Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 12
H yrir skömmu var auglýst laus til umsóknar lektorsstaða í heimspeki við heimspekideild háskólans. Um hana sóttu þrír menn, lærðir á ýms- um sviðum heimspekinnar, Erlend- ur Jónsson, Michael Karlsson Marlies og Hannes H. Gissurar- son. Til að vega þessa menn og meta var að venju skipuð dómnefnd og sátu í henni heimspekingarnir Vilhjálmur Arnason, Eyjólfur Kjalar Emilsson og Halldór Guð- jónsson, stærðfræðingur og kennslustjóri Háskólans. Nefndin skilaði áliti sínu nýskeð og kom það ýmsum á óvart uppi í Háskóla; Hún dæmdi Michael Karlsson best hæf- an til að gegna lektorsembættinu, Erlend Jónsson síður hæfan, en Hannes Gissurarson óhæfan. Nú eru þetta allt hinir mætustu menn — Michael sem er Bandaríkjamaður að ætt hefur kennt við Háskólann um árabil, Erlendur er doktor frá Cambridge og Hannes doktor frá Oxford, einsog alkunnugt er. Þykir mörgum skrítið hvernig nefndinni er stætt á því að dæma Hannes óhæfan, ekki síst þegar litið er til þess að í henni sitja menn sem hafa minni menntun en hann og líka menntun á öðru sviði. Hitt þarf svo kannski ekki að koma neinum á óvart að Hannes er uppá kant við ýmsa lærdómsmenn í heimspeki- deild, og þeir kannski ekki síður uppá kant við hann. . . birtast á sjónvarpsskjánum nú í haust, reyndar í nýju hlutverki. Það er Helga Möller, söngkona og þriðjipartur lcy-hópsins, sem mun skemmta yngstu áhorfendunum í vetur í einum elsta dagskrárlið sjón- varpsins, nefnilega Stundinni okk- ar. Helga verður sumsé einn um- sjónarmanna þess þáttar.. . Þ orsteinn Pálsson fjármála- ráðherra á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Framsóknarmenn munu vera afskaplega þreyttir á ráð- herranum, sem þykir láta reka of mikið á reiðanum og gera lítið að því að taka röggsamlega af skarið varðandi fjárlög næsta árs. Fyrirsjá- anlegt er að erfitt verður að sauma fyrir öll göt í fjárlagagerðinni og enginn efast um að Þorsteinn sé í lítt öfundsverðri aðstöðu, en mönnum finnst skorta ákveðni og hörku í framgengni hans. Það er hins vegar síður en svo al- vont fyrir Framsókn að Þorsteinn klúðri fjárlagagerðinni. Telja sumir sig meira að segja sjá þarna ástæðu þess að Steingrímur Hermanns- son vill draga kosningar fram yfir áramót, því að fjárlagafum Þor- steins muni hrista slatta af atkvæð- um af Sjálfstæðisflokknum á þessu tímabili. . . |k| I ú á dögunum var tekinn upp enn einn þátturinn í röðinni Kvöldstund með listamanni. Þar áttu orðastað tveir ástsælir rithöf- undar sitt af hvoru kyninu, Stein- unn Sigurðardóttir spurði Guð- berg Bergsson spjörunum úr und- ir upptökustjórn Viðars Víkings- sonar. I þættinum mun áreiðanlega margt spaklegt bera á góma og bóka má að Steinunn spyrji Guð- berg út í kynni hans af Gabriel García Márquez, en Guðbergur hefur sem kunnugt er þýtt mörg af hans þekktustu verkum yfir á ís- lensku. Hitt vita kannski færri að þeir kynntust á Spáni fyrir margt löngu þar sem þeir gengu saman í háskóla og Márquez var enn óþekktur. Ber hann svo mikið traust til Guðbergs að hann sendir honum bækur sínar í handriti til yfirlestrar og umþenkingar... || ■ Hornfirðingar eru að von- um hvekktir á tilraunum sínum til togarakaupa. Þar hafa útgerðar- menn í samvinnu við kaupfélagið, hreppinn og aðra digra sjóði boðið í hvern togarann á fætur öðrum sem ríkisábyrgðarsjóður hefur verið að selja en engan fengið og þó verið með hærri tilboð en þeir sem fengu togarana. Um er að ræða raðsmíða- skipin sem Hjörleifur Guttorms- son lét skipasmíðastöðvarnar á sín- um tíma ráðast í að smíða en Halldór Asgrímsson þvertók lengi vel fyrir að fengju kvóta. Loks lauk smíði togaranna og Halldór gaf sig með að iáta fleyin fá smávegis af þorskinum en aðallega er skipunum ætlað að fiska rækju. Tvö þessara skipa voru smíðuð á Akureyri og buðu Horn- firðingar í bæði saman og líka í sitt- hvoru lagi í hvort um sig. Og hvor- ugt fengu þeir en heimildir HP herma að fyrir pólitískan þrýsting á Þorstein Pálsson sem hafði með söluna að gera þá seldust þau fyrir lægra verð en Hornfirðingarnir vildu borga. Sama var uppi á ten- ingnum með þriðja raðsmíðaskipið sem smíðað var í Stálvík. Tvö skip- anna fóru í kjördæmi Þorsteins, suð- ur í Þorlákshöfn en eitt á Biöndu- ós. Eitt aðalhlutverkið í þessum skollaleik segja heimildir HP að sé leikið af Halldóri Blöndal, sem situr í stjórn Byggðastofnunar en Horn- firðingar sakna þess að Halldór þingmaður þeirra Ásgrímsson sé méð. . . Þ á hefur Steinunn Sigurðar- dóttir nýverið lokið við fyrstu skáldsögu sína sem hún hefur haft í smíðum undanfarin ár. Sem stendur ber hún vinnutitilinn Tímaþjófur- inn. Útgefandi er Iðunn... Þ að gengur á með jarðskjálft- um þessa dagana. Það er því ekki að ófyrirsynju að í lok október næst- komandi verður haldin í Reykjavík - samnorræn ráðstefna verkfræð- inga, burðarþolssérfræðinga og jarðskjálftasérfræðinga og er við- fangsefnið að sjálfsögðu jarð- skjálfti. Gert er ráð fyrir um það bil fimmtíu þátttakendum á ráðstefn- una, og er sagt að fleiri hafi áhuga á að komast á hana en geta. Auk hinna norrænu þátttakenda er von á þekktum jarðskjálftafræðimönn- um víðsvegar að úr heiminum, meðal annars frá Kaliforníu og Þýskalandi. Þýsku sérfræðingarnir hafa að undanförnu verið að koma á laggirnar sérstakri reglugerð fyrir alla Evrópu, og verður eflaust fróð- legt að sjá hvaða undirtektir þeirra málflutningur hlýtur hér. Jarð- skjálftaráðstefnan hér verður haldin á vegum Háskóla íslands og Tækni- háskólans í Kaupmannahöfn, en formaður er Júlíus Sólnes verk- fræðingur. Vonandi verður ekki allt hrunið um koll áður en gestirnir koma. .. Þakgluggar í ýmsum stærðum, fastir og opnanlegir. Bergplast Smiðjuvegi 28D sími 73050. * > 8,9% í nóvemberlok hefur það vaxið um a.m.k. 3,5% í lok janúar um 6% í marslok um Að sjálfsögðu skaltu kynna þér hvort nokkur bankastofnun býður betra, og koma svo. A VEXTI : 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.