Helgarpósturinn - 31.07.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 31.07.1986, Blaðsíða 29
lægri gráðum. Stórmeistari Stór- stúkunnar svokölluðu er Indriði Pálsson, forstjóri Skeljungs. Sérstök Stúart-stúka er á Akureyri og er Þórdur J. Gunnarsson, umboðs- maður Brunabótafélagsins, stór- meistari hennar. í Reykjavík er Sankti Andrésar stúkan Helgafell og er þar stórmeistari Werner Ivar Rassmusson, apótekari og reglu- bróðir af níundu gráðu. Sankti Andrésar stúkan Huld er á Akureyri og þar er stórmeistari Agúst Olafs- son, húsgagnasmíðameistari. Stórmeistarar áður upptaldra Sankti Jóhannesar stúkna eru eftir- farandi: í Eddu Gudmundur S. Jóns- son, en fyrsti varameistari Steinar J. Lúövíksson. í Rún Valur Arnþórs- son, kaupfélagsstjóri, en fyrsti vara: meistari Gunnar Bergur Arnason. í Mími Jón Birgir Jónsson, verkfræð- ingur, en fyrsti varameistari Ragnar Júlíusson skólastjóri. í Njálu á ísa- firði Jóhann Tómas Bjarnason, en fyrsti varameistari er Gudmundur Gudmundsson framkvæmdastjóri. í Gimii Jón Rafn Gudmundsson, fv. framkvæmdastjóri líftryggingafé- lagsins Andvöku, en varameistarar Skúli Sigurdsson og Bruno Hjalte- sted. í Hamri er stórmeistari Eggert Isaksson hjá Hval hf., en fyrsti vara- meistari er Guömundur Elías Árna- son. í Akri á Akranesi er stórmeist- ari Baldur Trausti Eiríksson, en fyrsti varameistari Svanur Geirdal. Stórmeistari Glitnis í Reykjavík er Sigurður Örn Einarsson, skrifstofu- stjóri, en fyrsti varameistari Baldur Sveinsson. Stórmeistari Sindra í Keflavík er Jóhann Líndal Jóhanns- son rafveiturekstrarstjóri og fyrsti varameistari Gunnlaugur Karlsson skipstjóri. Stórmeistari Röðuls er Páll Jónsson, en fyrsti varameistari Kjartan T. Olafsson. Fræðslustúkur eru starfræktar á nokkrum stöðum um landið. Á Sauð- árkróki er fræðslustúkan Mælifell .og henni stýrir Árni Ásgrímur Blöndal. Á Húsavík er fræðslustúk- an Draupnir og henni stýrir Sigurö- ur Guömundsson prófastur. Á Siglu- firði er fræðslustúkan Dröfn og henni stýrir Þorleifur Ragnar Jónas- son. 1 Vestmannaeyjum er starfrækt bræðrafélag frimúrara og því stýrir Guðmundur H. Guðjónsson. Þá er loks bræðrafélag í Stykkishólmi og því stýrir Jónas Gestsson. Fræðslu- stúkur og bræðrafélög eru ekki full- gildar frímúrarastúkur og tilheyra meðlimir þeirra Sankti Jóhannesar stúkunum. Hér verður ekkert fullyrt um eðli eða tilgang Frímúrarareglunnar á íslandi. Margir vilja taka undir þá niðurstöðu Ulfars Þormóðssonar að innri samtrygging þar sé á stundum veigameiri regiubræðrum en pólitík og flokkadrættir og að þar sé mikil- vægum málum oft ráðið á bak við tjöldin. Aðrir telja að á ferðinni sé tiltöluiega saklaus karlaklúbbur og benda á að samkvæmt reglum fé- lagsskaparins sé bannað að tala um stjórnmál á fundum. Samsetning reglunnar er öðruvísi nú orðið en þegar reglan var hvað sterkust fyrir 30—40 árum. í henni eru nú færri menn í lykilstöðum þjóðfélagsins og þarna eru menn úr öllum stéttum að því er virðist. Þó er þarna talsvert um ýmiss konar stjórnendur og það má heita allathyglisvert að um tíma voru saman á toppi reglunnar for- stjórar allra þriggja olíufélaganna; Indriði fíálsson, Vilhjálmur Jónsson og Önundur Ásgeirsson. Þá hafa margir guðsmenn komist á toppinn, en víða erlendis hefur einmitt verið deilt um réttmæti þess að prestar séu í leynifélögum. Sennilega verður spurningunni um eðli, tilgang og áhrif Frímúrara- reglunnar á íslandi aldrei svarað til fulls. Samstaða reglubræðra er vafa- laust nokkur, en hið sama má segja um pólitíska flokksbræður, meðlimi annarra leyndra og ljósra félaga, fylgjendur ákveðinna íþróttafélaga, stéttarbræður, ættingja og persónu- lega vini. Sá leyndarhjúpur sem hvílt hefur yfir þessari reglu hefur hins vegar fætt af sér samsæris- kenningar sem erfitt er að henda reiður á, sanna eða afsanna. Ljóst er þó, að það virðist mjög eftirsóknar- vert að komast í regluna og til þess þarf talsverð fjárhagsleg útgjöld. Og færri komast að en vilja; þegar nýir meðlimir eru bornir upp fer fram at- kvæðagreiðsla og verður hún að vera einróma, annars er nýgræðing- urinn úti í kuldanum! sem lauk um síðustu helgi, þótti víst takast bærilega og vel það. Einn maður var þó ekki ánægður með allt þetta tilstand — nefnilega Knut Ödegard, forstjóri Norræna húss- ins. Staðsetning sirkustjaldsins, sem reist var á Háskólavellinum í Vatns- mýrinni, mun einkum hafa verið þyrnir í augum Knúts. Hann hefur nú sent borgarráði og einhverjum stofnunum borgarinnar bréf, þar sem hann kvartar yfir því að tjaldið hafi skyggt á Norræna húsið. Þar vísar hann meðal annars í arkitekt hússins, þann fræga Alvar Aalto, sem mun hafa mælt svo fyrir að ekkert mætti reisa sem skyggði á bygginguna. En það skyldi þó aldrei vera að N'art hafi skyggt á Norræna húsið í fleiri en einum skilningi. . . GÓÐAFERÐÍ KongoROOS w SKONUM MEÐ VASANUM útilJf Glæsibæ, sími 82922. \ . ■■■' " 1 m/mmmmmA.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.