Helgarpósturinn - 31.07.1986, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 31.07.1986, Blaðsíða 19
1 Jónatansson forstjóri Landsvirkj- unar, Lilja Árnadóttir frá Þjóð- minjasafninu og Jón Ólafsson oddviti Núpverjahrepps, og spurðist fyrir um hvort afnotin væru þeim nokkuð á móti skapi. Hinum megin línunnar var sagt að málið yrði at- hugað — og heldur betur, því fimm vikur liðu áður en svarið kom. Og það var neikvætt. Já, skrítnar nefndirnar, sumar hverjar. . . liklum sögum fer af því álagi sem er á símakerfi borgarinn- ar þegar vinsældaval hlustenda Rásar 2 stendur yfir milli klukkan fjögur og sex síðdegis á fimmtudög- um. Álagið hefur oft haft þær afleið- ingar að línum starfsmanna valsins slær saman við línur þar sem annað og meira en vinsældaval fer fram á. Þannig vissi starfsmaður rásarinnar ekki hvaðan á sig stóð veðrið síðast- liðinn fimmtudag, þegar hann heyrði allt í einu í kunnuglegri alla- ballarödd ræða við annan mann um stöðu Svavars formanns Gestsson- ar í síma. Þetta var heiðarlegur opinber starfsmaður sem lagði þeg- ar á, en ella hefði auðvitað óvæntur leki farið af stað. Þessum allaböllum til mikillar undrunar. Þeim og öðr- um póiitískum plotturum er hér með bent á að hringja á öðrum tíma en þeifn sem að ofan greinir og svo símayfirvöldum að koma þegar í stað í veg fyrir að svona lagað geti gerst... V, ið áttum þess ógetið að Ól- afur Sigurðsson viðskiptafræðing- ur var skipaður deildarstjóri í við- skiptaráðuneytinu fyrr í sumar. Hreinn Loftsson gegndi stöðunni áður, en var síðan gerður að aðstoð- armanni Matthíasar Á. Mathie- sen á meðan hann gegndi við- skiptaráðherrastarfi og fluttist svo með honum í utanríkisráðuneyt- ið. Þá tók Sigurbjörn Magnússon við deildarstjórastöðunni um stund- arsakir, áður en hann varð fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Það óvanalega við þessa upptalningu er að sá sem nú kemur á eftir, Ólafur Sigurðs- son, er ekki pólitískt ráðinn, heldur vegna menntunar sinnar, sem hann hefur meðal annars sótt til Frakk- lands. . . lyndbandagerðin Mynd- bær, sem Jóhann Briem rekur, hefur á undanförnum vikum staðið í gerð áróðursmyndar gegn áfengis- neyslu landans í samvinnu við Áfengisvarnaráð. Þorsteinn Marelsson skrifaði handrit hennar en Valdimar Leifsson leikstýrir, sem sagt sami dúettinn og vann Á fálkaslóðum. Við heyrum að í handriti hafi verið gert ráð fyrir því að eitt atriði bindindismyndarinnar yrði tekið upp í Þjóðveldisbænum í Þjórsárdal, en það fjallaði um drykkjuháttu íslendinga til forna. Forráðamenn myndarinnar slógu á þráðinn til eins úr stjórn Þjóðveldis- bæjarins, en hana skipa Halldór Þ að getur verið erfitt að vinna í afgreiðslunni hjá Landmælingum ríkisins. Engin reglugerð er til um það hverjum og hverjum ekki má selja loftmyndir af hinum ýmsu stöðum á landinu, til að mynda þeim hernaðarlega mikilvægu sem svo eru kallaðir. í bréfi frá utanríkis- ráðuneytinu segir aðeins að að- gangur almennings að loftmyndum stofnunarinnar sé ekki ótakmarkað- ur, en það er mjög tæplega skil- greint nánar. Starfsmenn afgreiðsl- unnar, hafa farið fram á skýrari starfslýsingu, en hafa jafnan fengið loðin svör. Þess vegna er það hlut- skipti þeirra að vega og meta hverju sinni hvort umsækjandi um loft- myndir sé á eftir þeim í eðlilegum tilgangi, svo sem bóndi í leit að af- réttum, eða blákaldur terroristi.. . 'V . ■ tjg m I i Kæri lesandi. Mæsta helgi, verslunarmannahelgin, er mesta umferðarhelgi ársins. Af því tilefni drep ég niður penna til að ræða stuttlega við þig urn umferðarmálin og slysahættuna. Um- ferðarslysin og tjónatíðnin valda okkur öllum vaxandi áhyggjum. Stöðugt hækka tölur um árekstra, óhöpp, líkamsmeiðsl, örkuml og dauðsföll. Þessi neikvæða þróun umferðar- mála hrópar á okkur öll að sameinast í rót- tæku átaki til úrbóta, sem snýr vörn í sókn. Eg þarf ekki að segja þér, að það kostar þjóðfélagið okkar umtalsverða fjármuni að líkna slösuðum. Þú veist, að sjúkrahúskostn- aðurinn rýkur upp ár frá ári af þessum sökum. Endurhæfing þeirra sem slasast kostar dýr- mætan tíma og peninga, svo ekki sé talað um slysa- og örorkubæturnar til handa þeim sem aldrei ná fullri heilsu á ný. Vinnutap er einnig fjármunir, hvort sem það er tímabundið eða varanlegt. Þú, eins og ég, þekkir mörg dæmi um erfiðleika fólks sem slasast hefur, svo ekki sé minnst á sorgir og sársauka þeirra sem misst hafa sína nánustu af slysförum. Þú veist líka allt um eignatjónið sem menn verða fyrir vegna óhappa og slysa. III TRYGGINGAR að er skylda okkar allra að leggja okkar af mörkum til að bæta umferðarmenninguna, jafnt í þéttbýli sem strjálbýli. Það er hags- munamál okkar allra að draga úr tjónatíðni og fækka hörmulegum slysum. Förum því með gát í umferðinni um helgina og framvegis. Við verðum að draga úr of hröðum akstri. Við megum ekki taka óþarfa áhættur í umferð- inni. Það er skylda okkar að sýna fulla tillits- semi og fara að settum reglum. Við megum aldrei gleyma því að við, þú og ég, erum ekki ein(ir) í umferðinni. Ef við sameinumst öll í því að bæta um- ferðina, drögum við um leið úr slysum og tjónum. Það skilar sér fljótt í auknu öryggi og vellíðan. Að lokum vona ég að þú og þínir nánustu hafið það gott um helgina. M eð bestu kveðju, / Ólafur B. Thors. Es. Það jafnast fátt á við slysalausa helgi. Sækjum og sendum Greióslukorta þjónusta Langholtsvegi 109 (í Fóstbræöraheimilinu) Sími 688177 BILALEIGAN OS HELGARPÖSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.