Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 23
Hljóðmálsmeistarinn David Lynch / sídastlidinni viku uar nýjum gœöamyndaklúbbi hrundid af stokkunum í Bíóhúsinu við Lækjar- götu. Dagskrá nœstu missera hefur þegar verid kynnt og er sú ekki af verri sortinni. Þar á meðal er t.d. hin margfrœga Betty Blue — 37°2 le matin eftir meistara Beneix, Round Midnight sem er nýjasta mynd Frakkans Bertrand Tavernier og ku sú vera meiriháttar jazz-orgía i myndum og tónum. Hún fjallar um líf og raunir Dale nokkurs Turner (leikinn af sjálfum Dexter Gordon) og mun það portrett vera eins konar sambland tveggja goðsagnapersóna úr jazz-heiminum, nefnilega saxó- fónistans Lester Young og píanóleik- arans Bud Powell. Brazil, meistara- stykki Terry Gilliams (fyrrum Monty Python-félaga), sem að vísu gekk hér á myndbandaleigunum fyrir - ,,rassíu“, skipar sömuleiðis sinn verðuga sess á prógramminu, ásamt Under The Volcano meistara Hustons og fjölda annarra velþeg- inna gullkorna, sem öldungis óvíst er að hérlendum kvikmyndaunn- endum hefði að öðrum kosti nokk- urntíma gefist að berja augum. Það er sannarlega óhætt að full- yrða að sumardagskrá þessa nýtil- stofnaða gæðamyndaklúbbs fari vel af stað, því þessa dagana gefst okk- ur reykvískum að líta þar ferskustu perlu eins af eftirtektarverðari, svo ekki sé sagt frumlegri persónuleik- um amerískrar kvikmyndahefðar í dag, nefnilega David Lynch. DÆMIGERÐ „KÚLTMYND" Blue Velvet er fjórða kvikmynd Lynch að fullri lengd. Frumraun- inni, Eraserhead, var sleppt á mark- aðinn 1978 eftir fimm ára langa písl- argöngu höfundarins um þyrnum stráðan táradal bakgarða amerísku kvikmyndaveranna, hvar einkar blómleg neðanjarðarkvikmynda- gerð þeirra er gefa skít í steingelda framleiðsluhætti Hollywood-stað- alsins hefur þrátt fyrir allt og ekki síst á liðnum áratug átt helstu heim- vist sína. Eraserhead kostaði nánast ekki nokkurn skapaðan hlut í fram- leiðslu (ef mið er tekið af fram- leiðsluháttum þarlendra stór- mógúla) og sjálfur kýs því Lynch að nefna hana „no-budget“ — í stað - „low öudgeí-framleiðslu. Hún er einnig ein af fáum kvikmyndum sem virkilega eiga skilið nafngiftina „cult-movie", enda í alla staði dæmi- gerð sem slík. Þar nýtur hinn sér- stæði myndmálsstíll Lynch sín til fullnustu og áhorfendur mega hafa sig alla við að ráða í þann vægast sagt yfirþyrmandi illvíga hrærigraut táknmynda og hljóða, sem í misk- unnarlausri ofgnótt er ausið yfir þá út nánast alla myndina, ef þeir eiga yfir höfuð að fá nokkurn botn í söguþráðinn. Á MÁLA HJÁ DE LAURENTIIS Það ku einkum hafa verið næm- leiki framangreindrar persónusköp- unar „barnsins" í Eraserhead sem vakti áhuga eins af samstarfsmönn- um Mel Brooks á leikstjórnarhæfi- leikum Lynch og sem jafnframt varð til þess að sá bauð honum að taka að sér leikstjórn Fílamannsins (The Elephant Man, 1980). Sú mynd varð síðan eins og flestum mun kunnugt vendipunkturinn á ferli Lynch. Ótrúlegar vinsældir hennar, fjöldi Óskarstilnefninga og annarra al- þjóðlegra viðurkenninga urðu um síðir til þess að dyr gjörvalls færi- bandaiðnaðarins þar vestra opnuð- ust uppá gátt og tilboðin tóku að streyma inn. Stórmógúllinn góð- kunni Dino De Laurentiis bauð hon- um að leikstýra Dune (1984), hvað hann og gerði og sýndi þar jafn- framt enn fram á fádæma leikstjórn- arhæfileika sína, hversu kyrfilega sem myndin sú annars „floppadi" á hinum almenna markaði. SÉRSTÆÐ STÍLBRÖGÐ David Lynch verður að teljast í hópi frumlegustu kvikmyndaleik- stjóra Bandaríkjamanna fyrr og síð- ar. . . og það jafnvel þó víðar væri leitað. Kvikmyndir hans (einkum þó Eraserhead og Blue Velvet) eru ein- faldlega engu öðru líkar. A sjöunda áratugnum stundaði hann nám við listaskóla í Pennsylvaniu og var það fyrst á þeim árum að hann vaknaði til meðvitundar um frelsi lista- mannsins til sköpunar eigin veru- leikaheims, byggðan einvörðungu út frá eigin persónulegum forsend- um hans sjálfs og án tillits til viðtek- inna hefða og einstrengingslegra væntinga annarra. Hann leitaði stöðugt nýrra leiða við listsköpun sína. Varð smám saman haldinn þeirri ástriðu að áskapa myndum sínum nýja vídd. . . nefnilega hljóð! Hljóðið krafðist þess að myndirnar hreyfðust og því lá beinast við að hann sneri sér að kvikmyndagerð. Eftir gerð þriggja stuttmynda söðl- aði hann endanlega um yfir í kvik- myndina og hóf nám við Centre for Advanced Film Studies í Los Angel- es. Það sem einkum hefur þótt helsta aðalsmerki hinna sérstæðu stíl- bragða David Lynch er s.s. hversu mikla rækt hann leggur jafnan við hljóðvinnslu kvikmynda sinna. í myndum hans lifir hljóðið oft á tíð- um sínu eigin lífi, sem nokkurs kon- ar mynd í myndinni, eða öllu heldur einskonar þriðja vídd sem stöðugt leitast við að brjóta upp hið tvívíða veruleikasvið kvikmyndarinnar og opna hana út í salinn til áhorfenda. Alan Splet hefur annast hljóð- vinnslu kvikmynda Lynch í náinni samvinnu við hinn síðarnefnda, allt frá því í Eraserhead. Þessarar fram- andi nærveru „hljóðmyndarinnar" verður þegar vart í þessari fyrstu kvikmynd þeirra, en í Blue Velvet hefur þeim tekist að þróa þessa tækni til nánast fullkomnunar. Þar byggir þessu undarlega nærvera hljóðmyndarinnar líkt og svo oft áður hjá þeim félögum á ókennilegu vindgnauði, verksmiðjuglamri og óskilgreinanlegum búkhljóðum hinna ýmsu dýrategunda, sem auk- inheldur eiga sér sjaldnast nokkra eðlilega skýringu eða samsvörun í eiginlegri umhverfislýsingu mynd- efnisins. Þessi þversagnakenndu átök hljóðs og myndar fæða á hinn bóginn af sér svo framandleg hug- hrif meðal áhorfenda, að þeir kom- ast engan veginn hjá því að spenna skilningarvit sín til hins ýtrasta, ef þeim á annað borð á að vera kleift að meðtaka allt það er myndin hef- ur í öðru tilliti upp á að bjóða. Að undanförnu hefur Lynch unn- ið af kappi að gerð næstu myndar sinnar, Ronnie Rocket, sem mun líkt og Eraserhead að miklu leyti hrær- ast á endimörkum draums og veru- leika. Myndin fjallar um málsrann- sókn sem gengur aðallega út á að bjarga lífi drengsnáðans Ronnie Rocket, sem ku vera hrakfallabálk- ur mikill, eiga við veruleg líkamslýti að stríða og er aukinheldur krýndur eldrauðu hári. Að sögn þeirra er gleggst til þekkja mun hér um að ræða einkar undarlega blöndu temmilega ærslafenginnar kómedíu, söngleiks og að ógleymdui sjálfu að- alsmerki frásagnarhefðar þeirrar er Lynch hefur með hvað bestum árangri tileinkað sér gegnum tíðina; nefnilega hrifnæmi tákn- og mynd- málsnotkunar hinnar klassísku gotnesku hrollvekju þriðja og fjórða áratugarins. LISTVIÐBURÐIR Ásmundarsalur Kristján Kristjánsson sýnir mál- verk og collachrome (grafklipp) myndir. Ásmundarsafn Abstraktlist Ásmundar Sveins- sonar, opið daglega frá 10—16. FÍM-salurinn v/Garðastræti Björgvin Pálsson sýnir Ijós- myndir. Gallerí Borg Frjálst upphengi að hætti húss- ins, gamlir meistarar v/Austur- völl og nýir v/Austurstræti. Gallerí Grjót í Gallerí Grjóti stendur yfir sýn- ing á höggmyndum úr leir, gleri og járni eftir Steinunni Þórarins- dóttur og grafíkverkum eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Verkin voru á nýafstöðnum einkasýn- ingum þeirra. Gallerí Svart á hvítu Sýning Steingríms Eyfjörð Krist- mundssonar sem stendur til 21. júní. Steingrímur byggir verk sín á fornum hetju- og goðsögum. Listasafn ASÍ Sumarsýning stendur yfir í salar- kynnum safnsins á Grensásvegi 16. Ásýningunni eru verk eftir 11 listamenn, unnin með margs- konar tækni. Sýningin stendur til 19. júlí. Gallerí Gangskör Finnsku grafíklistamennirnir Heikke Arpo og Marjatta Neu- reva sýna verk sín til 19. júní. Kjarvalsstaðir Graphica Atlantica, alþjóðleg grafíksýning. Nýlistasafnið við Vatnsstíg „Sænskt kex", skiptsýning ungra myndlistarmanna sem hingað koma frá Svíaríki, einnig sýnt í MIR-salnum við sömu götu. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 13.30—16.00. Högg- myndagarðurinn er opinn dag- lega frá kl. 10—17. Árbæjarsafnið er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 10—18. M.a. eru í safninu sýning á gömlum slökkviliðsbílum, sýning á Reykjavíkurlíkönum og sýning á fornleifauppgreftri í Reykjavík. KVIKMYNDAHÚSIN ★★★★ Blátt flauel (Blue Velvet). Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 í Bíóhúsinu. Herbergi með útsýni (Room with a View). Notalegur sjarmi kl. 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboga. ★★★ Moskító-ströndin (The Mosq- uito Coast). Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15 í Bíóborginni. Litla hryllingsbúðin (The little Shop of Horrors). Gaman gaman kl. 5, 7, 9 og 11. Krókódíla-Dundee (Crocodile Dundee). Létt ævintýri kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborginni. Þrír vinir (Three Amigos). Hrein og bein fyndni. Kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboga. Guð gafmér eyra (Children of a lesser God). Hugnæm og sæt kl. 9. Morguninn eftir (The morning after). Áfengisvandamál kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborginni. Svona er lifið (That's Life). Huggulegheitahúmor kl. 7 í Stjörnubíói. Hrun ameríska heimsveldisins (The Decline of the American Empire). Yndisleg kynlífsum- ræða kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarás- bíói. ★★ Gullni drengurinn (The Golden Child) Murphy-tæknibrella kl. 5, 7, 9 og 11 í Háskólabíói. Með tvaer í takinu (Outrageous Fortune). Kvennasprell í Bíóhöll- inni kl. 5, 7, 9 og 11. Fyrsti apríl (April fool's day). Gasa hrollur kl. 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10 í Regnboganum. Á toppinn (Over the Top). Með Sylvester Stallone kl. 7, 9 og 11 í Háskólabíói. ★ Ógnarnótt (Night of the Creeps). Hrollur kl. 5, 7, 9 og 11 í Stjörnubíói. Fyrr ligg ég dauður (Death be- fore dishonor) kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói. Fjárkúgun (52 Pick-up). Þriller kl. 5, 7, 9 og 11 í Stjörnubíói. Nýjar Leyniförin (Project X). Ævin- týramynd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíó- höllinni. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðiungs ★ þolanleg O mjög vond KVIKMYNDIR Lítilsiglt rugl eftir Ólaf Angantýsson Laugarásbíó: Death Before Dishonor (Fyrr ligg ég dauður) ★ Bandarísk: Árgerd 1986. Framleidandi: Lawrence Kubik. Leikstjórn: Terry J. Leonard. Handrit: John Gatliff/Lawrence Kubik. Kvikmyndun: Don Burgess. Adalhlutverk: Fred Dryer, Joey Gian, Sasha Mitchel, Peter Parros, Brian Keith, Joanna Pacula o.fl. Það er álitamál hvort yfir höfuð sé orðum eyðandi á þessa lítil- sigldu slorpródúktíón úr áróðurs- málaráðuneytinu þar vestra. Hér er eina ferðina enn mættur til leiks hinn dyggðum prýddi riddari ljóss og friðar, sveipaður fánalitun- um bandarísku og berjandi frá sér út og suður á veslings misindis- mönnunum af þvílíkri kænsku að ekki er útlit fyrir að Bandaríkja- menn þurfi framar að heyja stríð. Þeir hafa jú þegar unnið þau öll á hvíta tjaldinu.. . Að Viet Nam- barningnum meðtöldum. Annars fjallar ósóminn um tvo góða gæja sem heita flottum nöfn- um: Halloran og Burns. Sá síðar- nefndi er sá er vill fyrr liggja dauð- ur. „Þeir" hafa nefnilega sprengt sendiráðið hans í loft upp, rænt öll- um morðtólunum hans, sjálfum ofurstanum og í ofanálag stútað öllum strákunum hans, eins og svo skilmerkilega stendur skráð á aug- lýsingaplakati myndarinnar. Er’ð- að nokkur furða þó’ðað fjúki í kauða er býrókratafíflin í utanrík- isráðuneytinu þrjóskast við að skríða fyrir arabalýðnum þarna fyrir botni Miðjarðarhafsins? Nei öldungis ekki. Nú þarf dáðrakka menn ekki blundandi þý til að velta í rústir og byggja á ný... eins og stendur í kvæðinu og allt það. Og því fer sem fer. Annars voru hinar óblíkatorísku flugeldasýningar myndarinnar nokkuð dálaglega útfærðar. Ein stjarna fyrir þær. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.