Helgarpósturinn - 31.07.1986, Blaðsíða 26
jafnvel þótt þeir segist kannski bara
vilja fá sömu klippingu og síðast.
Mín sköpun felst í því að breyta
þeim á fjögurra, fimm vikna fresti.
Til þess notar maður m.a. alla þessa
háraliti sem íslendingar eru svo
óhræddir við. íslenskar konur í dag
vilja miklar djarfar breytingar."
Nú verður Simbi dálítið mæðuieg-
ur og bætir við: ,,En kröfurnar geta
orðið ansi óréttlátar. Þær konur sem
koma hingað í fyrsta skipti, hafa
pantað tíma vegna þess að þær hafa
séð mig gjöbreyta einhverri vin-
konu sinni, segja kannski bara:
Gerðu eitthvað! Það er dálítið erfitt
ef maður veit ekkert um persónuna.
Maður hefur þá ekki hugmynd um
hvort hún muni ganga grenjandi út
af stofunni eða ekki.“
Ég er enginn guð
,,Og sumar koma reyndar bara til
að máta mann. Segja manni að gjör-
breyta sér en hugsa svo undir niðri:
Ég er ekki til í neitt. Honum skal
ekki takast að gera neitt sniðugt við
mig. Þetta er mjög óréttlátt. Eg er
enginn guð.
Svo eru aðrar konur sem gera sér
ekki grein fyrir því að ef þær gjör-
breyta um hárgreiðslu þá þurfa þær
líka að breyta klæðnaðinum og and-
litsfarðanum til að dæmið gangi
upp. Það gengur t.d. ekki að hafa
hár samkvæmt nýjustu pönktísk-
unni en halda áfram að ganga í
gömlu vattúlpunni með bleika vara-
litinn. Nýja klippingin hans Simba
getur ekki gjörbylt þeim. Ég rekst
stundum á þessar konur í bænum á
miðvikudögum, en þá á ég frí af
stofunni. Hvað á ég að gera? Á ég að
fara grenjandi heim eða á ég að
ganga að konunni í vattúlpunni og
segja við hana að hún sé ,,a big
mistake"?
Þetta er dálítið erfitt vegna þess
að sumir kúnnarnir þykjast stund-
um eiga mig þótt ég hafi aldrei hitt
þá áður. Þeir ætla bókstaflega að éta
mann!“
— Ertu þá kannski oft í hlutverki
sálusorgara?
„Jú, sumar þurfa að fá útrás.
Stundum hafa íbúðakaup kúnnanna
bitnað á mér. Einni gaf ég hreinlega
klippinguna af því að ég vorkenndi
henni svo mikið. Þegar eitthvað er
að hjá manni sjálfum eða heima fyr-
ir fær ný klipping engu breytt, sama
hversu flott hún er.“
,,Geturdu ekki gert eitthvad!?"
segi ég og horfi mœduleg á form-
lausan hárlubbann í speglinum. Ég
geri mér grein fyrir hversu óréttmæt
þessi bón er þar sem ég veit nœsta
lítid um hvad ég vill láta gera viö
háriö. Jú, það má gjarnan vera fyr-
irferöarmikiö, alls ekki „dömulegt".
Aberandi! Og þar sem ég hefgránaö
alveg ótrúlega í sumarfríinu er ég
ekki frábitin því aö fá mér skol í
fyrsta skipti á œvinni. Meöan ég tíni
til þessar upplýsingar er Simbi far-
inn aö standa uppi í hárinu á mér,
en Simbi heitir fullu nafni Sigmund-
ur Sigurösson og vinnur hjá Elsu
Haraldsdóttur á Salon V.E.H., ein-
hverri virtustu hárgreiðslustofu
landsins. Þar fyrir utan vinnur Simbi
talsvert við tískumyndatökur, nú
síðast var hann að greiða módelum
Maríu Guðmundsdóttur ljósmynd-
ara á vegum Lopa og bands. Maður
hefur heyrt að þessi Simbi geti gert
hreinustu kraftaverk og nú ætla ég
að reyna að komast að því hvort sú
staðhæfing stenst.
íslendingar
framarlega í
hárgreiðslu
Fyrst leiðir hárgreiðslunemi mig
26 HELGARPÓSTURINN
að vaskinum til að þvo á mér hárið
og setja í mig lagningarvökva. Svo
sest ég aftur í stólinn hjá Simba og
hann tilkynnir mér að hann ætli að
setja í mig permanent.
,,Já, nemarnir byrja við vaskinn,"
segir Simbi mér til upplýsingar.
„Síðan fá þeir að setja í permanent-
rúllur og plokka upp strípurnar."
Þetta er einmitt í fyrsta skipti sem ég
ber slíkt augum: þá er skellt á höfuð
viðskiptavinarins þykkum haus-
poka úr plasti sem fellur þétt að, og
svo eru þau hár sem á að lita (setja
strípur í) plokkuð upp um lítil göt.
„Síðan kemur sjokkið: Allt í einu
ertu kominn með þinn eigin kúnna
í stólinn. Þá geturðu farið að skapa
samkvæmt þínum eigin hugmynd-
um, en ert líka kominn með ábyrgð.
Nemarnir eiga ekki alltaf sjö dagana
sæla. Það er nefnilega óhjákvæmi-
legt að segja þeim til, jafnvel setja
ofan í við þá fyrir framan kúnnana.
En eins og þú hefur kannski tekið
eftir þá vinnum við mikið saman
hér á stofunni, leitum ráða hvert hjá
öðru, stúderum málin í sameiningu
fremur en að pukrast hvert í sínu
horni í innbyrðis samkeppni."
Ég spyr hann hvort sé ekki erfitt
að rísa undir kröfum kúnnanna,
hvort þeir séu ekki óbilgjarnir á
stundum.
„Jú, þetta er mjög krefjandi starf,
hárgreiðsla í dag skiptir svo rosa-
lega mikiu máli. Sumar konur ætl-
ast til að þú breytir þeim í Marilyn-
Monroe týpu á stundinni. Svo breyt-
ist tískan svo fljótt. Maður verður
alltaf að taka inn nýja strauma hvort
sem maður er hrifinn af þeim eða
ekki. Það þýðir t.d. ekkert að sleppa
sumartískunni þetta árið af því að
manni finnst hún púkaleg."
En Simbi telur að íslendingar hafi
verið mjög duglegir við að móta
sinn eigin hárgreiðslustíl; þeir grípi
upp hugmyndir úr heimstískunni en
breyti þeim síðan út frá eigin höfði.
Við getum verið stolt af því hversu
vel við fylgjumst bæði með hár- og
fatatískunni. Um daginn voru t.d.
norskir blaðamenn að taka við mig
viðtal og þeir voru alveg gáttaðir og
spurðu hvaðan við tækjum alla
þessa peninga til að veita í tískuna."
íslenskar konur
vilja djarfar
breytingar
— Er viöskiptavinahópur Salon
V.E.H. breiöur eöa eru einhverjir
hópar meira áberandi en aörir?
„Ég held að hann sé nokkuð
breiður. Við erum fyrst og fremst
með fastakúnna og því er alltaf
nokkurra vikna bið. Þegar nýtt fólk
kemur veltir maður fyrir sér hvaða
kúnni skyldi nú hafa „sent" hann.
Fólk gengur ekki hingað inn af göt-
unni og sættir sig við að hér sé
nokkurra vikna bið. Þá fer það frek-
ar niður á Klapparstíg og tekur
númer.“
— Eru þeir aö sœkjast eftir þínum
stíl?
„Já, sjálfsagt margir. Auðvitað
hefur maður sinn stíl en maður
ákveður samt sem áður alltaf hvað
gera skal í samráði við kúnnann,
svo framarlega sem hann hefur
sjálfur ákveðnar hugmyndir. En ég
er ekki til í að gera endalausar mála-
miðlanir. Ef kúnnanum líkar ekki
stíllinn verður hann bara að fara
eitthvað annað.“
— Hafa viöskiptavinir ykkar ein-
hver séreinkenni?
„Já, þeir vilja láta taka eftir sér,
vilja láta gera eitthvað persónulegt
við hár sitt svo að þeir skeri sig úr.
Flestir eru djarfir persónuleikar, og
þá ekki bara varðandi hárstíl, held-
ur einnig í starfi og lifnaðarháttum.
Þeir búast alltaf við einhverju nýju,
Sumar rjúka
grenjandi á dyr
— Lendirðu einhvern tíma í vand-
rϚum?
„Ég segi það nú kannski ekki. En
ég er með nokkra fastakúnna sem
ég get búist við hverju sem er af,
þess vegna að þær rjúki grenjandi á
dyr.
Og — jú, jú, oft segja konur hrylli-
lega hluti sem þær sjá síðan eftir.
Þegar það gerist steinþegi ég, held
bara minni kurteisi. Enda þýðir ekk-
að rífast við konur!
Það er alveg rétt að sumar konur
geta ekki fengið útrás heima hjá sér.
Þá hafa þær þörf fyrir að vera and-
styggilegar þegar þær fara í ein-
hvers konar meðferð, eins og klipp-
ingu. Þær hafa jafnvel þörf fyrir að
fara á hárgreiðslustofu einu sinni í
viku. .. Stundum hugsa ég með
mér: Guði sé lof að ég bý ekki með
konu! En það er alveg ljóst að ég fæ
yfir mig miklu fleiri köst heldur en
venjulegur eiginmaður.
En grundvöllur sköpunar í hár-
greiðslu er að komast í gott sam-
band við kúnnann. Maður reynir
eftir bestu getu og þær verða þá líka
blíðari á manninn. Heimur hár-
greiðslustofunnar er mjög sérstakur,
þar ríkja önnur samskiptalögmál en
fyrir utan."
— Finnst þér aö sumar konur
hugsi of mikiö um háriö á sér?
„Yfirleitt þarf að dedúa eitthvað
við hárgreiðslurnar mínar, en það er
ekki tímafrekt að halda þeim við. En
dedúið við hárið getur gengið út í
öfgar. Hjá sumum konum er hárið
númer eitt, tvö, þrjú og fjögur. Eigin-
maðurinn og börnin koma í fimmta
og sjötta sæti. Þær eiga jafnvel til að
keyra til mín dag eftir dag ofan úr
Breiðholti til að spyrja mig hvernig
einhver lokkur eigi að vera. Þá held
ég að eitthvað hljóti að vera að hjá
blessuðum konunum!"
— Veröuröu aldrei pirraöur?
„Nei, ég er löngu hættur því. Það
HP spjallar við Simba,
hárgreiðslumann á
Salon V.E.H.
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
mynd Arni Bjarnason
I