Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 7
FÓRNARLÖMB FLUGSLYSA: FARÞEGAR í FÓLKSFLUTNINGABÍLUM EIGA RÉTT Á FJÖRUTÍU OG SJÖFÖLDUM BÓTUM Á VIÐ FARÞEGA í FLUGVÉLUM. RAUNGILDI ÁBYRGÐAR FLUGFÉLAGANNA HEFUR RÝRNAÐ FIMMTANFALT FRÁ ÞVÍ LÖGIN VORU SETT. MATTHÍAS BJARNASON SAMGÖNGU- RÁÐHERRA: ÞAÐ VERÐUR HVER AÐ SJÁ UM SIG SJÁLFUR. Ef farþegi slasast alvarlega á ferð í sérleyfisbíl getur hann krafið eiganda hans um allt að 38,8 milljóna króna bætur. Þegar farþegi sem fer sömu leið með flugvél slasast alvarlega þarf flugfélagið ekki að greiða nema að hámarki 832 þúsund krónur í bætur. ÞETTA ER ÖTRÚLEGT EN SATT Kristján Jón Guðmundsson, sjómaður frá Bolungarvík, slasaðist illa í flugslysinu í Ljósufjöllum í fyrra. Kristján segist vera óþekkjan- legur frá því sem áður var eftir stórfellda áverka í andliti. Hann hefur verið undir stöðugu lækniseftirliti frá slysinu. Reynsla hans er hrikaleg, en hann hefur mætt henni með ótrúlegri bjartsýni. Kristján hefur enn engar bætur fengið vegna slyssins utan sautján þúsund króna dagpeninga á mánuði frá Almannatryggingum. Hann hefur fyrir fjögurra manna fjölskyldu að sjá. Vegna þess hversu börnin eru ung hefur kona hans ekki getað unnið úti. Þær bætur sem Kristján fær frá flugfélaginu ná vart að greiða fyrir þriðjung þess tekjutaps sem Kristján hefur þegar orðið fyrir. Enn mun nokkur tími líða þar til hann getur aftur snúið til vinnu. Kristján er aðeins eitt þeirra fórnarlamba er mátt hafa þola ótrúlegt misræmi í tryggingum flugfélaganna og þeim bótum sem tíðkast annars staðar í samfé- laginu. Þetta misræmi er tilkomið vegna þess að ákvæði laga um hámarks- ábyrgð flugfélaganna hafa ekki verið endurskoðuð í tuttugu og þrjú ár. Bæturnar hafa brunnið upp. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.