Helgarpósturinn - 11.12.1986, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Qupperneq 20
arháttar (þ.e. að segja söguna í 3. persónu, ekki 1. persónu) „hafi orð- ið ofan á vegna þess að hann hafi alltaf séð söguna fyrir sér eins og kvikmynd og það hafi ekki verið hægt að skrifa söguna í 1. persónu án þess að klúðra efninu". (Mbl. 23. nóv.) í framhaldi af þessu er reynd- ar líka að því vikið í viðtalinu að sumar manneskjur séu svo hógvær- ar og yfirvegaðar að frásögn þeirra verði einkum staðreyndatal. Eg skil þetta svo að Ingólfur hafi talið þriðju-persónu-frásögnina líklega til að auka sögunni dramatík. Það kann vel að vera iaukrétt því frá- sagnarhátturinn færir hana nær venjulegustu skáldsögum, en þá hygg ég verði að stíga skrefið lengra en þarna er gert og leyfa sér meiri „skáldskap" eða skáldlegt frelsi. Það gerði Ingólfur einmitt að því er les- anda fannst í Lífsjátningu Guð- mundu Elíasdóttur og þar með hóf hann frásögnina langt yfir góða blaðamennsku. Það var ekki aðeins að Guðmunda segði sögu sína frá víðara sjónarhóli en Elín heldur virðist lesanda skrásetjarinn hafa vandað vinnu sína meir þá en nú. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi svo ljóst sé hvað við er átt. Á einum stað segir svo frá: Fyrir tveimur árum hafði hún verið stödd hjá foreldrum sínum þegar síminn hringdi. Á hinum endanum var Ævar Kvaran leik- ari sem spurði hvort hún vildi taka þátt í fegurðarsamkeppni. Það hafði verið bent á hana sem fallega stúlku. Hún hafði orðið alveg gáttuð: Hafði einhver bent á mig? Hver gat það verið? En við þeirri spurningu voru ekki gefin nein svör. Hún hafði talað við pabba og mömmu og allir voru sammála um að hún ætti að skella sér í keppnina. Þetta var fyrsta fegurðarsamkeppnin þar sem stúlkurnar áttu að koma fram á sviði eins og í útlöndum. Svo hún hafði sagt já takk... (Bls. 27) Hér er ýmislegt að athuga. Allur er kaflinn, sem þessi klausa er sótt í, skrifaður sem endurlit eða upprifj- un á hugsunum Elínar. Þá kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti beina ræðan „Hafði einhver bent á mig?“ Lesanda er strax ljóst að þetta er ekki það sem Elín hefur sagt við Ævar í símann, þá hlýtur hún að hafa sagt: „Hefur einhver bent á mig?“ Hvers vegna þá að rjúfa þriðju-persónu-blekkinguna með fornafninu migl Afleiðingarsetningin „Svo hún hafði sagt já takk“ er líka býsna skrítilega sett. Hún kemur sem nið- urstaða af því að stúlkurnar áttu að koma fram á sviði. Miklu eðlilegar hlyti hún að standa á eftir óbeinu til- vitnuninni til orða föður og móður. — Nema í töludu máli — og þar er komið að mergnum málsins. Mér finnst skrásetjarinn ekki hafa gert upp við sig hvort hann væri að skrifa bók á talmáli eða ritmáli. Og það er ekki nógu gott. Það er ein lífseigasta goðsögnin íslensk að enginn munur sé á vönd- uðu talmáli og ritmáli. Þetta hefur leikið margan blaðamanninn grátt. Því þá fyrst þegar menn hafa skilið að talmál verður ekki fært á blað (t.d. vegna tónfalls, innskota, radd- breytinga o.s.frv.) geta þeir farið að taka viðtöl! Þetta veit ég að Ingólfur Margeirsson gerir sér ljóst — og mér hefur missýnst harkalega ef það kom ekki einmitt fram í fyrri viðtals- bók hans, Lífsjátningu — en nú sýn- ist mér hann hafa slakað á kröfun- um til sjálfs sín. Útkoman verður bók sem vissulega er þess virði að lesa hana en skilur lesandann eftir of ósnortinn líkt og hann hafi verið að skoða harmleik sem kom honum ekki við. Skýringin getur reyndar líka verið önnur. Kannski er það lífshlaup sem Elín Þórarinsdóttir hefur runnið einfaldlega þesskonar saga sem er „ósegjanleg" hversu einlæg og játn- ingakennd sem frásögnin yrði. Þannig eru sumar harmsögur og við því er ekkert að gera. H.P. ‘éá oa tmigíja i d /an^U /eið þráðótt og brestur á þesskonar sam- fellu sem maður vildi gjarna sjá. Spurningarnar sem frásögnin vekur verða fleiri en svörin. Þrátt fyrir niðurlagskafla þar sem ofurlítið greinir frá uppvexti Elínar vantar lesandann margt í sjálft baksviðið, eitthvað sem kynni að svara spurn- ingunni: „Hvers vegna fór þetta eins og það fór?“ Alveg á sama hátt vant- ar baksvið hinnar aðalpersónunnar, Gunnars Salómonssonar. Mynd hans verður óskýrari en æskilegt væri og erfitt að koma saman í henni þeim gerólíku eðlisþáttum sem á er tæpt. Auðvitað er öllum Ijóst að það er ekki heiglum hent að skapa sannfærandi sögupersónur, jafnvel ekki úr mennskum einstakl- ingum, en til þess að frásögn sem þessi verði listræn heild er nauðsyn- legt að hún búi einmitt yfir þesskon- ar persónusköpun. Þetta verður slæmur veikleiki á bókinni því söguhetjur hennar verða ekki nógu glaðlifandi og mennskar til þess að lesandinn taki einlægan þátt í þjáningum þeirra og gleði. Þær skipta hann einfaldlega ekki nógu miklu máli. Fyrir listræna heild og ekki síður listræna blekkingu varðar sjálf frá- sagnaraðferðin miklu. Skrásetjar- inn, Ingólfur Margeirsson, segir í blaðaviðtali að það eina sem fyrir honum hafi vakað hafi verið „að segja góða sögu“ og í sama viðtali greinir hann frá því að val frásagn- IBófeaútpfan ^jöðöaga Þingholtsstræti 27, sími 91-13510 BÓKMENNTIR Ósegjanlegt lífshlaup? Elín Þórarinsdóttir/Ingólfur Margeirsson: Allt önnur Ella Þroskasaga Elínar Þórarinsdóttur. Ingólfur Margeirsson fœrdi í letur. Bókaútgáfa Helgarpóstsins. Rvík 1986. 263 tölusettar síður, auk myndasídna og œttarskrár. Á hverju ári streyma á bókamark- að býsna margar bækur sem falla undir skilgreiningar bókmennta- fræðinnar á „endurminningum", „ævisögum" eða „sjálfsævisögum". Allt eru þetta greinar sem eiga sér fornar rætur hér og erlendis og allar geta þær haft til síns ágætis nokkuð. Að vísu skal játað að gildið verður talsvert umdeilanlegt og stundum ofmetið, einkum þegar ævisögurn- ar eru teknar sem góð og gild heim- ild um tíma og rúm. Líklega væri hollt ef einhver góð- ur maður tæki sér fyrir hendur að skrifa leiðbeiningabækling handa sjálfsævisögu- eða ævisöguriturum, þar sem m.a. yrði farið rækilega í saumana á hugsanlegu gildi slíkra verka. Þyrfti þá ekki að vefjast fyrir höfundum hvað þeir eru raunveru- lega að gera, hvert takmarkið ætti að vera, hvernig skynsamlegast væri að nálgast það. í þessu greinar- korni verður ekkert rúm fyrir svoddan leiðbeiningar þótt mér sýnist full þörf á þeim — ekki vegna Ingólfs og Elínar sérstaklega heldur alls skarans sem flykkist fram á rit- völlinn ár hvert. Saga Elínar Þórarinsdóttur skipar sér í flokk þeirra ævisagna sem maður les með undrun yfir lífseiglu og úthaldi manneskjunnar og vekja einatt spurningarnar „Hvernig var hægt að una þessu?“ eða „Er hægt að rífa sig upp úr dýpstu niðurlæg- ingu og komast á réttan kjöl?“ Að þessu leyti er gildi frásögunnar aug- ljóst: Hún vekur vonir um mann- kynið, minnir á að meðan líf varir er líka von. Vitanlega býr svo handan við næsta horn djöfull efasemdanna og lesandinn getur spurt: Er ekki hætt við að svona saga telji grun- lausum lesendum trú um að eigin- lega sé ekkert mál að rífa sig upp þótt djúpt sé sokkið í áfengi eða eit- urlyf? Að því leyti kynni þessi frá- sögn að orka tvíbentar en ætlast mun til. Ekki vantar það að margt hefur á daga Elínar Þórarinsdóttur drifið og greinilega er frá mörgu að segja. Samt verður frásögnin nokkuð blá- ENDURMINMNGAR PABLO CASALS Endurminningar Pablo Casals eru skrásettar af Albert E. Kahn og þýddar af Grímhildi Braga- dóttur. Bókin greinir frá ævi og starfi þessa fræga tónlistarsnill- ings og mannvinar. Casals var fæddur og uppalinn í San Salvador á Spáni á síð- asta fjórðungi 19. aldar. Hann bjó og starfaði í París í byrjun þessarar aldar, en hvarf aftur til Spánar, til Barcelona, í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þar starf- aði Casals að tónlistarmálum, þar til hann flúði land í lok spænska borgarastríðsins og settist þá að í Frakklandi á nýj- an leik. í lok sjötta áratugarins giftist Casals ungri stúlku frá Puerto Rico, að nafni Martita, og settust þau að þar. í bókinni greinir Casals frá tónlistar- starfi sínu, tónleikaferðum og sam- tíðarmönnum sínum í tónlistinni, sem hann ætíð hafði náin samskipti við. Frásögnin spannar tímabilið frá því skömmu fyrir síðustu alda- mót fram á 8. áratug þessarar aldar. Vert er að benda á að þessi bók er ekki aðeins fróðleg og hrífandi lesning fyrir tónlistarfólk. Casals gerir sér far um að greina frá mis- munandi umhverfi og aðstæðum sem hann bjó og starfaði við, eink- um meðan á borgarastríðinu á Spáni stóð, og baráttu sinni við spænsku fasistana. 20 B HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.