Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.02.1986, Qupperneq 25

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Qupperneq 25
JA OSATT" AINNILEGA HP-VIÐTAL aðar síður og í því er útdráttur úr minni sjúkrasögu, sem greinilega er kominn beint úr sjúkraskýrslunni. Hluta skýrslunnar, sem mér sjálfum hafði verið meinað að lesa, var þar með verið að veifa framan í alþjóð af Jrriðja aðila. I þessu umrædda bréfi eru tíund- aðar dagsetningar og ýmsar aðrar mjög nákvæmar upplýsingar um mín veikindi og meðferð. Hvað er þetta nema hluti úr sjúkraskýrsl- unni! Ég gæti tekið mörg dæmi úr bréfinu þessu til sönnunar. Þess má líka geta að bréfið var sótt til Ómars daginn eftir þáttinn. Það segir sína sögu. Ég hef skrifað formlegt bréf þar sem ég kvarta yfir því að lækn- arnir skyldu afhenda Ómari þessi gögn til umráða í stað þess að koma sjálfir í þáttinn." Tveir læknar viðstaddir sjónvarpsútsendinguna — Ertu sáttur viö þœr skýríngar, sem fram koma í þessu bréfi frá lœknum og hjúkrunarfrœöingi uið Borgarspítalann? „Nei, það er ég ekki. Ég tel ástæðu til þess að gera nokkrar at- hugasemdir við innihald bréfsins og sömuleiðis við atriði í grein Ólafs Þ. Jónssonar. I fyrsta lagi finnst mér það lág- kúruleg athugasemd viðkomandi lækna að segja í bréfi til mín að þeir vilji leiðrétta missagnir í blaðavið- talinu við mig, sem þeir vona að séu til komnar „vegna misskilnings blaðamanns". Þeir hefðu getað sagt sér það, að ég léti ekki birta viðtal við mig um svo viðkvæmt mál, án þess að lesa það vandlega yfir fyrst. Þar að auki get ég ekki séð að Helg- arpósturinn láti í veðri vaka að kransæðastífla sé sakleysislegur sjúkdómur og hjartaaðgerð einföld, eins og þessir læknar halda fram í bréfinu. Þetta finnst mér tilefnislaus aðfinnsla. í bréfinu segir síðan m.a. að lækn- arnir hefðu „kosið að ræða þessi mál í samræðu frekar en skriflega" og að þeim sé „bæði óljúft og óheimilt að ræða mál sjúklinga í fjöl- miðlum". Þetta finnst mér hjákát- legt, því viðkomandi læknir hefur ekki séð ástæðu til þess að tala við mig síðan ég var fluttur út til Lond- on með Landhelgisgæsluvélinni. Ég veit ekki til þess að hann hafi svo mikið sem spurst fyrir um mig síðan flogið var með mig út. Þar að auki var læknum frá Borg- arspítalanum boðið að koma í þátt- inn í sjónvarpinu, en þeir kusu frem- ur að senda Ómari afrit af bréfinu. Einmitt til þess að losna viö sam- rœöur\ Hins vegar sátu tveir þeirra úti í sal á meðan sjónvarpsútsend- ingin fór fram og sáu ekki ástæðu til að koma upp á sviðið, en voru í startstöðu." — Ólafur Þ. Jónsson segir í grein sinni að þú hafir haft tœkifœri til þess að kynna þér og fara yfir sjúkraskýrsluna þína á fundi með landlœkni og tveimur fulltráum Borgarspítalans. Varst þú ekki sátt- ur við það? „Þarna voru landlœkni afhent gögn, en ekki mér. Þar að auki var þetta alls ekki öll mín sjúkraskýrsla. Hún var ekki einu sinni komin öll í hendur landlæknis rúmri viku eftir þennan fund, þegar ég hafði spurnir af því máli.“ — Er komið í Ijós hvers vegna eng- inn sjúkrabíU beið eftir þér á Kefla- víkurflugvelli, þegar þú komst í fyrra skiptið heim frá London? „Það eru ein mistökin, sem viður- kennd eru samkvæmt bréfinu frá spítalanum hér heima en sjúkrahús- inu í London kennt um. íslenski presturinn í London hafði samt sem áður tjáð mér og konu minni, að gengið hefði verið frá því að tilkynna Borgarspítalanum um það með hvaða vél ég kæmi.“ — / bréfi læknanna til þín er sagt að rannsóknin í London hafi ein- ungis leitt í Ijós þrengsli í þremur œðum, en ekki fimm eins og þú hélst fram í viðtalinu í janúar. Kanntu skýringu á því? „Læknarnir greina á milli megin- kransæða og annarra, sem ég kann auðvitað engin skil á. Ég hef aldrei sagt að um fimm aðalæðar hafi ver- ið að ræða, en úti í London var mér tjáð að gert hefði verið við 5 æðar. Þar að auki á ég teikningu, sem einn af hjartasérfræðingum Borgarspít- alans gerði fyrir mig og honum treysti ég. Þar koma fram fjórar stífl- aðar æðar." (Sjá mynd hér á opn- unni.) Hrein og bein ósannindi — Hvað segir þú um þá fullyrð- ingu lœkna Borgarspítalans að þú hafir átt að hœtta með öllu að taka blóðþynningarlyfin og gefa þig fram við sjúkrahúsið á Isafirði, þegar blóð var komið í þvagið? „Þetta eru hrein og bein ósann- indi. Þegar ég talaði við minn lækni í síma frá Bolungarvík, sagði hann mér að minnka blóðþynningarlyfið úr þremur og hálfri töflu niður í þrjár töflur. Hann sagði mér aldrei að gefa mig fram við sjúkrahúsið á ísafirði, enda hefði mér fundist það vera læknisins sjálfs að hafa sam- band við kollega sína fyrir vestan, ef vísa ætti sjúklingi til jjeirra. Það er eitthvað í meira lagi undarlegt ef það á að vera sjúklingsins að mæta og segja „ég á að koma hingað til læknismeðferðar!" Það sem mig óar hins vegar við varðandi staðhæfingarnar um þetta í bréfinu frá þessum fjórum aðilum á Borgarspítalanum er að þarna eru þrjú þeirra auk Ólaf Þ. Jónssonar í Morgunblaðinu að skrifa blindandi undir það hvað tveimur aðilum fór á milli. Þau geta ekki vitað hvað minn læknir sagði við mig í einkasímtali, eða hvað? ígrein sinni í Morgunblaðinu, seg- ir Olafur Þ. Jónsson síðan að skýr- ingin á blóði í þvaginu hafi senni- lega verið sú að „læknar á þeim spítala í London, sem annast hjarta- aðgerðir fyrir íslendinga hafa sjúkl- inga á blóðþynningarlyfjum eftir aðgerðirnar". Þetta finnst mér einn- ig vafasamt. Þegar ég kom á Borgar- spítalann eftir aðgerðina, voru öll lyfin sem ég hafði meðferðis frá London tekin af mér. Læknarnir hér heima gáfu mér ný lyf í staðinn og það voru þau, sem ég var að taka þegar blóð kom í þvagið." Hefði ég getað fengið morfín? — Fólki fannst mjög óhugnanlegt að lesa um heitu bakstrana, sem þú fékkst dagana áður en flogið var með þig út upp á lífog dauöa. Hefur það mál eitthvað skýrst? „Ég hélt því aldrei fram að það hafi verið læknir, sem úrskurðaði að ég væri með vöðvabólgu, þó þeir hafi tekið orð mín þannig. í bréfinu sem ég fékk frá læknunum, er eftir- farandi setning tekin orðrétt upp úr sjúkraskýrslu minni: „Sjúklingur vill fá heita bakstra". Eins og fram hefur komið, var ég með óráði síðustu sólarhringana fyrir sjúkraflugið til Bretlands og man lítið eftir þeim tíma. Þess vegna finnst mér skrítið, ef ég hef sjálfur verið látinn ráða meðferð- inni, þegar ástandið var orðið svona alvarlegt. í rauninni skiptir ekki máli hvort ég var með rænu eða ekki — það er jafnalvarlegt að láta sjúkling sjálfan stjórna þessum hlut- um. Hefði ég kannski allt eins getað krafist þess að fá morfín og fengið það umyrðalaust?" — Ertu sáttur við þá skýringu að röntgenmyndin, sem hœtt var við að taka, hefði eflaust ekki leitt raun- verulegt ástand í brjóstholinu í Ijós? „Eins og ég hef áður sagt, er ég ekki læknismenntaður og get því ekki dæmt þar um. Hins vegar er mér kunnugt um að á þessum tíma var sökkið í blóðinu komið upp í 130 til 140, en það á að vera í kringum 20 þegar allt er eðlilegt. Mér hefði nú, sem leikmanni, fundist þetta næg ástæða til þess að gera allar þær rannsóknir sem gera átti — og þar á ég við röntgenmyndina." — Starfslið Borgarspítalans segist hafa reynt ítrekað að ná í konuna þína, þegar Ijóst var að senda þurfti þig til London. Var hún þá ekki heima? „Aðstandendum mínum hafði verið tjáð að aðgerðin ætti að fara fram klukkan fjögur um daginn og tæki rúmlega klukkustund. Marta var komin heim einum og hálfum tíma síðar, eða klukkan hálf sex. Að- gerðinni virðist hins vegar hafa ver- ið flýtt til klukkan þrjú. Ég við ítreka það, að ég staðhæfði aldrei að kona mín hefði ekki verið látin vita, heldur að það hefði skeð seint. Hjartalæknirinn sem með mig var hafði samband við hana klukk- an sjö um kvöldið." Ætlaði ekki fyrir dómstóla — Getur komið til greina að þú farir í mál vegna þessara mistaka, Karvel? ,Ég ætlaði mér aldrei með þetta fyrir dómstóla landsins. Viðbrögð þeirra aðila, sem um ræðir, gætu hins vegar haft það í för með sér að ég neyddist til þess.“ — Og þú sérð ekki eftir neinu? „Hreint ekki! Læknarnir viður- kenna að hafa glatað gögnunum, sem kollegar þeirra í London áttu að nota við að sjúkdómsgreina mig, en kenna Pósti og síma um. Þeir viður- kenna líka, að það voru mistök að enginn sjúkrabíll kom að ná í mig til Keflavíkur, en skella skuldinni á sjúkrahúsið í Bretlandi. Þeir viður- kenna, að röntgenmynd var ekki tekin af mér þegar það átti að ger- ast, þó þeir segi óvíst hvort það hefði nokkru breytt. Þeir segja bein- línis ósatt varðandi fyrirmæli læknisins til mín eftir að blóð var komið í þvagið, og varðandi heitu bakstrana reyna þeir að kenna mér sjálfum um þá meðferð — þó ég hafi nánast verið út úr heiminum á þess- um tíma. Þetta er þó nokkur árang- ur, finnst mér. Það hefur hins vegar verið mér ómetanlegt að finna þau jákvæðu viðbrögð, sem komið hafa frá al- menningi eftir að viðtalið við mig birtist í Helgarpóstinum í janúar. Ég hef fengið ótal upphringingar frá fjölda einstaklinga, sem talið hafa brýnt að mál sem þetta fari í opna umræðu. Þetta ætti að verða öllum reynsla til að læra af.“ leftir Jónínu Leósdóttur mynd: Jim Smart Reykjavík, 27. janúar 1986 Karvel Pálmason alþingismaður c/o Dalbraut 3, Reykjavík Einnig c/o Alþingi við Austurvöll Hæstvirtur aiþingismaður Eftir að hafa lesið viðtal við þig sem birtist i Helgarpóstinum 23. janúar 1986, sjáum við okkur knúin til að leiðrétta verulegar missagnir sem þar koma fram og við reyndar vonum að sé vegna misskilnings blaðamanns. Við hefðum vissulega kosið að ræða þessi mál í samræðu frekar en skriflega og okkur er bæði óljúft og óheimilt að ræða mál sjúklinga í fjöimiðlum. Það er vissulega rétt hjá þér að sjúkraskýrslur ásamt myndbandi af krans- æðamyndatöku tapaðist í pósti til Bretlands. Þessi gögn eru alltaf send í ábyrgðarpósti en í þetta sinn virðast þau hafa verið send í almennum pósti með áðurnefndum afleiðingum og hörmum við það að sjálfsögðu. Töfin sem varð vegna þessa, þangað til ný kransæðamyndataka var framkvæmd í London, er þó ekki meiri en biðin eftir slíkri myndatöku hér á íslandi og er- lendis er oft á tíðum. Kransæðamyndatakan sem gerð var á Landspítala af læknum þar á gamalt tæki (sem nú hefur verið endurnýjað), var tæknilega ófullkomin en leiddi þó greinilega í Ijós þrengsli i a.m.k. 2 kransæðum. Sam- svarandi myndataka á St. Thomas’ sjúkrahúsinu í London leiddi síðan í Ijós þrengsli á öllum 3 kransæðum. Megin kransæðar eru ekki fleiri en 3 og upp- lýsingar þínar um 5 æða sjúkdóm því byggðar á misskilningi. Það skiptir kannski ekki öllu máli, því að þriggja æða sjúkdómur er talinn ástæða til kransæðaaðgerðar (bypass), sem framkvæmd var í framhaldi myndatök- unnar á St. Thomas'. Hins vegar þurfti 5 æðabúta til að gera við stíflurnar í kransæðunum þremur. Sú aðgerð var að því leyti erfiðari viðfangs en oft er, að bláæðar í fótum höfðu verið fjarlægðar ári áður á Landspítala vegna æöa- hnúta. Þess vegna urðu skurðlæknarnir ensku að nota bláæðar úr handlegg og brjóstkassa. Þegar þú síðan útskrifaðist af St. Thomas' í London, þá láðist starfsfólki þar að tilkynna það til Borgarspítalans, sem skýrir það að ekki hafði verið pant- aður sjúkrabíll við komu þína til Keflavíkur og þú komst öllum að óvörum á hjartadeild Borgarsp. þar sem þú varst síðan lagður inn. Líðan þín við komu hingað var góð utan smá hitavellu og þú útskrifaðist við góða líðan af deild- inni þann 16.08. Þú komst síðan í eftirlit þann 19.08. og 11.09.85. Ekki þótti sérstök ástæða til að taka röntgenmynd og hvort hún hefði leitt eitthvað í ljós er að sjálfsögðu getgáta, en frekar ólíklegt þar sem lítið sást á sérmynd af bringubeini þann 26.09. Læknirinn í Bolungarvik (Pétur Pétursson) hafði síðan samband við Borg- arspítalann nokkrum dögum síðar, þegar gröftur var farinn að vilsa úr skurð- sári og hann beðinn um að senda sýni í ræktun og eftir þvi beðið. Þegar þú síðan hafðir samband við Einar Baldvinsson lækni þann 19. sept. og upplýstir að þvagið væri orðið blóðlitað, var þér ráðlagt að hætta að taka blóðþynningarlyfin, fara til sjúkrahússins á ísafirði og láta mæla blóðmagnið og siðan koma suður á mánudegi þann 23. sept., nema því aðeins að læknar á Isafirði ráðlegðu öðru visi. Eftir þessum ráðleggingum virðist alls ekki hafa verið farið og þú varst enn takandi blóðþynningartöflur við komu hingað. Við skoðun við komu hingað þann 23.09. komu í ljós 5 augu á skurðinum sem vessaði úr. Jafntramt varstu með hita og sýkingarmynd í blóði. Sigurður Guðmundsson sérfræðingur deildarinnar í smitsjúkdómum var þá beðinn um að skoða þig, sem hann gerði ítarlega þann 24.09. Hann útskýrði ítarlega fyrir þér að að öllum líkindum væri komin ígerð í bringubeinið undir skurð- sárinu og þvi þyrfti að taka vírana (frá aðgerðinni í London) úr og skafa upp bringubeinið til að komast fyrir ígerðina og hugsanlega að tæma út igerð innan við bringubeinið ef hún væri til staðar. Til að ganga úr skugga um það varð hins vegar að gera sérrannsókn, þar sem venjuleg röntgenmynd af lungum myndi að öllum líkindum ekki nægja. Það flækti hins vegar myndina að virarnir útilokuðu að unnt væri að styðjast við tölvusneiðmyndatöku (CT) og því var gerð svokölluð ómskoðun (Echo), sem ekki gat staðfest með vissu að ígerð væri undir bringubeini. Við komu þína hingað þann 23.09. var jafnframt tekið sýni úr skurðsári og blóð tekið til bakteriuræktunar og síðan varstu settur á fúkkalyf, þegar fyrir lá hvaða bakteríur væru þarna á ferðinni, þann 25.09. Þú hlaust því strax heíðbundna meðferð við igerð i beini (osteomyelitis í bringubeini). Það er því algjörlega farið með rangt mál að halda því fram að þú hafir verið úrskurðað- ur með vöðvabólgu og meðhöndlaður í Ijósi þess með hitapoka. í hjúkrunar- skýrslum kemur hins vegar fram „sjúklingur vill fá heita bakstra". Þann 25.09. var rætt við Gunnar Gunnlaugsson yfirlækni skurðdeildar Borgarspítalans, varðandi hvað þyrfti að gera til að komast fyrir sýkinguna i bringubeininu. Þar sem ómskoðunin hafði ekki leitt í Ijós ígerð undir bringubeini með vissu, var aðgerð frestað um sinn meðan fúkkalyfin væru að verka og sjúklingi gefið blóð til undirbúnings aðgerðar. Röntgenmynd af lungum og hjarta þann 30.09. sýndi hins vegar fyrirferðaraukningu innan við bringubein, sem túlkuð var sem ígerð innan við bringubeinið (mediastinum). I framhaldi af því var aðgerð til tæmingar á igerð fyrirhuguð þann 01.10. kl. 15. Eiginkona þin hafði samband við deild- ina um hádegisbil og var henni sagt frá þeirri timasetningu. Við aðgerðina, sem framkvæmd var af Gunnari Gunnlaugssyni yfirlækni skurðdeildar Borgarsp., margreyndum æða- og brjóstholsskurðlækni, kom i ljós mikil blæðing, sem rakin var til þess að tengingin á bláæðagröftum við meginsla- gæð hafði gefið sig. Gersamlega vonlaust var að reyna að gera við þetta hér- lendis, annað en að stöðva blæðinguna. Var því í skyndi haft samband við St. Thomas’ sjúkrahúsið í London og undirbúinn flutningur i samvinnu við Landhelgisgæsluna. Marg ítrekað var reynt að hafa samband við eiginkonu þina i því eina símanúmeri sem okkur hafði verið gefið upp. Eins og kemur fram i bréfi frá vakthafandi hjartalyflækni (Guðmundur Oddsson), náðist ekki til hennar, en ekki þótti fært annað en að koma þér af stað, með tilliti til ástands þins og þótti að sjálfsögðu öllum miður að ekki hafði náðst sam- band við eiginkonu þína fyrir þann flutning. Það eru því mjög ósmekklegar ásakanir að halda því fram i fjölmiðlaviðtali ,,mér skilst að hún hafi ekki verið látin vita fyrr en eftir að ég var farinn út“. Eiginkonu þinni var tjáð að marg- reynt hefði verið að ná i hana og hafi hún gleymt því, sem kannski er ekki óeðlilegt miðað við þær kringumstæður sem þá voru, heíði það verið lág- marks kurteisi að kanna það af þinni hálfu, áður en svo alvarlegar ásakanir eru bornar á starfsfólk Borgarspítalans. Flutningurinn til London tókst giftusamlega með góðri samvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga gjörgæslu og skurðdeildar Borgarspitalans og starfs- manna Landhelgisgæslunnar. Við samfögnum þér af heilum hug með þinn góða bata eftir slík veikindi. Við getum hins vegar ekki tekið undir það sem Helgarpósturinn lætur í veðri vaka, að kransæðastífla sé „sakleysislegur" sjúkdómur né heldur að hjarta- aðgerð sé „einföld". Áð sjálfsögðu höfum við margt lært af þinu tilfelli. Það fylgir þvi hins vegar mikil ábyrgð að fara í fjölmiðla og upplýsa um reynslu sína og lágmarks krafa að farið sé með rétt mál. Við höfum orðið vör við ugg i brjósti sjúklinga eftir lestur viðtals þíns, sem væntanlega var ekki tilgangur þinn með viðtali þessu. Með vinsemd og virðingu, Einar Baldvinsson hjartalyflæknir. Anna Sigríður Indriðadóttir deildarstjóri. Sigurður Guðmundsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. Gunnar Sigurðsson yfirlæknir lyflækningadeildar. Afrit sent til: Landlæknis Framkvæmdastjóra Borgarspítalans Þetta er texti bréfs þess, sem Karvel Pálmason alþingismaður fékk eftir hið umtalaða viötal f Helgarpóstinum. Um þetta bréf hefur verið deilt vegna þess að Ömar Ragnars- son umsjónarmaður þáttarins Á líðandi stundu hafði það undir höndum í beinni út- sendingu þáttarins. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.