Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 33
' : ps Hl"' fi- . sem unnið hefur verið við fornleifauppgröft á undanförnum árum, en óhjákvæmilega verð- ur að fara hratt yfir sögu. í Reykjavík hefur Kristín Sigurðardóttir rannsakað rústir sem fundust þar sem er Suðurgata 7; þar var hálft hús sem talið var vera frá 10. öld, en óvíst er í hvaða skyni það hefur verið notað. Kristín hefur skrifað skýrslu um það sem hún fann þarna, og væri vert að þær niðurstöður yrðu gerðar áhugamönnum aðgengilegar. I Skál- holti var á árum áður Kristján Eldjárn við forn- leifarannsóknir; síðast hefur þar einkum unn- ið Guðmundur Ólafsson, og fæst hann við at- huganir á því hvað gamli Skálholtsbærinn var umfangsmikill, en talið er að hann hafi verið 250 fermetrar að flatarmáli, enda sagður stærsti bær á íslandi. Guðmundur Ólafsson hefur einnig verið að kanna rústir á Þingnesi við Elliðavatn sem hann álítur að séu frá þvi fyrir 900 og gætu verið menjar um Kjalarnes- þing hið forna, forvera Alþingis. Báðar þessar rannsóknir, í Skálholti og á Kjalarnesi eru þó enn skammt á veg komnar, og er meðal ann- ars um að kenna fjárskorti. Mjöll Snæsdóttir hefur á hverju sumri allar götu frá 1978 unnið við mjög stóran og viða- mikinn uppgröft í bæjarhól á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Til þess arna hefur fengist fjár- veiting úr Þjóðhátíðarsjóði og nægir fyrir átta vikna starfi á ári. Um er að ræða svokallaðan björgunargröft, sem er vel þekkt fyrirbæri er- lendis. Fyrirsjáanlegt er að hóllinn muni eyð- ast af völdum sjávargangs á næstu tíu til fimmtán árum, en það væri óbætanlegt tjón, því að þarna eru miklar rústir, að mestu leyti frá síðari hluta miðalda. Enn hefur ekkert komið í ljós sem örugglega er frá landnáms- öld, en hins vegar finnst ýmislegt á Stóru-Borg sem skýrt getur áhugaverða þætti í hversdags- sögu síðari tíma. djarflegartilgátur UM ÍRSKA MENN Á Dagverðarnesi við Breiðafjörð hefur Þor- valdur Friðriksson nýlega hafið uppgröft á fornum mannvistarleifum, sem hann taldi í upphafi að væru eftir írska menn. Brátt kom þó á daginn að sú tilgáta var fulldjarfleg, en um var að sakast við misskilning á túlkun niðurstöðu C-14-aldursgreiningarinnar. Þor- valdur er þó samt sem áður sannfærður um að við Breiðafjörðinn hafi gætt sterkari keltneskra áhrifa en hingað til hefur verið talið og styður mál sitt fornum heimildum. ,,Á Dagverðarnesi finnast ennfremur uppistand- andi eldstæði," segir hann, „og eru þau borg- hlaðin; slík gerð eldstæða er mjög sjaldgæf hér á landi, en þeim mun algengari fyrir vest- an haf, það er að segja í byggðum keltneskra manna.“ Enn sem komið er verður að telja rannsóknir á Breiðafjarðarsvæðinu á byrjun- arstigi, en sýnt þykir að mannvistarleifar á Dagverðarnesi séu ekki yngri en frá miðri 13. öld. Á Stöng í Þjórsárdal, ekki alllangt frá sögu- aldarbæ þeim sem þar var reistur fyrir nokkr- um árum og gjarnan er nefndur „Gúmmí- stöng“, stundar Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson uppgröft, sem líkur benda til að varpa muni nýju ljósi á það sem þarna hefur komið á dag- inn í fyrri rannsóknum. Um það verður þó ekki fjölyrt að svo stöddu. Þessi upptalning hér að ofan, sem á engan hátt er ætlað að vera tæmandi, sýnir glögg- lega að frá því að hin sænska Else Nordahl hvarf héðan af landi brott fyrir áratug hefur stétt fornleifafræðinga vaxið fiskur um hrygg. „Þegar ég stóð í því fyrir hönd borgarinnar á sínum tíma að samþykki fengist til að hefja uppgröft á Suðurgötu-svæðinu þá voru hér engir fornleifafræðingar til,“ segir Páll Líndal, þáverandi borgarlögmaður og einn frum- kvöðull fornleifarannsóknanna í Reykjavík. „Því varð úr að við Kristján Eldjárn réðum hingað til lands þessa sænsku konu.“ ÁHUGALEYSI OG STEFNU- LEYSI YFIRVALDA En það er ekki nóg að til sé menntaður starfskraftur og verkefnin séu óþrjótandi. Áhuginn verður að vera fyrir hendi; aftur á • Margir eru orðnir langeygir eftir niðurstöðum þjóð- hátíðaruppgraftarins í Aðal- stræti. Þær birtast líklega á vegum sænska þjóðminja- safnsins á næsta ári, segir Else Nordahl. • Er yfirlýsingagleði íslenskra fornleifafræðinga neyðarkall til almennings á máli sem almenningur skilur? • Ekki er til nein heildar- stefna um varðveislu og rannsónir á fornminjum? • Fjársveltið er slæmt, en áhugaleysi yfirvalda þó sýnu verra. • Færeyingar og Græn- lendingar eru (slendingum fremri í fornleifarannsóknum að áliti sérfræðinga. móti er alkunna að enginn lifir á honum ein- um saman. Það var samdóma álit flestra forn- leifafræðinga sem Helgarpósturinn ræddi við að skipulag og framkvæmd fornleifarann- sókna á íslandi um þessar mundir væri ekki með þeim hætti sem ákjósanlegastur væri, þótt að sönnu tækju menn misdjúpt í árinni. Fjársvelti er viðkvæðið hjá flestum sem starfa í menntingargeiranum hér á landi, og á það auðvitað einnig við um fornleifarannsóknir. Þjóðminjasafnið hefur yfir mjög óverulegu fé að ráða og er hvergi nærri nóg fyrir nauðþurft- um safnsins hvað þá meira. Það eru aðeins styrkir úr tveimur opinberum sjóðum sem koma til álita fyrir fornleifafræðinga, og er hvorugur gildur: Vísindasjóður og Þjóðhátíð- arsjóður. Sveitarfélögin hafa hingað til lítið þóst hafa aflögu til að rannsaka fornminjar á þeirra vegum, með örfáum undantekningum þó; ber þar vitaskuld hæst áðurnefnt framlag Reykjavíkur til handa Else Nordahl. En ekki er aðeins að vanti fjármagn. Ekki er vitað til þess að á íslandi hafi nokkru sinni ver- ið mörkuð stefna í þeim málum sem lúta að vörslu og rannsóknum fornminja. „Það er ekki aðeins peningaleysi sem háir starfi okkar,“ seg- ir Margrét Hermannsdóttir um þessi mál, „heldur líka mikið áhugaleysi hjá yfirvöldum. Á vegum Þjóðminjasafnsins er til dæmis verið að hlaupa í allt mögulegt, en maður sér mjög sjaldan beinan árangur. Ennfremur má nefna að upplýsingar dagar oft og tíðum uppi, af því að ekki er hugsað fyrir því að afla fjár til að vinna úr niðurstöðunum.” Margrét sagði að illt væri til þess að hugsa ef Islendingar gætu ekki sjálfir markað stefnuna í rannsóknum í eigin landi, en margt benti til að svo gæti orðið áður en langt um liði ef ekki yrði breyting til batn- aðar; minnti hún á að rannsóknir sínar hefðu að miklu leyti verið kostaðar af útlendingum. „Ástandið hérna hefur vitaskuld spurst út,“ sagði Margrét; „og er orðið okkur til skammar í nágrannalöndunum. Bæði í Færeyjum og á Grænlandi ríkir mun betra ástand í fornleifa- fræði en hér; er það bæði að þakka dugmiklu fólki og líka velvilja fjármálavaldsins. Ég er núna nýkomin frá Færeyjum, og það slær mann að þar eru í gangi fíeiri og stærri upp- greftir en á íslandi." KOPPAR OG KIRNUR EÐA KIRKJUR KONUNGA Og víkur þá sögunni til Ólafs helga og kirkju hans á Þingvöllum. Ekki skulu hér dregnar í efa niðurstöður sérfræðinga í fornleifafræði, og sjálfsagt mál er að setja fram tilgátur — og einkenni góðra vísindamanna að hafa þær sem djarfastar. Til þess eru tilgátur að þær séu hraktar, er inntakið í hugmyndum frjálslynds vísindaheimspekings samtíðarinnar sem möfgum er kunnur. En hitt er annar handlegg- ur að sagnir um gefinn kirkjuvið eru margar til, og er þar talað um fleiri Ólafa en aðeins einn. Þetta er fróðlegt að rifja upp í þessu sam- bandi, einkum vegna þess að oft er blaða- mönnum legið á hálsi fyrir að blása upp það sem fornleifafræðingar láta út úr sér í ógáti: bærinn Ingólfs, kirkjan Ólafs — þetta er sensasjón; fornir koppar og kirnur í moldar- flögum uppi í sveit hins vegar lítil tíðindi. En kynni því ef til vill að vera öfugt farið: eru ís- lenskir fornleifafræðingar úr hófi fram yfirlýs- ingaglaðir? Er hér um að ræða neyðarkall til almennings á því máli sem almenningur skil- ur? HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.