Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 35
FRÉTTAPÓSTUR
Utanríkisráöherrafundur NATÓ-ríkjanna var haldinn á
Hótel Sögu á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Mikil
hjartsýni ríkti um árangur fundarins og var niðurstöðu
hans beðið með mikilli eftirvæntingu. í tilefni fundarins
komu hingað til lands á fjórða hundrað blaða- og frétta-
manna og höfðu þeir aðstöðu i Hagaskóla eins og á leiðtoga-
fundinum í október á síðasta ári. Meðan á fundinum stóð
var öryggisgæsla stóraukin og strangt eftirlit haft með ferð-
um útlendinga hingað til lands í þó nokkurn tima fyrir
fundinn. Einnig var svæðinu kringum Hótel Sögu lokað
allri utanaðkomandi umferð.
í lokayfirlýsingu fundarins gengu ráðherrarnir mun
lengra en gert hafði verið ráð fyrir og voru helstu niðurstöð-
ur þær að fundurinn veitti Ronald Reagan forseta Banda-
ríkjanna fullt umboð til áframhaldandi samningaviðræðna
risaveldanna um takmörkun vígbúnaðar. Samþykkt var að
stefna að eyðingu skammdrægra og meðaldrægra eldflauga
í Evrópu, hin svokallaða tvöfalda núll-lausn. Einnig var
hvatt til að meðaldrægum eldflaugum yrði einnig eytt utan
Evrópu. Utanrikisráðherrarnir urðu lika sammála um
helmingssamdrátt langdrægra endflauga, útrýmingu efna-
vopna og jafnvægi í hefðbundnum herafla.
Stjórnarmyndunarviðræðurnar
Stjórnarmyndunarviðræðum var fram haldið í síðustu
viku og það sem af er þessari. Fyrir helgi var rætt um að-
gerðir í ríkisfjármálum og hvernig væri hægt að minnka
halla ríkissjóðs. Þessum tillögum var síðan komið í nefnd
þriggja hagfræðinga sem reiknuðu út áhrif aðgerðanna á
þjóðarbúið. Þeir skiluðu síðan af sér á mánudaginn og komu
með tillögur um aðgerðir. Helsta niðurstaða nefndarinnar
var aukin skattheimta á hina ýmsu hluti eins og eignar-
skattur á bila og sérstakt gjald á krítarkortanotkun. Einnig
var lagt til að fækkað yrði undanþágum frá söluskatti og
hætt yrði að endurgreiða söluskatt til atvinnuveganna. Fall-
ið hefur verið frá hugmyndum um að leggja á stóreigna-
skatt. Flokkarnir eru nú að ræða þessar tillögur og er búist
við að niðurstöður liggi fyrir siðar í þessari viku um hvort
af stjórnarmyndun verður.
• í síðustu viku var komið upp um eitt stærsta smygl á
hassolíu hingað til lands. Var olíunni komið hingað á-
þann hátt að hún var látin í smokka og siðan gleypti Eng-
lendingurinn sem smyglaði henni til landsins þá. Ásamt
Englendingnum stóðu þrir íslendingar að smyglinu. Var
magnið sem reynt var að smygla til landsins um 750 grömm.
• Á mánudaginn tók til starfa í Hafnarfirði fiskmarkaður,
sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Fyrsti togarinn sem
seldi afla sinn þar var Otur HF 16 og voru boðnar upp um
170 lestir. Meðalverð sem fékkst fyrir fiskinn var 33,00
krónur fyrir kílóið.
• í síðustu viku var handtekinn i Mývatnssveit Austur-
ríkismaður með ein fimmtán andaregg í fórum sínum sem
hann hafði ætlað að smygla úr landi.
• Frá og með fimmtánda júní er fiskverð á íslandi frjálst.
• Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt til
að á næsta ári hefjist framleiðsla á glasabörnum og þannig
verði hjónum sem ekki geta átt börn saman gefinn kostur á
að eignast sín eigin börn.
• Nokkrar kýr hafa drepist úr garnapest í Austur-Húna-
vatnssýslu i siðustu viku. Þegar er byrjað að bólusetja eftir-
lifandi dýr en ekki útséð um árangurinn.
• Á föstudaginn voru úrslit í samkeppni um hönnun ráð-
húss i Reykjavik tilkynnt. Ráðhúsið á að standa á horni
Vonarstrætis og Tjarnargötu og féllu fyrstu verðlaun í skaut
tveggja ungra arkitekta, þeirra Margrétar Harðardóttur og
Steve Christer. Önnur verðlaun hlaut Guðmundur Jónsson.
38 tillögut bárust í keppnina.
• Alþjóðlegt friðarboðhlaup hófst fyrir utan Höfða á
fimmtudaginn og var það Steingrimur Hermannsson sem
tendraði kyndil sem hlaupið er með og hljóp hann einnig
fyrsta spölinn. Þegar er búið að hlaupa i nokkrum löndum
síðan hlaupið hófst í apríl síðastliðnunm í New York. Alls
verða hlaupnir um 43.000 kílómetrar og komu 3.300 í hlut
íslendinga.
• Þessa dagana stendur yfir í Reykjavik þing norrænna
heimilislækna.
• í sumar fara fram á Norður-Atlantshafi mjög ítarlegar
rannsóknir á hvalastofnum. Eru það Færeyingar, Norð-
menn, Grænlendingar og íslendingar sem standa að þeim.
Markmiðið er að finna út hve stór hvalastof ninn er og verða
hvalirnir taldir og tegundagreindir.
• Kolbeinsey, nyrsti grunnlínupunktur landsins, er smátt
og smátt að hverfa vegna ágangs sjávar. Eyjan er mjög mikil-
væg fyrir samninga Islendinga og Norðmanna um miðlínu
milli íslands og Jan Mayen.
• Hlutabréf ríkisins í Útvegsbanka íslands eru nú til sölu á
almennum markaði og seld á nafnverði.
• Meðalaldur íslenska kaupskipaflotans er um 13,95 ár.
• Á sjómannadaginn var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu ís-
lands heiðruð i Keflavik fyrir frækilega björgun skipverja á
Barðanum GK, sem strandaði á Sngefellsnesi í mars síðast-
liðnum.
• Á þessu sumri verður um 212 milljónum varið til þess að
lagfæra slit á götum Reykjavíkurborgar, sem voru óvenju
illa farnar eftir veturinn.
• Stefáni Valgeirssyni, fyrrum þingmanni Framsóknar-
flokksins og núna eina þingmanni Samtaka jafnréttis og fé-
lagshyggju í Norðurlandskjördæmi eystra, hefur verið boð-
ið að ganga í þingflokk Framsóknarmanna að nýju. Hann
hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu.
• Námsgagnastofnun hefur verðlaunað höfunda fyrir gerð
lesefnis fyrir þá sem eru að byrja að læra að lesa. Þeir höf-
undar sem hlutu verðlaun voru Friðrik Erlingsson, Ragn-
heiður Gestsdóttir og Torfi Hjartarson.
• Um daginn eyðilögðu grasmaðkar kartöflugrös á stóru
svæði iÞykkvabænum. Þetta tefur verulega fyrir vexti kart-
aflnanna þannig að búast má við að þær verði minni en eðli-
legt er í haust þegar þær verða teknar upp.
os
Langholtsvegi 109
(í Fóstbræöraheimilinu)
Sækjum
og sendum
Greiðslukorta
þjónusta
Sími 688177
Smokkur?
Hann gœti reddad
GEGN EYÐNI
-8
Aukin
Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa valið
tölvuvædda telexkerfið frá Pegasus. Kerfið eykur hag-
ræðingu og sparar eigendum sínum ómældar fjárhæðir.
Þeir völdu tölvuvædda telexkerfið frá Pegasus.
Sveinn Egilsson hf.
Gunnar Eggertsson hf.
Byko hf.
Hekla hf.
Vélsmiðjan Héðinn hf.
Andri hf.
Asiaco hf.
Iðnaðarbankinn.
Samvinnubankinn.
Skipadeild SÍS.
Kreditkort hf.
Utanríkisráðuneytið.
Nesskip hf.
Skipamiðlunin hf.
Bókaforlagið Iðunn hf.
íslensk Ameríska Verslunarfélagið.
Kaupskip hf.
Marbakki hf.
Sportvöruþjónustan.
Bjöminn hf.
Bananar hf.
JS Heildverslun hf.
Verslunardeild SÍS.
Karl K. Karlsson.
Þór hf.
Carlsberg umboðið.
Valfoss hf.
Samband Sparisjóða.
John Lindsey hf.
Bræðurnir Ormsson hf.
Farfugladeild Reykjavíkur.
Heildverslunin Goddi hf.
Verkfræðiþjónusta G. Óskarssonar.
Alþjóða Fjárfestingarfélagið hf.
Hampiðjan hf.
Póstur og Sími.
Tollvörugeymslan hf.
Skipafélagið OK hf.
Vífilfell hf.
Reykvísk Endurtrygging.
Eimskip hf.
Ferðaskrifstofan Útsýn.
Samvinnuferðir Landsýn.
Ferðaskrifstofan Úrval.
Skeljungur hf.
íslenska Álfélagið hf.
TÖLVUSTÝRÐ TELEXKERFI FRAMTÍÐARINNAR
PEGASUS
PEGASUS
™ uraiUUí. m í|v
m
Pegasus hf. Skipholt 33 105 Rvík Sími (91) 688277 Telex 2238 Jayell IS
Prtir
HELGARPÓSTURINN 35