og stundum kýs ég ekki neitt. Ætli maður sé ekki eins og flestir, einhvers konar afbrigði af krata." — Svo við víkjum aðeins að þínum eigin kvennamálum. . . „Ég er á föstu. Það á bara einhvern veginn bet- ur við mig að vera á föstu sem kallað er heldur en að vera á lausu. Mér hefur aldrei liðið vel í þessari lausamennsku, en ekki þar fyrir að mér hefur alltaf liðið vel einum með sjálfum mér.“ — Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til aðþú getir þrifist vel í ástarsambandi? Arni fær sér vænan viskýslurk og segir svo: „Því get ég ekki lýst. Ætli það sé ekki bara að líða vel á sálinni, sú tilfinning að maður sé í fé- lagsskap sem maður kýs. Ég held að ytri aðstæð- ur skipti ekki máli.“ Spyrni við hrifningunni — Ertu veikur fyrir einhverjum tilteknum rómantískum aðstœðum? „Nei. Ég kýs bara góðan félagsskap og þá á ég við félagsskap á alla kanta. Kertaljós og Engel- bert Humperdinck á fóninum segja mér ekki neitt" segir hann og grettir sig. Ég hef enga sérstaka ástæðu til að efast um þessa staðhæfingu og fer ósjálfrátt að svipast nánar um í stofunni: í loftinu hangir rússnesk ljósakróna — ber pera — í glugganum stendur reisuleg jólarós við hlið heldur tjásulegrar júkku. Clarence Gatemouth Brown á fóninum — ljúft sambland af blús, kántrý og djassi. — Nánar um vanann: Er það satt að þú farir aldrei á fœtur fyrr en um hádegisbil? „Ótilneyddur fer ég helst ekki á fætur fyrr en undir hádegi. Það er gamall vani frá því að ég var að byrja í blaðamennsku á Morgunblaðinu. Þá mættu menn klukkan eitt og voru að vinna fram á kvöld. Þessi tími hefur hentað mér vel og mér finnst gaman að vera uppi frameftir. Ég tek undir með Sigurði Pálssyni skáldi sem segir að þessi óhugnanlega fótaferð íslendinga sé óraun- hæf. Hér er ekkert út að sækja á morgnana og

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.