Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Blaðsíða 32
KVIKMYNDIR Risarós íhnappagat Allens Háskólabíó: Kairórósin (The Purple Rose of Kairo) ★★★★ Bandarísk. Árgerö 1985. Framleiöandi: Robert Greenhurst. Leiksljóri: Woody Allen. Kvikmyndun: Gordon WiUis. Tónlist: Dick Hyman. Aðalhlutverk: Mia Farrow, Jeff Daniels, Danniy Aiello, Irving Metzman, Ed Herr- mann og fl. Þá er hún komin, fullkomnasta kvik- myndaverk Woody Allens hingað til, Kairó- rósin (The Purple Rose of Cairo). I þessari mynd sameinast allir þeir þættir sem gera kvikmynd að stórvirki; handrit, leikstjórn, kvikmyndataka, leikur, klipping. Þar að auki bætist við djúp hugsun og heimspekileg íhugun á manninum, draumum hans, vonum og veruleik. Cecilla (Mia Farrow) er húsmóðir í New Jersey á fjórða tug aldarinnar, þegar krepp- an ræður ríkjum. Hún er gift drykkfelldum iðjuleysingja og sér fyrir heimilinu með framreiðslustörfum á skyndibitastað. Líf Ce- cillu er fátækt, örbirgð og óhamingja. Eina glætan er að skjótast á hverfisbíóið og horfa á draumaframleiðslu Hollywood. Hún horfir aftur og aftur á flestar myndirnar og eitt kvöldið þegar hún lifir sig inn í kvikmyndina „Rauða rósin frá Kairó" (The Purple Rose of Cairo) í enn eitt skiptið, nemur hetja myndar- innar staðar í miðri senu og ávarpar hana frá tjaldinu og spyr hvers vegna hún sé í bíóinu kvöld eftir kvöld. Hetjan, sem heitir Tom Baxter (Jeff Daniels, m.a. Terms of Endear- ment), gengur síðan af tjaldinu og niður í sal- inn. Með þeim takast ástir en eftir sitja hinir leikararnir á hvíta tjaldinu og komast ekkert áfram í myndinni af |)ví að aðalleikarann vantar. Þessi uppákoma'Skapar að sjálfsögðu mikla ringulreið. Bíógestirnir vita ekki hvað til bragðs á að taka og bíóstjórinn slekkur ekki á vélinni af ótta við að drepa leikarana. Kvikmyndaframleiðandinn fær vægt áfall; hann sér fyrir sér alla Tom Baxterana ganga út úr öllum kópíum myndarinnar um gjörv- öll Bandaríkin og um heim allan, sem þýðir upplausn og gjaldþrot kvikmyndaversins. Leikarinn Gill Shephard (Jeff Daniels einnig) sem leikur Tom Baxter er líka á nálum að eiga tvífara eða jafnvel fjölfara um heim all- an. A meðan taugaveiklunin stendur sem hæst er Tom Baxter að reyna að átta sig á til- verunni utan kvikmyndarinnar. Hans heims- mynd er kvikmyndin, þar sem sæt tónlist upphefst þegar hann kyssir stúlkur, hann er alltaf með peninga í vasanum, bílar aka sjálf- krafa þegar hann sest undir stýri o.s.frv. Draumurinn reynir að ná fótfestu í veruleik- anum. A sama tíma reynir hin ástfangna Ce- 'cilla að ná tangarhaldi á Tom; veruleikinn reynir að fóta sig í draumnum. Að lokum býður Tom Cecillu inn í kvikmyndina og kvikmyndin heldur áfram í bíóinu, nú með Cecillu á tjaldinu. En sögunni er ekki lokið og skal ekki reifuð hér nánar. I Kairórósinni leikur Allen (sem kemur ekki fram í myndinni sjálfur) sér á mjög flók- inn en hrífandi hátt að eiginleikum, mögu- leikum (og takmörkum) kvikmyndarinnar. Með því að nota kvikmynd í kvikmyndinni (sem ég man ekki eftir að hafi verið gert á sambærilegan hátt nema í Sherlock Jr. með Buster Keaton árið 1924) á snilldarlegan hátt skapar Allen nýjar víddir og skilning á kvik- myndamiðlinum sem slíkum. Kaírórósin er leikur snillings á hljóðfæri kvikmyndarinnar. Missið ekki af þessari risarós í hnappagat Woody Allens. -IM Rykfrakkar og sœnsk þjóðarsál Regnboginn: Morrhár och Ártor (Veiöihár og baunir). ★★ Sœnsk. Árgerö 1986. Framleiöandi: Christer Abrahamsen. Leikstjórn: Gösla Ekman. Handrit: Rolf Björlind og Gösta Ekman. Kvikmyndun: Lasse Björne. Tónlist: Stefan Nilsson. Aöalhlutverk: Gösta Ekman, Margaretha Krook, Lena Nyman, Kent Anderson, Sten Ljunggren o.fl. Fyrir Svíum er núorðið Ijósi rykfrakkinn hans Gösta það tákn manneskjunnar ígervi mannleysunnar, sem skórnir, fingralausu vettlingarnir og sniðlausu jakkafötin voru fyrir meistara Chaplin. Ef þú spyrð Svía, hvert sé hið raunverulega innra eðli sænskrar þjóðarsálar, þá svarar hann gjarn- an að bragði, glottandi út í annað, þó af nokkurri einlægni: „Papphammar hans Gösta.“ Hvað sem öðru líður, þá er það stað- reynd, að þegar þarlendir kvikmyndagerð- armenn og handritshöfundar leggja fram hugmyndir sínar fyrir sænsku kvikmynda- stofnunina, þá geta þeir reiknað með já- kvæðari viðbrögðum framleiðandans, ef þeir hafa a.m.k. eina Papphammars-týpu með í handritinu. Hver er svo þessi Papphammar, sem höfð- ar svo til sænskra kvikmyndahúsagesta, að nægt hefur til að leggja grunninn að þeirri „nýju bylgju" gamanmynda, sem svo mjög hefur sett svip sinn á sænska kvikmynda- gerð síðari ára? Jú, hér er um að ræða einkar einmana persónuleika, sem er svo gjörsam- lega sneyddur öllum hæfileikum til eðliiegra mannlegra samskipta við sitt nánasta um- hverfi, að til stórra vandræða horfir. í flestum tilfellum er hér einnig um að ræða s.k. „morsgrísa", eða mömmudrengi, sem komn- ir eru undir fertugt, búa einir í lítilli íbúð í miðhluta Stokkhólmsborgar og hafa aldrei verið við kvenmann kenndir, ef frá er talið hið perversa ödipusarsamband þeirra við fráskilda og einstæða móður sína, sem gjarn- an býr í sömu íbúð, eða í besta falli á hæðinni fyrir neðan. Þessir menn eru sem sagt of- vernduð einbirni. . . hreinræktuð afurð sósí- aldemókratíunnar, hins frjálslynda kynferð- ismórals og kvenfrelsisbaráttu síðustu ára- tuga. Morrhár och Ártor er engin undan- tekning hvað þetta varðar. Myndin er eins og svo margar aðrar sömu tegundar: Þroska- saga góðhjartaðrar mannleysu, sem seint og um síðir kemst í nánari kynni við framtaks- saman aðila af „veikara" kyninu, sem ófor- skammað lýsir sig reiðubúna að taka upp baráttuna við móðurómyndina, í þeim til- gangi að taka við hiutverki því, sem sú síðar- nefnda er ekki lengur fær um að sinna fyrir aldurs sakir. Þegar á heildina er litið, þá er óhætt að full- yrða að þessi frumraun leikarans góðkunna á leikstjórnarsviðinu verður hvorki lögð honum til lasts né heldur til lofs. Hér er ein- faldlega um að ræða miðlungsgóða kvik- mynd, og að auki er vafasamt hvort hún geti talist eiga nokkurt erindi útfyrir sænska land- steina, þar sem hún í umfjölluninni tekur svo eindregna sænska sérstöðu til viðfangsefnis- ins. Handrit virðist einnig á köflum einkar flausturslega unnið. Þannig er t.d. of mikil áhersla lögð á Papphammars-týpu Gösta á kostnað annarra persóna sögunnar, sem á stundum virðast sem í fljótræði gripnar utan úr tóminu... illa undirbyggðar og einvörð- ungu í þeim tilgangi að draga fram tiltekin persónueinkenni ofangreinds persónugerv- ings sænsku þjóðarsálarinnar. Leikur mynd- arinnar er þó með afbrigðum góður, svo fremi sem handritsgerðin gefur tilefni til slíks, og munar þar að sjálfsögðu mest um framlag höfuðpaursins sjálfs. Þessum af- bragðsgóða og með eindæmum fjölhæfa leikara tekst að gæða persónu Claes-Henriks slíku lífi, að það eitt nægir til að vega upp þá vankanta, sem annars kunna að vera á gerð myndarinnar. -Ó.A. Farsakenndur vísinda- skáldskapur Bíóhöllin: „The Adventures of Bucharoo Banzai." ★★ Framleiöendur: Neil Canton og W.D. Richter. Leikstjórn: W.D. Richter. Handrit: Earl MacRauch. Aöalhlutverk: Peter Weller, John Lithgow, Jeff Goldblum, Ellen Barkin, Christopher Lloyd o.fl. í frumbernsku nútíma efnafræðikenninga, eða í kringum 1890, trúðu menn því að atómið væri minnsta efniseind hins efnis- kennda heims, og að það væri jafnframt fast fyrir.. . líkt og billjardkúla. Á þessum vafasömu sannindum byggði hinn vestræni heimur síðan heimsmynd sína, lífsskoðun í trúmálum, stjórnmálum og heimspeki. í dag vitum við betur: Atómið er að langmestu leyti tómarúm. Þ.e.a.s. vega- lengdin á milli kjarna atómsins og elektrón- anna sem sveima í kringum hann er hlutfalls- lega svo löng (miðað við stærð kjarnans og elektrónanna) að hinn efnislegi heimur, eins og við köllum hann, er ekki fyrst og fremst „efniskenndur" heldur er hann í raun að langmestu leyti tómarúm. Og ekki nóg með það: Elektrónur e+ og e— urðu upphaflega til við árekstur ljóseinda. Ljóseindir breyttust í elektrónur og íjóseindir eru ekki skilgreind- ar sem efni. Að auki er síðan kjarni atómsins samsettur úr róteindum og nifteindum, sem eru eins og atómið sjálft að langmestu leyti tómarúm. Og þar með stendur ekki eftir steinn yfir steini af hugmyndum okkar um „efnisheim" þann er við byggjum: Þar sem hann er að mestu leyti tómarúm, þá er hann í raun ekki til. . .! Þessi sannindi er ágætt að hafa í huga, þegar maður fer í Bíóhöllina að berja augum ævintýri Bucharoo Banzais. Bucharoo (Peter Weller) þessi er sprenglærður doktor, popp- ari og ævintýramaður. .. svona „allt-muligt- mann“, sem allt getur og allt veit, í einu orði sagt: Sá „Homo Universalis", sem Leonardo Da Vinci og kumpánar hans á endurreisnar- tímabilinu létu sig dreyma um að verða. Bucharoo og félögum hans hefur af mikilli kænsku tekist að hanna fádæma tækjabún- að, sem er þess megnugur að leysa upp þá ógnarkrafta er halda saman hinum ýmsu efniseindum atómsins, þannig að þeir eru nú reiðubúnir að takast á hendur ferðalag inn í óravíddir þær, eða „tóm“, sem falið er í hverri efnisögn... og þ.a.l. öllum hinum efnis- kennda heimi. Þegar hér er komið sögu, þá kemur vitaskuld skúrkurinn Dr. Lizardo (John Lithgow) inn í myndina, en hann er snarruglaður vísindamaður, sem átti upphaf- lega hugmynd að þróun tækjabúnaðarins. Hann hefur sér til liðsinnis nokkra illa sinn- aða „lectro-ída“, en það eru verur sem byggja veröld þá er felst í tóminu handan okkar eigin efniskennda heims. Að hætti góða vísindaskáldsagna, þá bygg- ir kvikmyndin á staðreyndum, sem þegar eru vísindalega sannaðar, en síðan gefur höf- undur handritsins hugmyndaflugi sínu laus- an tauminn, þó innan þess ramma er ofan- greindar kenningar setja honum. Útkoman er síðan stórskemmtileg kvikmynd, full af ærslafullum gáska og krydduð í réttum hlut- föllum með varfærnislegum gálgahúmor, sem fellur einkar vel að efnismeðferð hand- ritshöfundar. The Adventures of Bucharoo Banzai er sem sagt prýðisgóð afþreyingarmynd. Hlut- verkaskipan og leikstjórn Richters er með ágætum og ætti því enginn sem á annað borð hefur nokkra ánægju af farsakenndum vísindaskáldskap að verða fyrir vonbrigðum með myndina. -Ó.A. ..brúmmmh... Austurbœjarbíó, Æsileg eftirför (Shaker Run): ★★ Nýsjálensk, árgerö 1985. Framleiöendur: Larry Parr og Igo Kantor. Leikstjóri: Bruce Morrison. Handrit: Bruce Morrison, James Koufz og Henry Fownes. Kvikmyndun: Kevin Hayward. Tónlist: Stephen McCurdy. Aöalleikarar: Cliff Robertson, Lisa Harrow, Leif Garrett, Shane Briant, Peter Rowell, Bruce Phillips, Peter Hayden. Þá eru það Nýsjálendingar. Þeir fylgja í kjölfar Ástrala hvað uppgang kvikmynda- iðnaðar varðar. Það er gaman til þess að vita, þar sem þess sama gætir í nýsjálenskum myndum og verkum nágranna þeirra: Sjarm- erandi notkunar landslags, seiðandi yfir- bragðs og sögu. Þessar þjóðir hafa eitthvað að segja, en það eitt og sér fer að verða uppurið ofar á hnettinum. Þó velur Bruce Morrison sér fráleitt frum- legt viðfangsefni í þessari fyrstu mynd sem hann ætlar mikla dreifingu. Frá upphafi og afturúr hendast bílar um allar trissur og hvaðeina sem fyrir verður. í einu orði sagt: Bílaeltingaleikur. Það aðdáunarverða við þessa mynd er hinsvegar uppbygging henn- ar. Hún er sett fram af djúpri tilfinningu fyrir stígandi. Eins hefur þessi mynd að geyma mjög frumlegar lausnir hvað æsilegustu atriðin snertir, en á því sviði voru handrits- skrifarar komnir í þrot, eins og áhorfendur bandarískra bílamynda vita. Kannski er samt mest um vert að „Shaker Run“, eins og myndin heitir, hafi ekki fallið í þá ljótu gryfju, sem margar síðustu hasar- myndir hafa hafnað í. Hún er ekki yfirfull af allskonar stælum tækni- og fiffmanna. Leik- myndin er hrein og klár. Shaker Run er ein- föld hvað alla umgjörð varðar og mér liggur við að segja að spenna hennar sé einlæg. Veikleiki þessa verks liggur hinsvegar í þeim tilraunum sem gerðar eru til að flækja söguna og tengja sögupersónurnar. Tilfinn- ingatengsl fara aldrei vel í þann æsing sem bílaeltingaleikur er. Þar er áherslan á hraða og fífldirfsku, en hvorttveggja gengur illa í efnasamband við væmni. -SER. Draumur verður að veruleika og veruleiki að draumi: Hetjan Tom Baxter (Jeff Daniels) hefur boðið bfógest- inum Cecillu (Mia Farrow) inn (kvikmynd sína Kaírórósina. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.