Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 30
MATKRÁKAN eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Blóðugt þríhjól í Tarsanleik Sú spaklega lýsing sem ég setti fram fyrir nokkrum vikum á skrykkjóttu suðvestur- hornsveðri hefur gengið eftir og er enn í fullu gildi. Hitastigið, birtan og gróðurinn taka að vísu af öll tvímæli um að náttleysu- sumar er gengið í garð, en enn er hlutfallið milli sólskins og dumbungs afskaplega óhag- stætt. Hér er komin skýringin á öllu því fólki sem skríður um bæinn á fjórum fótum, eða haltrar um í 65-70 gráðu horni fram á við, eða gengur pinnstíft með 20 gráðu horn út frá miðju, allt saman með hvern andlits- vöðva strekktan í píslarvættisgrettu, stífnar af og til og grípur annarri hendi um bakið en hinni um næsta grindverk eða ljósastaur, stendur þar frosið eins og Calais-höggmynd- irnar eftir Rodin. Semsé: eina frumorsökina fyrir einum elsta þjóðarsjúkdómi landsmanna, vöðva- bólgu eða brjósklossaðkenningu i mjóbaki, má rekja til sólarleysis. Það er engin tilviljun að Rodin-myndastyttunum skuli fjölga svo sem raun ber vitni einmitt á vorin þegar fólk hefur lítið D-vítamín í kroppnum. C- og D- vítamín eru nauðsynleg til að líkaminn geti nýtt sem skyldi kalkið úr fæðunni og það er jú kalkið sem styrkir hrygg og tengivefi. Og sólin er einhver besti D-vítamíngjafi sem um getur. Erfitt er að áætla nákvæmlega það D- vítamínmagn sem maður drekkur í sig í hverri sólarglennu fyrir sig, það fer m.a. eftir styrkleika ljóssins og eðli loftsins sem það skín í gegnum. En til viðmiðunar má geta þess að áætlað er að hörundsljós kona þurfi 15-60 mínútur af sólskini daglega til að taka inn nauðsynlegan D-vítamínskammt. Tiltölulega fáar fæðutegundir eru mjög auðugar að D-vítamíni, en þær helstu eru feitur fiskur, smjör, egg, lifur og mjólk. I fljóti bragði mætti ætla að Islendingar neyttu ein- mitt þessara fæðutegunda í nægulega ríkum mæli en svo virðist þó ekki vera ef marka má hina tjáningarríku myndastyttu. Formúlan að slíkum skúlptúr er semsé: sól h- C- og D-vítamín h- stein- og snefilefni + ofurvinna + streita + rangir líkamsburðir = „þursabit" í æðra veldi. Það liggur náttúrulega í hlutar- ins eðli að bót og betrun felast í því að breyta formerkjum formúlunnar, gera mínusa að plúsum og öfugt. Varðandi steinefnin vill ég geta þess að gnótt þeirra fæst úr mysu og skyri, svo og sölum og þar af leiðandi þara- töflum. Þá hljóðar einfalt húsráð upp á að drekka daglega eina matskeið af eplaediki í hálfu glasi af vatni fyrir aðalmáltíð. Hvað líkamsburðina varðar er ákaflega hollt fyrir hrygginn að hanga, annað hvort á höndum eða fótum. Gefið mál að mannskepnan hefur aldrei getað aðlagast því ástandi að vera með báða fætur á jörðinni. Við vorum sköpuð til að hanga, sveifla okkur í trjám, svalahand- riðum, Ijósastaurum — ég líki þessu við end- urfæðingu og læt mér í léttu rúmi liggja þótt sumir líti á mig sem fuglahræðu, laskaða fall- hlíf eöa geðsjúkling. Fyrir utan að vera búin að uppgötva hinn eina sanna þyngdarpunkt er unaðslegt að finna blóðið renna sér til höf- uðs en ekki skyldunnar. Splash! Talandi um blóð rifjast upp fyrir mér draumur sem mig dreymdi fyrir skemmstu. Hann var á þá leið að þríhjólið sat að snæð- ingi: Steingrímur og Þorsteinn álútir mjög og þungir á brún skjótandi stjórnarkryppunum upp í loftið, en J.B. æðimun sperrtari með augun á stilkum. En sammerkt áttu þeir fé- lagar að út um munnvikin runnu stríðir blóð- og fitutaumar, enda stóð á milli þeirra stórt fat hraukað rjúkandi kjöti. Af sjálfu leiðir að ég vaknaði upp hríðskjálfandi með . . . í háls- inum. Ekki er ég það draumspök að ég treysti mér til að skera úr um hvort draumur þessi hafi ótvírætt tákngildi fyrir lyktir þess Tars- anleiks sem framangreindir forsprakkar eru í um þessar mundir og oftast er kallaður stjórnarmyndunarviðræður — þeir berja sér allir á brjóst og æpa: ,,Me Tarsan, you Jane,“ — en auðsæjar eru tilvísanir til þeirra sem við kjötkatlana sitja annars vegar og hroll- vekjandi atriða í myndum Hrafns Gunn- laugssonar hins vegar, enda horfði ég á Hrafninn flýgur enn eina ferðina í sjónvarp- inu um daginn. Það tekur aldrei á taugar mínar að horfa á platvíg og platblóð, en þeg- ar kemur að þeim átsenum sem Hrafni eru einkar hugleiknar: að láta persónurnar slafra í sig í alvöru feitt, rjúkandi kjöt með guðsgöfflunum umturnast í mér innyflin og ég gríp báðum höndum fyrir augun. Ekki af pempíuskap, heldur bara vegna þess að mér býður svo við því þegar Hrafn leikstýrir soðnu, feitu kjöti. Vonandi láta kvikmynda- fræðingar ekki undir höfuð leggjast að rann- saka í djúpsálarfræðilegu samhengi þessa at- hyglisverðu tematík í myndum Hrafns þegar fram líða stundir: Rennur blóð eftir slóð og sýg ég þig fita. . . Og vonandi sannreynist hið fornkveðna að oft sé Ijótur draumur fyrir litlu efni. En fyrr- nefndur draumur varð mér þó tilefni til að setja saman blóðrauðan matseðil, upplagð- an til jákvæðra þjóðhátíðarhalda á morgun. Eg læt þríhjólið um að bruna kringum kjöt- katlana, en sting fyrir mitt leyti upp á hlað- borðsskrúðgöngu rauðra rétta með Campari í fylkingarbrjósti, auk þess sem ég mæli fremur með heilnæmum Tarsanleik en streitumyndandi skrúðgöngu og fánýtum blöðrublæstri á 17. júní. Blóðrauða þjóðhá- tíð! BLÖÐRAUTT SOLARLAG Hér er um að ræða feikilega svalandi og hagkvæma Campari-bollu sem hentar vel hvort heldur sem er til fordrykkjar eða sí- söturs. Uppskriftin miðast við eina flösku af Campari. 1 vatnsmelóna (u.þ.b. 2 kg) / 1 flaska Campari (0,7 1) / u.þ.b. 40 ísmolar / 1 flaska þurrt kampa- eða freyðivín / 2 lítrar sódavatn. Skerið melónuna í báta og fjarlægið innan úr henni kjarnana. Skerið hýðið utan af og aldinkjötið í teninga og setjið í stóra skál. Hellið Campariinu yfir og látið standa á köld- um stað í 20 mínútur. Setjið ísmolana út í, hellið kældu víninu og sódavatninu saman við og berið fram. GAZPACHO Þetta er afbrigði af spænsku grænmetis- súpunni vinsælu. Hún er borin fram köld og er afskaplega bragðsterk og svalandi. Uppskriftin er handa tólf. 2 kg tómatar / u.þ.b. 1 kg rauðar paprik- ur / 1,5 kg gúrkur / 8 msk. ólífuolía / 2 msk. tómatkraftur / 'A 1 rauðvín / salt / sykur / pipar úr kvörn / 3 hvítlauksrif / 6 sneiðar ristað brauð / 1-2 laukar. Skerið kross í tómatana ofanverða og fjar- lægið „naflana". Setjið tómatana ofan í sjóð- andi vatn í tvær, þrjár mínútur, veiðið þá upp úr og stingið ofan í kalt vatn, afhýðið þá, skerið í fjórðuparta og fjarlægið kjarnana. Þvoið paprikurnar. Skerið tvær þeirra í litla teninga og leggið rakan klút yfir. Skerið hinar paprikurnar í stærri teninga. Afhýðið gúrkurnar, skerið þær langsum í tvennt og skafið úr þeim kjarnana. Skerið hálfa gúrku í litla teninga og leggið yfir þá rakan klút. Skerið afganginn af gúrkunum í stærri ten- inga. Búið til mauk úr tómötunum og stóru gúrku- og paprikuteningunum í tætara og hrærið að því búnu 6 msk. af olíu saman við ásamt tómatkraftinum og rauðvíninu. Bragðbætið með salti, sykri og pipar. Afhýð- ið hvítlaukinn og merjið tvö rif saman við súpuna. Hrærið vel í og látið standa í ís- skápnum í nokkra tíma eða yfir nótt. Fjarlægið skorpuna af ristaða brauðinu og skerið í teninga. Hitið afganginn af olíunni á pönnu og steikið brauðteningana upp úr henni ásamt þriðja hvítlauksrifinu mörðu. Hrærið vel í á meðan. Berið súpuna fram ískalda ásamt söxuðum lauknum, litlu gúrku- og paprikuteningun- um og ristuðu brauðteningunum. ROÐAGYLLTIR TÓMATAR Þetta er einfaldur og óhemjugóður heitur réttur. Uppskriftin handa tólf. Tólf heilhveiti- eða kornbrauðssneiðar smurðar / salt / 4 egg / 500 g óðalsostur eða annar bragðsterkur ostur / 100 g Parmesanostur / u.þ.b. 3 msk. basil / 400 g sýrður rjómi / 1,75 kg tómatar. Smyrjið ofnskúffu eða álíka stórt fat og rað- ið smurðum brauðsneiðunum þétt í. Stráið u.þ.b. helmingnum af basilinu yfir og að því búnu gróft rifnum óðalsostinum. Hrærið saman eggjum, sýrðum rjóma og parmesan- osti og jafnið yfir. Þvoið tómatana og skerið í sneiðar og raðið yfir. Stráið afganginum af basilinu yfir og saltið. Bakið á neðstu rim í ofninum við 200 gráður í u.þ.b. 30 mínútur og berið fram heitt. PASTASALAT MEÐ REYKTUM LAXI Einfalt salat og skrautlegt, rauði liturinn enn í fyrirrúmi. Uppskriftin miðast við einn skammt, margfaldist eftir þörfum. 2 dl ósoðið pasta, gjarnan af mismun- andi lögun: skrúfur, fiðrildi o.s.frv. / 1 blaðsellerístilkur 'A rauð paprika / gúrkubiti / 50 g reyktur lax. Sósa: 1 msk. vínedik / 2 msk. olía / salt og pipar. Sjóðið pastað, látið renna á það kalt vatn og látið svo drjúpa vel af því. Þvoið grænmet- ið og skerið í litla bita. Blandið grænmetinu saman við pastað, hrærið sósunni saman við og leggið að lokum laxinn yfir í litlum bitum. OSTAKAKA MEÐ JARÐARBERJUM Klassísk ostakaka handa sex. Hana má auðvitað framreiða með öðrum ferskum ávöxtum en jarðarberjum, hún er ekki síst ljúffeng með kiwi. Skelin 250 g heilhveitikex / 1 tsk. kanell / 100 g bráðið smjör. Fylling 500 g rjómaostur / 2 dl sykur / 3 egg / 2 tsk. vanillusykur. Aukinheldur 3-4 dl sýrður rjómi og ferskir ávextir, t.d. jarðarber eða kiwi, skornir í sneiðar. Myljið kexið vel og hrærið kanel og bráðnu smjörinu saman við. Þrýstið þessu í botninn og upp með barminum á lausbotna formi sem er u.þ.b. 24 cm í þvermál. Bakið við 175 gráður í 5 mínútur. Hrærið ostinn til að mýkja hann og að því búnu saman við hann eggjum, sykri og van- illusykri. Hellið fyllingunni yfir botninn og bakið í 45 mínútur. Látið kökuna kólna í 10-15 mínútur. Hrærðið sýrða rjómann svo hann verði meðfærilegri og smyrjið honum svo yfir kökuna og bakið í 5 mínútur til við- bótar. Losið kökuna varlega frá brúnum forms- ins. Látið hana kólna áður en hún er losuð úr forminu. Látið kökuna standa í kæliskáp í nokkra tíma áður en hún er borin fram fag- urlega skreytt með niðurskornum ávöxtum. STJÖRNUSPÁ HELGINA 19.-21. JÚNÍ nmnnnnmamsmm Föstudagurinn veröur þér eitthvaö erfiöur á heimavelli og þú ættir ekki að þvinga þar fram neinar breytingar. Heppnin verður hins vegar með þér á laugardag og þá muntu hafa góö áhrif á fólkið í kring- um þig. Nýttu síðan ímyndunaraflið á sunnudag, en þá verður það einmitt afar frjótt. Allt er varðar fjármál gengur einnig vel þann dag. nnmnxMBMmmmmm Hafðu bæði augu og eyru galopin á föstudag. Þá muntu komast að svolitlu, sem þú getur nýtt þér. Snúðu þér að nýjum og framandi hlutum, því nú gef- ast tækifæri til að bæta upp fyrir ýmislegt sem miður fór í fortíðinni. Þú verður hins vegar sjálfur að hrinda atburðarásinni af stað. Næsta vika verður aldeilis frá- bær og þú bókstaflega verður að taka tilboði, sem þér berst, þó því fylgi einhver áhætta. TVÍBURARNIR (22/5-21/6] Snúðu þér að fleiru en þú hefur gert að undan- förnu, t.d. með því að rækta vinskap við fólk, sem kann að meta kosti þína. Ekki viðhalda samböndum af eintómum vana. Leggðu þig fram um að hlusta á félaga, sem vill ræða ákveðið mál úr fortíðinni. Það gengur mikið á í einkalífi þínu og þess vegna reynist þér erfitt að sjá hlutina í samhengi og úr fjarlægð. Þú stendur frammi fyrir óþægilegu vali á milli eigin langana og annars, sem taka verður tillit til. Heilsan er að skána, en þú mátt til að láta óþolinmæðina ekki koma þér í koll. Á laugardag þarftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum og færð ef til vill frábærar hugmyndir, sem nýtast þér í vinnunni. Einhver misskilningur gæti komið upp á milli þín og ástvinar á sunnudag. Það eru töluverðar líkur á að félagarnir fallist á áætlanir þinar og aðstoði nú í stað þess að tef ja fyrir. Tilfinningauppnám síðustu vikna gerir þig lítt mót- tækilegan fyrir hugmyndum, sem fela í sér löng ferðalög, en það væri synd að gefa þetta upp á bát- inn. Sunnudagurinn er þér afskaplega hagstæður. Notaðu tækifærið, ef það er eitthvað sem þú gætir hugsað þér að breyta. Eitthvað mikilvægt er um það bil að gerast og þú verður að gera það upp við þig hvort breytingin get- ur orðið, án þess að samband sem skiptir þig máli hljóti skaða af. Allt mun fara vel, ef þú ert bara róleg- ur og lætur ekki setja þig úr skorðum. Þú verður enn um sinn háður velvild annarra, en atburðir næstu viku styrkja stöðu þina til muna. ithí.......iiiii miíi— Þú getur komist að mikilvægu samkomulagi á föstudag og tekið ákvarðanir, sem snerta framtíð ákveðins ástarsambands. Ef þú ert óþolinmóður og sýnir ekki umburðarlyndi geturðu hins vegar fengið alla upp á móti þér. Afar jákvæðir straumar leika um laugardaginn, t.d. í formi heppni og gleðilegra frétta. Fjármálin verða i brennidepli á sunnudag. SPORÐDREKINN (23/10-22/n Þú verður óánægður með eitthvað í vinnunni á föstudag, en vertu þrautseigur. Fjárhagslegur ávinn- ingur er nefnilega mögulegur. Óvæntar fréttir á laug- ardag koma þér kannski úr jafnvægi, þó þær geti reynst jákvæðar þegar frá líður. Láttu aðra um að ráða ferðinni á sunnudag. Það er heillavænlegra en að þú sért við stjórnvölinn. BOGMAÐURINN (23/11—21/12] Fagnaðu því hve margt er um það bil að smella saman þessa dagana og láttu það ekki spilla ánægj- unni þó fólk kunni ekki endilega að meta allt, sem þú leggur á þig. Það sem félagar þínir stinga upp á virð- ist kannski ósanngjarnt, en það gæti verið þess virði að láta undan þrýstingi. Brátt færðu frelsi til að byggja á nýjum og traustari grunni. STEINGEITIN (22/12-21/1 Maki eða ástvinur getur verið mjög krefjandi á föstudag, en á laugardag verður vinnuhagræðing of- arlega á baugi. Ýmislegt snjallt gæti komið út úr því. Sunnudagurinn verður einn af þessum þægilegu dögum til hvers kyns skemmtunar. Það væri ekki svo galið að láta yngstu kynslóðina ráða ferðinni, en vinir eða kunningjar gætu komið í veg fyrir að áform yrðu að veruleika. VATNSBERINN (22/1-19/2 Eftir helgina hefst gróskumesta tímabil ársins hjá þér hvað varðar alla vinnu. Áherslan er á nýjar hug- myndir og verkefni og þú verður að bægja frá þér öll- um efasemdum byggðum á tilfinningalegu mati. Komdu fólki á óvart með bjartsýni og ákveðni. Láttu ekki hafa þig út í að hjakka í sama farinu í einkalífinu og kannski er tími til kominn að krefjast meiri skiln- ings og stuðnings frá þínum nánustu. Þó þú þarfnist öryggis og reglu á hlutunum virðist þú nú hvetja aðra til að höggva á ákveðin tengsl og gleyma vonbrigðum og erfiðleikum fortíðarinnar. Sum vandamál eru hins vegar torleystari en önnur. Reyndu nýjar leiðir og komdu ástvinum þínum á óvart með svolítilli aðlögunarhæfni. Á sunnudag verður þú aðnjótandi mikillar heppni, alveg óvænt. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.