Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 8
eftir Gunnar Smára Egilsson mynd Jim Smart GJALDSKRÁIN ÞANIN OG SPRENGD TÖLUVERÐ BRÖGÐ ERU AÐ ÞVÍ AÐ INNHEIMTUFYRIRTÆKI OG -LÖGMENN SMYRJI PÓSTUM OFAN Á REIKNINGA SÍNA SEM EIGA SÉR ENGA STOÐ í GJALDSKRÁ LÖGMANNAFÉLAGSINS OG STANDAST EKKI FYRIR DÓMSTÓLUM. Þó svo að lögmenn geti halad inn tugi þúsunda samkvœmt gjaldskrá Lögmannafélags íslands með því ad skrifa eitt innheimtubréf finnst mörgum þeirra þessi gjaldskrá full þröngur stakkur og freistast til þess ad smyrja ýmsum aukalidum ofan á reikninga sína sem ekki eiga sér stoð í gjaldskránni. Þessir aðilar gera sér fákunnáttu fólks að féþáfu og dafna ískjóli þess hversu erfitt er í raun að vefengja og leiðrétta upp- gefna reikninga lögfrœðinga. Bind- andi niðurstöðu í slíkum málum er einungis hœgt að fá með því að höfða mál á hendur lögmannintim og fólk veigrar sér við því, nema um því hœrri upphœðir sé að rœða. Lögmenn sem sérhœfa sig í einföld- um innheimtumálum geta því halað inn umtalsverðar upphœðir um- fram gjaldskrá Ijögmannafélagsins án þess að nokkur geri athugasemd við framferði þeirra. HÁMARKS- GJALDSKRÁ Gjaldskrá Lögmannafélagsins er umdeilt plagg. Hún er gefin út af lögmönnum sjálfum og þeir, ásamt fleiri starfsstéttum, geta því skammtað sjálfum sér laun. Þó svo að ákvæði séu í gjaldskránni um að hún sé einungis til viðmiðunar, og að upphæðir í henni megi hækka og lækka aö vild, er hún í raun bind- andi. A þessu eru nokkrar undan- tekningar, eins og t.d. laun til skipta- forstjóra Hafskips, en ef þeim hefði verið greitt samkvæmt gjaldskránni hefðu þeir fengið hátt í þrjátíu millj- ónir króna í þóknun, í stað þeirra þriggja er þeir fengu samkvæmt út- seldri tímavinnu. En dómstólar dæma lögmönnum innheimtulaun nær undantekning- arlaust eftir þessari gjaldskrá og því má segja að hún sé þar með viður- kennd sem hámarksgjaldskrá fyrir dómi. Reyndar eru til undantekn- ingar á þessu ef lögmaður getur sýnt fram á að málflutningur hans hafi verið sérstaklega umfangs- mikill og meiri en gjaldskráin gerir ráð fyrir. í hefðhundnum innheimtumálum er gjaldskráin hins vegar tekin gild og lögmenn geta ekki krafist þókn- unar umfram hana, á sama hátt og erfitt getur reynst fyrir þann sem þarf að borga eftir henni að fá þókn- un lögfræðingsins lækkaða. OFREIKNAÐIR PÓSTAR Laun lögfræðinga samkvæmt gjaldskránni geta verið dáindisgóð. Til dæmis fær sá lögfræöingur er skrifar eitt innheimtubréf þar sem hann lýsir 100.000.- kr. skuld kr. 12.269.50 í sinn hlut ef skuldarinn greiðir skuldina og innheimtulaun- in án frekari málalenginga. Og þar sem velflest innheimtumál eru nokkuð Ijós (lögmaðurinn hefur yfirleitt skuldaviðurkenningu í höndunum) verður málarekstur slíks máls honum vanalega drjúg tekjulind þó svo að skuldarinn dragi að borga skuldina. Dæmi um slíkan málaflutning er að finna hér á síð- unni og þar er rakið hvaða laun lög- rnanni ber samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélagsins. En þar er einnig að finna dæmi um ýmsa pósta sem HP hefur heim- ildir fyrir að nokkrir lögmenn og innheimtufyrirtæki smyrji ofan á reikninga sína, þó svo að þeir fyrir- finninst ekki í gjaldskránni og stæð- ust þar af leiðandi ekki fyrir lögum. Stjórn Lögmannafélagsins hefur ályktað um tvo af þessum póstum; mót vegna þinglýsingar og bifreiða- kostnað þar að lútandi, og frestun á uppboði. Stjórn félagsins taldi í báð- um tilfellum að lögmenn gætu með engu móti krafist greiðslu vegna þeirra. 1 PRÓMILL FYRIR STJÓRNINA En þrátt fyrir þessar ályktanir stjórnar Lögmannafélagsins skjóta þessir póstar upp kollinum á reikn- ingum lögmanna enn þann dag í dag. Astæða þessa er sjálfsagt sú að það felst í því lítil hætta fyrir lög- menn að krefjast greiðslu gegn ályktun stjórnar Lögmannafélags- ins. Þessar ályktanir eru á engan hátt bindandi og við brotum gegn þeim eru engin viðurlög. Ef síðan einhver kærir lögmann fyrir stjórn Lögmannafélagsins fyrir að krefjast greiðslu vegna þessara pósta getur lögmaðurinn borið fyrir sig van- þekkingu á fyrri ályktunum stjórn- arinnar og sloppið við að endur- greiða viðkomandi hina ofreiknuðu pósta. En í raun er lítil hætta á að slík mál komi fyrir stjórn Lögmannafélags- ins. Hún svarar ekki nema skrifleg- um fyrirspurnum og þær eru ekki nema 25—40 á ári. Til samanburðar má geta þess að þingfest mál hjá borgarfógetanum í Reykjavík ein- um eru um 10.000 á ári. Ekki eru öll þau mál innheimtumál en mikill meirihluti þeirra. Hinsvegar er langt frá því að öll innheimtumá! komi til borgarfógeta þar sem menn greiða skuld sína oft um leið og hún kemur til lögfræðings. Innheimtu- mál á landinu skipta þvi tugum þús- unda og einungis eitt — tvö prómill af þeim koma til kasta stjórnar Lög- mannafélagsins. ERFITT AÐ FÁ LEIÐRÉTTINGU Lögmenn ákvarða sér sjálfir sín laun og þeirra eigin dómstóll fjallar um ágreiningsmál er upp kunna að koma vegna þessara launa, þó án þess að niðurstöður hans séu bind- andi. Lögmannafélagið hefur í raun aldrei beitt sér í málum lögfræðinga sem hafa orðið vísir að því að nýta sér neyð þess fólks sem þeir eru að innheimta skuldir hjá þrátt fyrir margendurteknar yfirlýsingar lög- fræðinga þess efnis að þeir hafi skömm á þeim starfsbræðrum sín- um sem þekktastir eru af harkaleg- um og ósanngjörnum innheimtuað- RÉTT SKAL VERA RÉTT OG RANGT ER ÞAÐ LÍKA ÞAR TIL ANNAÐ KEMUR í LJÓS DÆMI UM HVAÐ FÓLK ÞARF AÐ BORGA LÖGMANNI SAMKVÆMT GJALDSKRÁ OG NOKKUR DÆMI UM PÓSTA SEM LÖGMENN SETJA Á REIKNINGINN ÞAR FYRIR UTAN. Einsog fram kemur hér á síðunni eru töluverð brögð að því að lög- frœðingar og innheimtufyrirtœki smyrji ýmsum kostnaðarliðum ofan á reikninga sína til að hafa meira fé af skuldurum en gjaldskrá Lög- mannafélagsins gerir ráð fyrir. Nú má sjálfsagt deila um hvort sú gjald- skrá gangi ekki of hart að þeim sem einhverra hluta vegna eru ekki borgunarmenn fyrir skuldum sín- um, en þar sem dómstólar hafa dœmt lögmönnum innheimtulaun eftir henni má œtla að hún sé viður- kennt plagg. Það hefur einnig oft- sinnis gerst að uppboðshaldarar og aðrir dómendur hafi strikað út þá kostnaðarliði á reikningum lög- manna og innheimtufyrirtœkja sem ekki eiga sér stoð í gjaldskránni. Til glöggvunar á því hvað skuldar- ar eiga að greiða skulum við rekja hér ímyndað dæmi um víxil er lend- 8 HELGARPÓSTURINN ir í vanskilum. Feitletruö hugtök eru þeir póstar er HP er kunnugt um að viss innheimtufyrirtæki og lögfræð- ingar stunda að rukka skuldara fyrir án þess að fyrir þeim sé stoð í gjald- skrá Lögmannafélagsins. Þeir sem eiga í fórum sínum reikninga með þessum póstum geta því leitað rétt- ar síns hjá Lögmannafélaginu. Skari kaupir vörur í verslun og fær greiðslufrest gegn afhendingu víxils að upphæð kr. 10.000 - Víxillinn er með gjalddaga þann 1. júní 1986 og lendir í vanskilum. Rukkunarþjón- ustan fær víxilinn til innheimtu þann 1. júní 1986, en skuldin er þá með vöxtum (kr. 450.- og stimpil- gjaldi (kr. 25.-) orðin kr. 10.475.- Rukkunarþjónustan sendir Skara innheimtubréf þar sem skuldinni er lýst. Ofan á skuldina leggst sam- kvæmt gjaldskrá Lögmannafélags- ins innheimtukostnaður er skiptist þannig; fast gjald kr. 900,- og 25% á höfuðstól og vexti skuldarinnar, í þessu tilfelli kr. 2.618,75. Samtals gerir þetta kr. 3.518,75 og heildar- skuld Skara er því orðin kr. 13.993,75. Rukkunarþjónustunni er ekki heimilt að krefja Skara um fleiri kostnaðarliði á þessu stigi málsins. Ef Skari semur ekki um greiðslur á skuldinni innan tiltekinna tíma- marka höfðar Rukkunarþjónustan áskorunarmál. Þar sem Skari á sér litlar málsbætur fellur dómur svo að honum ber að greiða skuldina auk málskostnaðar og innheimtulauna til Rukkunarþjónustunnar. Máls- kostnaður er þingfestingargjald (kr. 765.-) er rennur til ríkissjóðs og birt- ingargjald (kr. 420.-) er fer i vasa stefnuvotta. Rukkunarþjónustunni er dæmd málsflutningsþóknun (kr. 3.510.-) aðviðbættum 10%afstefnu- fjárhæð (kr. 1.000.-). Fyrri krafa Rukkunarþjónustunnar um inn- heimtulaun fellur að sjálfsögðu nið- ur og skuld Skara er þvi orðin kr. 16.170- þegar hér er komið sögu. Ef Skari gerir ekki upp skuld sína gerir Rukkunarþjónustan fjárnáms- beiðni og bætir kr. 1.210,- á reikn- inginn hans Skara fyrir það. Þá mæt- ir fulltrúi Rukkunarþjónustunnar hjá fógetaembættinu vegna þessar- ar fjárnámsbeiðni og bætir enn á reikninginn hans Skara (kr. 1.210.- fyrir mót og kr. 605 í bifreiðakostn- að). Þegar fógeti hefur samþykkt fjárnámsbeiðnina kaupir Rukkunar- þjónustan ljósritað eintak af fjár- námsgerðinni á kr. 80.- og þinglýsir henni og greiðir við það kr. 170.- og 1% af skuldinni í stimpilgjald (kr. 171.70). Fógeti hefur áður bætt fjár- námsgjaldi (1% af upphaflegri skuld) kr. 104.75 og vottagjaldi, kr. 400.- á reikning Skara. Þegar hér er komið sögu er skuld Skara orðin 20.111.45. En nú þykir sumum lögfræðing- um og innheimtufyrirtækjum ekki nóg að gert og bæta því t.d. póstum eins og mót vegna þinglýsingar og bifreiðakostnaöur vegna móts vegna þinglýsingar við skuldina hans Skara. Þessir liðir hljóma iðu- lega upp á kr. 1.815 samtals, en eiga sér hinsvegar ekki stoð fyrir gjald- skrá Lögmannafélagsins og því ekki fyrir dómstólum heldur. Og ef Skari greiðir skuldina á þessu stigi, taka sömu aðilar þóknun fyrir afturköll- un þinglýsingar, kr. 1.210,-, en aftur er enginn fótur fyrir því. Með þessu væri hægt að hafa samtals kr. 3.025,- af Skara, ef hann er ekki nógu séður til að reikna með því að það sé verið að stela af honum pen- ingum. Ef haldið er áfram með söguna af Skara og gert ráð fyrir því að hann hafi ekki borgað upp skuldina á þessu stigi, heldur Rukkunarþjón- ustan áfram að reyna innheimta skuldina. Hún leggur nú fram upp- boðsbeiðni á t.d. bílnum hans Skara. Fyrir þetta atvik bætast kr. 1.210.-. Ef Rukkunarþjónustan leggur fram vörslusviptingarbeiðni á bifreiðina fyrir fógeta má nú reikna sér kr. 1.210. - fyrir það. Eitthvað mun vera um að aðrir aðilar en fógeti standi í vörslusviptingum, en óheimilt er að krefjast gjalds fyrir beiðni til þeirra aðila. Þegar kemur til vörslusvipt- ingar bætast kr. 2.420,- á reikning- inn hans Skara og fær utanaðkom- andi lögfræðingur kr. 1.814.- af því en fógeti og vottar afganginn. Ef Skari greidd nú skuldina á þessi stigi bæta sumir lögfræðingar og innheimtufyrirtæki við reikninginn fyrirbrigði er þeir kalla afturköllun vörslusviptingar og krefja Skara um kr. 1.210.- fyrir það. Þetta á sér enga stoð fyrir gjaldskrá Lögmannafé- lagsins og stenst því engan veginn. Ef Skari greiðir hins vegar ekki er bíllinn hans sendur upp í Vöku og þar þarf hann að greiða daggjald. Ef við gerum ráð fyrir að hann sé geymdur þar í tíu daga þar til hann er fluttur á uppboðsstað, nemur sá kostnaðarliður kr. 1.400.-. Heildar- skuld Skara er því á þessu stigi orðin kr. 26.351,45.- Ef Skari sér nú loksins að sér og ákveður að greiða upp skuldina, þarf Rukkunarþjónustan að aftur- kalla uppboðið og fær fyrir það kr. 1.210. -. Þótt ekki hafi komið til upp- boðs fær uppboðshaldari greitt 1% af uppboðsfjárhæðinni (sem var 26.351,45 kr.) eða kr. 2.635,15. Alls verður því endanleg skuld Skara, ef

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.