Helgarpósturinn - 13.02.1986, Side 33

Helgarpósturinn - 13.02.1986, Side 33
JAZZ Spaugari, blúsari og djassmeistari eftir Vernharð Linnet Ég var að koma frá Kaupmannahöfn. Þar er kalt úti, en inná Jazzhus Montmartre var hiti sveiflunnar og glóði á freyðandi bjórinn og kunstmaler Ólafsson meirað segja ekki í bláa frakkanum heldur nýjum jakka enda átti djassfrú Aðalsteinsdóttir afmæli. Sú stúlka fær nú alltaf afmælisgjafir eftir sínu höfði: í fyrra Chet Baker, í ár Eddie Harris. Eddie Harris er enginn smákall. Hann er nú kominn yfir fimmtugt og hefur brallað margt. Exodus útgáfa hans varð smellur á sínum tima og breiðskífur einsog Bad Luck Is All I Have voru feikivinsælar. Eddie kann flestum betur að blanda saman ekta djassi, gospelættuðum blússöngvum, gríni og glensi. Hinir miklu húmoristar djassins eru flestir horfnir: Louis Armstrong, Fats Waller og Louis Jordan, en eftir eigum við Eddie og Dizzy. Með Eddie léku rafbassaleikararnir Ralph Armstrong, þjálfaður úr sveitum John McLaughlins og Jean Luck Ponty og á trommurnar var Sherman Ferguson sem ma. lék lengi með Kenny Burrell. Armstrong er fauta einleikari og kalla mætti hann Niels- Henning rafbassans. Eddie blés að sjálfsögðu mest í tenórsaxófóninn — stíll hans er mitt á milli Gene Ammons og Stan Getz — bíhopp með fönkbragði er aðal hans og stundum blés hann líka í trompetinn sinn. Pað er að vísu ekki neinn venjulegur trompet, heldur trompet með saxafónmunnstykki einsog sjá má á myndinni er fylgir þessari grein. Tónn- inn úr því tóli er mjög sérstæður, ekki síst þegar hann setti dempara framaná bjölluna. Að sjálfsögðu settist Eddie við píanóið og söng Bad Luck is All I Have og aðra gospel- ættaða fönkblúsa og þá var nú gaman. Fals- ettan falleg og röddin heit — svo sagði hann okkur sögur af sjálfum sér og lék undir á píanóið. Salurinn bergmálaði af hlátrasköll- um. Ed Thigben trommumeistari og Boris Raboniwitch Politikenkrítíker tóku bakföll, Linnet, Aðaisteinsdóttir og Ólafsson sömu- leiðs og meirað segja fúlasti gagnrýnandi norðan Alpafjalla, hr. Erik Widerman hjá information, brosti í kampinn. Þá hélt ég satt að segja að heimsendir væri í nánd. Ég hef ekki enn séð krítíkina hans en vonandi hefur hann líka getað glott af sögunni um Eddie who? þegar hann var sestur við ritvélina. Shit! Já það er mikið ævintýri að hlusta á tríó Eddie Harris. Ég man ekki til að hafa heyrt djass og húmor jafn vel samantvinnaða og þarna, síðan ég hlustaði á Louis Jordan í gamla Montmartre forðum. Eddie lék í tvo tíma áðuren hann tók sér hvíld og endaði á frægasta verki sínu, Freedom Jazz Dance, sem Miles Davis blés svo meistaralega. Pá var nú líka farið að sjóða uppúr heilakötlum okkar djassgeggjara og tími til kominn að kæla sig með gullöli. Ekki má gleyma að minnast á annað ágætisband er ég hlustaði á þessa Hafnar- daga: kvartett tenórsaxafónleikarans Joe Hendersons og píanistans JoAnne Barcheen. Henderson ér einn af meisturum harða boppsins, en eitthvað fannst mér skorta á hörkuna hjá honum blessuðum þetta kvöld — afturá móti fór hann á kostum í ballöðu- blæstrinum og Round About Midnight varð sem nýtt í höndum hans — eitthvað annað en hjá gítarsnillingnum unga Stanley Jordan, sem amerískir gagnrýnendur halda vart vatni útaf. JoAnne er kvenmaður sem segir sex þó sexý sé hún varla. Margir muna hana af Montmartreskífum Stan Getz í hópi Niels- Hennings og Billy Harts. Þetta kvöld átti hún salinn. Leikur hennar var kraftmikill og frumlegur — uppbygging hverrar tónsögu rökrétt og þá er nú stutt í snillina. Ætli nokk- ur kvenmaður leiki betur djass um þessar mundir? Enn að lokum: Eddie Harris verðum við að fá til Islands — hann fellur vel að hinum sveifluglaða húmor okkar. á skrifstofunni Nýjar hirslur fyrir tölvupappír Töivuvagnar, tölvumöppur, tölvupappír. Jddi söludeild Höföabakka 3, s:83366 HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.