Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 32
GÆRDAGSINS
HVERNI6 ER AD HÆITA í ÍÞRÓTTUM?
FYRIR TVEIMUR ÁRUM VARÐ ÉG VITNI AÐ ÞVÍ AÐ BRESKUR MARA-
ÞONHLAUPARI SLEIT í SÉR HÁSIN í MIÐJU HLAUPI OG VARÐ AÐ
HVERFA AF HLAUPABRAUTINNI. SÚ STUND VAR HONUM ÞUNGBÆR
OG SATT AÐ SEGJA VAR FÓLK FARIÐ AÐ HAFA VERULEGAR ÁHYGGJ-
UR AF ANDLEGRI GEÐHEILSU MANNSINS ÞEGAR LJÓST VAR AÐ
ÞETTA VAR NOKKUÐ SEM HANN ÆTLAÐI EKKI AÐ SÆTTA SIG VIÐ.
EFTIR MARGRA ÁRA KEPPNISTÍMABIL FANNST HONUM LÍFI SÍNU
VERA LOKIÐ; ÁN HLAUPSINS GÆTI HANN EKKI LIFAÐ. TVÆR
SKURÐAÐGERÐIR Á FÆTI BJÖRGUÐU ENGU OG ENN ÞANN DAG í
DAG ER HANN AÐ ÞRJÓSKAST VIÐ AÐ ÆFA HLAUP, NOKKRA KÍLÓ-
METRA Á VIKU, OG HUGSUNIN UM AÐ GETA EKKI OFTAR KEPPT í
MARAÞONHLAUPI ER SÍFELLT EFST í HUGANUM.
ÞESSI MAÐUR ER KANNSKI EINSDÆMI. KANNSKI ERU AÐRIR
ÍÞRÓTTAMENN FYLLILEGASÁTTIR VIÐ AÐ HVERFA AF BRAUT ÞEGAR
BLÓMASKEIÐI ÞEIRRA LÝKUR OG HLEYPA YNGRI MÖNNUM AÐ.
EÐA HVAÐ? ER ÞAÐ KANNSKI EINS MEÐ ÞÁ ALLA AÐ ÞAÐ ER ERFITT
AÐ VIÐURKENNA AÐ MAÐUR SÉ EKKI LENGURHÆFUR í KEPPNI?
HP RÆDDI VIÐ FJÓRA KUNNA KAPPA SEM VORU HETJUR SÍNS
TÍMA í ÍÞRÓTTALÍFINU. ÞEIR ERU DÝRI GUÐMUNDSSON OG GRÍM-
UR SÆMUNDSEN BÁÐIR KUNNIR KNATTSPYRNUMENN, ÞÖRAR-
INN TYRFINGSSON SEM KEPPTI í HANDBOLTA í MÖRG ÁR OG KOL-
BEINN PÁLSSON KÖRFUKNATTLEIKSMAÐUR. ÞEIR VORU SPURÐIR
HVERNIG TILFINNING ÞAÐ VÆRI AÐ HVERFA AF KEPPNISBRAUT-
INNI OG HVORT ÞEIR HEFÐU ALVEG SLEPPT HENDINNI AF „SINNI7'
ÍÞRÓTT.
ÞÓRARINN
TYRFINGSSON
læknir, lék og keppti með ÍR í fjölda ára eða
„samfleytt frá haustinu '63 til ársins 1975 en
ég var ellefu ára þegar ég byrjaði að æfa
handbolta", segir Þórarinn. Og hvernig til-
finning er að hætta eftir svo mörg ár:
„Maður áttar sig nú ekki á því alveg strax,"
segir hann. „Hins vegar man ég ekki til að
mér hafi þótt neitt „sárt" að sjá mér yngri
menn taka við liðinu. Það er ekki fyrr en
maður fer að nálgast fertugsaldurinn að
löngunin til að fara í þetta aftur gerir vart við
sig! Ég gerði „comeback" fyrir nokkrum
árum, mig minnir að það hafi verið ’84, og
spilaði þá á fullu með meistaraflokki ÍR. Jú,
ég viðurkenni alveg að ég þurfti nú að hafa
meira fyrir því þá en áður fyrr! Ég hef svolít-
ið verið að hlaupa og finn að mér líður miklu
betur að vera í svona æfingum. Menn sem
hafa stundað íþróttir í mörg ár verða háðir
því að vera í góðu formi. Okkur líður ilia á
sálinni þegar við erum komnir úr æfingu.
Við sem höfum verið lengi í íþróttum erum
sennilega næmari á það en aðrir. Við verð-
um eðlilega háðir því að vera í líkamlega
góðri æfingu og verðum ekki eins glaðir þeg-
ar við erum farnir að fitna! Mínir félagar hafa
flestir fundíð sér annað viðfangsefni, eru í
Old Boys, hlaupi eða leika golf. Ég held það
sé ekki rétt að maður sætti sig við að þetta
sé eitthvað sem maður geti ekki lengur. Við
þessir keppnisíþróttamenn erum kannski
lengur en aðrir að finna okkur eitthvað við
hæfi sem felur ekki í sér eins mikla keppni
því við erum öfgamenn. Þeir sem fara í golf
búa gjarnan á golfvellinum. Ég er eiginlega
hættur að hlaupa núna og hef ekkert í það að
fara að æfa hlaup með það fyrir augum að
ætla í keppni."
DÝRI GUÐMUNDSSON
lék fótbolta með meistaraflokki Vals og FH
frá 17 ára aldri til 34 ára, eða í 18 sumur.
Hann hætti að keppa haustið 1985 og þegar
við spurðum hann hvernig tilfinningin hefði
verið svaraði hann að bragði: Það er athygl-
isvert að hetjur gærdagsins skuli enn vera
fréttaefni! Ég segi bara eins og Rolling Ston-
es: „Who wants yesterday’s papers and yest-
erday’s girls? Nobody in the world”! En án
gamans þá er tilfinningin núna sú að ég
undrast nokkuð hvernig ég nennti þessu því
ég sakna þess ósköp lítið að vera í því. Jú,
jú, auðvitað fylgir þessu sú tilfinning að það
er erfitt að sjá sér yngri menn taka við, því
auðvitað finnst manni engir fótboltamenn
vera eins góðir og við vorum í „den“!!! Það
er alveg á hreinu ... Ég hef nú ekki alveg lát-
ið af spilamennskunni því ég spila fótbolta
með gömlum félögum einu sinni, tvisvar í
viku. Þetta er ekki þannig að maður hætti
alveg í fótbolta og komi ekki nálægt honum
meira. Ég hef alltaf jafn gaman af að spila fót-
bolta. Aftur á móti fer ég sjaldnar á völlinn
núna en áður, sé landsleiki og einstaka deild-
arleik. Mér finnst í rauninni ágætt að vera frá
fótboltanum og hvíla mig örlítið á honum.
Reyndar hef ég ekki þorað að skoða hina
hagrænu hlið þessarar „tímaeyðslu” fyrri
ára með því að margfalda saman: 18 ár x 9
mánuðir x 4 vikur x 4 skipti x 2 klukkustund-
ir með hinum hógværa endurskoðendataxta
sem ég vinn eftir núna. En að öllu gamni
slepptu fór gífurlegur tími í fótboltann en
þetta var líf manns. Ég eignaðist góða vini i
fótboltanum og því býr maður að alla ævi.
Mér fannst þetta frábært meðan á því stóð en
nú er því lokið og annað tekið við og það er
ánægjulegt að verða aftur virkt hjói undir
fjölskyldu vagninum. Ég ætla að hvíla mig frá
reglulegri þátttöku í íþróttastarfi um tíma,
hvað svo sem síðar verður.”
32 HELGARPÓSTURINN