Helgarpósturinn - 11.12.1986, Page 12
BOKMENNTIR
Stórvirki lokiö
Siguröur A. Magnússon:
Úr snöru fuglarans
Uppvaxtarsaga (294 bls.)
Mál og menning 1986
Verd kr.: 1690
Úr snöru fuglarans er fimmti
hluti hinnar miklu uppvaxtarsögu
Sigurðar A. Magnússonar sem
hófst með Undir kalstjörnu árið
1979. Verkið allt er orðið nærri
1400 síður og þarmeð ein viða-
mesta saga sem rituð hefur verið á
þessari öld. Af uppvaxtarsögum
má einnig helst líkja þessu verki
við Fjallkirkju Gunnars Gunnars-
sonar, ekki síst vegna þess að Sig-
urður beitir ekki ólíkri aðferð og
Gunnar.
Sigurður hefur ekkert farið í
launkofa með það að í þessu verki
er hann að segja sína eigin sögu.
Ekki síst þess vegna beitir hann
aðferðum skáldsögunnar við að
segja söguna, breytir nöfnum per-
sóna og mótar þær fyrir lesand-
ann eins og skáldsagnahöfundur.
Einnig veitir þessi aðferð höfundi
svigrúm til þess að skapa spennu
og losa sig undan ýmsum skyldum
í atburðarakningu sem hefð-
bundnir ævisöguritarar telja sig
hafa. Ég held að það sé rétt hjá Sig-
urði að skáldsaga geti einmitt ver-
ið sannari lýsing á raunveruleika,
samfélagi og hugmyndum, en
saga sem á að vera sönn frásögn.
Minni manna er brigðult og hug-
urinn umskapar veruleikann í
minningunni og því er það í raun-
inni biekking að ævisaga byggð á
endurminningum sé eitthvað
sannari en hver önnur frásögn.
En hversu gott, athyglisvert, for-
vitnilegt eða fræðandi efni sem
liggur í og við æviferil eins manns
kann að vera, þá er það samt sem
áður svo að það er úrvinnsla þess
og framsetning sem ræður því
hvort það snertir lesanda og hvort
honum finnst sér koma það við.
Þegar litið er á þetta verk í heild
kemur í ljós að það er ákaflega
fjölbreytt og það prýðir flest sem
prýða má gott skáldverk. Margar
persónur eru eftirminnilegar og
ber föðurinn þar einna hæst, en
einnig má nefna móðurina og
systur hennar, vini Jakobs og fleiri
og fleiri. Persónusköpun er skýr og
margþætt, fólkið sýnt frá mörgum
hliðum. Að nokkru leyti er um ald-
arfarslýsingu að ræða og er hlutur
hennar mestur í fyrri bókunum, í
kreppunni og á stríðsárunum. En
Finnlands og hittir hana aftur þar
stutta stund. Árið eftir fer hann
enn til Finnlands og hittir hana og
enn gerist lítið, þrátt fyrir bréfa-
skriftir um veturinn og árið þar á
eftir kemur stúlkan á kristilegt
mót á fslandi. í raun hafði hún lítið
gefið út á þessa ofurást Jakobs og
ekki síst er sagan sálfræðileg þar
sem fjallað er um sálarlíf og tilfinn-
ingar Jakobs sjálfs. Þar er á ferð-
inni djúpsæ sálarkrufning og
hreinskilin. Fjallað er ákaflega
nærgöngult um allan þroskaferil-
inn frá barnæsku til fullorðinsára.
Þarna er lögð á borðið sköpunar-
saga manns sem er full af mót-
sögnum, átökum, spennu, lýst
bælingu og útrás sem vart á sinn
líka. Um alla þessa þætti er fjallað
af magnaðri stílíþrótt þar sem
hvergi er slakað á ýtrustu kröfum.
í Úr snöru fuglarans segir frá rétt
eftir tvítugt, þegar Jakob hefur ný-
lokið stúdentsprófi og hefur há-
skólanám í guðfræði, í samræmi
við aðaláhugamál sitt sem
fjallað er ítarlega um í síðustu bók,
Skilningstrénu. En þrátt fyrir áð
ekki sé allt sem sýnist í hinni
kristilegu veröld ákveður Jakob
samt sem áður að fara í guðfræði.
Hugmyndaheimur hans er
svipað og í Skilningstrénu
markaður af rammri togstreitu
viljans til að lifa kristilegu líferni og
þeirri hugmyndafræði sem því
fylgir og þeim margbreytilegu
freistingum sem verða á vegi ungs
manns, og er það einna helst
kynhvötin sem býður syndinni
heim, bæði andlega og líkamlega.
Er þessi sálartogstreita eitt
aðalviðfangsefni þessarar bókar.
Það er þó hvorki guðfræðin eða
syndin sem skipta hér mestu máli
heldur er það ástin. Kannski væri
réttara að segja blekkingin eða
öllu heldur sú blinda (eða blekk-
ing) sem ástin getur valdið. Sumar-
ið eftir stúdentspróf fer Jakob á
kristilegt stúdentamót í Dan-
mörku og þar hittir hann finnska
stúlku sem hann verður yfir sig
ástfanginn af. Hann eltir hana til
hann ekkert komist með hana
þessi skipti sem þau hittust. En að
lokum gerir hún honum grein fyr-
ir því að hann eigi enga von til
þess að eignast hana. Allan þenn-
an tíma hafði mynd hennar blasað
fyrir sjónum hans og þessi ást hans
truflað allt hans tilfinningalíf og
gert honum nánast ókleift að lifa
eðlilegu lífi. Þessi ást hans (eða tál-
mynd) er annar póllinn í togstreitu
sálar hans en hinn er sem fyrr bar-
áttan við hinar hversdagslegu
freistingar sem hann nú fellur fyrir
í auknum mæli. Skoðað út frá ann-
arri vídd er hér náttúrulega um að
ræða hina eilífu baráttu milli hug-
myndanna og hugmyndaheimsins
annarsvegar og hinsvegar þess
kalda raunveruleika sem við þrátt
fyrir allt erum neydd til þess að lifa
í. Það er þessi sálarlífslýsing sem
er meginviðfangsefni Úr snöru
fuglarans.
En auðvitað kemur margt fleira
við sögu, nýtt fólk og eftirminni-
legt, en einna sterkust er lýsingin
á 30. mars 1949 þegar Alþingi
samþykkti inngönguna í NATO og
stjórnin sigaði táragasvæddri lög-
reglu og hvítliðum á mannfjölda á
Austurvelli.
í sögulok þegar veröld Jakobs
hrynur enn einu sinni þegar stúlk-
an segir honum sannleikann
ákveður hann að hverfa af landi
brott um sinn eða fyrir fullt og allt
til þess að finna sjálfan sig.
Ákveðnum þætti í lífi hans er lokið
og þar með uppvaxtarsögunni.
Uppvaxtarsaga Sigurðar A. er
stórvirki, það má dást að honum
fyrir úthald og seiglu, hreinskilni
og sálarkrufningu, en þó fyrst og
síðast fyrir að hafa sagt eftirminni-
lega sögu sem lesanda finnst sér
koma við í fullri alvöru. G.Ást.
12 B HELGARPÓSTURINN