Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 8
Samkvœmt lögum um loftferðir er hámark á ábyrgð flytjenda vegna hvers einstaks farþega ekki hœrra en 832 þúsund krónur. Hœrri verða bæturnar ekki nema sannist að flytjandinn hafi við framkvœmd starfs síns valdið tjóninu, annaðhvort af ásetn- ingi eða stórfelldu gá- leysi samfara vitneskju um að tjón myndi sennilega hljót- ast af. Eins og gefur að skilja hefur slíkt aldrei sannast á * Islandi. Flugmenn bera jafnt ábyrgð á sínu lífi sem og far- þeganna. En hvernig stendur á því að mannslífið er svona lágt metið í lög- um? Ástœðan er að stœrstum hluta sú, að lögin hafa ekki verið endurskoðuð frá því að þau voru sett árið 1964? BÆTURNAR HAFA BRUNNIÐ UPP I kaflanum um ábyrgð flytjenda stendur að hámark hennar skuli vera 36.500 krónur. Ef sú upphæð er eftir Gunnar Smára Egilsson framreiknuð með framfærsluvísi- tölu samsvarar hún rúmlega 12,4 milljónum króna. í lögunum stend- ur hins vegar að skaðabæturnar skuli reikna eftir gullgildi. Hámark skaðabótanna í lögum fylgir breyt- ingum á skráningu gullgildis ís- lensku krónunnar hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Seðlabankanum er há- markið því í dag 832 þúsund krónur. Það eru tæplega 7% af þeirri upp- hæð, sem sett var í lögin á sínum tíma. Ef ákvæði laganna hefðu hald- ið verðgildi sínu fengju ættingjar þeirra sem farast í flugi og þeir sem slasast í flugslysum fimmtánfalda þá upphæð sem þeir fá greidda í dag. Islensku loftferðalögin eru mjög lík samskonar lögum á hinum Norð- urlöndunum. Kaflinn um ábyrgð flytjenda er síðan byggður á alþjóð- legum samningum. Að stofni til er hann samkvæmt Varsjásamþykkt- inni frá 1929 og með viðauka er samþykktur var í Haag árið 1955. í þessum samþykktum er ábyrgð flugfélaga bundin gulli. _ Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Isleifssyni, hagfræðingi hjá alþjóða- deild Sedlabankans, eru útreikning- ar á gengi gullkrónunnar nú bundn- ir gengi SDR, eða sérstakrar yfir- dráttarheimildar. Þegar lögin voru sett var gullgildi miðað við fast verð á gullúnsunni í Bandaríkjadölum. Því var breytt þegar dalurinn fór að sveiflast meira en góðu hófu gegndi. SDR er stöðugra gengi. Hvorug að- ferðin hefur hins vegar haldið verð- gildi miðað við til dæmis fram- færsluvísitölu. Það mun vera töluvert mismun- andi eftir löndum hvernig gjald- miðlar hafa staðist viðmiðunina við gullið. Samkvæmt upplýsingum frá Birgi Gudjónssyni, yfirlögfræðingi samgönguráduneytisins, hafa sum- ar þjóðir breytt sínum loftferðalög- um til að hækka þessa ábyrgð og aðrar eru tilbúnar með frumvörp þess efnis. „Við höfum breytt þessu í sjónum og nýju umferðarlögunum. Loft- ferðalögin eru hins vegar eftir," sagði Birgir í samtali við Helgar- póstinn. ERLEND FLUGFÉLÖG AUKA BÆTUR Samkvæmt umferðarlögunum, sem tóku gildi í mars síðastliðnum, er hámark ábyrgðar eigenda minni bíla á líkamstjóni eða dauða farþega 19,4 milljónir króna. Ef um bifreiðir er taka fleiri farþega en tíu er að ræða eru hámarksbætur helmjngi hærri, eða 38,8 milljónir króna. Þeir sem hljóta örkuml eftir slys í rútu á milli Reykjavíkur og Akureyrar eiga því rétt á fjörutíu og sjö sinnum hærri bótum en þeir sem slasast á sömu leið í flugvél. „Það verður að segjast eins og er að þetta eru afskaplega lágar bæt- ur," sagði Björn Jensson, skrifstofu- stjóri hjá Tryggingu hf., í samtali við Helgarpóstinn. Aðspurður um hvernig útreikningi á bótum væri háttað sagði Björn að hann færi eftir flóknum tryggingafræðilegum for- sendum. Þar væru vinnutap, líkams- lýti og örorkumat reiknuð inn í. Nið- urstaðan úr því dæmi væri síðan borguð út, en þó ekki hærri en sem næmi ábyrgð flugfélaganna sam- kvæmt lögum. Ákvæðið í lögunum virkaði sem þak á bæturnar. Þær væru ekki reiknaðar sem hlutfall, sem síðan væri deilt í hámarkið á ábyrgðinni samkvæmt lögunum. „Bætur frá flugfélögunum geta ekki farið yfir þessa upphæð. Það er það eina sem hún táknar," sagði Björn. Eins og fram kom hjá Birgi Guð- jónssyni hér að ofan hafa nokkrar þjóðir breytt þessum ákvæðum í lögum sínum. Gefist upp á því að bíða eftir samkomulagi á alþjóða- grundvelli. Þannig eiga farþegar, sem fljúga með þeim erlendu flug- félögum sem hafa umboðsmenn hérlendis, rétt á hærri bótum. SAS tekur á sig sexfalda ábyrgð gagnvart þeim farþegum sem fljúga á leiðarenda með flugfélaginu. Þýsk stjórnvöld hafa rýmkað löggjöfina þannig, að réttur þýskra flugfélaga, þar með talið Lufthansa, hefur verið skertur. Farþegum hefur verið gert auðveldara að höfða skaðabótamál á hendur flugfélaginu. Farþegar með bandarískum flugfélögum eiga rétt á mun hærri bótum, enda hafa Bandaríkjamenn aldrei samþykkt Varsjársamþykktina að fullu þar sem hún stangast á við almennar reglur í skaðabótarétti þarlendis. ÁBYRGÐ ÞINGMANNA Helgarpósturinn leitaði til Erlends Lárussonar, forstöðumanns Trygg- ingaeftirlitsins, og innti hann eftir því hvort hann kynni skýringar á því, hvers vegna svo mikið misræmi væri á milli ábyrgðar flytjenda á landi og í lofti. „Þetta er bara eitt af því sem þing- menn þurfa að taka upp," svaraði Erlendur. Nú stendur til aö auka frelsi í tryggingamálum. Getur veriö aö skyldutrygging flugfélaganna hafi setiö á hakanum vegna endurskoö- unar á tryggingum almennt? „Mér þykir líklegt að menn haldi því áfram að hafa skyldutryggingu, bæði í sambandi við loftferðir og bifreiðaakstur. Ég veit satt að segja ekki hvar vinna þeirrar nefndar stendur, sem skipuð var til að gera tiilögur um aukið frelsi í trygginga- málum. Ég hef ekki séð álit frá henni." Frá því að lög um loftferðir voru sett hafa 275 manns farist með ís- lenskum loftförum í 38 flugslysum. Mestu munar um slys er varð á Sri Lanka árið 1978 er 183 létu lífið. Hér innanlands hafa 77 manns látið lífið í 34 flugslysum frá því lögin voru sett. Fjöldi alvarlegra slysa er svip- aður og dauðsfalla. Sú spurning kann því að vakna hvort ekki sé eðlilegt að breyta lög- unum þannig að ábyrgð flugfélag- anna hækki í innanlandsflugi, ef við erum bundnir af erlendum sam- þykktum varðandi millilandaflug. „Það væri í „prinsipi" auðveldara að breyta þessu í innanlandsflugi," svaraði Birgir Guðjónsson, yfirlög- fræðingur hjá samgönguráðuneyt- inu. „En ég held að ekki verði reynt að sundurgreina þarna á milli. Held- ur að þetta verði látið ganga yfir flugstarfsemina sem slíka." En hvar er þetta mál statt í ráöu- neytinu? „Við höfum reynt að fylgjast með umræðum um þessi mál á alþjóðleg- um vettvangi og það hafa verið stig- in nokkur undirbúningsskref hér í ráðuneytinu," svaraði Birgir. „Mönnum er ljóst að þessi níundi kafli loftferðalaganna þarfnast end- urskoðunar. Ekki vegna bóta- ábyrgðarinnar sem slíkrar, heldur vegna bótafjárhæðarinnar. FLÓRINN MOKAÐUR Er von á breytingu? „Einu sinni var það sett hér innan- húss í ráðuneytinu sem metnaðar- mál að reyna að koma frumvarpi fram á næsta þingi. En það er nú eins og það er og verður að segjast hreint út, að á svona starfvettvangi, eins og stjórnarráðið er, þar sem menn eru yfirleitt að moka flórinn frá því í gær, vill yfirlegu- og fræði- vinna dragast. Það er ekki þar fyrir. Áhuginn er fyrir hendi og mönnum er ljóst að það þarf þarna umbætur. En það er þetta tvennt, þyngsli á al- þjóðavettvangi og svo mannfæð hér. Jafnvel þó ég hefði hér fyrir fram- an mig fullbúið lagafrumvarp til breytinga veit ég ekki hvort því yrði dembt fram. Þar er ekki svo á hreinu að réttarstaða flugfarþega mundi í sjálfu sér breytast alfarið til hins betra. Hún mundi lagast mikið. En það fer eftir því hvar slysin verða. Ef íslenskri vél hlekktist á og það yrðu slys er líklegast að varn- arþingið yrði hér vegna þess að flugfélögin eru hér með starfsstöð sína. Flugið og réttarreglur tengdar því verða að hanga saman við reglur í öðrum löndum vegna þess að þetta er hraður flutningamáti sem ber menn í einni flugferð í gegnum mörg réttarríki," sagði Birgir Guð- jónsson, yfirlögfræðingur hjá sam- gönguráðuneytinu. Hér á opnunni gerir Matthías Bjarnason samgönguráðherra grein fyrir afstöðu sinni til þessa máls. Þar er einnig viðtal við Krist- ján Jón Guömundsson, sjómann frá Bolungarvík, er komst mikið slasað- ur lífs af er TF-ORM fórst í Ljósufjöll- um á Snæfellsnesi í marsmánuði í fyrra. En hver er afstaöa flugfélaganna? „Það er þarft verk að benda fólki á hversu illa það er tryggt í flugi," sagði Ólafur Briem, deildarstjóri í viðskipta- og þjónustudeild Flug- leiöa og helsti tryggingasérfræðing- ur þeirra. „Við erum bundnir af lögunum og getum lítið annað gert en ráðlagt fólki að kaupa sér auka- tryggingu. Hún rýrir ekki ábyrgð okkar." KRISTJÁN JÓN GUÐMUNDSSON, SJÓMAÐUR FRÁ BOLUNGARVÍK, SEM SLASAÐIST ILLA í FLUGSLYSINU í LJÓSUFJÖLLUM: MISSTI ANDUIW „ÞAÐ FÓR ALLT í ÞÚSUND MOLA FYRIR NEÐAN ENNIÐ/7 SEGIR KRISTJAN í ÁHRIFAMIKLU VIÐTALI. HANN HEFUR ENN ENGAR BÆTUR FENGIÐ FRÁ TRYGGINGAFÉLAGI FLUGFÉLAGSINS. KRISTJÁN HEFUR ÞURFT AÐ FRAMFLEYTA FJÖGURRA MANNA FJÖLSKYLDU Á SAUTJÁN ÞÚSUND KRÓNA SJÚKRADAGPENINGUM Á MÁNUÐI „Ég hef enn ekkert fengiö frá tryggingafélaginu, en mér er sagt aö þaö veröi í mesta lagi rúmar 800 þúsund krónurj' sagöi Kristján Jón Guðmundsson, sjómaöur frá Bol- ungarvík, er komst lífs afúr flugslys- inu í Ljósufjöllum, í samtali viö Helgarpóstinn. „Eg hef heldur ekkert fengiö frá Almannatryggingum nema sjúkra- dagpeningana, sem eru um 17 þús- und á mánuöi. Þaö er náttúrulega ekki hœgt fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu aö lifa af því. Konan mín hef- ur ekki getaö unniö úti því ég hef ekki getaö litiö eftir börnunum. Ég get ekki hugsaö til þess hvar viö vœrum efekki heföi komiö til hjálp fólksins í þorpinu." , Kristján ér annar tveggja manna er komust lífs af er flugvélin TF- ORM hrapaði í Ljósufjöllum á Snæ- fellsnesi þann 4. apríl 1986. Fjórir aðrir farþegar og flugmaður véiar- innar fórust í þessu hörmulega slysi. Eins og fram kemur í ummælum Kristjáns hefur hann enn ekki feng- ið greiddar bætur frá Tryggingu hí, sem er tryggingafélag eiganda vél- arinnar sem fórst, Flugfélagsins Ernis hf. á ísafirði. Samkvæmt lög- um um loftferðir er hámark á ábyrgð flytjenda á farþegum sínum rétt rúmlega 832 þúsund krónur. Kristján á því ekki rétt á hærri bót- um frá flugfélaginu. Þrátt fyrir hina hræðilegu reynslu sem Kristján hefur gegnið í gegnum er hann einstaklega hughraustur. Hann hefur tekið á mótlæti sínu með bjartsýni og trú á bata. Helgar- pósturinn fór þess á leit við Kristján að hann lýsti reynslu sinni fyrir les- endum blaðsins. „...ANDLITIÐ EINS OG KORNFLEX..." „Ég man ekkert eftir mér fyrr en viku til tíu dögum eftir slysið. Maður er svo lengi að vakna eftir svona lagað. Leggbeinið á hægri fætinum var alveg í sundur. Hann hékk bara sam- an á einhverju dóti. Læknarnir segja að hann hafi brotnað mjög illa. Ég fór úr mjaðmarliðnum vinstra meg- in. Andlitið fór allt í mcisk. Ennið brotnaði frá og það komu sprungur í það. En aðalhöggið kom fyrir neð- an ennið. Það fór allt í þúsund mola sem var fyrir neðan ennið. Andlitið gekk allt inn. Þeir náðu í augun aft- ur í heila. Þeir segjast hafa plokkað þau út. Þeir tjösluðu andlitinu á mér saman alveg upp á nýtt. Það er verst að þeir vissu ekki hvernig ég hafði litið út. En þetta gekk nú svona og svona. Það vantaði svo mikið af beinum. Þau brotnuðu svo smátt. Læknirinn sagði að þetta hefði verið eins og kornflexpakki. Beinin voru víruð saman. Á röntg- enmynd er andlitið eins og þakið hringormum. Svo settu þeir gervi- efni undir augað til að halda því uppi. Ég er blindur á því auga. Síðan þetta var gert hafa þeir ekk- ert gert við andlitið á mér. Ef ég ætla að verða eins og ég var þyrfti ég að fara í margar aðgerðir. Það er að segja, ef mér endist aldur til og ef ég vil. Ég er búinn að fá nóg af aðgerð- um í bili. Ég ætla að sjá til. Fyrst var ég um tvo mánuði á spítalanum. Ég var búinn að heita mér því að vera kominn heim áður en heimsmeistarakeppnin byrjaði. Það tókst. Ég kom heim daginn sem hún byrjaði. Svo fór ég í júlí aftur suður. Þá var ég aftur skorinn í fótinn, því beinið greri ekki. Beinendarnir voru dauð- ir. Þá var tekið úr mjöðminni og það flutt niður. Þá fór þetta að gróa á fullu. Ég þurfti reyndar að leggjast inn aftur þegar skurðurinn opnaðist og flattist út. Ég var þá í eina viku inni. „...FOTURINN BOGNAÐI ALLTAF MEIR OG MEIR..." Ég fékk göngugips í október. Það var svo tekið af mér 19. nóvember. Ég fór suður á afmælisdaginn upp á von og óvon. Vildi athuga hvort maður fengi ekki almennilega af- mælisgjöf. Það gekk eftir. Þegar gipsið var farið og ég tók að stíga í fótinn fór hann að bogna. Mér fannst þetta ekki eiga að vera 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.