Helgarpósturinn - 31.07.1986, Blaðsíða 21
dagstund í vatnsrennibrautum
sundlaugarinnar, fari margfalt
hærri upphæöir í næstu leiktæki á
staðnum, tívolíið. ..
TTúristafjörkippurinn í Vest-
tnannaeyjum hefur verið töluverð-
ur á undaniiðnum árum og er það til
dæmis að þakka Páli Helgasyni
rútubílstjóra á staðnum, sem hefur
verið iðinn við kolann í þessum efn-
um. Hann fær gjarnan sniðugar
hugmyndir og framkvæmir þær,
eins og þá með hrútinn út í Stór-
höfða sem honum tókst að gera
mannýgan með rauðum flöggum.
Fyrir vikið hafa ferðamenn dregist
að þessum stað^ enda sjá menn ekki
hvar sem er á Islandi þessa ferfætl-
inga hlaupa á eftir tveimur jafnfljót-
um. Hins vegar gerðist það fyrir fá-
einum vikum, er okkur sagt, að
maður nokkur átti leið út í Stór-
höfða í allt öðrum erindagjörðum
en þeim að kíkja á hrútsa. Hann
lagði bíl sínum við veðurathugunar-
stöðina, sem stendur hæst í höfðan-
um, og gekk síðan erinda sinna.
Þegar hann sneri svo aftur að bif-
reið sinni, brá honum heldur betur,
því hún var orðin klesst á alla kanta
og kannaðist okkar maður ekki við
að hafa yfirgefið hana í svoleiðis
standi. En það var nú skýring á
þessu: Bíllinn var alrauður á iit. . .!
Og nú hugsar þessi maður Páli
Helgasyni þegjandi þörfina. . .
Í^Bins og fram hefur komið í
fréttum hafa forráðamenn Þjóðhá-
tíðarnefndar í Eyjum, brugðið á
það ráð að þessu sinni að fá skipa-
firmað Smyril í lið með sér um
fólksflutninga til og frá landi, en
Herjólfsmönnum er lítið skemmt
fyrir bragðið. Þetta hefur spurst út til
Færeyja, hvaðan viðkomandi
fleyta er gerð út. Þar um slóðir,
minnast þeir eyjarskeggjar — sem nú
eru á gamalsaldri — vertíðaráranna
í Eyjum með ljúfsárum trega. Og
aldrei fyrr hefur þeim gefist jafn
greið leið til að endurnýja kynni sín
við staðinn. Okkur er sumsé tjáð, að
færeysk gamalmenni, verði algeng
sjón í Eyjum um helgina, skipti jafn-
vel nokkrum hundruðum. ..
s
B^Pkömmu eftir að Gallerý
Langbrók lagði upp laupana varð
til nýtt sýningarfirma á sama stað í
gamla Læknishúsinu við Amt-
mannsstíg og hefur það kennt sig
við Gangskör. Nú sjáum við ekki
betur en annað fyrirtæki í öðrum
geira hafi tekið sér þetta nafn, en
það er ráðgefandi um bóka- skjala-
og önnur gagnasöfn og heitir sem
sagt Gangskör. Aðstandendur eru
reyndar eingöngu kvenmenn: Ey-
dís Arnviðardóttir, Guðrún Egg-
ertsdóttir, Hólmfríður Magnús-
dóttir, Jóhanna Gunnlaugsdótt-
ir, Kristín Ólafsdóttir, Ólöf Bene-
diktsdóttir- og Þóra Gylfadóttir.
Og við spyrjum hvort þær eigi í
vændum barning um nafngiftina. . .
o
ðru hvoru er verið að
stofna nýjar íslenskar poppgrúppur.
Við heyrum af Dúndri, en svo nefn-
ist nýjasta bandið sem Pétur Krist-
jánsson leggur lið — og aldeilis
ekki það fyrsta. Ásamt honum
verða við hljóðnemann Eiríkur
Hauksson og Bjartmar Guð-
laugsson, en ryðmadúettinn skipa
Mezzofortestrákarnir Gunn-
laugur Briem og Jóhann Ás-
mundsson. Þá eru ótaldir Hjörtur
Howser á hljómborð og Kristján
Edelstein á gítar, en hann var með
þeim Eiriki og Pétri í hljómsveitinni
Start á sínum tíma. Meðlimir Dúnd-
urs ætla að leggja allt kapp á að
vekja fimmtudagskvöldin aftur til
lífs sem konserttíma eins og tíðkað-
ist fyrir nokkrum árum við vinsæld-
ir en lognaðist einhverra hluta
vegna út af. Frumraunin verður í
Evrópu, nýja skemmtistaðnum
sem leysir Klúbbinn af hólmi, á
fimmtudaginn eftir rétta viku. Eftir
það verður svo lagt út á þjóðveg
númer eitt.. .
Þ
0 svo þeir Gunnlaugur
Briem og Jóhann Ásmundsson
hafi gengið til liðs við Pétur Krist-
jánsson og félaga í Dúndri, er ekki
svo að skilja að Mezzoforte sé að
leggja upp laupana. Þvert á móti
hefur bandið aldrei notið meiri vin-
sælda á evrópskri grund, sem sést
best á því að á síðustu tónlistarhátíð-
um hefur hún ávallt verið kynnt
sem mesta fusjón-band álfunnar —
og stillt upp við hlið Clapton og
annarra guða á veggspjöldum.
Hljómsveitin er nú að ljúka við nýj-
ustu breiðskífu sína sem kemur út
um mánaðamótin september-októ-
ber, og ber það helst til tíðinda að
þrjú af átta lögum hennar eru sung-
in. Það er Noel McCalla sem Ijær
raddböndin, sá sami og söng This is
the night. Mönnum sem hlustað
hafa á plötuna, ber saman um að
þarna sé „sterkt efni" á ferðinni eins
og það er kallað í bransanum. . .
H
■ Hjá ungum Framsóknar-
mönnum er nú uppi mikið ráðabrall
um framboðsmál og er reiknað með
að á SUF-þingi í lok ágústmánaðar
verði vegið harkalega að mörgum
gamalgrónum þingmönnum flokks-
ins. Eins og á fyrri SUF-þingum
verða settar fram kröfur um að
yngja upp í þingmannaliði flokksins
og er jafnvel reiknað með að vegið
verði beint að einstökum þing-
mönnum, svo sem Stefáni Val-
geirssyni, Þórarni Sigurjóns-
syni, Ingvari Gíslasyni, Alexand-
er Stefánssyni og fleirum. Þá er
talið næsta fullvíst að skipt verði um
þingmann Framsóknar í Reykjavík.
Finnur Ingólfsson lætur nú af
störfum sem formaður SUF og mun
væntanlega taka við þingmanns-
sæti Haraldar Ólafssonar —
svona ef ráðagerðir ungliðanna ná
fram að ganga. ..
Tvö ný hljóðver eru að hefja
starfsemi á höfuðborgarsvæðinu
um þessar mundir, sem bæði kenna
sig við hljóðið. Annarsvegar er um
Hljóðölduna að ræða, sem Mar-
teinn Þórðarson stendur að, en
hinsvegar Hljóðaklett sem Magn-
ús Guðmundsson hefur stofnað,
en hann söng eitt sinn með Þey og
síðar Með nöktum og átti meðal
annarra hlut að stofnun stúdíó
Mjöts, sem þegar hefur unnið sér
sess sem hljóðupptökuver í borg-
inni. . .
að er aumt að geta ekki treyst
sínum eigin mönnum. Nýverið setti
borgarráð Reykjavíkur á stofn svo-
kallaða menningarmálanefnd og
fól henni m.a. umsjá Árbæjar-
safns. Húsfriðunarmál heyra að
öðru leyti undir umhverfismálaráð,
en formaður þess er hin nýi borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus
Hafstein. Ymsir borgarfulltrúar
minnihlutans hafa velt vöngum yfir
þessari ráðstöfun enda er hún nokk-
uð einkennileg. Árbæjarsafn og
húsfriðun eru nefnilega nátengd
fyrirbæri, eða ætti það ráð, sem fer
með húsfriðun, ekki eðlilega að
taka ákvörðun um hvaða hús eru
friðuð og flutt upp í Árbæjarsafn,
auk þess sem Árbæjarsafn er tölu-
vert útivistarsvæði? En minnihluta-
menn eru svosem ekkert hissa á
þessari ráðstöfun meirihlutans. Júlí-
us Hafstein hefur nefnilega ekki, að
því er menn best muna, sýnt nokk-
urn áhuga á húsfriðun heldur miklu
fremur hinu gagnstæða, nefnilega
niðurrifi húsa. Borgarstjórnarmeiri-
hlutinn hefur engar opinberar skýr-
ingar gefið á því hvers vegna Árbæj-
arsafnið var sett undir menningar-
málanefndina, en hefur þó viður-
kennt í hornum og skúmaskotum að
ráðstöfun þessi megi teljast nokkuð
undarleg og vilja svo ekki tjá sig
frekar um málið...
o
nnur tiðindi af væntanlegu
SUF-þingi eru að SUF-arar hafa
boðið Petru Kelly fyrrverandi
Græningjaþingmanni í Vestur-
Þýskalandi að vera viðstödd þing-
ið. Um tilgang þess að fá hingað
þennan útlenda umhverfisverndar-
sinna er meira á huldu. HP fregnar
að Frammarar ætli alls ekki að kaf-
færa Petru í áróðri fyrir bvalaveið-
um, miklu heldur að ræða til dæmis
landnýtingu og almenna umhverfis-
vernd. Það skyldi þó aldrei vera að
Petra verði að setja sig inn í upp-
rekstrarmál Höllustaða-Páls og
hrossabeit á húnvetnskum heiðum.
Önnur skýring á þessu boði er að
græni liturinn hafi bara villt Frömm-
urum sýn. . .
CajlVsStck.&Crih#
sfe'sa.-ass'.'.'ssSfe
ABASCC
• ' Vtfií
l&nái
Newo 520 g Caj Ponten A0.08
Hjá Sláturfélaginu
færðu allt í grillveisluna
og að auki fylgja hér
nokkur heilræði
um steikingu á teini
Þú færð allar tegundir af góðu kjöti á grillið, vínar- og
medisterpylsurnar okkar vinsælu, kol, grillolíu, ótal
tegundir af kryddi, grænmeti og öðru meðlæti sem
þarf til að útbúa girnilega grillveislu.
Heilræði um steikingu á teini
Allt kjöt, fisk, brauð og grænmeti má glóða á teini, en
það er ekki sama hvemig það er gert. Best er að
smyrja teininn vel áður en þrætt er á hann. Grænmetið
er gott að skera í aðeins stærri bita en kjötið svo það
verði ekki ofsteikt þegar kjötið er tilbúið. Teinamat á
líka alltaf að pensla áður en hann er settur á grillið -
annars ofþomar hann og skorpnar. Best er að nota
grillolíu eða kryddlög. Lögurinn gerir matinn meyran
og bragðgóðan, og hann er tilvalið að nota sem sósu
á eftir. Varast ber að stinga í kjötið á teininum - þá
lekur gómsætur safinn úr, og ekki er ráðlegt að strá
salti á kjötið fyrr en eftir að steikingu er lokið.
SLÁTURFÉLAG
SUÐURLANDS
HELGARPÓSTURINN 21