Helgarpósturinn - 28.08.1986, Blaðsíða 14
eftir Jónínu Leósdóttur
því farið að bera heilmikinn happ-
drættiskeim, enda hefur félagið ein-
ungis 17 orlofshús og tvær íbúðir á
Akureyri til umráða.
Pétur Maack hjá Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur sagði í
viðtali við HP, að félagið hefðreign-
ast sitt fyrsta orlofshús árið 1966
eða ’67 og það hefði verið í Ölfus-
borgum. Síðar hefðu fleiri hús
smám saman bæst í hópinn; á III-
ugastödum, í Svignaskarði, Húsa-
felli og Flókalundi, fyrir utan orlofs-
íbúðirnar í höfuðstað Norðurlands.
KARLAR Á SKYTTERÍI
Að sögn Péturs var áhugi félags-
manna á orlofshúsum mjög mikill
strax í upphafi. Þróun síðari ára hef-
ur hins vegar verið sú, að nýting
húsanna dreifist meira yfir árið en
áður var. „Eftirspurn eftir orlofsbú-
stöðum snemma á vorin og seint á
haustin fersífellt vaxandi nú hin síð-
ari ár, enda getur veðrið oft leikið
við fólk á öðrum tímum en um há-
sumarið, eins og við vitum. Það er
algengt að fjölskyldur skreppi t.d. í
orlofshús um helgar, en einnig er
töluvert um það að karlmenn taki
sig saman og dvelji í 3—5 daga í
sumarbústað til þess að stunda
skytterí," sagði Pétur Maack hjá V.R.
Varðandi kostnað félagsins af or-
lofshúsunum, tjáði Pétur okkur að
hann væri líklega á bilinu frá 7 til 9
þúsund krónur á viku. Orlofssjóður
félagsmanna greiðir hins vegar nið-
ur megnið af þessum kostnaði, þar
sem ekki þykir forsvaranlegt að
krefjast meira en þrjú þúsund króna
leigu fyrir hvern bústað í viku
hverri.
Pétur Maack sagði þá hjá V.R. ekki
hafa orðið vara við neinn mun á um-
gengni eða hegðun dvalargestanna
í áranna rás. Það væri mestmegnis
fjölskyldufólk, sem færi í orlofshús-
in, og það væri yfirleitt um prýði-
lega umgengni að ræða þarna.
„Auðvitað þekkist skrall alls staðar,
bæði í borgum og til sveita, og það
geta alltaf orðið slys á borð við það
að gler brotni í svalahurð eða annað
slíkt. Það heyrir hins vegar til al-
gjörra undantekninga, því fólkið er
langoftast til algjörrar fyrirmyndar.
AFAR, ÖMMUR OG
BARNABÖRN
Bandalag starfsmanna ríkis og
bœja á mun fleiri bústaði en V.R.,
enda fjöldi félagsmanna að sama
skapi meiri. Flest orlofshús BSRB
standa í Munaðarnesi og Stóruskóg-
um, eða 85 hús, en síðan eru 17 or-
lofsbústaðir að Eidum. Hin einstöku
félög innan bandalagsins ráðstafa
sjálf húsum sínum yfir sumarmán-
uðina, en utan sumartímans er út-
leigan í höndum heildarsamtak-
anna. Þá eru húsin Ieigð undir fundi,
Orlofsh úsabakterían
hefur búið varanlega
um sig við hjartarœt-
ur íslensku þjóðar-
innar og er orðin að
faraldri sem ekkert
fœr stöðvaö.
Mikil bylting hefur ordid í sumar-
bústaðamenningu þjóöarinnar á
síðustu 15 árum eða svo. Áður fyrr
voru það einungis vel stöndugir
menn, sem efni höföu á því að eiga
sumarhús fjarri borgarglaumnum,
en nú hefur stór hluti þjóðarinnar
tœkifœri til þess að dvelja a.m.k. í
vikutíma í sumarhúsi. Sumarbú-
staðir í einkaeign hljóta núorðið að
skipta þúsundum og þar að auki
eiga fyrirtœki, starfsmanna- starfs-
greina- og verkalýðsfélög mörg
hundruð sumarhús vítt og breitt um
landið.
Þeir, sem á undanförnum áratug-
um hafa stundað sunnudagabíltúra
í 50 til 150 kílómetra radíus út frá
höfuðstaðnum, hafa tekið eftir þeim
stakkaskiptum sem orðið hafa í ná-
grannasveitunum. Fyrir um það bil
tuttugu árum voru vissulega sumar-
bústaðir í grennd við Reykjavík, en
þeir voru síður en svo á hverju strái.
Yfirleitt voru þetta hin myndarleg-
ustu hús og augljós viðleitni til trjá-
rœktar allt um kring. Eldri Reykvík-
ingar vissu líka oftast hvaða fjöl-
skylda átti hvaða bústað, en slíkt er
ekki á fœri nokkurs manns lengur.
A síðustu fimmtán árum eða þar
um bil, hefur sumarbústaðabeltið
umhverfis höfuðborgina breyst all-
verulega. Þar eru nú risin mikil
smáhúsahverfi þar sem bústaðir
standa oft töluvert þétt saman í svo
til gróðursnauðu umhverfi. Ýmsir
eru þó farnir að gróðursetja heil-
mikið af trjáplöntum á skikanum í
kringum sumarbústaðinn sinn, í til-
raun til þess að mynda þar skjól
fyrir bœði veðri og augum nágrann-
anna.
ÚTHLUTUN EINS OG
HAPPDRÆTTI
Það eru þó ekki allir svo heppnir
að eiga sitt eigið sumarhús, þó svo
að fjöldaframleiðsla einingahúsa
hafi dregið úr þeim kostnaði sem
áður fylgdi því að eignast eigið af-
drep upp til sveita. Þeir eru hins veg-
ar margir, sem eiga þess kost að
komast í svokölluð orlofshús, en
heilmikil hverfi slíkra húsa hafa risið
á víð og dreif um landið á síðustu
fimm árum. Má þar nefna svæði
eins og Munaðarnes, Ölfusborgir,
Brekkuskóg og mörg fleiri. Orlofs-
hús hinna ýmsu félagasamtaka eða
verkalýðsfélaga eru yfirleitt leigð út
í viku í senn, frá föstudegi til föstu-
dags, og eru viðhafðar mismunandi
aðferðir við að útdeila þessum eftir-
sóttu bústöðum. Hjá minni félögum,
sem eiga kannski 2—5 bústaði,
gengur oft vonum framar að upp-
fylla óskir félagsmanna, en þegar
um er að ræða verkaiýðsfélög eins
og Verzlunarmannafélag Reykja-
víkur með þúsundir félaga, vandast
málið. Meðlimir V.R. geta t.d. ekki
sótt um orlofshús næstu fimm ár eft-
ir að þeir fá úthlutað bústað, og nú-
orðið er það tölva sem sér um að
velja nöfn hinna heppnu. Þetta er
14 HELGARPÖSTURINN