Helgarpósturinn - 11.12.1986, Síða 8

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Síða 8
BOKMENNTIR Sá kemur orðum að því Suerrir Kristjánsson: Ritsafn. Þriöja bindi, Mál og menning 1984. 344 bls., kr. 1890. Sverrir Kristjánsson er maður sem á að koma út í ritsafni, snill- ingur á mál og stíl, en samdi aðal- lega greinar á tvist og bast í blöð og tímarit. Mál og menning sinnir þessari þörfu útgáfu (sem ekki kemur fram hverjir stjórna eða vinna að) og er nú komið aftur í þriðja bindi þar sem eru, sam- kvæmt káputexta, „ritgerðir hans um almenna sögu og alþjóða- stjórnmál". Raunar einungis þær ritgerðir sem birtust í blöðum og tímaritum, ekki þættir úr bókum Sverris (Sidaskiptamönnum og trúarstyrjöldum, Frá Vínarborg til Versala) né kaflar eftir hann úr safnritum (Bókinni um Kína). Ritgerðunum er raðað í tímaröð atburðanna sem frá er greint, þannig að fyrst segir frá frönsku stjórnarbyltingunni, þá ýmsum þáttum úr sögu 19. aldar (einkum frá Þýskalandi og Frakklandi) og allt fram til fyrri heimsstyrjaldar og byltingarinnar í Rússlandi. Þá verða nokkur skil og við taka rit- gerðir sem samdar eru um nýlega liðna atburði og ekki svo mjög frá sjónarhóli sagnfræðings. Ritgerðirnar eru fimmtán tals- ins, svo sem nú skal greina: Addragandi frönsku byltingarinn- ar 1789 (úr Tímariti Máls og menn- ingar (TMM) 1970, 25 bls.). Franska byltingin og Napóleon (úr Andvara 1970). Kartaflan og konungsríkið (um stjórn Breta á Irlandi og hungurs- neyðina þar 1846-7; úr TMM 1972, 27 bls.). •íslensk . bókamenning erverðmæti' Refska, sönn lygisaga er fyrsta skáldsaga höfundar Kristjáns J. Gunnarssonar fyrrv. fræðslustjóra í Reykjavík. Refska er skrifuð í gráglettnum ýkjusagnastíl og uppfull af sjónhverfingum þar sem staðreyndin verður fáránleiki og fáránleikinn staðreynd. Refska gerist í orðu kveðnu í árdögum íslands- byggðar og minnir víða á íslendingasögur um brag og túlkun. Kennir því margra grasa í þessari sönnu lygisögu sem vafalaust mun þykja tíðindum sæta. Einsætt er að Refsku verður skipað í flokk með sérkennilegustu og metnaðarfyllstu skáldsögum í íslenskum nútímabókmenntum. Refska bók sem talað verður um og allir þurfa að lesa. Refska sagan um refskuna í íslenskri samtíð. Bókaúfgöfa /MENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTlG 7. REYKJAVÍK • SlMI 621822 Fyrir hundrað árum (um bylting- arnar í Evrópu 1848, úr TMM 1948, 52 bls.). Þetta eru raunar fjórir sjálfstæðir þættir um Frakk- Iand, Þýskaland, Danmörku og ís- land. Parísarkommúnan (um uppreisn Parísarbúa 1871, úr TMM 1971). Ferdínand Lassalle (um stofnanda þýsku sósíalistahreyfingarinnar 1863, úr Rétti 1940). Blóð og járn fyrir einni öld (um Otto von Bismarck og feril hans fram að styrjöld Prússa og Austur- ríkismanna 1866, úr Andvara 1966, 46 bls.). Þœttir ár sögu uerkalýðshreyfing- arinnar. Verkalýðshreyfing Bret- lands (úr Vinnunni 1844). Þegar skýjaborgirnar hrundu (um stríðsmarkmið Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni, úr Samvinn- unni 1969, 32 bls.). Versalasamningarnir (um niður- stöður fyrri heimsstyrjaldarinnar, úr Samvinnunni 1969). Lenin og rússneska byltingin (úr Þjóðviljanum á 50 ára afmæli bylt- ingarinnar 1967). Þar með er lokið hinum sögu- lega hluta bókarinnar þar sem Sverrir er í hlutverki sagnfræð- ingsins. Skrifar raunar ekki í fræði- legu formi, t.d. með því að til- greina heimildir sínar, en þó sums staðar af áþreifanlegum lærdómi og hvarvetna af mikilli yfirsýn. Svo taka við ritgerðir sem fremur eru innlegg í pólitíska umræðu samtímans: Byltingarhreyfingin í Kína (Réttur 1930). Harmleikur Spánar (TMM 1949). Harmleikur franska lýð- veldisins (TMM 1941, 24 bls.). Tíu ára kalt stríð (TMM 1955, 23 bls.). Þessar greinar eiga kannski ekki sama erindi til lesenda núna og þegar þær voru samdar, en standa fyrir sínu sem minnisvarði um málflutning kommúnista eins og hann gerðist kröftugastur. Tökum dæmi úr síðustu greininni. Banda- ríkjamenn höfðu þá (alveg eins og íslendingar gerðu áratug seinna) mætt offramleiðslu á mjólk með því að selja undanrennuduft mjög ódýrt til skepnufóðurs. Sverrir túlkar: I tíu ár hefur uestrœn, kristin menning háð kalt stríð til að að kýrnar í Bandaríkjunum mœttu fá að drekka mjólkina úrsjálfum sér. Til þessa ueislufagnaðar í banda- rískum fjósum hefur guðs eigið land eytt á fimm fyrstu árum eftir heimsstyrjöldina 100 milljörðum dollara í lán, gjafir og uígbúnað, sprengt uetnissprengjur, sviðið hálfan Kóreuskagann, byggt flug- velli á hverju kríuskeri hnattarins. Þetta er kannski ekki eins fróð- legt og það er skemmtilegt, en textinn er hunang. Og eins er það í sögulega efninu að best nær Sverrir fluginu þegar tilefni gefst til að hneykslast rækilega. En þær greinar eru bæði fróðlegar og skemmtilegar. Fyrir tíu árum tók ég saman ábendingar um viðbótarlesefni með kennslubók í mannkynssögu handa framhaldsskólum. Ætlaði eingöngu að benda á bækur, en gerði þó undantekningu með örfá- ar tímaritsgreinar, þar af þrjár af greinum Sverris sem birtast í þess- ari bók. Eftir að lesa bókina alla sé ég mest eftir að hafa ekki haft und- antekningarnar fleiri. H.S.K. 1 Gabríel García Marquez: Astin á tlmum kólerunnar verður hann á unga aldri af hinni ómótstæðilegu Fermínu Daza. Og meðan lesandinn bíður með honum, sífellt spenntari og vondaufari í senn, skemmtir Marquez honum með ótal frásögnum - af Júvenal Úrbíno lækni og páfagauknum hans, af kínverjanum sem vann bókmenntaverðlaun Gullorkfdeunnar, af siglingum fljótaskipafélagsins eftir hinu mikla Magdalenufljóti og mörgu fleiru. Sögusviðið er Kolumbía undir lok síðustu aldar og framan af þessari, og aðferðin það göldrótta raunsæi sem Marquez hefur öðlast heimsfrægð fyrir. Ástin á tímum kólerunnar er 308 blaðsíður og kom fyrst út á spönsku í desember 1985. Verð: 1690.-. Mál og menning Alveg ný skáldsaga eftir kólumbíska Nóbelsverðlaunahöfundinn Gabríel García Marquez í þýðingu Guðbergs Bergssonar hlýtur að sæta tíðindum á Islandi. Fáir suðuramerískir höfundar hafa notið jafn mikillar hylli meðal íslenskra lesenda og Marquez, og enginn hinna fjölmörgu aðdáenda hans verður svikinn af þessari bók. Þetta er skáldsaga þeirrar gerðar sem lesandinn getur sökkt sér ofan í, og hann berst með straumi frásagnarinnar um leið og honum opnast nýir og spennandi heimar. Hér er sögð einstæð ástarsaga um Florentíno Aríza, mann sem bíður elskunnar sinnar í hálfa öld, svo gagntekinn 8 B HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.