Helgarpósturinn - 31.07.1986, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 31.07.1986, Blaðsíða 14
eftir Bjarna Harðarson myndir Claude Guillot „Hér bý ég með mína 24 hunda. Ég var að gefa þeim, þess vegna láta þeir svona." Blaðamaður HP er á hlaðinu hjá Hálfdáni Olafssyni; Bóbó svarta á Uppsölum í Seyðis- firði við Isafjarðardjúp. Þjóðvegur- inn liggur um hlaðiö hjá þessum kynlega einbúa og uppfinninga- manni. Gelt og gjamm búpeningsins heyrist út á veg. Allra handa skrani og dýrmæti ægir þar saman innan um misreisu- legar byggingar og kofatildur. Bóbó hefur ekki annan búpening en hundana. Selur ekkert og kaupir helst ekkert heldur. Lifir á gæðum sjávarins, sel, fiski, þangi og krækl- ingum en smakkar hvorki mjólk né brauð. Hann er sextugur að aldri, unglegur og kraftalegur, með ístru og alskegg. „Já, ég er skítugur," seg- ir karl og glottir að blaðamanni sem hefur vafalítið orðið heldur starsýnt á fatnað bóndans. 100 hunda hús íbúðarhúsið er tvílyft steinhús, ómálað og í staðinn fyrir gardínur hefur flöskusafni verið raðað í þá glugga sem prýddir eru gleri. Við tröppurnar er allsérstætt handriði en umhverfis húsið girðingargrind með einhverskonar nylonneti. Skúr- ar á hlaðinu eru ekki færri en fjórir og þess utan tættur og veggjabrot. Allt matargeymslur fyrir vetrar- forða og sömuleiðis hjallur neðan þjóðvegar. Þar í fjörunni er árabát- ur, plastsmíð. Út um allt úir og grúir af timburdrasli — sumt tilheyrandi væntanlegum byggingum en annað á sjálfs sín vegum. Oskilgreint járnadrasl er í nokkru minna magni, ein traktorsvél liggjandi t túnfætin- um og bilaður traktor rétt hjá. Mill- um tveggja skúra á að byggja gróð- urhús, vinkillaga og enn eitt hús þar á vinkilhorninu. Rétt hjá er að rísa, úr sperrum gamallar verksmiðju, hundahús — kúlulaga 100 hunda hús. „Þetta eru allt minkahundar — eina minkahundabúið á landinu sem er sjálfstætt. Hitt er allt á ríkinu. Ég er að rækta þessa hunda upp og það sem kemur núna þegar tíkurn- ar gjóta verður fullkominn stofn." Og þú œtlar þá aö selja hunda? „Nei, ekki einn einasta. Ég ætla að leigja þá. Hrepparnir geta fengið hund leigðan í viku tíma fyrir 5000 krónur. Hundur með manni getur þá kembt hreppinn á vikunni." Hundarnir á Uppsölum eru aldir inni og úr ómáluðu íbúðarhúsi Bóbós stafar háreysti þann stutta tíma sem HP staldrar við. Aðeins þremur þorir hann að sleppa út og þess er enginn kostur að blaðamað- ur komist nærri þessum gripum með myndavél. Hundur og maður búa þarna í sömu salarkynnum og þess vegna verður það að bíða betri tíma að Bóbó bjóði HP inn í stofu. „Þeir gætu hlaupið til fjalls og far- ið þar í fé. Ég get ómögulega hlaup- ið á eftir þeim. Ég leyfi þeim að fara út á veturna þegar vegurinn er lok- aður af snjóum beggja megin. Þá líður mér best. En það gerist sjaldn- ar núna eftir að þetta er orðin aðal- leiðin milli Reykjavíkur og ísafjarð- ar. Annars hafa hundarnir aldrei bit- ið neina kind. Sem betur fer." Gersemar í tunnum og sófasett úr selskinni „Já, og svo er ég með einn kött," heldur bóndinn áfram þegar HP spyr nánar út í búpeninginn. „Og sambúðin er góð því hvolparnir al- ast upp með kettinum. En þeir drepa alla aðra ketti sem þeir koma nálægt. Þeir koma líka með refi. Líklega eina 12 eða 15 búka síðasta vetur, en þeir voru búnir að slíta lappirnar og rófuna af þeim öllum þannig að ég fékk ekkert fyrir þá. En það gerir ekkert til." Og hrifning- in yfir dugnaði heimilisdýranna leynir sér ekki. „En nú skal ég sýna þér,“ segir karl og upp hófst einhver sú merki- legasta matarkynning sem blaða: maður og Ijósmyndari hafa lent í. í hjalli niður undir sjó hangir reykt selkjöt uppi undir rjáfri en saltaðar afurðir af sömu skepnu liggja á fjöl. 14 HELGARPÓSTURINN Bóbó svarti á Uppsölum sótt- ur heim. Býr með 24 minka- hunda og geym- ir matarger- semar i tunn- um. Selur ekkert og kaup- ir ekkert, fer ekki af bæ og kyndir helst ekki. Upp- finningamaður, nóttúrubarn og kynlegur Vestfirðingur. þennan stóra — tengi frá þeim katli inn í húsin og þá fullnýtist ork- an. . . “ Bóbó á Úppsölum er ekki síður þekktur sem uppfinningamað- ur. Út úr augunum og öllu andlitinu skín áhugi og ákafi. Og maðurinn hefur gott inngrip inn í það sem hann er að segja. Hundahúsið sem ætlað er að rúma 100 rakka er ekki síður hann- að af miklu hugviti. Þar nýtast gaml- ar sperrur til að setja saman kúluhús sem þó er að allri gerð ólíkt snjóhús- um eskimóa eða þeim kúluhúsum sem hér hafa verið byggð seinni ár. „Alltaf haft áhuga á hundum. Og ég skal segja þér það að ég fékk minn fyrsta hvolp einmitt hér hjá frænku minni á Uppsölum," segir Hálfdán sem er innfæddur Bolvík- ingur. Hann stundaði ungur nám í Garðyrkjuskólanum á Reykjum við Hveragerði, kvæntist og eignaðist 6 börn, bjó 30 ár í Reykjavík og vann þar bæði til sjós og lands. Kom vest- ur fyrir rúmum 10 árum, eignaðist þessa jörð, og dundar við þetta í ell- inni. Hefur reyndar líka búið bæði í Bolungarvík og á ísafirði, en núna verið fjögur ár samfleytt á Uppsöl- um. „Já og maður lifir fínu lífi hérna. En hvað átti ég líka annað að gera. Ég lenti í slysi fyrir 12 árum. Var þá að vinna hjá Jóni Loftssyni við að sjóða slitþráð í málmsteypumót þeg- ar ég tognaði illilega. Lá svo rúm- fastur í tvo mánuði og þurfti síðan að komast í nudd á hægri öxl. En ég var náttúrlega tryggður hjá þessu glæpafyrirtæki Trygginga- stofnun ríkisins og þeir bara rifu alla pappíra sem ég hafði frá læknum þannig að ég fékk ekki neitt. Þá var ekkert annað að gera hjá mér en að koma hingað vestur. Það er nefni- lega þriggja metra breitt belti kring- um allt landið sem er vermireitur. Það er þessi marinkjarni." Fjöruót og vestfirsk forneskja. . . Marinkjarni, hvað er það? — Og HP er kominn nær vestfirskum furð- um og forneskju en nokkru sinni. „Það er þangtegund," svarar Bóbó blátt áfram eins og þetta eigi allir að vita þegar blaðamaður bjóst við að heyra af fjörulöllum eða sæ- kúm. „Og með þessu þangi ertu bú- inn að fá öll þau bætiefni sem þú þarft. Og svo með kræklingum og öðru kemur heilmikið. Þetta étur maður allt saman." Mataræðið sam- anstendur af þessum fjörunytjum og þeim kynstrum af kjöti og fiski sem finnast í tunnunum 12, kössunum þremur og á rjáfri í reykhúsi og hjalli. „Nei, ég má ekki borða brauð því þá fitna ég og ég snerti ekki á mjólk," segir Bóbó. Auk olíunnar á ljósavélina er píputóbak það eina sem Bóbó þarf úr kaupstað. Þegar okkur bar að garði var Bóbó ekki einasta olíu- laus, sem gerði ekkert til, heldur líka tóbakslaus sem er alveg voða- legt. En á hæla HP kom vestfirski fréttamaðurinn Finnbogi Her- mannsson og hafði meðferðis, á leið „Þetta er sko fínn matur. . segir karl eftir að hafa leitt blaðamann um skúrkumbalda með söltuðu og reyktu selkiöti, bútungi, síld og saltfiski. „. . .má ekki borða brauð og snerti ekki á mjólk." Auk þessa tínir Bóbó pang, öðu og krækling sér til matar í fjörunni. Á gólfi standa þrjár tunnur af salt- aðri grásleppu. „Óskaplega góður matur. Með þremur tunnum þá er ég góður." Grásleppunetin eru lögð út rétt neðan við bæinn og öðru hvoru slæðast selir í þau líka. Þess utan fær Bóbó gjarnan seli úr netum bænda á næstu bæjum — en víðast eru not fyrir lostæti Uppsalabónd- ans harla lítil. Utan á hjallinn eru spýtt skinn. „Þetta ætla ég að nota á sófasettið hjá mér," segir þessi skrýtni karl og náttúrubarn við okk- ur. Á nokkrum skinnanna hafa fitu- blettir orðið eftir en Bóbó kann þau ráð við því að leggja dagblað ofaná og þá drekkur blaðið fituna í sig. Og áfram er haldið. Uppi í brekku ofan við bæinn er reykhúsið, lítill bárujárnskofi. Heyi og öðru elds- neyti er brennt rétt hjá í torfbyrgi og reykurinn leiddur í gegnum rör og þrjár tunnur áður en hann kemur í kofann. „Þarna er selkjötið, grálúð- an, grásleppan og ufsinn þessi stóri." Bóbó er í senn hreykinn og ánægð- ur yfir öllu þessu ríkidæmi. Rétt norður af sjálfu byggingar- svæðinu eru sjö tunnur af söltuðu selkjöti í kofa sem reistur er yfir silf- urtærum bæjarlæknum. Kjötið er svo afvatnað í þessum sama læk. „Og þið eruð ekki búin að sjá allt saman ennþá." Við skúrgafl nær íbúðarhúsinu eru þrír kassar af salt- fiski sem ient höfðu út úr mati vegna hringorms. Við hliðina er saltað hrefnuspik frá í fyrra — sér- staklega ætlað hundunum. „Þeir éta það hrátt en það verður að fá að þrána vel áður." Inni í sama skúr eru tvær tunnur af síld í kryddlegi — „. . .veiði hana úti á firði. Og segðu svo að sé ekki hægt að lifa hérna. Þetta er sko fínn matur." Engin frystikista. Til þess er raf- magnið frá ljósavélinni of óstöðugt. Þessa dagana er engin olía til — „al- veg lens," segir Bóbó og telur það aukaatriði svona að sumarlagi. „Ef það er kalt þá á ég svona gorma með tveimur handföngum og ef ég beygi mig 20 sinnum á þeim þá er mér orðið heitt aftur. Svo fæ ég sjó- mannalífeyri í vetur þegar ég verð orðinn sextugur — verð þá með fastar tekjur." Gufuketill, hita- jafnari og útblústur fró Ijósavél En gróðurhúsin. Hvað œtlarðu að rœkta þar? „Bara grænmeti í kjaftinn á sjálf- um mér," svarar Bóbó víðsfjarri öll- um þenkingum um sölu, peninga og gróða. Fer svo að útskýra fyrir blaðamanni hvernig hann ætlar að nýta útblástur frá ljósavélinni til þess að hita húsin. „Gufuketillinn á að koma hér sem nokkurs konar hitajafnari... tengi frá þeim katli í

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.