Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 26
LEIÐARVÍSIR HELGARINNAR HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA UM HELGINA? Gunnþórunn Eiríksdóttir, Hattabúð Reykjavíkur Um helgina? Ég er nú eiginlega ekki farin að hugsa svo langt fram á við en ég býst við að ég þurfi að vera vinnandi, það er svo mikið að gerast svona rétt fyrir haustið. Ætli ég hvíli mig ekki þess á milli fyrir framan sjónvarpið, verði eitthvað skemmtilegt að sjá. En helst vildi ég fara í afslöppun í sumarbústað- inn sem ég hef stundað dyggilega í 40 ár. SÝNINGAR AKUREYRI i afgreiðslusal Verkalýðsfélagsins Ein- ingar að Skiptagötu 14 stendur yfir sýn- ing á 27 olíumálverkum eftir Þorvald Þorsteinsson myndlistarmann. Hún mun standa fram í miðjan september. ÁSGRÍMSSAFN Sýning á Reykjavlkurmyndum Ásgríms ( tilefni afmælisins víðfræga og er hún op- in alla daga nema laugardaga kl. 13.30- 14. ÁSMUNDARSAFN Reykjavíkurverk Ásmundar til sýnis fram á haustið kl. 10—17 alla daga. BORGARLEIKHÚS Tæknisýningin á vegum borgarinnar stendur nú sem hæst I nýreistu Borgar- leikhúsi sem almenningi gefst nú færi á að skoða I fyrsta sinn. CAFÉ GESTUR Ingibjörg Rán sýnir. Yfirskrift sýningarinn- ar er „Látið myndirnar tala". DJÚPIÐ Sýning er nú hafin á dúkristum og grafík- verkum eftir danska myndlistarmanninn Morten Christofferson fram að mánaða- mótum. GALLERÍ GANGSKÖR Sumarsýning um þessar mundir, opið virka daga kl. 12—18. GALLERÍ LANGBRÓK Textíll. Opið kl. 14—18 virka daga. GALLERÍ ÍSLENSK LIST Sumarsýning listmálarafélagsins verður opin í sumar virka daga kl. 9—17. Sýnd um 30 verk eftir 15 félaga. KJARVALSSTAÐIR Sýningin Reykjavík I myndlist þar sem 60 Reykjavíkurverk eru sýnd eftir 33 lista- menn. Sýningin er opin kl. 14 — 22. Sýn- ingin Reykjavík I 200 ár opin til 28. sept. INGÓLFSBRUNNUR Alda Sveinsdóttir sýnir vatnslita- og akrýl- myndir (Ingólfsbrunni, Aðalstræti 9 til 12. september. LISTASAFN ASÍ v/Grensásveg Sýnd 40 verk í eigu safnsins. LISTASAFN HÁSKÓLA ÍSLANDS, i Odda Til sýnis eru 90 verk safnsins aðallega eft- ir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur ókeypis. MOKKA-KAFFI Sólveig Eggerz Pétursdóttir sýnir vatns- litamyndir sem eru af Reykjavík. NORRÆNA HÚSIÐ Karl-Heinz Strötzel sýnir Ijósmyndir og sáldþrykk í anddyri Norræna hússins. Fyrirmyndirnar eru úr íslensku landslagi. SEÐLABANKINN Sýning gjaldmiðilsog sögu þessfrá land- námi til nútíma stendur yfir á vegum Landsþankans og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14—22. ÞJÓÐVELDISBÆRINN Þjóðveldisbærinn Þjórsárdal verður op- inn til skoðunar í sumar kl. 13—17. STOKKSEYRI Elfar Guðni Þórðarson sýnir smámyndir í Grunnskóla Stokkseyrar. Sýningin er op- in 14—22 um helgar og 20 — 22 virka daga. ÞRASTALUNDUR OG FERSTIKLA Björg ívarsdóttir sýnir kolteikningar og ýmislegt forvitnilegt annað daglega. HÉR-INN Á Laugavegi 72 hanga teikningar Filipps Frankssonar á veggjum. Opið kl. 8.30- 22. GALLERf GANGUR Sýning á teikningum Austurríkismanns- ins Franz Graf. MENNINGARSTOFNUN Skopmyndir úr The New Yorker Maga- zine verða til sýnis í sýningarsal Menning- arstofnunar Bandaríkjanna að Neshaga 16 og er hún opin mánudaga til föstu- daga kl. 8.30-17.30. HVERAGERÐI 7. lístsýning Sigurðar Sólmundarsonar er nú hafin í Félagsheimili Ölfussinga í Hveragerði. Þar eru sýnd 40 verk, tileink- uð 40 ára afmæli Hveragerðis. MYNDLISTARKLÚBBUR SELTJARNARNESS í dag, fimmtudag, opnar sýning á vegum klúbbsins á verkum 10 Seltirninga (Lista- veri að Austurströnd 6. Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin virka daga kl. 16 —20 og 14—22 um helgar. KALDILÆKUR, ÓLAFSVÍK Hafin er sýning á verkum Kjartans Guð- jónssonar í kaffihúsinu Kaldaiæk. Sýning- in er öllum opin frá 15 — 23 fimmtu- daga—sunnudaga til 7. september. HLAÐVARPINN Helga Egilsdóttir sýnir málverk á sinni fyrstu einkasýningu. Hún hefur áður tek- ið þátt í samsýningum mz. í Danmörku og San Francisco. Sýningin er opin kl. 15—21 alla daga til 4. september. ÍSAFJÖRÐUR Daði Guðbjörnsson hefur opnað sýningu á verkum sínum í Slúnkaríki á ísafirði. Þar sýnir hann málverk og grafíkmyndir sem eru unnar á síðustu tveimur árum. HÓTEL ÖRK, HVERAGEROI I hótelinu sýnir nú Halla Haraldsdóttir 19 glerverk og nokkur málverk. Hún er m.a. þekkt fyrir að hafa unnið hinn fallega gler- glugga í kirkju bæjarins. HLIÐSKJÁLF, HÓTEL HÚSAVlK Á Húsavík hefur Guðmundur Björgvins- son nú opnað sýningu á vaxlitateikning- um sem sýna expressíónir af raunum mannanna í gegnum tíðina. Sýningin er opin kl. 14 — 22. GALLERÍ BORG Hafin er sýning á gjöfum Reykjavíkur- borgar vegna afmælisins — 44 gjafir alls — skúlptúrar, málverk o.fl. o.fl. Sýningin stendur fram í miðjan september og er opin kl. 10—18 virka daga. BÓLVIRKIÐ Bólvirkið sem er á annarri hæð verslunar- innar Geysis, Vesturgötu 1, stendur um þessar mundir fyrir sýningu á gömlum Ijósmyndum úr Grófinni og á líkani sem nemendur úr Melaskóla hafa gert af sama stað. Einnig er kynning á bókum um ætt- fræði og sögu Reykjavíkur. Sýningin er opin alla virka daga kl. 14—18. NÝLISTASAFN ÍSLANDS Nú um helgina hefst samsýning Kóreu- mannsins Dong Kyou Im og Þorláks Kristinssonar, Tolla. Þeir sýna áður óséð verk, ný að mestu. Sýningin er opin kl. 16 — 22 virka daga en 14—22 um helg- ar til 7. september. LEIKHÚS ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ sýnir einþáttung Augusts Strindberg „Hinsterkari" um helgina þar sem Inga Bjarnason leikstýrir þeim Margréti Áka- dóttur, önnu Sigríði Einarsdóttur og Elfu Gísladóttur. Uppl. s. 19560. TJARNARLEIKHÚSIÐ Ferðaleikhúsið/Light Nights sýna fjórum sinnum íviku, fimmtudaga — sunnudaga kl. 21. Þær eru sérstaklega ætlaðar ensku- mælandi ferðamönnum til fróðleiks og skemmtunar. VIÐBURÐIR BÍTLAVINAFÉLAGIÐ Hið elskaða félag Bítlaunnenda mun syngja sinn svanasöng að Hótel Borg í kvöld, fimmtudagskvöld. Þessir lokatón- leikar verða langir og stórgóðir og opnar húsið kl. 9 en leikur mun hefjast u.þ.b. stundu síðar. ÁRBÆJARSAFN Helga Þórarinsdóttir mun leika á lágfiðlu f Dillonshúsi á sunnudaginn, 31. ágúst, milli kl. 3 og 5. BYLGJAN I dag, fimmtudag, hefjast útsendingar hinnar nýju útvarpsstöðvar, Bylgjunnar, sem mun heyrast á höfuðborgarsvæðinu og austur fyrir fjall á FM 98,9. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Helgarferðirnar að þessu sinni þrjár tals- ins. i fyrsta lagi er ein óvissuferð, það er farið til Þórsmerkur í annarri ferð þar sem gist er í skála (Langadal. Að síðustu er far- ið f Landmannalaugar þar sem gist er í sæluhúsi og farið verður í dagsferð til Eld- gjár. Upplýsingar í síma 11798. FÉLAGSMIÐSTÖÐIN FELLAHELLIR Engin ástæða ætti að vera fyrir þollaus- um Breiðhyltingum í sumar. Nú býður Fellahellir jjpp á trimm-aðstöðu þ.e. þrek- æfinga-, borðtennis- og baðaðstöðu. Til að bæta upp kaloríu- og vökvatap eru kaffiveitingar á staðnum. HANA NÚ Vikuleg laugardagsganga verður farin sem endranær nú um helgina. Lagt af stað frá Digranesvegi 12. Rölt verður um bæinn í klukkustund og eru allir aldurs- hópar velkomnir. Markmið göngunnar er: Samvera, súrefni, hreyfing. ÚTIVIST Tvær helgarferðir eru á vegum Útivistar þessa helgi. i fyrsta lagi er farið til Þórs- merkur þar sem gist er í skála félagsins að Básum og farið í gönguferðir. Hin ferðin er svo til Landmannahellis þar sem skoð- aðir eru íshellar og háhitasvæði og farið í gönguferðir. Upplýsingar eru ( síma 14606. BÍÖIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg AUSTURBÆJARBÍÓ Cobra — ★★ Hinn ítalski foli hefur greinilega tekið framförum þv( að þessi mynd er spenn- andi svo að jaðrar við bestu hryllings- myndir um tíma en Kfsfílósóflan og trú- verðuglegheitin eru of þunn. Vel unnin tæknilega og alls ekki slæm skemmtun. Aðalhutverk eru í meðförum hjónanna Stallone og Nielsen sem George Pan Cosmatos leikstýrir. Bönnuð innan 16 ára og sýnd kl. 5,7,9 og 11. Lögmál Murphy's ★ ★ Nokkuð glúrinn Bronson-þriller sem er vel skrifaður og ágætlega leikinn. Aðal- hlutverk: Charles Bronson og Kathleen Willhoite Leikstjórn: J. Lee-Thompson. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Flóttalestin (Runaway Train) ★★★ Meitluð túlkun helstu leikara — John Voight hreinn og beinn viðbjóður — á einn stærstan þátt í að gera þessa mynd sterka. Leikstjórn: Andrei Konchalowski. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. BÍÓHÚSIÐ I þjónustu hennar hátignar James Bond mynd sem framleidd var fyrir hreint ekki stuttum tíma síðan og fékk þá slælega dóma og þá sér f lagi George Lazenby (hlutverki 007 enda var lutverkinu snarlega útbýtt til hins þá efni- lega Roger Moore. Hlutverk fær einnig Telly Savalas hinn hárprúði. Leikstjóri er Peter Hunt. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. BÍÓHÖLLIN Fyndið fólk f bfó (You're in the Movies) Sjálfstætt framhald hinna myndanna þar sem illgjarnir og hugmyndarikir menn rýja aðra menn á förnum vegi öllu sjálfs- áliti og -virðingu. Og eru ekki fíflalegir til- burðir náungans það alskemmtilegasta sem landinn þekkir? Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Villikettir (Wild Cats) ★★ Myndin er vel skrifuð og Goldie Hawn leikur nánast óaðfinnanlega en þrátt fyrir þetta er myndin lítilmótleg og þreytt. Lið- ið sem vann aðeins einn leik á síðasta tímabili fær kvenkyns þjálfara og sjá . .. Leikstjóri er Mikjáll Ritchie og myndin er sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn III (Run for Cover) ★★ Léttgeggjuð ærslamynd sem hefur þann sjaldgæfa eiginleika framhaldsmynda að vera besta eintakið. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg og Bubba Smith. Leikstjórn: Jerry Paris. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. 914 vika (914 Weeks) ★★★ Dúndurvel og fallega kvikmyndaðar og leiknar upp- og ofanferðir. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð börnum innan 16 ára. Skotmarkið (The Target) ★★ Hnökralaus njósnamynd — en lognmolla þrátt fyrir fagmennskuna. Sýnd kl. 5 og 9. Út og suður í Beverly Hills (Down and Out in Beverly Hills) ★★★ Prófessfónell og skemmtileg gaman- mynd með Dreyfus, Nolte og hundinum Mika. Leikstjóri: Paul Mazursky. Sýnd kl. 7 og 11. HÁSKÓLABiÓ Reykjavfk, Reykjavfk — sjá umsögn ( Listapósti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Martöð á þjóðveginum (Hitcher) Tryllir sem lýsir manni sem gerir þau glæfralegu og hreint ekki gæfulegu mis- tök að taka ókunnuga puttaferðalanga upp (. Mynd sem á erindi sona í túrista- vert(ðar-lok. Roger Hauer og C. Thomas Howell leika undir stjórn Roberts Harmon. Myndin er stranglega bönnuð yngri en 16 ára og er sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LAUGARÁSBÍÓ Salur A Skuldafen (Money Pit) Léttur grínari um ungt par í fjármálasúpu — ætti að höfða til landans á þessum s(ð- ustu og verstu... Með aðalhlutverk fara Tom Hanks og Shelley Long úr Staupa- steini sem þykir nú dágóður kokteill. Leik- stjóri er Richard Benjamin. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Smábiti (Once Bitten) ★ Væg kvenfyrirlitning, kynferðisskrekkur og kynKfsflippflopp ( skopstældri hroll- vekju af ódýrara taginu. Aðalhlutverk eru f höndum Laureen Hutton og Cleavon Little undir stjórn Howards Storm. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Salur B Ferðin til Bountiful ★★★ Alveg bráðskemmtileg og Ijómandi vel leikin mynd með óskarsverðlaunahafan- um Geraldine Page (aðalhlutverki. Hreint engin tímaeyðsla þetta! Leikstjórn: Peter Masterson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. REGNBOGINN i kapp við tfmann (Racing with the Moon) Nýleg mynd, með hinum mjög svo efni- lega Sean Penn, þar sem strákar eru að fara I herþjónustu en eiga erfitt með að slfta sig frá stúlkunum sfnum. Richard Benjamin leikstýrir Penn ásamt EKsabetu Mccovern og Nicholas Cage. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Fljótarottan (The River Rat) Ævintýri, spenna og dólgsleg læti á fljóti. Allir að leita að fólgnum fjársjóði og eng- inn er öruggur — hefur allt heyrst áður. Tommy Lee Jones og Brian Dennehy leika ( þessari mynd Toms Rickman. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Bomber Mynd með Bud Spencer úr Trinity. Þarf nokkuð að segja meira? Hann lætur hnef- ana tala sem er náttúrlega fullrar athygli vert en 12 ára aldurstakmark kemur í veg fyrir að allir aðdáendurnir geti séð'ana. Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. f návígi (At Close Range) ★★★ Stórvel leikin, æsispennandi þriller ( óvenjulegum umbúðum og með mann- lega þáttinn skemmtilega „innbundinn". Aðalleikarar: Sean Penn og Christopher Walken. James Foley leikstýrir, Madonna syngur. Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. Morðbrellur (Murder by lllusion) ★ Brellukarl hundeltur af eigin viðskiptavin- um — sniðugt plott en gloppótt handrit dregur myndina niður fyrir meðal- mennskuna. Sýnd kl. 5,-7, 9.05 og 11.10. Ottó ★★★ Dæmalaus farsi og hin besta skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af sæmilega rugluðum kómedíum. Ottó leikur aðal- hlutverkið og leikstýrir að hluta. Sýnd kl. 7, 9 og 11. STJÖRNUBlÓ Karatemeistarinn Karate Kid II Hann er kominn aftur hinn mjóslegni og strákslegi Ralph Macchio sem barði alla í klessu og kom nánast einn síns liðs ( gang karateæði á Islandi og víðar. i þetta sinn er hann að þjarma að japönskum bræðrum okkar ásamt þjálfaranum vina- lega sem „Pat" Morita leikur. John G. Avildsen (Rocky I) leikstýrir. Sýnd í A-sal kl. 2.45, 5, 7, 9.05 og 11.15 Sýnd í B-sal kl. 4, 6, 8 og 10. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.