Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 27
LISTAP Kannski er ég bara heigull — segir Guðrún Helgadóttir sem hefur nýlokið við söguna Saman í hring Seint dytti manni deyfð og droll í hugþar sem Guðrún Helgadóttir á í hlut. Þessi gustmikli alþingismaður sem sl. vetur kvartaði undan því að geta ekki framfleytt sinni stóru fjöl- skyldu af þingfararkaupinu notar gjarnan sumarleyfi sitt til að skrifa bœkur. Enda vœri hún löngu farin á hausinn, segir hún, ef ekki reyttist smám saman inn fyrir ritstörfin, svo sem erlendar þýðingar og endurút- gáfur. Nýverið setti Guðrún punkt- inn aftan við barnabók sem með haustinu kemur út á vegum Iðunn- ar, myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn. HP yfirheyrði Guðrúnu um þessa nýju bók milli þess sem hún tók til í geymslunni og mettaði heila villi- kattafjölskyldu sem hefur haldið til í garðinum hjá henni frá því i vor, heimiliskettinum Gosa til hrellingar en til ódrýginda heimilispeningun- um. „Þessi bók er í raun framhald af Sitji guðs englar sem kom út ’83, og gerist tveimur árum seinna þegar stríðinu er Iokið en herinn ófarinn,” segir Guðrún. „Þetta er svolítil tíma- bilssaga frá þessum skrítnu árum þegar tíminn hætti að standa kyrr og allt fór að gerast, ekkert varð sem áður. Sagan er hugsuð sem miðjubók í trílógíu sem ég ætla að reyna að ljúka og er skrifuð út frá sjónarhorni miðsysturinnar í systkinahópnum. Fyrsta bókin var skrifuð út frá sjón- arhorni elstu systurinnar, og atburð- irnir verða ansi miklu öðru vísi séðir frá sjónarhóli Lóu Lóu sem þessi systir heitir, vegna þess að þær eru mjög ólíkar. Og síðan langar mig til að skrifa þriðju bókina út frá sjónar- hóli litlu Öbbu hinnar. Að sjálfsögðu á þessi bók að heita Saman í hring og þá liggur í hlutar- ins eðli hvað sú þriðja á að heita. Ég hélt að þetta væri mjög frumlegt hjá mér, en svo uppgötvaði ég auðvitað eitt kvöldið mér til mikillar skelfing- ar að Jóhannes úr Kötlum gerði þetta fyrir löngu: Bí, bí og blaka, Álftirnar kvaka og svo framvegis.” — Miðarðu lýsingarnar í þessum bókum mikið við þína eigin fjöl- skyldu í Hafnarfiröinum? „Nei, ég tek meira mið af bæjarlíf- inu í heild. Þetta er engin sjálfsævi- saga þótt sjálfsagt megi finna ein- hverjar hliðstæður í minni eigin bernsku." — Hvað finnst þér að hafi breyst til hins verra t fjölskyldulífi Islend- inga frá því þetta var? „Jú, þegar maður lifir sig í einn og hálfan mánuð aftur um þrjátíu og fimm ár fer ekki hjá því að maður velti einmitt fyrir sér kostum og göllum þess lífs sem þá var lifað. Ég held að ég sé komin að þeirri niður- stöðu að þrátt fyrir þrengslin og peningaleysið þá hafi verið miklu meiri nærvera milli fólks. Ég veit t.d. ekki hvað það er að vera ein heima, það voru alltaf gestir og við krakk- arnir heyrðum miklu sterkara og öflugra tungumál en börn gera núna. Nú talar enginn orðið við börn, enda skilst mér að lestrar- kennsla verði æ örðugri vegna þess að börnin hafa hreinlega engan orðaforða. Og auðvitað lærði mað- LOKATÓNLEIKAR BÍTLAVINA- FÉLAGSINS „Ég býst við að ég sé að eðlisfari ekkert sérstaklega opin og ég skal ekki um það segja hversu vel mér færist að leggja mig svona á borðið eins og fólk sem skrifar skáldsögur fyrir fullorðna gerir gjarnan. Kannski geri ég þetta einhvern tíma þegar ég verð orðin gömul og þroskuð," segir Guðrún Helgadóttir. ur heil ósköp, t.d. af tungutaki ömmu og afa. Ég er hrædd um að samneyti við börn hafi ansi mikið minnkað. En auðvitað var sjávarþorpalíf á þessum tíma erfitt að mörgu leyti og við kynntumst ýmsum hliðum lífs- ins sem börnum er hlíft við núna. Til dæmis sáum við fólk fæðast og deyja, en hvort það var nokkuð óhollt þegar öllu er á botninn hvolft skal ég ekki segja." — Hvers vegna kýstu að skrifa allta f út frá sjónarhóli barna? „Ég hef nú einhvern tíma sagt í galsa þegar hreinskilnin yfirbugaði mig að líkast til stafi það bara af heigulshætti. Það er þægilegur heigulsháttur að fela sig á bak við barn. En kannski er þetta nú að mörgu leyti tilviljun. Upphaflega fór ég að segja mínum eigin krökkum sögur. Mér ofbauð satt að segja það bull sem sett var saman handa börn- um og maður var að koma heim með af bókasafninu. Ég hugsaði með mér: Fjárinn hafi það, ég get gert þetta alveg eins vel sjálf. Þar fyrir utan hef ég alltaf haft mjög gaman af börnum og mikið verið með þeim. Ég var elst í stórum systkinahópi og því fannst mér ég vera að eignast tíunda barnið þegar elsti sonur minn fæddist. En ég býst við að ég sé að eðlisfari ekkert sér- staklega opin og ég skal ekki um það segja hversu vel mér færist að leggja mig svona á borðið eins og fólk sem skrifar skáldsögur fyrir full- orðna gerir gjarnan. Kannski geri ég þetta einhvern tímann þegar ég verð orðin gömul og þroskuð. Nú, og stundum finnst mér að ýmislegt bendi til þess að ég sé hálfgerður krakki ennþá!" Guðrún segist ekki geta byrjað að skrifa fyrr en hún hafi lagt bókina niður fyrir sér í stórum dráttum, en þá gangi skriftirnar líka nokkuð greiðlega og hún breyt^yfirleitt litlu við nánari yfirlestur. „Eg gæti ekki skrifað að staðaldri frá níu til fimm eins og sumir virðast gera," segir hún. „Ég myndi missa alla þræði út og suður. Ég verð að vinna í skorpu.. . en þá er eins og ég springi! Síðan verð ég alltaf jafn hissa þegar upp er staðið. Ég get skrifað á hverjum einasta degi án þess að verða tiltakanlega þreytt. En að verklokum hellist yfir mig lamandi þreyta sem tekur dálítinn tíma að hverfa." í sumar hafði Guðrún óvenju gott næði til skrifta en þegar börnin hennar voru meira heima við yfir sumartímann reyndi hún oft að skrifa á skrifstofu sinni niðri á Al- þingi þar sem ekki nokkur maður truflar. „En það er vita vonlaust fyrir mig að reyna að skrifa þar skáldskap," segir hún. „Ég hef enga skýringu á því hvers vegna ég kem ekki staf á blað. Það er mjög misjafnt hvernig rithöfundar upplifa það sem þeir eru að skrifa. Ég held að ég sjái þetta fyrir mér dálítið eins og í kvikmynd. Én hið listræna andrúmsloft virðist vera víðsfjarri á skrifstofu minni á Alþingi," segir Guðrún Helgadóttir. -JS I kvöld, fimmtudaginn 28. ágúst, verða haldnir stórtónleikar á Hótel Borg. Verður þar að verki hið ak- hressa Bítlavinafélag, sem þar held- ur sína kveðjutónleika. Endalok hins stutta ferils sveitarinnar kemur eflaust mörgum á óvart sökum gegndarlausrar velgengni undanfar- ið ár. Við inntum því Jón Ólafsson, sem óumbeðið hefur orðið andlit sveitarinnar út á við, fregna afþessu uppgjöri. „Til að gera stutta sögu langa hóf- um við félagarnir að spila saman sem undirleikarar Verslunarskóla- kórsins sem ég stjórnaði. Það gekk undravel svo við ákváðum að spila á tveimur Lennon-kvöldum, sem urðu fleiri — reyndar ein 8-9 á Gauknum og 3-4 á Borginni. Ætlun- in var þó aldrei að spila lengur en út marsmánuð. Velgengnin á refilstig- um hljómsveitarinnar hrópaði þó á lengingu og því ákváðum við að gera þetta að smá sumarævintýri. En nú er ég á förum til útlanda, Rafn að auka Grafíkstarfið ofl. ofl., þann- ig að okkur er ekki stætt á þessu mikið lengur." Hljómsveitir sem vel ganga hafa margar þann skemmtilega eigin- leika að gera come-back þegar minnst varir.... „Það er vitanlega ekki útilokað að við tökum saman aftur, bjóðist þess háttar aðstæður einhvern tíma, þvi að þetta er búið að vera stór- skemmtilegt; við höfum haldið okk- ur frjóum, farið hringinn og gefið út plötu — mikið fleira verður varla gert." Bítlavinafélagið er nýkomið úr mikilli sigurför að norðan og ofan af Akranesi. „Þetta gekk glimrandi vel. Við héldum ferna tónleika og fylltum húsin hvert á fætur öðru. Norður- ferðin jaðrar þó við að geta kallast upphitun fyrir hljómleikana á Borg- inni, jafn stórkostlegir og þeir munu verða. Við ætlum að taka allt Lennon- prógrammið, slagara eins og „Þrisvar í viku" og Bítlalög sem við höfum ekki flutt áður. Sem sagt langt, strangt og stórskemmtilegt. Sem aukaskemmtiatriði ætlum við að klæðast búningum úr fyrri hljómsveitum okkar strákanna." AB SYNINGAR eftir Guðberg Bergsson Reykjavík til sýnis í Reykjavík Með hinum tveimur sýningum sem haldn- ar eru að Kjarvalsstöðum og í nýja Borgar- leikhúsinu er reynt að gefa tvær líkar og ólík- ar myndir af Reykjavíkurborg í fortíð og nú- tíð. Að Kjarvalsstöðum er borgin sýnd þann- ig að hinir „mannlegu" þættir hennar sitja í fyrirrúmi, en í Borgarleikhúsinu er „vísinda- hliðin" á afmælisbarninu. Þetta eru hvort tveggja prýðilegar sýning- ar, eins langt og þær ná. En í raun og veru ná þær ekki mjög langt. Sýningin í Borgarleik- húsinu nær ekki mjög langt á vísindasviðinu af þeim einföldu ástæðum að við höfum ekki ennþá náð langt á því sviði. Miðað við svip- aðar sýningar erlendis eru vísindin hér næst- um á lágstigi. Það er ekki einu sinni reynt að láta áhorfendur standa á gati, gapandi yfir einhverju einföldu en margbrotnu vísinda- bralli: undri eða furðu framtíðarinnar. Oft er slíkt aðeins brella byggð á hugviti. Og henn- ar sakna ég á sýningunni í Borgarleikhúsinu. Vélmennið sem færir til kubbana er beinlínis grátbroslegt fremur en undursamlegt. Það hefði verið miklu betra að temja til dæmis hest þannig að hann biti í kubbana og færði þá til og frá — ellegar varphænu. Slíkt hefði verið verulega sniðugt: það að sýna fram á vélræna og vísindalega hugsun í hænu- og hesthausnum. Það besta á sýningunni í Borgarleikhús- inu er sá hlutinn sem fjallar um vatnsorkuna. Hægt er að horfa á kvikmynd um virkjunar- framkvæmdir á ýmsum stöðum á landinu. Yfir hinum eyðilegu stöðum er einhver dýr- legur og dapurlegur blær, sá blær sem ein- kennir svo þjóð okkar og land. Og núna eru framkvæmdirnar, skurðgrafan og jarðýtan að leggja auðnina að velli og draga orku fram. Það er svo skrýtið að orkuna er helst að finna í auðninni. Og það á jafnt við um manninn sjálfan og landið. En því miður vantar að mestu mikilvægan „hlut“ í kvik- myndina af orkuframkvæmdunum: mann- inn, verkamanninn sem vinnur og puðar. Honum bregður aðeins fyrir stöku sinnum. Og kvikmyndavélin er eins og hún sé laf- hrædd við hann. Á einum stað er kvikmynd- að í matsal en vélinni fremur beint að disk- unum og matnum en mönnunum sem tæma matinn af diskunum. Hér, eins og í íslenskri list yfirhöfuð, verður maðurinn útundan og landslagið aðalatriðið, jafnvel þótt maðurinn sé að eyðileggja það eða umbreyta því. Sýningin að Kjarvalsstöðum er mannlegri. Það bregður fyrir fólki: mönnum sem eru að híma eða standa og bíða eftir því að festast á filmu svo þeir verði ekki glötuninni alger- lega að bráð. En þarna er fátt af myndum af fólki við störf eða bara af mönnum í sínu mennska umhverfi. Húsin yfirgnæfaallt: það landslag sem maðurinn býr til sjálfur. Myndirnar eru látnar hanga á veggjunum í réttri tímaröð næstum fram á daga okkar. Mönnum fer örlítið fjölgandi á myndunum, einkum á stríðsárunum. íslendingurinn virð- ist þá helst koma fram sem mannvera. Farið er að gefa honum gaum sem einstaklingi, lif- andi veru sem hefur sitt sérstaka gildi og er athyglisverð þess vegna, en ekki bara eitt- hvað sem hefur brúklegt gildi. Fram að þeim tíma var íslendingurinn aðeins metinn eftir því hvort hann „dugaði til vinnu". Ef hann gat ekki þrælað var hann talinn til drullu- sokka. Sérstök áhersla er þess vegna lögð á stríðs- árin á sýningunni. Áherslan er slík að sand- pokum hefur verið hlaðið upp við dyr aust- ursalar Kjarvalsstaða.En þeir pokar eru í engum tengslum við sandpoka breska hers- ins. Sama er að segja um það íslenska fyrir- brigði sem er klætt í breskan dátabúning og slánast um eins og dæmigerður íslendingur sem hefur ekki hlotið neinn aga, síst orðið að lúta heraga. Vel er þess virði að fara á sýning- una bara til þess að sjá aumingja manninn. Ég þori að veðja að ef bresku hermennirnir hefðu verið eins og hann þá hefði engin íslensk kona farið í ástandið. Af honum er hægt að sjá hvaða hugmynd „fjallalamba kynslóð" nútímans gerir sér af breskum hermanni. En ég spyr: Hvers vegna er ekki höfð hon- um til aðstoðar íslensk dæmigerð kona sem „fór í Bretann" eða ástandið? Mér finnst alveg vanta hana — á gægjum á bak við sandpokana í fallbyssuhreiðrinu. En á pok- um í slíkum hreiðrum voru Bretarnir og Kan- arnir alltaf „að taka" íslensku stúlkurnar, samkvæmt orðrómi og reyndar bókmennt- um líka. Og þar af leiðandi voru skotbyrgin sönn ástarhreiður. Slíkt hefði vel mátt koma fram á sýningunni. Mér finnst þess vegna, sem leikmanni, sýn- ingarnar vera miklu fremur til þess gerðar að falsa raunveruleika Reykjavíkurborgar en leggja áherslu á hann og benda fingri til framtíðarinnar. Ég held að best hefði verið að láta „fólkið sjálft" koma með sitt framlag til sýningarinn- ar og setja upp sína sýningu. Vafalaust hefði þá ýmislegt komið upp úr koffortum og köss- um sem verulega fróðlegt hefði verið að sjá, jafnvel miklu fróðlegra én það sem fékkst til sýningarinnar frá Ljósmyndasafninu. En hér er öllu stjórnað að ofan: Af embætt- ismannavaldinu og mer^itamannadótinu. HFIGARPOSTURINN ?7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.