Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 16
V I L V E R A MIÐPUNKTURINN Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart Undir bordi, úti í horni, bak viö barinn, dauöadrukkin, vonandi skemmt- iö’ykkur vel! Eitthvaö á þessa leiö gœti sem hœgast hljómaö söngur at- hafnamannsins unga, Guövaröar Gíslasonar, sem þekktari er undir nafn- inu Guffi á Gauk. Fyrir tœpum þremur árum stofnaöi hann ásamt fimm öörum fyrsta bjórlíkhúsiö í Reykjavík, Gauk á Stöng viö Tryggvagötu, og hefur veriö framkvœmdastjóri þess frá upphafi. 1. desember sl. keypti hann svo hlut gömlu félaganna ásamt sambýliskonu sihni, Guölaugu Halldórs- dóttur. Nokkrum dögum síöar vildi svo illa til aö Guffi hrundi niöur úr gaukshreiöri stnu og fótbrotnaöi, enda er hann aö eigin sögn algjör skopp- arakringla í vinnunni. En allt bendir tilþess aö fall þetta hafi veriö fararheill því Gaukurinn hefur ævinlega staöiö traustum fótum í hinni vaxandi sam- keppni um maga og kok í Kvos og Gróf. Fastagestir hafa veriö margir frá upphafi og því sannmœli aö Guffi á Gauk hafi gripiö hina þyrstu kverka- taki. „Guffi, sýndu nú hvaö í þér býr!“ hrópaöi eitt sinn þyrstur gestur bíöandi eftir afgreiöslu í kraöakinu viö barinn. „Einn tvöfaldan koníak íappelsín!" „Þaö býr sko enginn í mér, góði minn,“ svaraði þá Guffi eldsnöggt. „Heldurðu að ég sé einhver tíu hæða blokk í Álfheimunum eða hvað?“ Og nú er ég mætt á nýtískulegt heimili þeirra Guðvarðar og Guðlaugar við Laugaveginn, eða Guffa og Gullu eins og þau kjósa að kalla sig, til að forvitnast svolítið um hvað í Guffa búi. Klukk- an langt gengin í ellefu á sunnudagskvöldið brenndi Guffi eftir mér á Honda Prelude, hvítum sportbíl með topplúgu, takk, með erilsaman dag að baki. Friðrik Þór og félagar voru að filma Skytturnar daglangt á Gauknum og voru stöð- ugt að sussa á eiganda staðarins sem mátti læð- ast um á tánum við vinnu sína á efri hæðinni ásamt heilu iðnaðarmannagengi á fullum laun- um. Guffa fannst tökunum miða fremur hægt. „Eru þrjár mínútur í sýningu lögmæt dagsaf- köst?“ spyr hann. „En þetta verður ágæt auglýs- ing fyrir staðinn, fimm mínútna tökur í allt. Svo ætlar Bítlavinafélagið að fara að taka þarna vídeómynd, og jafnframt stendur til að taka Kaaberkaffiauglýsingu." Gulla skenkir okkur í glös eðaldrykkinn Campari í 7 Up og spyr hvort nokkuð geri til þótt hún verði áheyrsla að viðtalinu. Þar sem engum mótmælum er hreyft, skálum við fyrir frum- burði þeirra, fjögurra mánaða syninum Mána, sem sefur vært við skin Laugavegsljósanna. En Guffi og Gulla segjast brátt munu flytja í rúm- betra og rólegra húsnæði. VINN Á VIÐ EINN OG HÁLFAN Þar sem ég hef oft heyrt Guffa spauga við kúnnana á Gauknum yfir barborðið velti ég því fyrir mér hvort hann sé grínari af lífi og sál eða hvort hann noti þessa grínaktugu framkomu sem eins konar grímu við þessar tilteknu að- stæður. „Eg hef alltaf verið svolítill djókari í afgreiðsl- unni. Ég hendi t.d. gjarnan glösum upp í loftið og gríp þau aftur fyrir framan nefið á kúnnanum þannig að hann tekur andköf. í tveimur, þremur tilfellum hefur reyndar brotnað hjá mér glas og þá verður maður alveg eins og aumingi," segir Guffi og hlær sínum hrossagaukshlátri, en til fróðleiks má geta þess að Guffa á ítölsku merkir ugla. „Svo eru það kúnnarnir sem eru að trana sér fram, finnst að þeir séu búnir að bíða ofsalega lengi," heldur hann áfram. „En ég veit að það getur ekki staðist, við vinnum alveg ofboðslega hratt. Ég get státað af því að yfirleitt vinn ég á við einn og hálfan. Ég er dálítið eins og skopp- arakringla þegar ég vinn. Þegar kúnninn segir svo t.d.: Ég er nú örugglega næstur, ég er búinn að bíða svo lengi. Þá segi ég kannski: Já, þú varst hérna í hádeginu, var það ekki? Viðbrögð fólks skiptast nokkuð í tvö horn: sumum finnst ég æðislegur dóni, en aðrir fara að djóka á móti. Sumir átta sig á því að það er engin Hótel Holt þjónusta á Gauknum, þetta er allt öðru vísi. Eitt kvöldið fyrir stuttu þegar algjör örtröð var við barinn vorum ég og einn þjónninn í ofsastuði og tókum bara eitt „bomsadeisí" fyrir framan kúnnana, og þeir urðu svo ánægðir að þeir hættu alveg að nöldra. En auðvitað er erfiðast þegar búið er að loka barnum. Þá er ekki hægt að gera kúnnunum til hæfis og þeir geta tekið upp á að kalla okkur ýmsum Ijótum nöfnum. Og stundum neyðist maður til að láta henda kúnna út. Ég hef örsjald- an lent í slag við kúnnana. Ég bið þá að koma með mér fr^m og vísa þeim út úr húsinu ef þeir eru dónalegir. En svo eru þeir mættir næsta dag og þá bara brosi ég framan í þá. Skammarstrikið í dag er ekki dómur þeirra á morgun." DJÚPSTEIKTI SERVÍETTU í ORLY-DEIGI — Þad hefur semsé gefist þér uel aö glettast viö viöskiptavinina? „Já, og ekki bara á Gauknum heldur líka þeg- ar ég vann á Bifröst, en þar var ég í átta ár, að afgreiða mat ofan í hótelgesti á sumrin og nem- endur á veturna," svarar Guffi sem er mat- reiðslumaður að mennt. „Frægasta sagan af mér þaðan var þegar ég djúpsteikti servíettu í orly-deigi og gaf einum nemandanum. Maður er enn að heyra þegar Guffi á Gauk djúpsteikti servíettuna. Þetta flokkast kannski undir gálga- húmor, en léttir samt alltaf stemmninguna." — En svo veröuröu stundum aö vera haröur og töff, ekki rétt? „Jú, Jregar mér finnst menn hafa gengið of langt. Ég get að vísu gengið of langt lika, það er ekki það, og stundum get ég kannski ekki viður- kennt það fyrir kúnnanum. Ef ég þarf að beita hörku er það oftast út af fjármáium, þegar drukknir menn skrifa ólæsilegar ávísanir sem gætu allt eins verið á hebresku. Ef maður biður þá svo um nafnskírteini eða bankakort eiga þeir það til að verða vondir eða jafnvel að sýna manni fyrirlitningu. Sumir kúnnar vilja nefni- lega að maður skríði fyrir þeim. Ég get ekki að öllu leyti skrifað undir þá gömlu kenningu að kúnninn hafi alltaf rétt fyrir sér. Hann hefur nátt- úrlega rétt á því að segja að vínið sé vont, steik- in seig eða fiskurinn úldinn, en kvartanir drukk- ins kúnna á bar eru stundum dálítið hæpnar eins og gefur að skilja. Þá finnst mér ég eigi jafnvel meiri rétt'heldur en hann.“ — Mér hefur stundum sýnst þú daöra svolítiö viö kvenkyns kúnnana á barnum. Er þaö ekki dálítiö freistandi þegar þú stendur frammi fyrir svona mörgum konum sem mœna á þig við af- greiðsluna? „Ja, þetta finnst konunni minni líka. Kannski geri ég það bara ósjálfrétt án þess að meina neitt með því!“ Og enn hneggjar hrossagaukurinn. „Gulla spyr mig stundum þegar við erum að vinna saman á barnum hvers vegna ég brosi svona til einhverrar tiltekinnar stelpu. Eg held ég hafi bara alltaf verið svona," segir hann alveg heiðskír á svipinn. „Sumir kúnnarnir ætlast hreinlega til að mað- ur daðri við þá,“ segir Gulla ákveðin. „Ég held ég hafi þó ekki fengið nema svo sem tvö tilboð um að hverfa á braut með einhverjum kúnna,“ segir Guffi. Skellir svo upp úr: „Ég lenti að vísu í vandræðum með eina um daginn sem kallaði mig alltaf Varða.“ Hermir eftir drukkinni kvenpersónu: „Heyrðu, hvert ætlarðu á eftir, Varði? Ég átti í erfiðleikum með peningatalning- una vegna þess að hún var sígalandi á mig. Kannski hef ég verið aðeins of kammó við hana. En ég held að ég hafi nú engan sjarma í þessar konur, ég held frekar að ég sé dálitil týpa þarna niður frá,“ bætir hann við eftir nánari umhugs- un. „Mér finnst ég vera meiri týpa heldur en t.d. þeir sem eiga Fógetann og Duus. Guffi á Gauk er þarna til staðar. Annar hver kúnni hrópar á mig Guffi, Guffi, þótt ég þekki viðkomandi ekki neitt. Svo lærir maður inn á þá smám saman. Það eru t.d. vissar stelpur sem maður veit að drekka tvöfaldan hristan Mayers og þá segir maður bara: Var það ekki tvöfaldur hristur Mayers? Svo vikur maður sér að þeim næsta sem er kannski með fimmhundruðkall í hendinni, tekur hann og segir: Var það ekki tvöfaldur brennivín í vatni? Maður man alveg hver drekkur hvað, og yfirleitt líkar kúnnanum þetta vel. En stundum verða menn þó illir.“ „Þeir sem drekka í laumi,“ gellur í Gullu. BROSIÐ EKKI BUNDIÐ VIÐ GAUKINN „Nei!“ segir Gulla ákveðið. „Hann er sko harð- ur nagli." „Já, já, ég held ég geti verið voða harður," við- urkennir Guffi. „En ég held þó að ég sé óskap- lega sanngjarn gagnvart samstarfsfólkinu." „En Guffi vill vinna á brosinu," bætir Gulla við. „Já, ég held að brosið sé ekkerf bundið við Gaukinn," heldur Guffi áfram. „Ég held t.d. að í allri minni fjölskyldu þyki ég brosmildur." „Hann er harður gæi sem vill ekki láta troða á sér,“ segir Gulla skörulega. „En yfirleitt vill hann vera góður í skapinu." „Ég held ég reyni að vera jákvæður, brosandi, ég legg mig fram við að vera skemmtilegur," seg- ir sá sem um er rætt. „Það er dálítið númer hjá mér. Stundum hefur það jafnvel komið mér í koll gagnvart starfsfólkinu niður frá. Það hættir þá að taka mark á mér ef ég fíflast of mikið. Kokk- arnir eru svo miklir vinir mínir, við getum bullað alveg stanslaust og velst um af hlátri yfir pottun- um, þó að við séum ekki einu sinni í glasi, bara að vinna. En ef mér finnst vera farið yfir markið þá verð ég oft að sýna á mér klærnar...“ „Sumir halda að hann sé fífl út af þessum lát- um,“ skýtur Gulla inn í, „bæði kúnnar og starfs- menn.“ „Já, það er alveg rétt,“ samsinnir Guffi. „En síðan rekast þeir á ákveðinn vegg: hingað og ekki lengra. Én ég held að ég geti sagt í hrein- skilni að ég hafi alltaf verið glaðlyndur og hef hugsað mér að halda því áfram. Og í partíum hef ég gaman af því að segja sögur og láta fólk fara í leiki." MIKILL BRANDARAKARL — Finnurðu þá alltaf hjá þér þörf til aö vera skemmtilegur í samkvœmum? „Ef maður fær eitthvað móðgandi á sig í sam- kvæmi þá nær maður sér náttúrlega ekki á strik. En í samkvæmum reyni ég yfirleitt að láta mér detta í hug sögur og gamla brandara," segir Guffi og hlær svolítið feimnislega. „Eða ég reyni fyrst að fá einhvern annan af stað í svipuðum gír. Ég er voðalega mikill brandara- og sögukarl." — Hvers vegna viltu alltafvera aö segja sögur? „Til að vekja á sér athygli," segir Gulla hlæj- andi. „Já, ég held að ég vilji alltaf vera miðpunktur- inn,“ viðurkennir Guffi. „Ég á þó ekki við að mér finnist ég vera eitthvað merkilegri en aðrir. Lengi vel var ég hræddur við að láta bera á mér á þennan hátt en síðan kýldi ég bara á það.“ — Þannig að þú hefur ekki þurft aö ganga í JC eöa annan ámóta félagsskap til að þjálfa þig í rœðumennsku og slíku? „Að vísu ætlaði ég einu sinni að fara á Dale Carnegie námskeið en þá sagði einn kunningi minn við mig: í guðanna bænum reyndu heldur að koma þér á Carnegie Dale námskeið til að ná þér niður. Honum fannst greinilega að ég þyrfti fremur að skrúfa aðeins niður í mér,“ segir hann hlæjandi. — Lendiröu stundum í sálusorgun viö barinn? „Það kemur fyrir, en ég reyni að forðast það. Ég vil ekki að óviðkomandi fólk sé að troða til- finningum sínum upp á mig. Eftir að ég skildi við fyrri konu mína komu ýmsir til mín að leita ráða, spurðu mig jafnvel hvort mér fyndist að þeir ættu að skilja eða ekki. En það er ekki hægt að gefa nein ráð í slíkum málum. Aftur á móti þykir mér mjög vænt um ýmsa fastakúnna sem hafa sótt staðinn frá byrjun og eru orðnir hluti af honum, menn eins og Bjarna Þórarinsson sem lítur á sig sem myndlistarmann hússins. Þá menn er ég ævinlega til í að hlusta á ef ég má vera að og ráðleggja ef ég get. Jú, jú, það er fullt af liði sem fer að gráta þarna niður frá. Og það er algengt að fólk biðji mig um að lána sér. En svoleiðis löguðu getur maður ekki sinnt.“ — Nóg um samskiptin viö viðskiptavinina. En hvað finnst þér skipta mestu máli í samskiptum viö starfsfólkiö? „Það er vinskapur, og helst að geta gert eitt- hvað með því,“ svarar Guffi. „Alveg frá opnun Gauksins þegar gömlu félagarnir voru inni í dæminu hefur alltaf verið spurning um að starfs- fólkið kæmi með tillögur. Við höfum reynt eftir föngum að fara eftir óskum þess. Ég held líka að við höfum verið með einhver albestu námskeið fyrir starfsfólk miðað við aðra veitingastaði af þessari stærð. Eftir að við Gulla keyptum staðinn höfum við breytt starfsmannafundunum yfir í eins konar saumaklúbbsfundi. Við spjöllum saman og síðan smökkum við kannski á tveimur, þremur vínteg- undum. Á þessum fundum koma launamál yfir- leitt ekki upp. Mér finnst að þau séu persónuleg mál milli mín og hvers og eins. Á svona litlum veitingastað eru engin sjálfvirk launaþrep." Á Gauk á Stöng er lifandi músík nokkur kvöld í viku á neðri hæðinni. Ýmsum, þar á meðal mér, hefur þótt hún of hávær til að hægt sé að tala saman með góðu móti. Ég spyr hvort ekki nægi lágvær tónist af segulbandi. „Nei, það hefur komið í ljós að meirihluti gest- anna vill hafa lifandi músík,“ svarar Guffi, „þótt alltaf kvarti einhverjir. Á tímabili reyndum við að

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.