Helgarpósturinn - 11.12.1986, Síða 3
SETTIST Á SKÓLABEKK
38 ÁRA
í lífi Þuríðar hafa skipst á skin og
skúrir eins og lesendur bókarinnar
munu kynnast. Hún hefur lent í
næstum öllu sem hægt er að lenda
í, bognað og brotnað en reist sig upp
að nýju, búin meiri orku en fyrr.
Þrjátíu og átta ára gömul settist hún
á skólabekk ásamt jafnöldrum elstu
dóttur sinnar og hóf nám sem tón-
menntakennari. Síðastliðin tuttugu
ár hefur hún kennt söng og verið
yfirkennari Söngskólans í Reykjavík
frá stofnun hans. Hún segir kennsl-
una gífurlega krefjandi starf: ,,Ég sit
kannski í sex klukkustundir í röð
með nemendum mínum, spila á
píanóið og gef þeim allt sem ég á.
Tónlistarnám er orðið öðruvísi í dag
en það var þegar ég var að byrja og
auðveldara fyrir fólk að verða sér
úti um þessa menntun núna en áður
var. Ég hef afskaplega gaman af
þessu starfi og margir nemenda
minna eru þeir sem nú eru að verða
stórsöngvarar íslensku þjóðarinn-
ar.“ Hún segist ekki vera sú eina í
fjölskyldunni sem sé listræn:
„Systkini mín eru öll mjög listræn
og við eigum öll auðvelt með að
teikna. Þann hæfileika erfðum við
frá pabba sem var góður teiknari.
Þau eru líka músíkölsk þótt þau hafi
aldrei haft þessa ríku þörf fyrir að
syngja sem ég hef alltaf haft. Það er
líkt og með börnin mín. Þótt þau séu
öll músíkölsk vill ekkert þeirra fara
í þetta. Barnabörnin virðast aftur á
móti ætla að líkjast ömmu!“
Þuríður og eiginmaður hennar,
Örn Guðmundsson, eiga þrjú börn,
Kristínu sem er fertug og fimm
barna móðir, Guðmund Pál 32 ára
sem á einn son og Laufeyju 24 ára.
Hún segir aðdáun barnanna á söng-
ferli móðurinnar hafa verið æði mis-
jafnan „og þegar Guðmundur var
lítill vildi hann ekki kannast við mig
út á við, honum fannst svo leiðinlegt
að vera sonur „óperusöngkonu“!“
Það er stutt í húmorinn hjá Þuríði
og margt skemmtilegt ber á góma.
Hún nefnir að á æskuárum sínum
þegar hún hafi dvalið mikið á barna-
heimilum hafi hún sennilega verið
„prógrammeruð" fljótt og vel því
síðan hafi hún alltaf verið fljót til að
hlýða! „Þegar ég var að alast upp
var það þannig að börnin gerðu allt
fyrir foreldrana og hlýddu afdráttar-
laust. Á síðustu árum er þetta orðið
öfugt: Foreldrarnir gera það sem
börnin segja ..
Hún segir ástæðu þess að hún hafi
verið mikið „að heiman" sem barn
hafi verið þá að foreldrar hennar
hafi dvalið mikið erlendis auk þess
sem móðir hennar átti lengi við
veikindi að stríða. „Strákarnir,
bræður mínir, voru oftast hjá fjöl-
skyldunni en þegar hún gat ekki
tekið við fleirum var stelpan sett til
vandalausra. Ég held ég hafi bara
haft gott af því enda var ég alltaf hjá
prýðisfólki og það var mikið happ.
Þetta held ég til dæmis að hafi gert
mér auðveldara að fara ein til dvalar
utanlands — en kannski var hluti af
þessu lífi líka þess valdandi að ég
hef lengi búið við taugaveiklun. Ég
hef svosem ekki alltaf verið svona
normal!" bætir hún við og skelli-
hlær. Um þessa hlutisegist hún fjalla
í bókinni, enda þar komið víða við
á sviðum sem margir hefðu kannski
viljað halda fyrir sig.
FÓLK HELDUR KANNSKI
AÐ ÉG SÉ SKRÝTIN!
Náminu á Ítalíu er vel lýst í bók-
inni og þeim tilfinningum sem
bærðust með Þuríði á þeim tímum.
Hún var aðeins 23 ára þegar hún
lagði ein af stað til fjarlægs lands frá
manni og barni talandi lítið sem
ekkert í ítölsku. Hún segir ferðamát-
ann hafa verið erfiðan: „Þá var sigit
með skipi beint til Gíbraltar og við
sáum bara himin og haf í tíu sólar-
hringa. Þaðan lá leiðin til Genúa og
frá því ég fór að heiman og þangað
til komið var á áfangastað liðu sex-
tán sólarhringar. Auðvitað var stórt
stökk að fara þessa vegalengd, vit-
andi það að maður gat ekki skropp-
ið heim hvort sem um jól eða annað
var að ræða. Maður hringdi að sjálf-
sögðu aldrei heim til íslands en þess
vegna á ég líka svona mikið af bréf-
um ennþá frá þessum árum. Öll
samskipti við fjölskylduna og vini
fóru í gegnum póstþjónustuna."
Þrátt fyrir langan vinnudag í
Söngskólanum hefur Þuríður gefið
sér tíma fyrir margt annað á síðustu
árum. Hún er m.a. formaður Þjóð-
leikhúsráðs, skipuð af Sjálfstæðis-
flokknum og situr í menningar-
málanefnd en þótt hún segist vera
pólitísk segir hún að skrif sín um
stjórnmál í bókinni séu ekkert endi-
leg þæg fyrir flokkinn: „Annars er
ég viss um að fólk heldur að ég sé
eitthvað skrýtin þegar það les bók-
ina!“ segir Þuríður. „Það er heilmik-
ið um dulræn efni og drauma í bók-
inni — og meira að segja um álf-
konu. Pabbi gaf mér fingurbjörg
þegar ég var 16 ára og henni fylgir
álfkona og frá þessu segi ég í bók-
inni.“
Þuríður er samt greinilega ekki á
þeirri bylgjulengd að láta eitthvað
gerast án þess að leita skýringa á því
og meðal þess efnis sem hún sökkti
sér niður í um tíma var breytingar-
skeið konunnar. Hún varð sér úti
um bækur sem fjölluðu um það efni
og kynnti sér þetta af lífi og sál og
þar kom að hún var beðin að flytja
fyrirlestur hjá Málfreyjum fyrir níu
árum: „Þetta kom nú bara í ein-
hverju bríeríi, en síðan hlóð þetta
utan á sig og síðastliðin ár hef ég
flutt fyrirlestra varðandi breytingar-
skeiðið í kvennaklúbbum. Ég gat
hreinlega ekki annað þessu lengur
svo við bættum við köflum úr þess-
um fyrirlestrum aftan í bókina. Það
er greinilegt að margar konur hafa
áhuga á þessu efni og ég vona að
þeim líki þessi hugmynd."
Ekki þarf að undra að Þuríður geti
ekki flutt fyrirlestra áfram ofan á
alla sína vinnu, enda segist hún ekki
mæta á alla þá staði sem hún þyrfti
að láta sjá sig á: ,,Það er bara ekki
svo auðvelt fyrir konur með heimili
og fjölskyldu að mæta alls staðar,"
segir hún. „Mér hefur alltaf þótt fjöl-
skyldan mikils virði og hef alla tíð
verið mikil fjölskyldukona í mér.
Samt sem áður myndi ég ekki hika
við að velja sömu leið núna og ég
valdi ef mér stæði til boða að byrja
upp á nýtt. Ég er alveg viss um að ég
hefði ekki notið mín hefði ég ekki
orðið söngkona. En ég valdi fjöl-
skylduna fram yfir sönginn að því
leyti að ég hefði aldrei farið að starfa
erlendis og fórna fjölskyldunni."
SVOLÍTIL POLLÝANNA?
Nafn bókarinnar, Líf mitt og gleði,
er lýsandi fyrir bókina. Sjálf segir
Þuríður að Jónínu hafi fundist nafn-
ið við hæfi því henni finnst Þuríður
svo oft hafa snúið dæminu við á rétt-
an veg. Er hún svolítil Pollýanna í
sér?
„Já, veistu það, ég hugsa það
bara. Ég held ég hljóti að vera það
þegar allt kemur til alls.“
<<!c Aé'
B2
Sigrún
Eldjárn
Nútímaævintýri fyrir káta krakka
Dag nokkurn þegar Áki litli bregður sér út
í garð hittir hann kostulega geimveru -
með tvð höfuð og fjóra fætur - sem segist
heita Bétveir. En hvað í ósköpunum er
Bétveir að gera á jörðinni?
Bækur Sigrúnar Eldjárn njóta mikilla
vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar.
Heillandi ævintýri með litmyndum á hverri
síðu.
Verð kr. 788.00
FRAKKASTÍG 6A, 121 RPtKJAVÍK, SÍMI-91-25188
Kaci’i
SáM
Kæri
Sáli
/h %
Náifrttðinw-r
Sigtryggur
Jónsson
Sálfræðingur svarar ungu fólki
fðlk°g.ar
^eninSI
j lýíll^ KíT*
n##*** Fólk og fæningjar
I kardemommubæ
Thorbjörn
Egner
THORB3ÖRN EGNEfí :
Hvað get ég gert til að bæta fjölskyldulífið
heima?
Er ekkert athugavert við það að unglingar
detti í það um hverja helgi?
Eiga unglingar rétt á því að fá getnaðar-
varnir?
Hvernig get ég öðlast meira sjálfstraust?
í bókina geta unglingar sótt fróðleik, hvatn-
ingu og góð ráð á því stórkostlega ævi-
skeiði sem unglingsárin eru. Kæri Sáli er
bók sem unglingum þykir bragð að - og
fullorðnir ættu að kynna sér.
Verð kr. 988.00
Hver kannast ekki við Kasper, Jesper
og Jónatan?
Nú er hún komin út aftur, sagan um ræn-
ingjana þrjá og Soffíu frænku. Bókin kom
upphaflega út fyrir aldarfjórðungi og hefur
verið ófáanleg um langt skeið.
Bókina prýðir mikill fjöldi litmynda sem
höfundurinn hefur gert sérstaklega fyrir
þessa útgáfu sögunnar.
Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk
þýða söguna.
Verð kr. 788.00
Charles
Dickens
1,^)11111"^"
(laiiða||S
Yoko Tsuno
- • 1: ' ' ' : í [' : >*<2 ,
\1‘ ■yUsilí-
DRÖTTfriNGAR DAUOANS
„Mikillar þakkar vert að fá þessa
skemmtilegu jólasögu í svo góðri þýð-
mgu
Örn Ólafsson, DV
Sagan um nirfilinn gamla sem hatast við
jólin og boðskap þeirra. Furðulegar sýnir
ber fyrir augu hans á jólanótt, og þegar
hann rís úr rekkju á jóladag lítur hann
heiminn öðrum augum en áður.
Ein fegursta jólabók ársins - prýdd fjölda
teikninga og litmynda.
Þorsteinn frá Hamri þýðir söguna.
Verð kr. 888.00
Myndasögurnar um Yoko Tsuno hafa farið
mikla frægðarför um Evrópu. Yoko og vinir
hennar hafa komist í samband við íbúa á
fjarlægri reikistjörnu. Skyndilega færist
harka í leikinn. Ef drottning dauðans nær
yfirhöndinni munu skelfilegir atburðir
gerast.
Verð kr. 487.00
HELGARPÓSTURINN 3 B