Helgarpósturinn - 13.02.1986, Side 31

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Side 31
LISTAPOSTURINN „Góðir myndlistarmenn eru heimskastir allra“ segir Birgir Andrésson sem sýnir í Nýlistasafninu Uglan, nýr kiljuklúbbur Máls og menningar: Almennilegt bókafyllirí! Inrt úr rígningunni stormar tröll- vaxinn madur meö sítt, hrokkiö hár, mikiö skegg og brennandi augu, þambar þrjá bolla af kaffi og lœtur á meöan móöan mása um danska stjörnufrœöinginn Tycho Brahesem hann segir hafa uppgötvaö ýmis himintungl meö augunum einum. „Ég er dálítiö eins og Brahe," segir sá tröllvaxni, sem heitir reyndar Birgir Andrésson og er aö fara opna myndlistarsýningu í Nýlistasafninu á föstudagskvöld kl. 20.00. „Ég er ferlega latur kúnstner," segir Birgir og baðar út öllum öng- um til að leggja áherslu á orð sín. „Ég vona að þessi sýning sé eins konar endahnútur á hluti sem ég tók fyrst skorpu í ’82, þá '83 og nú síðast á þessu ári.“ Að því búnu ræðst hann á mynd- listarmannsmýtuna af hörku: „Myndlist er í rauninni ekki til. Mér finnst fáránlegt hjá hinum að vera stöðugt að búa til kikkið, myndverk- ið. Ég lít á mig fyrst og fremst sem vegagerðarmann, það sem ég bý tif eru götuvísar. Verkin segja á sinn hátt við áhorfandann: Ef þú ferð hingað, þá sérðu kannski myndlist einhvers staðar hérna,“ segir Birgir og bendir á hnakkann. „Þessi sýning er mjög einföld, allt kolsvart. Þetta eru áþreifanlegir hlutir: málmur, tjara, víravirki, steypustyrktarjárn. Ég „droppa" þessu tilviljunarkennt, bý til stjörnu- himna, ný stjörnumerki. Maður býr aldrei til myndlistina sjálfa.” Birgir líkir myndlistarmönnum við sjómenn sem sigla á úfnu hafi á gömlum, hollenskum skonnortum í ofsaveðri og ríghalda sér um brotið siglutréð með klipptar ermar eins og í teiknimyndaseríunum. „Sumir þeirra komast inn á lygnu og að gulleyju þar sem gullhnettir snúast, en aðrir komast aldrei á slíka eyju heldur eru ævinlega úti á þessum brjálæðislega sjó.” Hann teiknar af þessu skýringarmyndir og það er ekkert vafamál hvar í hópi ,,vondu“ myndlistarmennirnir eru, að mati Birgis. „Mér finnst flestir myndlistar- menn pæla alltof mikið í element- um,“ segir hann. „Einn hugsar með sér: Æ, ég get ekki notað ánamaðk í verkin mín fyrst þessi hefur fundið upp á því. Best ég noti þá bjöllu í staðinn. Verk þessara tveggja er svo hægt að þekkja af ánamaðkinum og bjöllunni. Góðir myndlistarmenn geta verið heimskastir allra, heimskan er stundum aflvaki sköpunarinnar. Enda er Hreiðar heimski, fornkapp- inn sem sjá má aftan á spilunum, verndari sýningar minnar. Á spila- myndinni situr hann og horfir á svín sem hann hefur tálgað — með lokk aftan á hnakkanum. Það er einmitt „Þetta eru áþreifanlegir, kolsvartir hlutir: málmur, tjara, víravirki, steypustyrktar- járn," segir Birgir Andrésson myndlistar- maður. aðalsmerki ekta myndlistarmanna. Það má skera úr þessu með því að fara í sturtu og kemba hárið aftur. Myndist lokkur að aftan ertu ekta myndlistarmaður, ef hárið er slétt ertu það ekki.“ Birgir getur trútt um talað með allt lokkaflóðið. Það er annars af ferli Birgis að segja að hann útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1977, þá 22 ára að aldri, „um það leyti sem nýlistin byrjaði að rugla hlutina, og menn fóru að yrkja með „djönkinu", hella steypu í horn og þekja með mold,“ segir hann. Birgir hefur haldið fimm einkasýningar hér heima og tvær úti í Hollandi — góður vinur Súmmaranna. Sýning Birgis í Nýlistasafninu við Vatnsstíg verður semsé opnuð á föstudagskvöld. Hún eropin 16—20 virka daga og 14—20 um helgar. JS Bókaútgáfa Máls og menningar hefur nú fundiö upp á algjörri nýj- ung á islenskum bókamarkaöi, ef ekki bara byltingu. Eöa hvaö segiöi um aö fá þrjár nýjar eöa nýtegar, fjölbreyttar bœkur í pakka á tœp- lega tveggja mánaöa fresti fyrir aö- eins 498 krónur hvern pakka? Hér er um aö rœöa kiljuklúbbinn Ugl- una sem forlagiö er að hleypa af stokkunum þessa dagana. Þarna veröa á feröinni nýjar, þýddar skáld- sögur, sígild verk baeöi íslensk og er- lend sem hafa veriö ófáanleg um langtskeiö, spennusögur, handbœk- ur og sígildar, vandaöar barnabœk- ur. Fyrsti bókapakkinn er væntanleg- ur í síðari hluta marsmánaðar. Þeir sem verða með frá byrjun fá hvorki meira né minna en fimm bækúr í pakkann. Það eru fyrsta bindið af Stríöi og friöi eftir Leo Tolstoj en sú skáldsaga hefur verið ófáanleg í ára- tugi, Vitni deyr, tveggja binda spennusaga eftir P.D. James og Veggjakrot sem er safnbók með graffiti. „Við á forlaginu völdum dálítinn slatta úr ýmsum erlendum bókum og þýddum og síðan voru gerðir út menn hér til að stúdera veggjakrot, og jafnframt auglýstum við eftir því,“ segir Arni Sigurjónsson bók- menntafræðingur sem hefur unnið að skipulagningu bókaklúbbsins. „Því má segja að bókin byggi á rannsóknum innlendra og erlendra fræðimanna, eða þannig. .. þetta er alveg stórskemmtilegt!" Fimmta bókin er leyndarmál enn sem komið er. „Þetta er hvalreki fyrir bóka- rnenn," segir Árni. „Kiljurnar gera verðið lygilega lágt. í fyrsta pakk- anum er hver bók á innan við hundrað krónur. Fólk þarf heldur ekki að standa í því að afpanta eins og í hinum klúbbunum, til að koma í veg fyrir að það sitji uppi með hell- ing af bókum sem það vill ekki eiga. Hér ertu bara áskrifandi og hættir ef þér býður svo við að horfa. Þegar þú færð bækur fyrir f jórðung venjulegs bókaverðs, er þér alveg sama þótt þú viljir ekki eina í hverjum pakka, þú gefur hana bara. Verðið er svo lágt að það skiptir ekki máli. Mælist þetta framtal vel fyrir myndast enn frekara svigrúm til að lækka framleiðslukostnað og jafn- framt til að gefa meira út af nýjum skáldverkum," segir Árni Sigurjóns- son. Áskriftasöfnun hófst á þriðjudag og lofar mjög góðu. Nú ætti hver sem er að hafa efni á að fara á al- mennilegt bókafyllirí! JS BOKMENNTIR A traustum grunni Andvari 1985 Tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóös og þjóövinafélagsins 110. ár Tímarit eru eins konar aldarspegill: Þau koma út reglulega, fjalla um tiltekin málefni og endurspegla viðhorf samtímans að ein- hverju leyti í efnistökum og -vali. Flest tíma- rit eru helguð ákveðnum fræðum, og á síð- um þeirra skrifa höfundar um sérfræði sín, stundum býsna torræðar greinar fyrir þá, sem ekki hafa hlotið skólun í vísundunum; mörg tímarit eru vissulega einungis ætluð vísindamönnum, sem hafa á valdi sínu sér- staka aðferðafræði. Öðrum er sett það mark- mið að koma niðurstöðum rannsókna eða hugmyndum fræðimanna til almennings, vekja umræðu, hrinda þeim í framkvæmd. Hvor tveggju eru nauðsynleg. í hlutarins eðli liggur, að mörg tímarit eiga skamma ævi, því efni þeirra er oft tímabundið, víkur að mál- efnum, sem leidd eru til lykta, ellegar að stefna þeirra höfðar ekki til lesenda (og þá ekki síður auglýsenda!). Önnur eiga sífellt erindi, viðfangsefni þeirra eru ætíð ofarlega á baugi, endurnýjast með hverri kynslóð; tíminn setur þeim nýjar skorður og markast af aðstæðum hverju sinni. Andvari hefur komið út í 110 ár og hefur alltaf verið pólitískt rit, eins og vera ber, enda arftaki Nýrra félagsrita og málgagn Hins ís- lenzka þjóðvinafélags. Andvari hefur „um langt skeið verið helgaður íslenskri menn- ingarsögu fyrst og fremst og mun svo enn verða“ segir Gunnar Stefánsson nýráðinn rit- stjóri í lokaorðum þessa árgangs, eins konar stefnuyfirlýsingu. íslenzk menningarsaga hiýtur að vera hápólitískt mál, að vísu óbundið stjórnmálaflokkum i þrengsta skiln- ingi, en þá greinir á um leiðir. En sannarlega veitir ekki af öflugu tímariti til að halda á loft merkinu við hlið Sögu, Skírnis o.fl. tímarita. Fyrr á tíð birtust í Andvara sóknargreinar í frelsisbaráttu, fróðlegar greinar um nýjungar í atvinnulífi, ævisögur mætra manna, skáld- skapur, sagnfræði og renndu stoðum undir þjóðlegan metnað. Sé hliðsjón höfð af skil- greiningum hefur Andvari í meginatriðum verið alþýðlegt tímarit; lesendur hafa sjaldn- ast þurft að hafa á valdi sínu sérstaka rann- sóknaraðferð einstakra fræðigreina til að njóta ritsins. Það er vel, og mér finnst til baga, að veigamikil tímarit um íslenzk fræði skuli vera þorra fólks sem lokuð bók, t.d. Is- lenskt mál og almenn málfræði; það fellur undir hina fyrri skilgreiningu, sem hér var sett fram, ætlað fræðimönnum, og við hlið þess gæti staðið annað rit við alþýðu skap. Þeir sem rita greinar handa fræðimönnum geta gert ráð fyrir ákveðinni þekkingu, til- teknum skilningi, en ýmsum verður fóta- skortur, þegar þeir beina máli sínu til al- mennings. Mér finnst sú framtíðarsýn stór- háskaleg, að fræðin verði eign hinna fáu. Uppistaðan í þessum árgangi Andvara er ævisaga Sigurðar Þórarinssonar jarðfræð- ings eftir Sigurð Steinþórsson starfsfélaga hans, fjörlega rituð grein ogskemmtileg. Þar er lýst skv. þjóðlegri hefð ættum Sigurðar og uppvexti, námi og starfsferli og víða komið við, enda maðurinn ekki einhamur, ef mið er tekið af störfum hans. Sigurður Þórarinsson var fjölfræðingur í beztu merkingu þess orðs — og þeir eru fáir eftir. Honum var lagin sú list að skýra fræði sín fyrir almenningi, og rannsóknir hans standa býsna vel fyrir sínu, eftir því sem Sigurður segir. Þar eru stærstar í sniðum ritgerðir um Vatnajökul og Heklu. Sigurður Þórarinsson var „jafnheima í veizlusölum með stórmenni og á Heklutindi með myndavél og skrifbók í hönd, eða í mó- gröf með reku að pæla í öskulögum" segir að lokun,. Dr. Örn Ólafsson hefur lagt sig eftir bók- menntum millistríðsáranna, og hefur látið ýmislegt frá sér fara i þeim efnum í blöðum, tímaritum og útvarpi. Hér fjallar hann um Guðmund G. Hagalín og gerir „Nokkrar at- huganir á ritferli hans fyrsta aldarfjórðung- inn“. Hann varpar þar Ijósi á skáldskapar- stefnu Guðmundar, málbeitingu hans, við- tökur gagnrýnenda, deilur hans við aðra höfunda o.fl. „Sé hann metinn eftir því sem hann gerði best, þá hlýtur hann að teljast til merkari höfunda á fyrri hluta tuttugustu ald- ar,“ segir í lokaorðum. Örn færir að því skyn- samleg rök að þegar „fyrir strið voru verk Guðmundar að hverfa í pólitísku moldviðri". Hér er tekinn upp hanzkinn fyrir Hagalín frá sjónarmiði bókmennta. Gils Guðmundsson ritar grein um Jónas Jónsson og Menningarsjóð og lýsir þar starf- semi Menntamálaráðs og Menningarsjóðs um aldarfjórðungs skeið eða svo, víkur að deilum Jónasar við listamenn og hvernig hann varð ofurliði borinn í sjóðsstjórn. „Tel ég ekki ofmælt, að Menningarsjóður og Menntamálaráð hafi verið meðal þeirra „barná' Jónasar, sem honum voru hugleikin og hann lét sér annt um til síðustu stundar" segir í lokaorðum. Þessi grein rekur söguna í meginatriðum, en þó vantar mikið á, sem eðlilegt er í svo stuttri grein. Dr. Höskuldur Þráinsson skrifar um „at- hugun á framburði og eðlilegt mál“. Þar fjall- ar hann í upphafi um viðfangsefni málfræð- inga, m.a. þátt þeirra í málverndun o.fl. En að mestu leyti fjallar hann um flámæli og óskýrmæli, ber saman aldurshópa og kann- ar niðurstöður Björns Guðfinnssonar. Rann- sóknir Höskuldar og Kristjáns Árnasonar marka tímamót, því gott samanburðarefni er fyrir hendi, rannsóknir Björns Guðfinns- sonar, og innan nokkurra ára ætti að liggja ljóst fyrir hvernig framburður landsmanna hefur breytzt undanfarna áratugi. Á þeim grunni má síðan byggja kennslu í skólum. Jón Thor Haraldsson skrifar um Ólaf Frið- riksson, „eins og ég man hann", og bregður upp skemmtilegum svipmyndum. Gunnar Stefánsson beinir athyglinni að nokkrum Ijóðabókum, svo sem áður hefur tíðkazt í Andvara og fleiri tímaritum, „Eitt spor á vatni nægði mér“, og bregður upp sýnishorn- um og ræðir um kveðskapinn af yfirsýn og skilningi, kveður upp sanngjarna dóma. Þá er ógetið ritgerðar Þorsteins Gylfason- ar, Tónlist, réttlæti og sannleikur, sem upp- haílega var fyrirlestur fluttur ísfirðingum 1983 og helgaður þeim hjónum Sigríði J. Ragnar og Ragnari H. Ragnar. Þorsteinn spyr hér að vanda ótal spurninga, svarar ýmsum, en fæstum óyggjandi og kveður lesendur með spurningu: „Að minnsta kosti er það freistandi að spyrja sömu spurningar um málið og Steingrímur J. Þorsteinsson spurði um fimmtu hljómkviðuna: er það ekki það mesta í heimi?" Og þá er loks að geta skáldskapar: Ólafur Jóhann Sigurðsson slær á kunnuglega strengi í tveimur Ijóðum sínum, Kristján Karlsson yrkir Hvernig fer? Baldur Óskars- son þýðir þrjú kínversk Ijóð, Matthías Jo- hannessen skrifar um Konung af Aragon, smásögu af rithöfundi við barnagæzlu og heilinn heldur fyrir honum vöku. Og að end- ingu eru tvær örsögur Stefáns Snævarrs. Andvari er læsilegt tímarit að þessu sinni, fjölbreyttur og skemmtilegur. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vonandi verður framhald á, og væri ekki ráð að gefa út fleiri hefti ár hvert? Þegar útgáfan er örari verður umræðan markvissari, auðveldara að fylgja málum eftir. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.