Helgarpósturinn - 13.02.1986, Qupperneq 28
LEIKRITA
SAMKEPPNI
RÍKISÚTVARPSINS
1986
Með þessari auglýsingu boðar Ríkisútvarpið/Hljóð-
varp til verðlaunasamkeppni um útvarpsleikrit. Leikritin
skulu vera frumsamin og mega hvergi hafa komið fram
áður. Miðað skal við að leikritin séu á milli 40 og 60
mínútur í flutningi. Höfundar sendi verk sín
leiklistardeild Hljóðvarps, pósthólf 120, fyrir 15.
sept. nk. í umslagi merktu Leikritasamkeppni
Ríkisútvarpsins 1986. Verkin eiga að vera undir
dulnefni og rétt nafn höfundaraðfylgja með í lokuðu
umslagi.
Fyrstu verðlaun í þessari samkeppni verða ekki
lægri en kr. 200.000, en alls hefur dómnefnd kr.
350.000 til ráðstöfunar. Áskilur Ríkisútvarpið sér rétt
til að flytja það verk, sem 1. verðlaun hlýtur, einu sinni
án þess að frekari greiðsla komi fyrir þann flutning.
Fyrir allan flutning verksins síðar verður greitt
samkvæmt samningum Ríkisútvarpsins og
Rithöfundasambands Islands. Fyrir flutning annarra
verka, sem verðlaun hljóta, verður greitt sérstaklega
samkvæmt fyrrnefndum samningum.
nfH
RÍKISÚTVARPIÐ
©
II
m miðja næstu viku kemur
tímaritið Mannlíf út og verður
þetta fyrsta tölublaðið undir stjórn
Árna Þórarinssonar ritstjóra, sem
reyndar er í opnuviðtali hjá okkur í
dag. Meðal efnis í blaðinu, sem
verður þykkur pakki, er æðihressi-
legt viðtal Atla Rúnars Halldórs-
sonar fréttamanns á útvarpinu við
Sverri Hermannsson, sem er
mjög „quotable", eins og það heitir á
blaðamannamáli, tilvitnunarlegur. í
viðtalinu kemur fram m.a., að Sverr-
ir ætlar ekki einvörðungu að rútta
til í stofnunum undir menntamála-
ráðuneytinu, heldur hefur hann
hugsað sér að skipta sjálfu mennta-
málaráðuneytinu upp í tvennt, þ.e.
ráðuneyti skóla- og kennslumála, og
hins vegar ráðuneyti mennta- og
menningarmála. Margt annað ku
vera forvitnilegt í þessu viðtali
þeirra Atla Rúnars og Sverris...
Eiftir því sem við á HP höfum
fregnað er hafið stríð á milli ferða-
skrifstofanna og birtist það í ýmsum
myndum. Um daginn kom t.d. út
ferðabæklingur Samvinnuferða/-
Landsýn með upplýsingum um
ferðaframboðið á komandi sumri.
Sams konar bæklingar komu á
sama tíma frá Útsýn og Úrvali.
Hins vegar mun hafa skort allmikil-
vægar upplýsingar í bæklinga Út-
sýnar og Úrvals, því þar var hvergi
að finna upplýsingar um verð á ferð-
um þessara ferðaskrifstofa. Þær
upplýsingar voru hins vegar í bækl-
ingi Samvinnuferða. Þetta olli því,
að Úrval og Útsýn fengu úrhelli af
fyrirspurnum um prísana og nú sitja
menn á þeim bæjum og reikna og
reikna og boðaðir hafa verið eins
konar prísiistar frá báðum fyrirtækj-
um. En hjá Samvinnuferðum sitja
þeir svo og glotta...
Aldraðir þurfa líka
að ferðast — sýnum
þeim tillitssemi
Auk hinnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og
fjölbreyttum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo míkilla vinsælda, eykur
AmarhóII enn við umsvif sín. Víð hinn almenna veitingarekstur hefur
berlega komið í Ijós að margír afviðskiptavinum Arnarhóls hafa brýna þörf
fyrír aðstöðu til lokaðra funda og samkvæma. Til þess að koma til móts
við þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðíð að veita
þessa þjónustu og eins og alltaf þegar ArnarhóU er annars vegar sítur
fjölbreytnin í fyrirrúmi. Að aflokinní hagræðingu á salarkynnum
veitíngastaðarins getur Amarhóll nú boðið fjölbreyttum hópi viðskiptavina
sinna margvíslega þjónustu.
KLÚBBAR FÉLAGASAMTÖK FYRIRTÆKI
ArnarhóII býður ykkur aðstöðu tU fastra hádegísverðafunda jafnt sem
einstakra og einnig einkasamkvæma.
ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR:
Smærri hópa (frá 10 manns) hádegi og kvöld alla virka dagafí koníakssal).
EINKASAMKVÆMI
Stórar veíslur jafnt sem smáar. Sama hvert tílefnið er, brúðkaup, afmæli,
fermingar, próflok, AmarhóU annar öUu.______________________
ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR'_________________________
Stærri samkvæmi (aUt að 100 manna matarveíslur og 200 manna hanastél
til kl. 18.00) hádegi Iaugardaga og sunnudaga.
Gestir utan af landi -Ópera-Leikhús____________________
AmarhóII tekur á móti hóppöntunum ópem- og Ieikhúsgesta utan af Iandi.
28 HELGARPOSTURINN