Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 23
Aggi og Eggert sem þessa dagana eru að stíga sin fyrstu spor í kvikmyndaleik.
Skyttur Friðriks Þórs Friðrikssonar:
SÓMAMENN TIL MUNNS OG HANDA
SEGJA ÞEIR AGGI OG EGGERT SEM LEIKA AÐALHLUTVERKIN,
TVO SJÖARA SEM DELERA í REYKJAVÍK AÐ LOKINNI VERTÍÐ
Þeir eru ekki beint árennilegir, þeir Aggi og
Eggert þegar þeir koma inn í veitingasal Hótel
Borgar. Annar yggldur á brún og dökkur yfirlit-
um, hinn rauöbirkinn, stór og mikill en heldur
blídlegri á svipinn. Þeir setjast við borðið þar
sem ég er fyrir og drekk kaffi. Þjónninn kemur
að ogspyr hvað megi bjóðaþeim. ,,Kaffi,“ segir
Eggert kurteislega. ,,Hreint út sagt, vil ég te,“
segir Aggi hátt og snjallt. Þjóninum bregður,
mér reyndar líka. „Jœja, spurðu," hreytir Aggi
út úrsér við mig, ,,og við munum reyna að fara
í kringum það.“
Aggfeda Þórarinn Óskar Þórarinsson ljós-
myndari og Eggert Guðmundsson blikksmiöur
eru í aðalhlutverkum í nýjustu framleiðslu ís-
lensku kvikmyndasamsteypunnar þar sem
Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðar-
maður er höfuðpaur. Kvikmynd þessi hefur
hlotið nafnið Skytturnar og er fyrsta leikna
kvikmynd Friðriks og fjallar um tvo sjóara á
hvalveiðiskipi sem koma í land að lokinni ver-
tíð, fara suður til Reykjavíkur að lyfta sér upp
og delera í næturlífi höfuðborgarinnar.
,,Reykjavíkurblús sem endar í örvæntingu,"
sagði leikstjórinn nýlega í blaðaviðtali og bæt-
ir því við að þetta sé hörkumynd sem innihaldi
bæði spennu og skemmtun. Handritið unnu
hann og Einar Kárason rithöfundur. En hvern-
ig stendur á því að þeir kumpánar, sem ekki
hafa gengið í leiklistarskóla, eru í aðalhlut-
verkum?
,,Við pössuðum inn í týpurnar að því er leik-
stjórinn áleit,“ segir Aggi. ,,Ja, ég vann með
Frikka fyrir 17 árum í garðyrkju," segir Eggert,
,,og við höfum hist, svona annað hvert ár, bara
fyrir tilviljun og heilsast eins og gamlir kunn-
ingjar. Fyrir svona 7 árum spurði hann mig
hvort ég væri ekki til í að leika í kvikmynd hjá
sér og ég kvað já við þótt ég héldi að hann
segði þetta svona meira í gamni en alvöru.
Fyrir ári, eftir að ég hafði verið lengi úti í
Noregi, hitti ég hann aftur og þá spurði hann
hvort ég væri ekki enn til í þetta. Og svo
hringdi hann í mig, rétt eftir síðustu áramót,
og sagði að það væri komið að þessu. Ég er þó
ekki algjör nýgræðingur í leiklist. Þetta byrjaði
eiginlega þegar ég fór á Dale Carnegie-nám-
skeið fyrir tveimur árum og fékk viðurkenn-
ingu fyrir leikhæfileika. Upp úr því sótti ég um
inngöngu í Hugleik og lék Jón sterka í Skugga-
Björgu og sjórekið lík í Sálu Jónanna sem
margir höfðu gaman af. Ég var svolítið ógeðs-
legur, með netadræsu yfir mér.“
— Þú kemur inn í gegnum Einar Kárason,
Aggi?
„Jah..., við Kárason erum miklir félagar en
við Friðrik könnuðumst hvor við annan frá því
við vorum mótherjar í fótbolta í gamla daga og
eins í gegnum sameiginlega kunningja okkar,
eins og Einar Má, Halldór Guðmundsson og
fleiri sem bjuggu um svipað leyti og ég í Dan-
mörku."
— Er það rétt að þú sért fyrirmynd Einars
Kárasonar að ruddalegu braggadrengjunum í
Djöflaeyjunni og Gulleyjunni?
„Nei, það er bara mannorðsþjófnaður að
halda því fram. En það er eins og gengur og
gerist á þessu landi, alls staðar eru mannorðs-
þjófar og farísear." Eggert hlær en Aggi heldur
groddalegur áfram. „Nei, ég er engin fyrir-
mynd en Kárason tileinkar mér fyrri bókina.
Við vorum saman í skóla í gamla daga en leiðir
okkar skildi þegar við vorum 12 ára og við hitt-
umst ekkert fyrr en árið 1980 í Danmörku.
Þessi ár sem liðið höfðu á milli voru eins og
mínútur frekar en hitt og við byrjuðum strax
að segja hvor öðrum sögur og það hefur
kannski orðið kveikjan að einhverjum hug-
myndum hjá honum. Hvort ég hef leikið eitt-
hvað? Jah. . . það var nú bara í einhverjum
skólaleikritum í gamla daga, lék einn af vitr-
ingunum þremur í barnaskóla og eitthvað í
gagnfræðaskóla en það er óþarfi að tina það
til. Það eru draugar fortíðarinnar."
— Nánar um söguþráð myndarinnar?
„Ja, hún gerist á einum sólarhring," segir
Eggert, „og fjallar um þessa tvo sjómenn, Sem
eru orðnir leiðir á sjónum og langar að fara í
land að lyfta sér upp. Fara í bæinn án þess að
hafa nein ítarleg plön, fá sér bara að borða og
vín með. Svo rekur hver atburðurinn annan,
eins og títt er í Reykjavík...“
„Já, viltu ekki bara afhenda henni handrit-
ið,“ segir Aggi storkandi.
„Nei, ég hef það ekki hér,“ segir Eggert og
hlær vandræðalega.
— Og eru þessir menn sem þið leikið voða-
leg rustamenni?
„Nei, þetta eru sómamenn til munns og
handa," svarar Aggi. „Þeir eru félagar og ut-
angarðsmenn, sjóaðir sjóarar sem þekkja
ekkert annað en púl og djöfulskap."
— Drykkjumenn og slagsmálahundar?
„Nei, mikil ljúfmenni sem drekka ekkert
meira en gengur og gerist og þurfa stundum
að berja frá sér í vörn.“ „Þeir heita Búbbi og
Grímur," bætir Eggert við, „og ég er Búbbi.
Búbbi stólar á Grím og getur eiginlega ekki
verið án hans. Búbbi er þannig."
— Er Búbbi svolítið þunnur?
„Ja, þegar ég uppgötvaði að hann var svolít-
ið heimskur, fór ég að skilja þetta betur og
leika eðlilega. Hann er svolítið lengi að hugsa
og er viðkvæmur." „Er ekki betra að segja að
hann sé svolítið ósjálfstæður?" spyr Aggi.
— Átti hann erfiða œsku?
„Nei, það kemur ekki fram,“ segir Eggert.
„Við verðum nú bara að láta sænsku sósíal-
pedagógana um að túlka hann, þeir verða
sjálfsagt æstir í það,“ segir Aggi.
— Hvernig er Grímur?
„Hann er iíderinn. Nei, við eigum lítið sam-
eiginlegt, ég hef t.d. aldrei verið sjómaður, en
ég þykist þekkja týpuna,“ segir Aggi. „Hvort
hann er lúser? Jah... ég held að það myndi nú
aldrei liggja fyrir Grími að verða fasteignasali,
hann er ekki sú týpa sem gengur um í jakka-
fötum með stresstösku. Nei, ég veit ekkert
hvort hann hefur farið illa út úr lífinu, hann
hefur upplifað eitt og annað og kann að svara
fyrir sig. Eins og ég? Við skulum nú bara
sleppa því.“
— Eru þeir ekkert svo gassalegir að þeir
hneyksli viðkvœmt fólk?
„Hvað, finnst þér við vera svona gassalegir
hérna við borðið," spyr Aggi. „Já, hafðir
ímyndað þér þá þannig. Nei, þetta er náttúr-
lega öðruvísi mynd en framleidd hefur verið
hér á íslandi, þetta er aksjónmynd, það er eitt-
hvað að ske. Viðkvæmt fólk, já? Það eru ef-
laust til einhverjir þrýstihópar sem láta sér
bregða. En það er bara þeirra tebolli."
„Það eru örugglega margir sem sjá sjálfa sig
í þeim,“ bætir Eggert við, „og konur munu líka
skilja þá því kvenfólk spilar stóra rullu í lífi
þeirra."
„Þetta er mynd fyrir alla fjölskylduna," segir
Aggi, „og holl ungviðinu."
— Finnst ykkur erfitt að stökkva inn í aðal-
hlutverk, í fyrsta sinn sem þið leikið í kvik-
mynd?
„Nei, en auðvitað er þetta hörkuvinna.
Þetta er ekkert bíó," segir Aggi. „Það tók okk-
ur líka tíma að venjast kvikmyndatökuvélinni
og starfsliðinu," bætir Eggert við, „og það tók
sinn tíma að lifa sig inn í hlutverkið. Maður
þarf alla vega að vera í góðu jafnvægi til að láta
daginn ganga upp. Með texta og allt slíkt.“
— Eitthvað sérstakt sem hefur komið upp á
þessum þremur vikum sem tökur hafa staðið?
„Jú, ég grenntist fyrstu vikuna um 6 kíló,“
segir Eggert, „og varð að borða og borða svo
ég næði sömu þyngd aftur. Svona má auðvitað
ekki ske, því myndin gerist öll á einum sólar-
hring.“
„Nei, ég hef ekki gengið í gegnum svona
próblem," segir Aggi, „ég á bara að vera eins
og ég er.“
— Svo á að frumsýna um jólin. Eruð þið
spenntir?
„Ég hafði nú orð á því að ég myndi ekki
mæta,“ segir Eggert og hlær.
„Ég veit það ekki, þetta er pís of keik, ætli
ég verði ekki spenntari fyrir jólunum. Jú, jú,
þetta verður garnan," segir Aggi, ,,og við ætl-
um að reka smiðshöggið á að sýna að ómennt-
aðir leikarar eru fullboðlegir og það hafa líka
ýmsar týpur sýnt fram á. Annars hafa þessir
karakterar sem við leikum birst oft í litteratúr
og bíómyndum og óþarfi að segja neitt meira
um það. En þetta hefur allt gengið vel, við
erum með ekta fagmenn í kringum okkur. Og
frábært handrit."
leftir Margréti Rún Guömundsdóttur mynd Jim Smarti
HELGARPÖSTURINN 23