Helgarpósturinn - 13.02.1986, Page 22
ALARÆKTARMENN ORÐNIR VONDAUFIR UM LAUSN
ARNI MATHIESEN: TALSVERÐ SYKINGARHÆTTA - GÆTI STOFNAÐ LAXELDINU I HÆTTU
Draumurinn um glerálinn er fyrir
bí. Allinn er drukknaður eftir að
ftafa „sýkst“ hastarlega í kerfinu.
Útlit er fyrir að talsverðar upp-
hœðir eigi á hættu að fara til spillis
vegna þess að Jón Helgason land-
búnaðarráðherra hefur ekki lagt
fram frumvarp um breytingar á lög-
um, sem opna myndu fyrir mögu-
leikann á innflutningi og rcektun á
glerál hérlendis. Áhugamenn um
rekstur slíkrar álastöðvar hafa í
höndunum arðsemisútreikninga
sem benda ótvírœtt til þess að slíkur
rekstur gœti orðið mjög ábatasam-
ur og telja sig geta komið í veg fyrir
sýkingarhœttu — sem hingað til hef-
ur stöðvað þetta mál. Ráðherra hef-
ur hins vegar ekki tekið upp málið
enn. Ahugamenn um álarœktina
hugleiða um þessar mundir að gefa
hugmyndina upp á bátinn.
Fyrir nokkrum árum vaknaði sú
hugmynd að hefja innflutning og
ræktun á glerál hér á landi. Það
voru einkum Kristinn Guðbrands-
son og Sigurður R. Helgason í Björg-
un h/f, Haukur Björnsson í Víði,
Rolf Johansen, Jón Ingvarsson í ís-
birninum og Ólafur Stephensen
auglýsingastjóri sem hugleiddu
þennan möguleika. Síðar bættust
við í hópinn Ragnar Halldórsson í
ísal og Árni Gunnarsson, fyrrver-
andi alþingismaður. Um þessa hug-
mynd var stofnað fyrirtækið ÍSÁLL.
Áður höfðu áhugaaðilar í Vest-
mannaeyjum kannað þennan
möguleika.
Ágreiningur í Sjálfstæðis-
flokknum
Isáll fékk rekstrarheimild frá
hendi landbúnaðarráðherra að því
tilskildu að Alþingi samþykkti
breytingar á lögum sem kveða á um
bann við innflutning á vatnafiskum.
Ráðherra lagði á síðasta þingi laga-
frumvarp þessa efnis fyrir þing-
flokka ríkisstjórnarinnar. Þingflokk-
ur Framsóknarflokksins samþykkti
málið fyrir sitt leyti, en ekki tókst að
afgreiða málið fyrir þinglok síðustu,
þar sem upp kom ágreiningur innan
þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þar
innan var það einkum Árni Johnsen
sem var hugmyndinni fylgjandi, en
harðastur andstæðinganna var
Björn Dagbjartsson. Var af áhuga-
mönnunum talið einsýnt að Jón
Helgason landbúnaðarráðherra
myndi í byrjun yfirstandandi þings
taka upp málið á ný, en það hefur
hann ekki gert. Að mati ísálsmanna
hefur stjórnvöldum tekist að ganga
svo gott sem frá þessari hugmynd
dauðri og um leið atvinnugrein,
sem allir útreikningar sýndu að
hefði mikla arðsemismöguleika í för
með sér.
„Fyrstu árin fóru í öflun upplýs-
inga og gagna. Og í að gera arðsem-
isútreikninga, sem sýndu mjög
rækilega að þetta væri feikilega
hagkvæmur kostur. En þetta byggð-
ist á því að við fengjum að flytja inn
lifandi glerál til landsins," sagði Árni
Gunnarsson í samtali við Helgar-
póstinn. ,,En 76. grein lax- og sil-
ungaveiðilaga bannar innflutning á
lifandi vatnafiski. Við höfum talið að
þessi grein ætti ekki við álinn, því
hann er veiddur í sjónum áður en
hann gengur í árnar."
Menn látnir bíða í óvissu
En ef innflutningur og ræktun
gleráls þykir fýsilegur kostur, hvað
hefur þá orðið til þess að drepa nið-
ur þessa hugmynd? í sérstakri grein-
argerð sem Sigurður Helgason hjá
fisksjúkdómanefnd tók saman af
þessu tilefni tilgreindi hann ótal
sjúkdóma sem „hugsanlega" gætu
komið upp við ræktunina. Hins veg-
ar sagði hann að ekki þætti ástæða
til að koma í veg fyrir að tilraun yrði
gerð. Innflutningsleyfi fékkst hjá
landbúnaðarráðuneytinu með því
skilyrði að lögunum yrði breytt, en
sem fyrr segir hefur Jón Helgason
ekki séð ástæðu til að leggja málið
fram á ný, þó fyrir liggi að meirihluti
þíngmanna sé lagabreytingunum
fylgjandi.
Bæði ísáll og Samtök sunnlenskra
sveitarfélaga (SSS) hafa lagt út í ær-
inn kostnað með innflutning og
ræktun í huga. Framkvæmdastjóri
SSS, Hjörtur Þórarinsson, sagði við
Helgarpóstinn að samtökin hefðu
sent inn fyrir hálfu öðru ári umsókn
um rekstrarleyfi, en umsóknin situr
föst eftir skoðun hjá þingmönnun-
um Árna Johnsen og Birni Dag-
bjartssyni. „Þetta er líffræðilega
mjög viðkvæmt því það þarf stöð-
ugt að vera að flytja þetta inn. En
frumarðsemiskönnun er mjög efni-
leg.“ Hjörtur sagði að iðnþróunar-
sjóður Suðurlands hefði lagt fram
töluvert áhættufé í þetta mál og
hætta á því að þeir peningar færu ef
til vill til spillis ef ekkert verður að
gert.
Lokað kerfi útilokar
sýkingarhættu
„Þetta mál hefur ekki komið upp
aftur. I fyrra var af hálfu þingflokks
Sjálfstæðisflokksins beðið um við-
bótarupplýsingar. Þær upplýsingar
eru komnar," sagði Árni Johnsen
þingmaður aðspurður um stöðu
þessa máls. „En máliö hefur síðan
ekki komið upp aftur hjá landbún-
aðarráðherra. Sérfræðinga greindi
á um hvort þetta væri æskilegt með
tilliti til sýkingarhættu. Fisksjúk-
dómanefnd hefur sett ákveðnar
reglur sem ástæða er til að taka til
greina, um svokallað lokað kerfi. Eg
sé ekkert því til fyrirstöðu að málið
verði lagt fyrir og rætt. Menn eru sí-
fellt að fá meiri vitneskju um þessi
mál, en það er fyrir hendi ákveðinn
tónn hjá sérfræðingum að bíða
álekta. Eg met málið svo að með
þessu lokaða kerfi, þar sem vatnið
fer aldrei út, sé tryggt að ekki sé um
sýkingarhættu að ræða. En fisksjúk-
dómasérfræðingar munu á hinn
bóginn ekki vera sannfærðir um
þettaf'
Yrði laxeldinu stefnt
í hættu?
Árni Mathiesen dýralæknir hefur
skoðað álaræktarstöðvar erlendis
og hefur verið hvað skeleggastur í
að mæla gegn rekstri slíkrar stöðvar
hérlendis. Hann sagði í samtali við
Helgarpóstinn að erlendis hefði
slíkur rekstur ekki reynst vel fjár-
hagslega og talsverð sýkingarhætta
væri honum samfara. Helst hefði
mátt útiloka sjúkdóma með ein-
angrun og komu þá Vestmannaeyj-
ar helst til greina. Könnun þar hefði
hins vegar reynst neikvæð. Sagði
Árni að með tilliti til þeirrar sýking-
arhættu sem fyrir hendi væri óneit-
anlega, þá teldi hann ekki rétt að
fara út í þetta og ef til vill stofna lax-
eldinu í hættu.
„Bæði höfum við bent á aðferðir
til að einangra álinn gjörsamlega og
sótthreinsa allt þannig að ekki er
nokkur hætta á að sjúkdómur berist
út,“ sagði Árni Gunnarsson aftur á
móti. „Það er staðreynd að það er
enginn maður hér á landi sem þekk-
ir álarækt til hlítar og þess vegna
höfum við þurft að leita utan vegna
upplýsingaöflunar. Við höfum verið
í sambandi við frægustu og virtustu
álaræktendur og sérfræðinga á
þessu sviði."
Engin svör frá ráðherra
Aðstandendur ísáls skrifuðu land-
búnaðarráðherra bréf nýverið þar
sem farið var fram á svör og að mál-
ið yrði afgreitt í eitt skipti fyrir öll —
þannig að menn þyrftu ekki að bíða
í óvissu. Engin svör hafa enn borist.
Er svo komið að ísálsmenn hugleiða
nú að gefa þessa hugmynd endan-
lega upp á bátinn.
EG ER EKKIRAÐHERRA
SAMKVÆMT HP
segir Jón Helgason
sem neitar að svara
landbúnaðarráðherra,
spurningum HP um
landbúnaðarmál og álamál
„Eg kaupi helst aldrei Helgarpóst-
inn, en ég sá íhonum um daginn að
þið teljið mig ekki vera landbúnað-
arráðherra og því ástœðulaust fyrir
mig að vera að svara spurningum
ykkar."
Þetta sagði Jón Helgason, sem
vissulega er landbúnaðarráðherra
og dóms- og kirkjumálaráðherra að
auki, þegar blaðamaður Helgar-
póstsins fékk við hann „viðtal" á Al-
þingi íslendinga. Að svo mæltu
strunsaði landbúnaðarráðherra á
brott og vildi í engu svara spurning-
um Helgarpóstsins um hvað til
stæði að gera varðandi innflutning
og ræktun gleráls hér á landi.
Skýringin á ummælum Jóns
Helgasonar er vafalaust eftirfarandi
klausa úr Helgarpóstinum 30. janú-
ar sl.:
„Stefnan í landbúnaðarmálum er
á flestu leyti mótuð af SIS og varð-
hundum þess í kerfinu, en það er
síðan landbúnaðarráðuneytisins að
bera stefnuna upp." Auk þess mátti í
blaðinu lesa eftirfarandi: „Sumir
viðmælendur blaðsins höfðu þann-
ig á orði að landbúnaðarráðuneyt-
ið væri í raun aðeirts ómerkilegt úti-
bú þessa risaveldis (SÍS).“ Ennfrem-
ur var sagt: „Öllu einkennilegra af
ráðherrans hendi er að láta búvöru-
deild SÍS svara fyrir sig fyrirspurn!
Það gerðist t.d. þegar Landssamtök
sauðfjárbænda gerðu fyrirspurn til
landbúnaðarráðuneytisins um til-
tekin mál sl. haust. Svar barst um
hæl milliliðalaust frá búvörudeild-
inni! Fjölmörg tilvik sem þetta hafa
orðið til þess að efasemdir ríkja víða
hvort yfirstjórn landbúnaðarmála
sé í höndum ráðherra á hverjum
tíma eða í höndum Magnúsar Frið-
geirssonar, Inga Tryggvasonar og
Gunnars Guðbjartssonar."
Af ofantöldu má ráða að sú full-
yrðing Jóns Helgasonar, að Helgar-
pósturinn telji hann ekki ráðherra,
er röng, en í besta falli
útúrsnúningur.
22 HELGARPÓSTURINN