Helgarpósturinn - 31.07.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 31.07.1986, Blaðsíða 31
LISTAPÖSTU Gabriel García Marquez Guðbergur þýðir Marquez Nýjasta skáldsaga Nóbelsverð- launahöfundarins Gabriel García Marquez, kom út í Kolumbíu, heiinalandi skáldsins, í byrjun þessa árs. Gudbergur Bergsson hefur þeg- ar þýtt hana á íslensku, en enn sem komið er hefur henni ekki verið snarað á aðrar þjóðtungur. Þetta snarræði er að þakka — auk Guð- bergs — bókaforlaginu Mál og menningu, sem gefur verkið út á haustmánuðum. Það heitir Ástin á tímum kóler- unnar, hátt í fimmhundruð síður í spænsku útgáfunni og fjallar óvana- lega mikið um ástina af Marquez að vera. Nú segir af ástum gamals fólks; Gabriel rekur örlög aldraðs karls sem bíður eftir elskunni sinni í fimmtíu ár. Mörgum þykir fyrir- myndin vera sótt í foreldra hans sjálfs. Eins og vænta mátti þáttar hann svo ótal hliðarsögur og auka- persónum inn í meginfléttu verks- ins. El amor en los tiempos del colera, er eitthvað um tíunda skáldsaga Marquezar. Henni hefur verið mjög vel tekið af þeim gagnrýnendum sem þegar hafa lesið hana — og meðal annars hefur verið á það bent að hér með afsanni Marquez þá kenningu að rithöfundar hætti að geta skrifað af viti, þá Nóbelinn er í höfn. -SER J að horfa á borgina með þeim aug- um sem ég horfði á hana þegar ég var að safna efni í bókina. En ég finn það núna að það hefði verið gaman að halda áfram — endalaust. Það er nóg til af myndefni í Reykjavík til að gefa út svona bók á hverju ári. Þetta verk hefur hjálpað mér til að sjá borgina á annan hátt en áður. Mér þykir miklu vænna um hana núna. Ég sé nú mörg ný horn á borginni og ég er miklu meira vakandi fyrir henni en áður. Þetta er svipað og þegar fólk lítur upp á Laugavegin- um, upp fyrir fyrstu hæð, og segir við sjálft sig: „Er Laugavegurinn virkilega svona?" Það slær mann þegar maður vinn- ur að verkefni eins og þessari bók hvað Reykjavík er ofsalega litrík, það eru fleiri litir í borginni en bara máluð húsþök. Og litirnir eru líka til staðar á veturna bara á annan hátt. Vetrarbirtan getur verið ótrúlega falleg. En þessi bók er fyrst og fremst myndabók og maður þarf ekki að tala neitt tungumál til að skilja myndirnar í henni. Textinn er til stuðnings. Bókin er fyrst og fremst myndaportett af Reykjavík — þar sem borgin okkar er glöð — eins og í dag,“ sagði Páll að iokum og horfði út um gluggann á sólina sleikja hús- in, malbikið og bílana. GPM Kjartan Ragnarsson og Atli Heimir Sveinsson: Söngleikur um Skúla fógeta Á hátíðardagskránni við Arnar- hól sem hefst kl. 21 á sjálfan afmæl- isdag Reykjavíkur 18. ágúst verður m.a. á dagskrá nýr söngleikur eftir Kjartan Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson um Skúla Magnússon fógeta, sem oft hefur verið kallaður „faðir Reykjavíkur.“ Söngleikurinn sem tekur um hálfa klukkustund í flutningni er hluti af framlagi Leikfélags Reykjavíkur til 200 ára afmælisins. „Borgin styrkir Leikfélagið og er að byggja Borgar- leikhús með okkur og því er þessi söngleikur eins konar gjöf okkar til hennar. Borgarsjóður greiðir að vísu kostnaðinn við sýninguna en leikar- arnir taka ekkert fyrir vinnu sína,“ sagði Kjartan Ragnarsson í samtali við HP. „Sýningin gengur út á baráttu Skúla við einokunarverslunina og hvernig hann eyddi síðustu 40 árum ævi sinnar, þegar hann var landfó- geti, í að brjóta niður einokunar- valdið. Honum varð að ætlun sinni og það hafði m.a. í för með sér að Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi 18. ágúst 1786 en leikar urðu jafnir því Skúli brotnaði sjálfur niður að lokum og var rekinn úr embætti sínu, sem hann fékk að vísu aftur. En hann missti allar eigur sínar og allt og endaði ævi sína sem hornkarl í Viðeyjarstofu, sem hann sjálfur reisti." Kjartan sagði að það væri allt ann- ar bragur á þessum söngleik en á Land míns föður. Móðuharðindin koma við sögu og afar ströng refsi- löggjöf, „þegar menn voru háls- höggnir fyrir ekki neitt. Það er sko enginn ,,elsku-mamma-tónn“ í þess- um söngleik." Allir fastráðnir leikarar Leikfé- lagsins, sem eru 15 að tölu, taka þátt í sýningunni en aðeins verður sýnt þetta eina kvöld afmælishátíðar- innar. -Mrún aði ég að reyna að raða myndunum saman í eina heild en þá fannst mér ég ekkert eiga af myndum. En um áramótin síðustu fór að koma lag á þetta. En næstum allar myndirnar eru teknar í fyrra og í vetur. Ég fékk þetta verk alveg á heilann. Og þar er það kannski enn. Ég má ekki sjá neitt án þess að segja við sjálfan mig: „Þetta verð ég að hafa í bók- inni". Þannig að ég er ekki enn laus frá bókinni. En það er bara gaman Reyndi að gera glaða og hressa bók um Reykjavík — segir Páll Stefánsson Ijósmyndari um bók sína Reykjavík — A Fresh Portrait of Iceland’s Capital Það hefur varla farið fram hjá nokkrum að um þessar mundir er Reykjavík 200 ára gömul. í tilefni þessa hefur Iceland Review gefið út Ijósmyndabók eftir Pál Stefánsson sem nefnist Reykjavík — A Fresh Portrait of Iceland’s Capital. Bók- in inniheldur 80 litmyndir og skiptist í fjóra kafla hvern með sitt þema. Bókin er eins og annað sem út kem- ur hjá Iceland Review á ensku. Ætluð fyrir gesti og gangandi, en eins og Páll segir sjálfur þá þarfekki texta til að lesa myndir. Það geta all- ir lesið þessa bók. „Tilefnið var að gera nýja bók um Reykjavík sem birti nýjar hliðar á borginni," sagði Páll Stefánsson í viðtali við HP. „Ég reyndi að gera glaða, hressa bók. Sjálfur er ég ekki dómbær á hvort það hefur tekist. En ég vona það. Þetta eru stemmnings- myndir og mikið af fólki, einmitt til að gera bókina líflega — Reykjavík er mjög hress borg“, bætir Páll við eftir smá þögn. „Ég skipti bókinni niður í fjóra kafla. Mér þótti erfiðast að raða myndunum þannig saman að úr kæmi einhver heild, þannig að úr yrði saga um Reykjavík. Hún seg- ir sögu. Óvenjulegast við bókina er hversu mikið er af vetrarmyndum í henni. Það er reyndar ekki nema eðlilegt því Reykjavík er nyrsta höf- uðborg í heimi og hér ræður vetur ríkjum í níu mánuði á ári. Það er mikil stemmning í vetrinum en fólki finnst gott að kúra inni í hlýjunni og fer því ekki út að taka myndir. Ég segi að maður eigi bara að fá sér góða úlpu. Ferðamenn eru flestir hér á sumrin og þess vegna tilvalið að sýna þeim borgina öðruvísi en þeir flestir sjá hana. Sýna hina hlið- ina á Reykjavík. Sýna veturinn. Ég byrjaði í fyrravor, tók myndir þá og um sumarið. Um haustið byrj- BÓKMENNTIR Þungvopnaöir dagar Gyrðir Elíasson: BLINDFUGL/SVARTFLUG (mósaík) Norðan° niður 1986. Mynd framan á kápu: Elías B. Halldórsson Þetta er lítið kver, einn samfelldur texti á 16 ótölusettum síðum og þó örlítið kafla- skiptur, samtals rúmlega 400 línur, eins og glögglega er sýnt á spássíu, en fyrirsagnir eru engar. Heiti kversins er þó býsna lýsandi fyrir innihaldið: blindfugl á svartflugi um þungvopnaða daga, kvíði við stjórnvölinn. Myndmál er einfaldara í sniðum en í fyrri bókum Gyrðis, mest einfaldar viðlíkingar og beinar myndir; orðaleikir að mestu lagðir fyrir róða, enda ærið oft ofnotaðir nú um stundir, svo jaðrar við sjálfvirkni rétt eins og vanarímið forðum (ást/brást o.s.frv.). Og með hliðsjón af fyrri bókum Gyrðis finnst mér hann stefna óðfluga að sagnagerð; hann hefur raunar sagt í viðtölum, að sú hafi verið ætlunin, en sögurnar viljað hlaupa í þvotti. Ljóðmælandinn eða sögumaður, hvorn sem menn nú kjósa sér, talar við lesendur sína ýmist í þriðju persónu eða fyrstu, einatt fullur óþols og uggs, sbr. upphafslínur: Forsíða nýjustu Ijóðabókar Gyrðis. „Skref fram ó vio, agaðri efnistök" segir Sölvi Sveinsson m.a. um efniðinn f bókinni. Rósemi get ég ekki miðlað af henni á ég ekkert,flugþol órólegra hugmynda virðist án takmarka.þær hefja sig á loft í hvelfingunni og sveima nótt eftir nótt í húðvængjulíki milli súlna.ég ligg og fylgist með þeim undir glerinu.ekki vonlaus um að þær tylli sér andartak á limborna veggina Veröldin sveiflast milli staðbundins veru- leika þar sem fjallseggjarnar eru „skornar handahófskennt með steinskera": þorp umlukt svart — hvítum oddhvössum steinbáknum, timburkofar og þröngar götur sneyddar lýsingu,héla þekur glugga.skuggaverur bærast undir augnlokum — og ímyndunar, þar sem heimurinn er ann- ars eðlis: Kopargræn turnþök lýsa í fölnandi skini frá gasluktinni stóru, hér er ég ókunnugur.tek fáein hikandi útreiknuð skref yfir dúfnatorgið einsog ég búist við jarðsprengjum eða fallgryfjum lögðum fyrir tvíhyrninga Sögumaður er einn á ferð, einungis er óljóst getið um skuggaverur, en þær eru líka ímyndun hans, „og ekkert slítur þögnina". En: skriðan á eftir að falla, hún á eftir að falla þegar haustnóttin er hálfnuð og allir í fasta svefni BLINDFUGL/SVARTFLUG er að því leyti framhald af bak við maríuglerið, að þar er sami uggur á ferð, óþol og kvíði í draumi og veruleika. Jafnframt er blindfuglinn skref fram á við; agaðri efnistök og betra vald á máli — naumast nokkur sjálfvirkni (sjá þó línur 363—370). Og blindfuglinn er líka síð- asti áfanginn á leiðinni frá ljóði til sögu. Kápumynd er vel valin: Maðurinn einn og umkomulaus með krosslagðar hendur á brjósti, óljós veröldin fjær, hvítir rimlar í sort- anum. 55 HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.