Helgarpósturinn - 11.12.1986, Qupperneq 13
BOKMENNTIR
17 ára ólétt
(og ekki í
sambúð)
Andrés Indriðason:
Með stjörnur í augum
Mál og menning 1986
164 bls. Verö 980.- kr.
Aðalpersóna og sögumaður
okkar er 17 ára stúlka í M.R., Sif
Ólafsdóttir lögfræðings og konu
hans, eldra barn þeirra hjóna; hið
yngra er hann Diddi, unglingur í
gaggó. Auk þeirra koma ýmsir við
sögu, afi og amma, frændur, ná-
grannar, en einkum og sér í lagi
Arnar, dökkhærður sjarmör í 5.
bekk M.R., og kunningi hans,
Gutti flugfreyjusonur og forstjóra í
einbýlishúsi í Grafarvogi, síbyrgur
af bjór og aldrei blankur, því for-
eldrarnir kaupa þögn hans um
framhjáhaldsmál sín. Hann á vin-
konur, sem allar eru „glanspíur".
Sagan gerist í Reykjavík og ná-
grenni á einu hausti, hér og nú.
Söguþráðurinn er í stuttu máli sá,
að Sif og Arnar „byrja saman",
eins og nú er sagt. Hún á afskipta-
lítinn föður og móðir hennar er
skilningsrík og góður félagi. Hann
býr hjá móður sinni og stjúpa,
Sæmundi leigubílstjóra, sem hon-
um lyndir illa við. Þau stunda
partý og bíiferðir, kyssa og kela og
þar kemur að þau sofa saman og
hún verður ófrísk. Vitaskuld geng-
ur á ýmsu í sambandi þeirra, af-
brýðisemi og uppstyttu, stælum
og stillingu o.s.frv. (Við skulum
hins vegar láta sögulokin Iiggja
milli hluta í þessari ritfregh.)
Ég hef áður sagt, að Andrés Ind-
riðason skrifar prýðilegan stíl,
sem ég held að nái vel til unglinga.
Samtöl eru yfirleitt eðlileg og
óþvinguð (sjá t.d. bls. 100—101),
þótt umræðuefni og viðbrögð
sögupersóna orki kannski tvímæl-
is í mínum huga (t.d. bls.
157—158). Tungutak unglinga er
að þeirra hætti, án þess þó að allt
sé fullt af slettum, en þrungið
gildishlöðnum orðum óg
hástemmdum. Hávaðasöm rifrildi
og upphrópanir eru sett með
hástöfum til að auðkenna
geðsveiflurnar, og sér í línu standa
ýmsar hugleiðingar sögumanns,
sem miklu varða um líðan hans. I
þessari bók eru lengri málsgreinar
en í fyrri sögum Andrésar; orðin
streyma viðstöðulaust af vörum
persónanna (95) eða hver
hugsunin rekur aðra í kolli
sögumanns, og stundum eykur
þetta hraða frásagnarinnar:
„Amma, Golla Garfield, að stíga
upp úr sundlauginni fyrir framan
stóru villuna, kona bráðum sex-
tug, gat verið tuttugu árum yngri,
ótrúlega Iétt á fæti, var hún orðin
rauðhærð eða var þetta hár-
kolla?“ (122)
Aukapersónur eru dregnar skýr-
um og einföldum dráttum; Álfur
afi var „fyrirferðarlítill, hæruskot-
inn maður með syfjuleg augu og
áberandi fjólubláa tauma í stóru
nefi, pakkaður inn í svartan, klæð-
skerasaumaðan frakka, hnaus-
þykkan og virðulegan eins og hæf-
ir hæstaréttarlögmanni og nýbök-
uðum stjórnarformanni í hlutafé-
lagi um fiskútflutning í gámum".
(20)
Og persónusköpunin er víða
blandin kímni, með vísunum út og
suður í bókmenntir og samtíma:
Fröken Júlía heitir norsk vinnu-
kona hjá nágrönnum. Albert
Sveinsson frændi er „rauðhærður
og stórfreknóttur jaki... Berti
kveikti sér í stórum vindli."
Andrés er lipur líkingasmiður;
„Svo hló hann þessum gráthlægi-
lega hlátri sínum, þessum hlátri
sem kemur bara upp úr hans lík-
um þegar raddböndin eru eins og
lausskrúfaðir strengir í óþekktu
hljóðfæri..og amma var
„grönn og fíngerð eins og postu-
línið frá Bing og Gröndal sem
hreykti sér bak við gler í fjallháum
skáp...“
Unglingarnir í þessari bók Andr-
ésar eru aðeins eldri en söguhetj-
ur hans í fyrri sögum, en söguefn-
ið keimlíkt að breyttu breytanda.
Enn sem fyrr er Reykjavík sögu-
sviðið, hér og nú, músík dagsins
glymur í eyrum, Dire Straits og
Madonna, krakkarnir stunda
partý og fá sér í glas, reykja ekki.
Þetta virðist vera regla í unglinga-
i bókum nú til dags, og ég hef áður
sagt, að þetta sé of mikil einhæfni;
unglingar gera ýmislegt annað en
fara í partý og hlusta á tónlist. Ég
vildi gjarnan sjá sögulegar íslenzk-
ar unglingasögur (sbr. t.d. Kross-
ferð á gallabuxum). Tilbreyting
væri áð fá unglingasögu, sem
gerðist að sumarlagi við leik og
störf. Skólinn þarf ekki endilega
að vera umgjörð unglingasagna,
þótt krakkar séu 9 mánuði á ári í
skóla o.s.frv. Ég er orðinn leiður á
partýum og madonnum.
Ég óska sem sagt eftir því að
Andrés beiti ótvíræðum hæfileik-
um sínum og leikni til að semja
bitastæða skáldsögu handa ungl-
ingum, sögu sem þolir tímans
tönn, óháða tízkustraumum.
Þótt hér sé sett út á efnisval
Andrésar, er sagan eftir sem áður
góður afþreyingarlestur, og tekið
er á vandamálum sem unglingar
velta flestir fyrir sér. Lausnir liggja
ekki á lausu, og lesendur verða
sjálfir að svará ýmsum spurning-
um í sögulok, hver eftir sínu inn-
ræti.
Ég fékk ekki varizt þeirri hugsun
að bera þessa sögu saman við met-
sölubók siðastliðins árs, Sextán
ára í sambúð, þar sem sami vandi
blasir við tveimur táningum. Þar
eru allar lausnir nauðaeinfaldar
og vandamálin gufa upp við
súkkulaðidrykkju á síðkvöldum.
Sambúðin er því sem næst leikur,
og tíu til tólf ára lesendur bókar-
innar sjá þau Árna og Lísu í rós-
rauðum hillingum ástarbjarmans,
,sambúð unglinganna er beinlínis
eftirsóknarverð.
Andrés skefur ekkert utan af
hlutunum. Það er enginn leikur að
verða ólétt 17 ára (hvað þá 15!) og
aðdragandi þess er ekki með nein-
um ólíkindum.
SS
jfiMH
nmtHeg
Örn Ólafsson, DV.
jiörgvinssonar er
femur vlöa vtft °0 ®r
/elaðdragasama ,
ormfráþvl sem les
irgmann, ÞjóövHHnn-
____anflual og siálf
hugarf'ug
--iKiuöftarskemi
vlða neima, dann
sýna úts'lónarsei
andinnáhelstv
í Sjounucr Guöm
órs Guðbrandssona^f_fS(r n. Jy
V sem HaUd ' otsMifast studer
arþarsem.hamv^nnur verksm
ö Hamrah'ið. G he(ðarbre.
■enhÖ''fwÍum sem t'ökastt
ilingum á W ®> m hogarórum
ð þvi að v’9.\ nsæislegum frá
n stefmr 1 ertt vintýrum, spal
m vangaveltum, sy6rnm.áb
ðingum um ^nd u%. útkoman
spáttum og 9oð 09 rslaiuii og sK
4sáSSSm-
Allt meinhægt.
Fjallar nokkuö ítarlega um fjóra
daga úr llfi 35 dra bankastarfs-
manns. Við förum með honum í
vinnuna, tökum þátt i æsilegum
næturævintýrum hans á diskótek-
um borgarinnar og fylgjumst með
þvl sem hann er að bauka þegar
hann er einn heima hjá sér. Og viö
sjáum ýmislegt sem hann yröi
sjálfsagt ekkert of dnægður með
að aörir vissu um.
Kr. 399.-
Guömundur Björgvinsson er
fæddur I Reykjavík 1954. Hann hefur und-
anfarin dr unniö jöfnum höndum að rit-
störfum og myndlist. Fyrir utan þær tvær
skáldsögur og matreiðslubók sem hér eru
kynntar hefur hann haldiö 7 einkasýningar
i Reykjavlk, eina I Kaupmannahöfn og 8 í
sjávarplássum íslands. Allar bækur Guð-
mundareru að sjálfsögóu myndskreyttaraf
honum sjálfum.
Matreiðslubók fyrir maka-
lausa kjallaraboruhokrara
með eina hellu erómissandi fyr-
ir alla einbúa sem vilja lifa mann-
sæmandi llfi, hvort sem þeir hýr-
ast I 4 fermetra risherbergi, kjall-
araboru eða 300 fermetra einbýlis-
húsi I Laugarásnum.
Kr. 99.-
lÍFSmARH Hringbraut 41, 10T Rvk. S: 11338
híPsmnRK
Má setja
ófrímerkt
i póst
>€
Eg undirritaöur/-uó óska eftir aö kaupa:
□ Næturflug í sjöunda himni eint.
□ Allt meinhægt eint.
□ Matreiöslubók fyrir makalausa eint.
hringbraut 41
10* Rvk.
SVARSEÐILL
Nafn .
Heimili
Staóur.
HELGARPÓSTURINN 13 B