Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 34
DAGSKRÁRMEÐMÆLI
Laugardagur 20. júní kl. 19.00
Litli prinsinn. Þriöji þáttur teikni-
myndar sem gerö er eftir hinni ein-
stæöu sögu Saint-Exupéry.
Laugardagur 20. júní kl. 20.40
Allt í hers höndum ('Allo, 'Allo).
Breskur gamanmyndaflokkur í beinu
framhaldi af mjög vinsælum þáttum
sem sjónvarpið sýndi fyrir fáeinum
árum og fjölluöu á gamansaman
hátt um baráttu frönsku andspyrnu-
hreyfingarinnar gegn þýska setulið-
inu í síðari heimsstyrjöldinni.
Laugardagur 20. júní kl. 21.15
Að duga eða drepast (Run For Cov-
er). Sígildur bandarískur vestri með
hinum eina og sanna James Cagney
uppá sitt besta 1955. Leikstjóri Nico-
las Ray. Tveir samferðamenn eru
sakaðir um lestarrán en tekst með
naumindum að sanna sakleysi sitt
og gerast löggur í landnemabæ.
fSTÖDTVÖ
Laugardaginn kl. 18.20 / Sunnudag
kl. 17.30
Knattspyrna og körfubolti. Heimir
Karlsson sýnir frá íslandsmótinu í
knattspyrnu á laugardaginn og
spjallar við einhvern sérfræðing á
því sviði. En á sunnudag mætir hjá
Heimi hann Einar Bollason og er al-
veg einstakt að hlusta á hversu hlut-
drægir þeir eru.
Föstudagur 19. júní kl. 21.40
Aðkomumaðurinn (Starman).
Bandarísk kvikmynd frá 1984 með
Jeff Bridges, Karen Allen, Charles
Smith og Richard Jaechel í aðalhlut-
verkum og John Carpenter við
stjórn. Að undanförnu hafa myndirn-
ar á Stöð 2 verið drepfúlar en nú tek-
ur betra við. Aðkomumaðurinn er að
Allt í hers höndum eða 'Allo, 'Allo eru þrælfyndnir og vel
gerðir gamanþættir á laugardagskvöldum í ríkissjón-
varpinu. Þeir eru í framhaldi af vinsælum þáttum áður
sýndum um sama efni, baráttu frönsku andspyrnuhreyf-
ingarinnar við vondu Þjóðverjana.
Aðkomumaðurinn eða Starman er rómantísk ævintýra-
mynd með smávæmni, en hressileg að flestöllu leyti, og
stendur Jeff Bridges sig bara allvel sem gestur frá ann-
arri plánetu sem strandar á Jörðu og þarf að bíða í þrjá
daga eftir björgun.
og syni hans til kynbóta. Á eftir þess-
ari mynd mætir svo Christopher
Plummer í '84-myndinni „Úr öskunni
í eldinn" (Desperate Voyage), þar
sem skemmtiferð hjóna snýst upp í
martröð þegar þau lenda í klóm nú-
tímaræningjal
vísu Ijúf (lesist væmin) á köflum, en
allvel gerð og frágengin. Alltaf fróð-
legt að velta fyrir sér gjörðum mann-
anna með því að setja sig í spor
gesta utan úr heimi.
Laugardagur 20. júní kl. 23.45
Eyjan (The Island). Þessi mynd er
reyndarstranglega bönnuð börnum,
sem gerist ekki oft þegar Michael
Caine er annars vegar. Myndin er
byggð á sögu höfundar Ókindarinn-
ar (Jaws) og Djúpsins (The Deep) og
er þeim fremri fyrir margra hluta sak-
ir. Afkomendur sjóræningja á Kar-
íbahafi ræna rannsóknarblaðamanni
SKEMMTILEGT ER MYRKRIÐ
Mjög margir hafa gaman af
draugasögum og vafalaust
hafa þeir svo gott sem allir límt
sig við ríkisútvarpið í nóvem-
ber fyrir einu og hálfu ári eða
í nóvember 1985, þegar Arnar
Jónsson, Anna Einarsdóttir og
Sólveig Halldórsdóttir fluttu
þáttaröðina „Úr heimi þjóð-
sagnanna". Næstkomandi
laugardag verður á ríkisrásinni
endurfluttur fimmti þáttur,
„Skemmtilegt er myrkrið,
draugasögur".
Arnar Jónsson les í þætti
þessum draugasögur og minnt-
ist þess í HP-samtali að þetta
hefði verið einstaklega
skemmtilegt verkefni.
„Þetta þjóðlega efni er alveg
sérstakt. Eg á 5 börn sjálfur og
les þjóðsögur gjarnan fyrir
þau, þannig að ekki var þetta
mér beinlínis framandi. Reynd-
ar má heita að ég hafi alist upp
við þetta og efnið mér því nær-
tækt. En ég minnist þess
hversu góða vinnu þær lögðu í
þetta, Anna og Sólveig, þessar
stundir voru enda mjög
ánægjulegar,“ sagði Arnar.
á
©
Fimmtudagur 18. júní kl. 20.00
Fimmtudagsleikritið „Hefðarmærin
og kontrabassakassinn" eftir Arnold
Hinchcliffe, byggt á sögu eftir A.
Tjekov. Úrvalsleikarar og þeir sem
missa af steikinni geta vænst endur-
flutnings þriðjudagskvöld kl. 22.20.
Laugardagur 20. júní kl. 20.30
Skemmtilegt er myrkrið, fimmti
þáttur. Þ.e. Úr heimi þjóðsagnanna,
um draugasögur og hana nú. Þetta
er endurflutningur frá því í nóvem-
ber 1985, þegar Arnar Jónsson, Sól-
veig og Ánna hræddu líftóruna úr
mörgum og nú geta aðrir notið
sömu sælu og unaðar.
ÍÍíT
Laugardagur 20. júní kl. 12.45
Laugardagsrásin i umsjá Kristínar
Bjargar Þorsteinsdóttur, Sigurðar
Sverrissonar og Stefáns Sturlu Sig-
urjónssonar. Vitum ekki hvað þetta
„Við grillið" er næst á eftir, en það
hljómar djúsí.
Sunnudagur 21. júní kl. 12.10-13.00
Vikuskammtur Einars Sigurðssonar.
Einn Ijúfasti útvarps- og sjónvarps-
maðurinn segir Sigga. Einar lítur yfir
fréttir vikunnar með gestum í stofu
Bylgjunnar.
ÚTVARP eftir Friðrik Þór Guðmundsson
Ormahersing grandar flugvél
Sjaldan hef ég vaknað eins „vel“ og nú í
gærmorgun, þriðjudag, við að hiýða á Pét-
ur Stein flytja morgunbylgju sína á hinni
eiginlegu Bylgju. Reyndar voru lögin sem
hann lék í geldara lagi, fjöldafram-
leidd íslensk júróvísíónlög eða eitthvað í þá
áttina. Fjörið hófst hins vegar þegar hann
tók að lesa upp úr nýprentuðum og ómark-
aðsvæddum dagblöðum landsins.
Greinilegt að Pétur Steinn er ekkert um
of vanur sérkennilegu tungutaki flokks-
málgagnanna og áreiðanlega með öllu
ókunnur sósíal-realískri þjóðfélagsrýni að
hætti hugmyndafræðilegra perfektíonista
á Þjóðviljanum. Á baksíðu fjallaði Mörður
Árnason um fund hjá „íhaldskvennafélag-
inu“ Hvöt og þegar Pétur Steinn ætlaði að
renna „létt og leikandi" yfir fyrirsögnina
hnaut hann oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar um eigin tungu. Enda kannski varla
nema von því orðfæri Marðar var með
skrautlegra móti að þessu sinni: „Frjáls-
hyggjan fælir frá. Sjálfstæðismenn í nafla-
skoðun á Hvatarfundi: Stefnulitlir frjáls-
hyggjujábræður af karlkyni í spillingarmál-
um án tengsla við fólkið," segir Mörður á
baksíðunni. Ætli nokkur komist létt og
leikandi í gegnum slík ósköp? Þá er líklegra
að Pétur Steinn hafi komist „létt og leik-
andi“ í gegnum sérlega skemmtilega fyrir-
sögn á forsíðu Tímans um daginn: „Jarmað
nyrðra og vestra en baulað mun á Suður-
landi.“ Kannski hefur Pétur Steinn bara alls
ekki viljað koma Þjóðviljafréttinni óbrengl-
aðri frá sér. Þarna voru merkir sjálfstæðis-
menn að úttala sig um kosningaósigur sinn
og klofning og meðal aðalástæðna var að
„frjálshyggjuimynd flokksins" hefði haft
vond áhrif. Þetta er jú sama frjálshyggju-
ímynd og fæddi af sér útvarpsstöðina
Bylgjuna!
Eftir að plötuspilarinn minn dó um dag-
inn hef ég hlustað aðeins meira en ekki
neitt á útvarp. Að vísu heyri ég yfirleitt í
útvarpi hvern vinnudag, þar eð Kristján
kollegi hefur nær alltaf kveikt á einhverri
tónlistarstöðinni. En nú orðið hlusta ég
sem sé aðeins betur en áður. Og ég verð að
.viðurkenna að það er bara allnotalegt að
vakna t.d. við Pétur Stein á morgnana,
heyra aðeins hvað dagblöðin eru að segja
á forsíðunni og baksíðunni og fá fréttir af
veðri og öðru þess háttar.
Eða eru ekki allir sammála um að upp-
lesning á fyrirsögnum eldsnemma að
morgni sé hressandi þegar þær hljóma svo:
„Ormahersing til atlögu við bændur í
Þykkvabæ" í Tímanum, „Svín grandar
flugvél" í Mogganum, „Formenn í skotgraf-
ir" í Þjóðviljanum og „Heiðraður af fasista-
samtökum" í Alþýðublaðinu? Einhvern
veginn glaðvaknar maður og rýkur á fæt-
ur.
SJÓNVARP
Framhaldsþœttir
Ég varð svolítið undrandi þegar ég fór að
athuga hvað ég hef verið að horfa á í sjón-
varpinu undanfarna daga. Á föstudaginn
sá ég Hasarleik og Magnum P.I., á laugar-
daginn urðu Undirheimar Miami fyrir val-
inu, á sunnudaginn Lagakrókar og á mánu-
daginn horfði ég á Bjargvættinn. Æ, nú var
ég næstum búin að gleyma einu bíómynd-'
inni sem ég sá en það var myndin „Morðin
á fyrirsætunum", sem sýnd var á föstudags-
kvöldið. Ástæðan fyrir því að hún varð fyr-
ir valinu var sú að þáttur um spæjarann á
Hawaii var á eftir.
Þið hafið eflaust tekið eftir því sama og
ég og það er að dagskrárefnið sem ég sá er
eingöngu amerískir framhaldsþættir og
þar að auki allir sýndir á Stöð tvö. Það var
ekki fyrr en ég sá þetta að mér varð ljóst
hvað það er sem mér þykir skemmtilegast
að horfa á í sjónvarpinu, enjrað eru góðir
amerískir framhaldsþættir. Eg er sem sagt
öll í afþreyingunni. Þar hef ég það svart á
hvítu.
Annars á Stöð tvö hrós skilið fyrir að vera
búin að kaupa svona marga nýja og góða
þætti. Ef hún hefði ekki komið til hefði
eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur
maður eflaust þurft að láta sér nægja að
lesa um flesta þessa þætti í blöðunum eða
bíða í nokkur ár eftir að Ríkissjónvarpið
færi að sýna þá. En mér f innst Stöð tvö ekki
hafa staðið sig eins vel j vali á bíómyndun-
um. Þeir hafa að vísu sýnt mjög góðar
myndir innan um, en allt of margar myndir
hjá þeim eru, að mínu mati, amerískar
vandamálamyndir um erfiðleika í fjöl-
skyldulífinu. Ég kýs þá heldur sænsku
vandamálamyndirnar, sem margir hafa
gagnrýnt, því þær hafa það fram yfir þær
amerísku að þær eru ekki eins hryllilega
væmnar. Ég held að Bandaríkjamenn séu
ekki rétta fólkið til að gera vandamála-
myndir. Vandamálin enda yfirleitt alltaf í
„Húsinu-á-sléttunni-stíl“, eða með miklu
táraflóði, faðmlögum og I love you.
Það er kannski rétt að láta nokkur orð
fylgja um Ríkissjónvarpið svona rétt í lok-
in. Síðan þeir hættu að sýna Já, forsætis-
ráðherra og Fyrirmyndarföður hef ég lítið
sem ekkert horft á það. Þeir hafa þann ein-
kennilega sið þar að loksins þegar þeir
komast yfir vinsæla þáttaröð taka þeir allt-
af langa hvíld eftir að þeir eru búnir að
sýna það sem þeir keyptu, hvort sem það
eru 13 eða 26 þættir. Mér finnst þetta svolít-
ið einkennileg stefna þegar sjónvarpið á í
harðri samkeppni við aðra sjónvarpsstöð.
Manni dettur oft í hug hvort það hafi
gleymst að segja þeim á Laugaveginum að
tekin sé til starfa stöð sem keppir við þá um
athygli um helmings áhorfenda. Þeir vilja
kannski ekki vita það. Manni finnst það
a.m.k. furðulegt hvað þeir voru lengi að
taka þá ákvörðun að fara að sjónvarpa á
fimmtudögum. Það er ákvörðun sem þeir
áttu að taka um leið og hin stöðin fór af
stað.
34 HELGARPÓSTURINN